Pressan - 29.10.1992, Page 28

Pressan - 29.10.1992, Page 28
28 FIMMTUDAGUR PRESSAN 29. OKTÓBER 1992 I Þ R Ó T T I R Rúmlega tíu prósent bæiarbúa keppa hinirhorfaá Alexander Ermulinski, Úkraínu- maðurinn í liði Borgnesinga, kom til llðsins frá ungverska lið- inu Honved sem er eitt sterk- asta félagslið í Evrópu. Gervihnattasport BMMiaatgi U 20.30 Brasilfski fótboltinn Screensport. Sambabolti Brassanna og f kjölfarið kemur spænski boltínn. 22.30 Sparkbox Eurosport. Furðuleg íþrótt atarna; einskonar blanda af boxi og karate. Keppendur beita bæði höndum og fótum. 23.30 Keila Sky Sports. Islenskir keilarar nálgast óðum 300 stiga múrinn en þessir kappar hafa sjálfsagt þegar klifið hann. ucaixu 14.00 Evrógaman Eurosport. Þeir segja að þetta sé þátt- ur um „wacky sports', þarf að segja meira? 14.30 Goif Screensport. Annar dagur Volvo masters- móts á Sotogrande á Spáni. 19.30 Mótorsport Screensport. Blandaður þáttur með alls- konar ökutækjum. 13.00 fþróttir á laugardegi Sky Sports. Blandaður íþrótta- þáttur. Meðal annars verð- ur fjallað um þá eðlu fþrótt krikket og auðvitað fót- bolta. 13.00 Goif Screensport. Þríðji dag- ur Volvo masters á Spáni. Klukkan 21.00 er bein út- sendíng frá golfmóti ( Bandaríkjunum. 18.00 Tennis Eurosport, Stórt og mikið tennismót I Stokk- hólmi. Sýnt frá undanúr- slitum t karlaflokki. 22.30 Hnefaleikar Sky Sports. Enskír atvinnumenn eigast við. 13.00 Golf Screensport. Lokadag- ur mótsins á Spáni. 14.00 Fótbolti Sky Sports. Bein útsending frá leik i úrvals- deildinni ensku. Úrvalsdeildarliði Skallagríms frá Borgarnesi í körfuknattleik var spáð slöku gengi á þessu tímabili, spáð neðsta sæti í sínum riðli og missi úrvalsdeildarsætisins. En Borgnesingar hafa blásið á allar hrakfaraspár og byrjað mótið glimrandi vel, þegar þetta er skrif- að hafa þeir leikið Qóra leiki, unn- ið þrjá en tapað einum. „Eins og staðan er núna eigum við góða möguleika á að komast í úrslitakeppnina, baráttan er á milli okkar, Vals, Snæfells og Grindavíkur. KR-ingar eiga ekki svar inni í teig við stóru mönnun- um, þá vantar stærri menn,“ segir Skúli Skúlason, leikmaður Skall- gríminga. Skúli er 22 ára og gekk til liðs við Borgnesingana eftir síð- ustu jól, en hann lék áður með Keflvíkingum. Skúli er öflugur leikmaður og sérstaklega er hann sterk þriggja stiga skytta. Bróðir Skúla er Guðjón Skúlason sem leikur með Keflavík, en hann er ein besta skytta landsins. Hittnin er kannski arfgeng? „Já, þetta er ættgengt, er svona étið upp eftir bróður mínum,“ svarar Skúli. Og er þá ekki keppni þegar þeir bræður mætast í leik? „Jú jú, það var keppni í fyrra og þá vann Guð- jón 19-17,“ er svarið en greinilegt er að Skúli hefur fullan hug á að vinna næst. Skallagrímsmenn hafa útlend- ing í sínum röðum, eins og önnur úrvalsdeildarfélög, þeir leituðu þó ekki til Ameríku eftir manni eins og hin liðin heldur sneru sér í austurátt og nældu í úkraínskan risa, Alexander Ermulinski, en sá hefur leikið ffábærlega með liðinu það sem af er. Borgnesingar voru reyndar líka með mann frá fyrr- um Sovétríkjunum í fyrra, Maxim Krúpasjev. Bjarni Steinarsson, varaformaður körfuknattleiks- deildar Skallagríms, segir ástæð- una fyrir því að þeir leita austur eftir leikmönnum þá að Birgir Mikaelsson, þjálfari og leikmaður liðsins, hafi leikið með Anatoli Kovtun hjá KR, en sá er sjálfsagt einn besti útlendingur sem hér á landi hefur leikið. „Birgir er að leita að öðrum slíkum," segir Bjarni. Og ekki kvarta Borgnes- ingar yfir Ermulinski, því hann hefur reynst gríðarlega sterkur. Birgir tók við þjálftm liðsins ár- ið 1990 og undir hans stjórn komst liðið í úrvalsdeildina þar sem það er á öðru ári og ekkert á þeim buxunum að fara þaðan. „Við vissum ekkert hvað við vor- um að gera þegar við réðum Birgi. Ég kom inn í þetta 17. júní 1990 og þá var farið að leita að manni og það fannst einn í gifsi í Reykja- vík — það var Birgir,“ segir Bjarni. En Birgir hefur staðið sig vel og leikmenn láta vel af honum sem þjálfara. Körfuboltaáhugi í Borgamesi er gífurlegur, fiillt hús á hverjum leik og fjölmargir stuðningsmenn fylgja liðinu hvert á land sem er. Fyrsta vetur Birgis í Borgarnesi voru iðkendur körfu- bolta um 120 talsins nú eru þeir 190. f Borgarnesi búa um 1.800 manns og því eru rúm tíu prósent bæjarbúa á fullu í keppni í körfu- knattleik — restin horfir á. Birgir Mikaelsson, þjálfari Skallagríms, hefur staðið sig vel með liðið og Borgnesingar láta vel af störfum hans. Myndir: Svanur Steinarsson Skúli Skúlason, bakvörður Skallagríms, vann herrafyrir- sætukeppni Suðurnesja fyrir skemmstu. Unnusta Skúla er Hrönn Johannsen úr Borgar- nesi, en hún vann Elite-keppn ina fyrir nokkru. Hollendingurinn Ruud Guillit er sennilegast hættur að leika með hollenska landsliðinu. Hann gafekki kost á sér í landsliðið gegn Norðmönnum — en Hollendingar töpuðu þeim leik — afper- sónulegum ástæðum og sagan segir að hann sé hættur. Ástæðan ersú að Cuil- lit hefur átt i mesta basli við að komast í hið ótrúlega sterka lið AC Milan en hann mun vilja einbeita sér að þvi að komast í liðið og halda sæti sínu og þvi ákveðið að draga sig i hlé frá landslið- inu. Það eru sex út- lendingar hjá AC Mil- . an, allt heimsfrægir knattspyrnumenn, en aðeins þrir mega spila með liðinu í senn og Guillit hefur verið inni og úti til skiptis það sem afer tímabilinu. Silkeborg hefur spilað góðan fótbolta undanfarið en hér hefur Bo komið auga á eitthvað í leik Silkeborg sem gefur tilefni til að nota diktafóninn. Bo gerir það gott Arsþing ISI SÉRSAMBÖNDIN VALDALÍTIL Ársþing ÍSÍ var haldið um síðustu helgi sem kunnugt er. Tíðindi af þinginu hafa fyrst og fremst snúist um stjórnarkjör og afrekssjóð, en það sem vekur hins vegar athygli við þingið er hve lítið sérsamböndin hafa að segja þar. Sérsamböndin hafa í raun aðeins einn fjórða af atkvæðum á við héraðssamböndin þrátt fyrir að nánast öll íslandsmót séu í þeirra umsjón. Á bak við hvert atkvæði hjá sérsamböndunum eru 6000 iðkendur, en 600 á bak við hvert atkvæði héraðssambandanna. Má sem dæmi taka að íþróttabandalag Reykjavíkur (ÍBR) hefur næstum því helmingi fleiri fulltrúa á þinginu en sérsamböndin. Þessi misskiptu valdahlutföll birtast meðal ann- ars í því hvernig ÍSÍ útdeilir lottópeningunum en héraðssamböndin fá þar stærstan bita af kökunni. Geta lært allt Fótboltadrengirnir snjöllu, tvíburarnir Arnar Bjarki Gunnlaugssynir, hafa komist að samkomulagi við Feyenoord en viðræður eru enn í gangi milli fé- lagsins og stjórnar knattspyrnufélagsins ÍA. Frits Blankenmeyer, talsmaður Feyenoord í Hollandi, sagði í stuttu samtali við PRESSUNA að félagið sýnt áhuga en ekki væri búið að ganga endanlega samningum. Blankenmeyer talaði vel um þá bræður: „Þetta eru ungir piltar og þeir geta lært allt.“ Iþróttafréttaritari hjá einu stærsta dagblaði þar ytra, de Telegraaf, taldi ósennilegt að hér væri um miUjónasamninga að ræða, sérstaklega ekki þessu félagi. Hann sagði að brugðið gæti til beggja vona hjá ungum knattspyrnumönn um; þeir gætu gert það mjög gott og þén- að vel eða lent undir í baráttunni. Sam- bærilegt dæmi sá hann í hinum danskaj Sören Lerby og landa hans Anderson, sem báðir hófu ferilinn á sínum tímai hjá Ajax í HoUandi og áttu síðan mikilli velgengni að fagna. Það gengur glatt hjá Bo Johans- son, fyrrverandi landsliðsþjálfara fslendinga í knattspymu. Bo er nú þjálfari hjá úrvalsdeildarliðinu Silkeborg í Danmörku og undir hans stjórn hefur liðinu vegnað svo vel að menn eru farnir að tala um Evrópusæti í fyrsta sinn sem raunhæfan möguleika. Sjálfur er Bo hógvær og vill lítið segja um hugsanlega titla og Evrópu- drauma. „Við höfum ekki sett okkur það markmið að verða í þriðja sæti, fimmta sæti eða fyrsta sæti. Það mikUvægasta fyrir okkur er að einbeita okkur að næsta leik og reyna að vinna hann. Svo verð- um við að sjá tU með það hversu ofarlega við höfhum,“ segir Bo. En SUkeborg hefur gengið allt í haginn og lék meðal annars átta leiki í röð án þess að tapa leik og rúUaði þá yfir hið gamalkunna fé- lag B 1909 sex-núll. Nú er liðið í Talsmaður Feyenoord í Hollandi hefur trú á að Arnar og Bjarki geti átt velgengni að fagna hjáfé- laginu. þriðja sæti og lítið lát virðist á vel- gengninni. Leikmenn Silkeborg láta vel af Bo sem þjálfara. „Bo Johansson er viðkunnaniegur maður með já- kvæða útgeislun sem hefur smitað okkur aUa og haft áhrif á leik liðs- ins,“ segir markaskorarinn Jakob Kjeldbjerg. Bo flytur fjölskylduna ekki með sér tU Danmerkur ffekar en tíl ís- lands á sínum tíma; kona hans og dætumar þrjár búa í Kalmar í Sví- þjóð, en það var einmitt í Kalmar sem Bo hóf þjálfaraferU sinn. Nú er hann að gera góða hluti með Silkeborg og áhangendur liðsins farnir að gæla við hugsunina um titla og Evrópukeppni. Nái Bo að koma liðinu í Evrópukeppni er það besti árangur Silkeborg frá upphafi. Franski landsliðsmað- urinn Eric Cantona hjá Leeds komst að þvi um daginn að það er viss- ara að vanda enska framburðinn þegar hann talar við blaða- menn. Cantona var í viðtali við enskan blaðamann og sá spurði Cantona að þvi hvaða persónu hann dáði mest. Cantona nefndi franska málar- ann og skáldið Rim- baud en blaðamaður- inn heyrði ekki betur en kappinn segðist að- dáandi Rambos og skrifaði það. Nú fær Cantona hundruð bréfa með myndum af Sylvester Stallonc og neyðarlegum textum og bréfberinn er að sligast undan byrð- inni.

x

Pressan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.