Pressan - 29.10.1992, Blaðsíða 20

Pressan - 29.10.1992, Blaðsíða 20
20 FIMMTUDAGUR PRESSAN 29. OKTÓBER 1992 E R L E N T Staban í forsetakjörinu vestra □ Hallast ab Bill Clinton ( I Hallast ab George Bush New Hampshire 4 Maine 4 Rhode I. 4 Conn. 8 N. Jersey 15 Delaware B PRESSAN/AM Á þriöjudag verður gengiö til forsetakosniga í Bandaríkjunum. Sá frambjóö- endanna sem sigrar í hverju ríki fær alla kjörmenn þess, en þeir kjósa síðan forsetann. Tölurnar segja til um fjölda kjörmanna hvers ríkis en 270 þarf til sigurs. Gangi spáin hér eftir sigrar Bill Clinton meö 316 kjörmönnum á móti 222 kjörmönnum Bush. Kosningaspá PRESSUNNAR Cllnton hefur naumlega sigur Úrslitin í tíu stærstu fylkjum Bandaríkjanna ráða miklu um niðurstöðu forsetakosninganna. Saman hafa þau 247 kjörmenn, sem fer langleiðina í þá 270 sem frambjóðandi þarf til að sigra. í mörgum smærri fylkjum eru úr- slitin tiltölulega fyrirsjáanleg, en í þessum stærri hefur oft munað litlu og það eykur mikilvægi þeirra fyrir frambjóðendurna. Hér er hlaupið yfir nokkur atriði sem máli skipta. KALIFORNI'A Baráttan um Kaliforníu er ein sú mikilvægasta í þessum kosn- ingum. Sá sem getur tryggt sér ör- uggt forskot í Kaliforníu hefur ekki aðeins 54 vel þegna kjör- menn, heldur sálfræðilegt tak á andstæðingnum. Demókratar eru til dæmis næsta vonlausir um sig- ur ef þeir ná ekki Kaliforníu; til að vega hana upp þurfa þeir að sigra í öllum Suðurríkjunum, sem eng- um hefur tekist nema ]immy Carter árið 1976. Kaliforníubúar hafa kosið repúblikana í forsetastól alveg frá dögum Eisenhowers, ef undan er skilinn Lyndoti Johnson árið 1964. Þetta lýsir þó ekki endilega íhaldssemi í fylkinu, heldur helg- ast að hluta af því að bæði Ri- chard Nixon og Ronald Reagan voru Kaliforníubúar. Fylkið er reyndar pólitískur geðklofi, enda er ekkert fylki sundurleitara menningarlega og pólitískt. Fylgismunur Clintons og Bush hefur í allt sumar verið meiri í Kaliforníu en að jafnaði um land- ið. Repúblikanar eru reyndar búnir að gefa fylkið upp á bátinn og Bush hefúr ekki komið þangað síðan hann fór til Los Angeles eftir uppþotin í vor. Það er mjög slæmt fyrir repúblikana; ekki bara vegna kjörmannanna 54, heldur af því engum repúblikana hefur tekist að sigra í forsetakosningum án þess að hafa Kaliforníu í takinu. PRESSAN setur Kaliforníu Clin- tons megin. Úrslitin 1988 og 1984: Bush: 51% Reagan: 58% Dukakis:48% Mondale:41% NEWYORK New York var lengi vel mikil- vægasta fylkið í landsmálapólitík Bandaríkjanna. Þar var mestur mannfjöldinn og þar skiptust kjósendur nokkuð jafnt á milli demókrata og repúblikana. Þetta breyttist á sjöunda áratugnum og nú er New York hliðhollast demókrötum meðal stærstu fylkj- anna tíu með 33 kjörmenn. New York-búar kusu meira að segja Michael Dukakis í kosningunum 1988. Bush hefur ekkert reynt til að vinna New York í þessum kosn- ingum og Clinton er býsna örugg- ur um sigur. Úrslitin 1988 ogl984: Dukakis: 51 % Reagan: 54% Bush: 48% Mondale: 46% TEXAS Texas hefur 32 kjörmenn og er dæmigert fyrir þá leið sem Suður- ríkin hafa verið að fara síðastlið- inn aldarfjórðung. Það er demó- kratískt af sögulegum ástæðum, en íhaldssamt og færðist hægt og sígandi tii repúblikana. Texas-bú- ar geta þó komið á óvart: þeir létu sig hafa það að kjósa George McGovern i móti Nixon 1972, einir Suðurríkjamanna. Það flækir stöðuna nú að tveir Texas-búar eru í framboði: Ross Perot og George Bush. Sá fyrr- nefndi er innfæddur, en Bush að- fluttur (og er skráður til heimilis á hóteli í Houston), en báðir teljast heimamenn. Clinton hefúr gengið ágætlega í Texas og síðustu kann- anir sýna þá Bush hvorn með um 35 prósent atkvæða, en Perot með um 17%. Ef Perot bætir verulega við sig frá þessu lendir Clinton í vandræðum. PRESSAN spáir því að forsetinn vinni íTexas. Úrslitin 1988 og 1984: Bush: 56% Reagan: 64% Dukakis: 43% Mondale: 36% FLÓRÍDA Fyrir ekki mörgum árum var Flórída fátækt og vanþróað fýlki á svipaðan hátt og önnur Suðurríki. Aukinn ferðamannaiðnaður hefur hrns vegar hleypt miklum krafti í fylkið og þróun þess er að sumu leyti fyrirboði þess hvernig at- vinnu- og efnahagslíf annars stað- ar þróast. Flórída hefur nú 25 kjörmenn og er að líkindum það af stóru fylkjunum sem repúblikanar geta verið hvað öruggastir um. Jimmy Carter tókst að vinna fýlkið 1976, en síðan hafa demókratar ekki náð 40 prósenta fylgi þar í forseta- kosningum. Clinton hefúr gengið býsna vel á Flórída og í flestum skoðanakönnunum eru þeir Bush jafnir að fylgi. í ljósi sögunnar og suðurrískrar íhaldssemi setjum við þó Flórída í dálk forsetans. Úrslitin 1988 og 1984: Bush: 61% Reagan: 65% Dukakis: 39% Mondale: 35% PENNSYLVANÍA Líklega er nú komið að því að Pennsylvanía láti demókrata fá sína 23 kjörmenn í forsetakosn- ingum. Fylkinu hefur smám sam- an tekist að ná sér eftir mikinn samdrátt í þungaiðnaði og hefur skapað sér stöðu sem þjónustu- miðstöð. Pólitískt hefúr fylkið ver- ið á miðjunni — sent hvort held- ur er hófsama repúblikana eða demókrata til þings. Pennsylvanía kom á óvart í fyrra með því að kjósa óþekktan frjálslyndan demókrata, Harris Wofford, í öldungadeild þingsins. Hann hafði betur gegn dóms- málaráðherranum og fyrrum fylk- isstjóranum Richard Thomburgh með megináherslu á heilbrigðis- mál. Ef kjósendur hafa ekki skipt alveg um skoðun síðan þá fær Clinton stuðning Pennsylvaníu í þetta skiptið. Úrslitin 1988 og 1984: Bush: 51 % Reagan: 53% Dukakis: 48% Mondale: 46% ILLINOIS Niðurstaðan í Illinois hefúr allt- af endurspeglað úrslitin á lands- vísu, nema hjá Suðurríkjamönn- unum Carter og Woodrow Wil- son. Stuðningur við flokka hefur lengi verið afar mismunandi eftir svæðum, þar sem kjarni Chicago fylgdi demókrötum, en dreifbýlið repúblikönum. Demókratar eiga mjög þétt fylgi og sterka flokksmaskínu í fylkinu og hafa uppskorið samkvæmt því. Bill Clinton þarf því hlutfallslega minni sveiflu þar en annars staðar til að hafa sigur. Við spáum að hann fái kjörmennina 22 frá 111- inois. Úrslitin 1988 og 1984: Bush: 51% Reagan: 56% Dukakis: 49% Mondale: 43% OHIO Repúblikanar hafa nokkru meira fylgi í Ohio en á landsvísu, en fýlkið er óútreiknanlegt og alltaf harkalega barist um það. Kosningastjórar Bush 1988 lögðu mikla áherslu á Ohio og töldu demókrata réttilega ekki geta náð tilskildum kjörmanna- ljölda án þess. Bush vann fýlkið þá og að líkindum fara kjörmenn þess, 21 að tölu, aftur til hans núna. Úrslitin 1988 og 1984: Bush: 55% Reagan: 59% Dukakis: 44% Mondale: 40% MICHIGAN Efnahags- og atvinnulíf hefur hvergi breyst eins mikið og í Michigan á undanförnum árum. Hagsæld þar byggðist á velgengni stóru bílaframleiðendanna þriggja, sem hrundi um og upp úr 1980. Með þeim hrundi líka pólit- ískur stöðugleiki. Pólitísk forysta í fylkinu var á miðjunni og demókratar höfðu mikil áhrif í gegnum öflug stéttar- félög. Nú eru stéttarfélögin svipur hjá sjón og þótt Michigan-búar kjósi yfirleitt demókrata til þings nær það ekki endilega til forseta- kosninga. Hér eru úrslit mjög óviss, en óvinsældir Bush og ótt- inn við fríverslunarsamning við Mexíkó verða þó líklega til þess að Clinton fái kjörmennina 18 naurrflega. Úrslitin 1988 og 1984: Bush: 54% Reagan: 59% Dukakis: 46% Mondale: 40% NEWJERSEY Smábæirnir og svefnbæirnir í New Jersey ala af sér klassíska millistéttarkjósendur repúblikana. Fylkið hefur enda kosið þá í for- setakosningum síðan Johnson var og hét. Þó er pólitísk hófsemi meðal einkenna fýlkisins og þing- mennirnir, flestir demókratar, yfirleitt miðjumenn. En óánægða millistéttin er ein- mitt meðal helstu skotmarka Clin- tons og Bush hefúr verið í veruleg- Minnihlutinn vinnur Ef Bill Clinton hefur sigur í þessum kosningum bendir allt til þess að það verði með minnihluta atkvæða. Það hefur oft gerst, enda er kjörmanna- kerfið þannig snúið að hægt er að fá meirihluta kjörmanna þótt ekki náist fimmtíu prósent atkvæða í kosn- ingunum. Hitt er líka mögu- leiki, að sá sem fær flest at- kvæði fái ekki nógu marga kjörmenn og tapi þar með. Grófasta dæmið er frá 1888, þegar repú- blikaninn Benjamin Harrison fékk 47,8 prósent atkvæða og 233 kjörmenn. Demókratinn Grover Cleveland fékk hins vegar 48,6 prósent en aðeins 168 kjörmenn. Árið 1876 fékk demó- kratinn Samuel Tilden 51 prósent atkvæða, en tapaði þó fyrir repúblikanum Rut- herford Hayes, sem fékk 48 pró- sent. Þá fékk Andrew Jackson langflest atkvæði árið 1824, en John Quincy Adams varð forseti með stuðningi annarra frambjóðenda. Það hefur gerst fimmtán sinnum alls að frambjóðandi hafi ekki náð helmingi atkvæða, en náð þó kjöri. Minnsta styrk fékk sjálfur Abraham Lincoln árið 1860, skömmu áður en borgarastyrjöldin hófst, tæp fjörutíu prósent atkvæða. Á þessari öld náði Woodrow Wilson tvisvar kjöri án þess að fá meirihluta og hið sama gilti um Harry Trutnan árið 1948, John F. Kennedy árið 1960 og Richard Nixon árið 1968. Þegar litlu munar í kosningum kemur vel í Ijós hvernig kjör- mannakerfið getur af- skræmt vilja kjósenda og litlar þúfur geta velt þungu hlassi. Þannig er nóg fyrir frambjóðanda að fá 50,1 prósent í tólf lykil- fylkjum til að sigra og skiptir þá ekki máli hversu stórt hann tapar í hinum 38. Sem dæmi um litlu þúfuna má nefna að nægt hefði að níu þús- und atkvæði hefðu breyst í Ohio og Hawaii árið 1976 og þá hefði Jimmy Carter tapað fyrir Gerald Ford, jafnvel þótt Carter hefði 1,7 milljónir atkvæða fram yfir í heildina. Þriðji maðurinn Það er ekkert nýmæli að fram- bjóðandi utan stóru flokkanna tveggja setji strik í reikning- inn eins og Ross Perot gerir nú. Þetta eru þrett- ándu kosning- arnar á þessari str0m öld sem það , gerist og að Thurmond minnsta kosti bauðsigfram einu sinni hefur árið 1948og þriðji frambjóð erennað. andinn haft meiri áhrif en Perot virðist ætia að hafa nú. Það var George Wallace, sem fékk 13,5 prósent atkvæða í kosningun- um 1968 eða tæplega tíu milljónir atkvæða. Atkvæðamunur á Ricliard Nixon og Hubert Hutnphrey í þeim kosningum var aðeins hálf milljón. Wallace sigraði í fjórum fylkjum, Al- abama, Arkansas, Mississippi og Louisiana, og fékk46 kjörmenn. Perot fær væntanlega jafnhátt eða hærra atkvæðahlutfall, en ekk- ert bendir til þess að hann sigri í einstökum fylkjum, ekki einu sinni heimafylki sínu, Texas. Hann hefur þvf varla áhrif á kjörmannatöluna, nema að því leyti sem hann breytir útkomunni í einstökum fylkjum. Næst Wallace í atkvæðastyrk komst John Anderson, sem fékk 6,6 prósent atkvæða árið 1980, þegar Ronald Reagan burstaði Jitnmy Carter. Öll atkvæði Andersons hefðu ekki nægt Cartertil sigurs þá. En verðlaun fyrir þolgæði fengi Eugenc Dcbs, sem bauð sig fjórum sinnum fram fyrir Sósíalistaflokkinn ( upphafi aldarinnar. Hann náði mest sex prósentum árið 1912, þegar Woodrow Wilson sigraði Teddy Ro- osevelt örugglega. Annar þolgóður er Strom Thurmond sem bauð sig fram til forseta árið 1948 og barðist gegn ofríki alríkisstjórnarinnar gagnvart fylkjunum. Hann sigraði í fjórum fylkjum og fékk 39 kjörmenn. Hann hefur verið öldungadeildarþing- maður síðan 1954, er nú níræður og ætlar að klára að minnsta kosti þetta kjörtímabil, sem endar árið 1996.8 um vandræðum í New Jersey frá upphafi. Við spáum þó að vaninn ráði og hann fái kjörmennina 15 semNewJerseyá. Úrslitin 1988 og 1984: Bush: 56% Reagan: 60% Dukakis: 42% Mondale: 39% NORÐUR-KARÓLÍNA Síðast stóru fýlkjanna er Norð- ur-Karólína með 14 kjörmenn. Demókratar hafa smám saman verið að sækja í sig veðrið þar eftir að repúblikanar virtust hafa gleypt það í Suðurríkjasveiflunni síðustu árin. Þeim tókst að velgja frægasta íhaldsþingmanni fylkis- ins, Jesse Helms, undir uggum bæði 1990 og 1984. Fyrrum fylkis- stjóri, demókratinn Jim Hutit, virðist ætla að vinna það embætti aftur og ef einhver getur unnið upp herslumuninn sem demó- krata hefur vantað eru það Clin- ton og Gore, Suðurríkjastrákamir með miðjuprógrammið. Úrslitin 1988 og 1984: Bush: 58% Reagan: 62% Dukakis: 42% Mondale: 38% MISSOURI Allra síðast er rétt að nefna Missouri, en úrslitin þar hafa end- urspeglað niðurstöðuna á lands- vísu því sem næst nákvæmlega í öllum kosningum á öldinni nema einum (Missouri-búar kusu Adlai Stevenson árið 1956). Og staðan þar endurspeglar stöðuna á lands- vísu: Clinton hefur betur, en fýlgi hans er meira fljótandi en forset- ans. Clinton nýtur þess að vera frá nágrannafylkinu Árkansas og ef ekkert stórkostlegt gerist þessa fáu daga fram að kosningum hefur hann vinninginn í Missouri. Og þar með á landsvísu, ef sagan er vísbending. Úrslitin 1988 og 1984: Bush: 52% Reagan: 60% Dukakis: 48% Mondale: 40% Karl Th. Birgisson

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.