Pressan - 29.10.1992, Síða 37

Pressan - 29.10.1992, Síða 37
FIMMTUDAGUR PRESSAN 29. OKTÓBER 1992 37 LfFIÐ EFTIR VINNU % eftir sig slóð af vísbendingum til lausnar falinnar gátu. Þetta gerir að verkum að það getur verið erf- itt að fylgja honum eftir og hann hefur enga eirð í sér til að teyma þá áfram sem eru tregir í taumi. En þeir sem hafa fylgst með Hannesi munu sjá margt sem kemur kunnuglega fyrir sjónir, því tákn, minni og form eru end- urtekin í sífellt nýjum tilbrigðum. Eitt af því sem er orðið nokkurs konar aðal hans er hinar rómuðu ausur sem hann tálgar í tré. Á sýn- ingunni er stórt verk sem saman- stendur af þijátíu og þremur aus- um, allar tálgaðar úr jafnstórum viðarbútum, málaðar hver í sín- um litnum og raðað í beinni röð á vegg. Samt eru ausurnar jafnólík- ar innbyrðis og litirnir sem þær eru málaðar í. Sumum kann að virðast þetta frekar undarlegt við- fangsefni og ekki sérstaldega há- fleygt, að tálga ausur. Það stafar þó ekki af áhuga á nytjahönnun. Ausur eru, í hugum okkar, hvers- dagslegir nytjahlutir, en eiga líka uppruna sinn í íslenskri alþýðu- menningu, ekki síst þegar um er að ræða hluti sem eru tálgaðir með einföldum eggjárnum íbirki- tré. Hannes leikur sér með slíkar skírskotanir í íslenska arfleifð. Ausumar em síðan útfærðar í ótal tilbrigðum með tilvísunum í ýms- ar áttir sem gefa til kynna þau margvíslegu áhrif sem íslensk menning hefur tekið inn á sig í nútímanum. Aususmíðar Hannesar leiða hugann að því viðhorfi sem hann leggur til grundvallar, að mynd- listarmenn verði að gera sér grein fyrir kringumstæðum sínum og þeim öflum sem ríkja í kringum þá og leyfa vissum hlutum að dafna en öðmm síður. Islenskum myndlistarmönnum hafa staðið til boða tveir valkostir, að hans dómi, sem birtast í tveimur goð- sögnum, annars vegar í Kjarval, ímynd listamannsins, sem er sprottinn úr ómengaðri þjóðarvit- und og einangrun, og hins vegar Erró, sem kemur færandi hendi með fjársjóði módernískrar al- þjóðahyggju að utan og viður- kenningu og metorð í farteskinu. Báðir eru þeir til staðar á sýning- unni í formi tveggja flennistórra dagblaðamynda með áletruninni „Aftur Aftur“, sem er jafnframt yfirskrift sýningarinnar. Að dómi Hannesar er hvorugur kosturinn góður og enn síður að blanda þeim saman. Þriðja leiðin er að víkja sér undan þessum valkost- um með gagnrýninni sjálfsvitund og tefla sérkennum íslenskrar menningar hverju gegn öðru. Þetta hljómar kannski alvöru- þrungið, en Hannes beitir gjarnan kímni, kjánaskap og sjálfsháði, þannig að myndlist hans verður aldrei drunganum að bráð. Þeir sem eru hræddir um að vera ekki með á nótunum þurfa ekki að hafa áhyggjur; sýningin er heillandi hvernig sem á hana er litið og ausurnar hreint augna- yndi. Gunnar J. Árnason Kafka samtímans BOHUMIL HRABAL ALVEG GLYMJANDIEINVERA LESHÚS 1992 ★★★★ Bohumil Hrabal er Itékkneskur höfundur sem lengstum varð að þola að sjá bækur sínar á bann- lista í heimalandinu, en skrifræð- inu þar þótti hann óþægilega gagnrýninn. Hrabal hélt þó ótrauður áffam að gefa bækur út í neðanjarðarútgáfum og tæplega áttræður lifir hann nú að sjá verk sín lofuð og þýdd á fjölmörg tungumál. Það verk sem hann tel- ur vera sitt besta, Alveg glymjandi einvera, kemur nú út í íslenskri þýðingu og bókmenntaunnendur ættu ekki að láta það framhjá sér fara. „Aðal Hannesar er hinar rómuðu ausursem hann tálgar í tré. “ GUNNAí; J, ÁRNASON Hrabal hefur verið líkt við Ja- roslev Hasek og Franz Kafka. Al- veg glymjandi einvera mun ekki vera dæmigerð fyrir aðrar bækur Hrabals sem flestar munu búa yfir meiri léttleika. Samanburður við Kafka á vel við í umræðu um þetta magnaða bókmenntaverk sem er fullt af ógn og drunga um leið og það býr ýfir áberandi napurri kímni. Aðalpersónan Hantja hefur í þrjátíu og fimm ár haft þann starfa að setja í ruslapappírs- pressu þær bækur sem ritskoðun- in hefur ákveðið að óhæfar séu til lestrar. Það er þetta starf sem gef- ur lífi Hantja tilgang og hann fær ekki lengur skilið á milli hugsana sinna og þeirra hugsana sem hann hefur numið af texta þeirra bóka er hann síðan eyðir. Og þar finnst skýring á þeirri þversögn að per- sóna sem er fær um að álykta af skarpskyggni og næmi um rang- læti og miskunnarleysi skuli ekki efast nægilega um gildi þess ógeð- fellda starfs sem hún vinnur held- ur kjósa að farast fremur en segja skilið við það. Þetta er svartsýnt verk. Alls staðar blasir við hnignun og eyði- legging, ekki einungis í kompunni þar sem meistaraverkum bók- menntasögunnar er eytt ásamt músahreiðrum meðan fiskiflugur suða umhverfis. f holræsum Prag geisar blóðugt stríð milli holræsa- rottanna og bæjarrottanna og of- anjarðar einkennast samskipti manna af skilningsleysi og skorti á meðaumkun. Manneskjan lifir í niðurlægingu og deyr í einsemd. Hrollfengnustu kaflar bókarinnar fjalla um mannslát. Ösku móður- innar er dreift yfir grænmeti sem hún ræktaði og það síðan étið með bestu lyst af fjölskyldumeð- limum. Frændi Hantja deyr og finnst ekki fyrr en eftir langan tíma og það er Hantja sem skefur upp rotið lík hans („... langmesta nostrið var að ná rauðum hár- lubbanum upp úr línóleumdúkn- um“). Verkið lýsir þjóðfélagi sem óskapnaði þar sem atferli hins dæmigerða manns er vélrænt, snautt að hugsun eða nokkru því sem kenna mætti við hugsjón. Því er bókmenntaverkum eytt og kennslukonur koma með skóla- börn í ruslapappírspressuna til að kenna þeim að rífa bækur. Það eru fjölmargar bækur sem hafa þau áhrif að lesandinn hrífst ekki einungis af þeim heldur einn- ig af höfundinum sem skóp þær. Það á við um þessa bók. Það er mikil hugsun og gnægð af visku sem býr að baki þessu verki - og svo vitaskuld lífsreynsla sem mann grunar að hafi stundið verið æði sár. Olga María Franzdóttir og Þor- geir Þorgeirson þýddu bókina sem er vonandi ekki sú eina sem verður þýdd effir Hrabal. I’ þýð- ingunni var ég sífellt að njóta um orðið „þanneginn" sem mér þykir hljóma afar illa og tilgerðarlega. Prentvillur rata í flestar bækur og það er smásálarlegt af gagnrýn- anda að nöldra yfir örfáum slíkum en hér eru þær óhóflega margar. Kolbrún Bergþórsdóttir Söngvar úr syndabœli ÝMSIR FLYTJENDUR SÓDÓMA REYKJAVlK SKfFAN ★★★ Það er farin að skapast hefð fyrir íslenskum kvikmyndaplötum. Tón- listin úr Veggfóðri hefur mokast út og tónlistin úr Sódómu er ný- lega komin út þótt tónlist sé ekki jafnáberandi í þeirri mynd. Sigurjón Kjartanson, innsti koppur í búri hljómsveitarinnar HAM, er skrifaður fyrir tónlist Sódómu. Eins og Máni Svavars í Veggfóðri leysir Siguijón verkefni sitt skemmtilega. Eðli góðrar kvikmyndatónlistar er að maður verði sem minnst var við hana á meðan á myndinni stendur, hún á að undirstrika atburðina á tjald- inu. Sigurjóni tekst þetta vel; úr myndinni man ég bara eftir „FIafnarfjörður/Reykjavík“-kafl- anum sem tekur sig verulega glæsilega út við kaggakeyrsluna. Þetta stef er annars orðið að nýju frábæru HAM-lagi. Stef Siguijóns „Mamma“ og „Sódóma Reykja- vík“ eru hins vegar ekki upp á marga fiska svona ein og sér — minna í mesta lagi á Hilmar Örn á slæmum degi. HAM á þrjú lög. Hljómsveitin er með frábærustu rokksveitum landsins og á tónleikum standast þeim fáir snúning. Það er orðið skelfilega langt síðan HAM gaf út efni síðast en lögin þrjú eru þó HAM-istum að góðu kunn, nógu lengi hefur hljómsveitin hjakkað á þeim á tónleikum. „Partýbær" og „Animalia“ hafa lengi verið helstu tromp sveitarinnar — frábær aulaþungarokklög — en „Mani- festo“ er síðra og minnir á öll leið- inlegu lögin á „Buffalo Virgin", einu breiðskífu HAM til þessa. Það ætti að vera á kröfulistum næstu kjarasamninga að HAM fari að gefa út nýja plötu. Funkstrasse, grínfönkflokkur- inn fíni, flytur tvö lög og sem fyrr er það Óttarr Pr, fyrirgefiði, Pró- fessor Pimp sem heldur uppi stuðinu með spéi sínu. Meira fönk! KK-band flytur tvö lög. Björk syngur með í „Ó borg mín borg“ og er útsetningin ffekar áreynslu- laus þótt örugglega hýrni yfir eldra fólki. Utsetning KK á „Slappaðu af‘ er slöpp og nær litlu af sjarma Flowers-útgáfunnar. Björk og Þorvaldur úr Ajax eiga ekki afleitt niðursuðudanslag og gaman væri að heyra meira frá þeim dúett. Til viðbótar eru svo lögin „Sódóma“ með Sálinni og „Hótel Haförninn“ með Júpíters; bæði ffábær lög og með þeim allra bestu sem gefin voru út á plötum sveitanna nú í sumar. „Sódóma Reykjavík“ er fyndn- asta íslenska bíómynd sem gerð hefur verið og tónlistin úr mynd- inni ætti einnig að koma öllum í gott skap; hún er virkilega skemmtileg. Gunnar Hjálmarsson 18.00 Stundin okkar £ 18.30 Babar 18.55 Táknmálsfréttir 19.00 Úr ríki náttúrunnar. Með ís fyrir þak. Undraveröld undir íshellu Suðurskautslandsins. 19.30 ★ Auðlegð og ástríður 20.00 Fréttir. 20.40 fþróttasyrpan. Körfubolti, handbolti og Ragnheiður Runólfsdóttir heimsótt í sundlaugina á Akranesi. 21.20 Skuggsjá. Ágúst Guðmundsson fer í bíó. 21.40 ★★ Eldhuginn. Flottur karl James Earl Jones. 22.30 Austrið heillar. Ævintýri íslenskra fjallgöngumanna í Pamírfjöllum ÍTadshikistan. Sigrún Stefánsdóttir hef- ur umsjón. Kleif hún líka tindinn? 23.00 Fréttir. 23.10 Þingsjá ^Tiuinin—■ 17.40 Þingsjá. E 18.00 Hvar er Valli? Teiknimyndaflokkur, byggður á vin- sælum bókum. 18.30 Barnadeildin 18.55 Táknmálsfréttir 19.00 Magni mús 19.25 Skemmtiþáttur Eds Sullivan Fyrst þeir eru farnir að sýna þessa þætti hljóta Bítlarnir bráðum að slá í gegn. 20.00 Fréttir. 20.35 Kastljós 21.05 ★★ Sveinn skytta. Gunguhöfðinginn berst við rottur á loftinu. 21.35 ★★ Matlock 22.25 Þolinmæðin þrautir vinnur... Bresk þáttaröð byggð á sögum eftir belgíska höfundinn Georges Si- menon. Það hafa margir spreytt sig á að leika Mai- gret lögregluforingja, Jean Gabin var einna bestur, en hér er það breski leikarinn Michael Gambon sem leikur lögreglumanninn með pípuna. 23.45 Tónleikar prinsins. Góðgerðartónleikar þar sem koma meðal annars fram snillingar á borð við Van Morrison, Eric Clapton, Paul McCartney og George Harrison. E LAUGARDAGUR 14.25 Kastljós. E 14.55 Enska knattspyrnan. Bein útsending frá leik Chels- ea og Sheffield United í London. 17.00 íþróttaþátturinn. Smáþjóðaleikar í skvassi og ís- landsmótið í körfubolta. 18.00 Ævintýri úr konungsgarði 18.25 Bangsi bestaskinn 18.55 Táknmálsfréttir 19.00 ★ Strandverðir 20.00 Fréttir 20.35 Lottó. 20.40 ★★ Leiðin til Avonlea Næstsíðasti þáttur, að minnsta kosti í bili. 21.30 ★ Æskuár Einsteins. Young Einstein. Áströlsk, 1988. Gamanmynd sem er ekki næstum því eins sniðug og höfundurinn og aðalleikarinn Yahoo Serious hélt að hún yrði. Einstein finnur ekki bara upp afstæðiskenninguna heldur er líka frumkvöðull rokksins, Frekar þreytandi. 23.00 Strengleikar. Það er dagur tónlistar og Sigrún Eð- valdsdóttir, Guðný Guðmundsdóttir og Selma Guð- mundsdóttir leika Navarra eftir Sarasate. 23.10 ★★★★ Sök bítur sekan. John Thaw leikur Morse lögregluforingja, Kevin Whately leíkur Lewis aðstoð- armann hans. Þeir rannsaka dularfullt dauðsfall í fangelsi. —^—TOTrri^gin^—■ 14.40 Stjörnuskin. Bandarísk sjónvarpsmynd um ævintýri barna í sumarbúðum. 15.55 Mengun í Norðurhöfum Heimildamynd um mengun sjávar og sjónum meðal annars beint að kjarnorkuvá sem að okkur stafar frá Kólaskaga. Um- sjón Egill Helgason, dagskrárgerð Þiðrik Ch. Emils- son. E 16.45 Skandinavía. Seinni hluti. Sjóleiðin frá sænska skerjagarðinum til Lófóten í Noregi. 17.45 Sunnudagshugvekja 18.00 Stundin okkar 18.30 Sjoppan 18.40 Birtingur E 18.55 Táknmálsfréttir. 19.00 Tréhesturinn 19.30 ★ Auðlegð og ástríður 20.00 Fréttir 20.35 Á slóðum norrænna manna á Grænlandi Fyrri þáttur. Árni Johnsen alþingismaður stjórnaði leið- angri um slóðir norrænna manna á Suðvestur-Græn- landi, en sigld var 700 mflna leið á 24 dögum. 22.10 Dagskrá næstu viku 22.20 ★ Vínarblóð. í síðasta þætti varð Strauss byltingar- maður en ekki samdi hann vals. 22.10 Sögumenn. Sjálfur Abbi Patrix frá Frakklandi. 22.20 Ferð út í bláinn. Spænsk gamanmynd um leikara í farandleikflokki. Meðal leikara er Laura del Sol sem er íðilfögur og lék meðal annars í Carmen eftir Saura. mr S’.TI 17.00. Eyja hinna útskúfuðu. Á eyjunni Leros undan Grikklandsströndum uppgötvaði heimurinn eitt- hvert óhugnanlegasta geðveikrahæli sem vitað er af. E 18.00 Cloister-safnið. Sá hluti Metropolitan-safnsins sem inniheldur rómanskan og gotneskan stfl. E 18.30 Furstasafnið í Liechtenstein Listmunir þaðan E SUNNUDAGUR 17.00 Skýjakljúfar. Síðasti þáttur. E 18.00 Dýralíf. Fjallað um fugla sem kunna ekki lengur að fljúga. Æi&i y. 16.45 Nágrannar 17.30 Meö afa E 19.1919.19 20.15 Eiríkur. 20.30 ★★ Eliott-systur. BreskurframhaldsmyndaflokEjr.?‘ 21.25 Aðeins ein jörð 21.35 Laganna verðir 22.25 ★ Föðurarfur. Miles from Home. Bandarísk, 1988. Fyrirmyndarbúgarður fer á hausinn á þrjátíu árum. Bóndasonurinn leitar hefnda. Richard Gere leikur svo óvenjuilla að áhorfandinn fær ósjálfrátt samúð með vondu körlunum. 00.05 ★★ Vopnasmygl A Casualty ofWar. Bresk, 1990. Það hefur reynst misjafnlega farsælt að gera myndir eftir sögum höfundarins Fredericks Forsyth. Þessi njósnamynd er í meðallagi. E FÖSTUDAG U R 16.45 Nágrannar 17.30 Á skotskónum. 17.50 Litla hryllingsbúðin. 18.10 Eruð þið myrkfælin? 18.30 Eerie Indiana E 19.1919.19 20.15 Eiríkur 20.30 Sá stóri. Fyrsti þáttur. Breskur framhaldsmyndaflokk- ur um mátulega hreinláta konu sem leigir bandarísk- um rithöfundi íbúð. Þau fara í taugarnar hvort á öðru. 21.00 ★ Stökkstræti 21 21.50 ★ Kveðjustund. Every Time We Say Goodbye. Amer- ísk/ísraelsk, 1986. Tom Hanks leikur bandarískan flugmann sem verður ástfanginn af gyðingastúlku í Jerúsalem. Þegar reynt er að skilja þau sundur grípur hann til sinna ráða. Algjör sápa. 23.25 ★★★ Betri blús. Mo' Better Blues. Amerísk, 1990. Mynd um djassara og kvennabósa, úr smiðju Spikes Lee. Ekki besta myndin hans, en tónlistin er góð og persónurnar skemmtilegar. 01.25 ★ Skólastjórinn. Principal. Amerísk, 1987. Þeir sem hafa gaman af því að láta illa í skóla njóta kannski þessarar myndar en þarna leikur James Belushi kennara sem lendir í allslæmri skólastofnun. E L A U G A R D A G U R 09.00 Með afa 10.30 Lísa í Undralandi 10.50 Súper Maríó-bræður 11.15 Sögur úr Andabæ 11.35 Merlín 12.00 Landkönnun National Geographic 12.55 Visasport E 13.25 Hvítar lygar. Bandarísk sjónvarpsmynd um elskend- ur sem byggja samband sitt á hvítum lygum. 15.00 Þrjúbíó. Draugasögur. Teiknimynd byggð á verkum eftir Charles Dickens. 15.50 Gerð myndarinnar Beauty and the Beast, sem þykir einhver snjallasta teiknimynd síðari ára. 16.10 Elton John. Gamalt brýni talar við gamla brýnið Dav- id Frost. E 17.00.Hótel Marlin Bay. Þar dugar ekkert nema örþrifa- ráð. 17.50 Genesis. Allir eru hljómsveitarmenn orðnir misjafn- lega sköllóttir, en þeir eru enn að. E 18.40 ★★ Addams-fjölskyldan 19.19 19.19 20.00 ★ Falin myndavél 20.30 Imbakassinn. 20.50 ★★ Morðgáta 21.40 ★★ Hans hátign. KingRalph. Atnerísk, 1991. Stór- leikarinn John Goodman heldur þessari mynd uppi, án hans væri hún lítilfjörleg. Hann leikur amerískan plebba sem reynist vera erfingi bresku krúnunnar. Peter OToole hjálpar honum. 23.15 6 Þrumugnýr. Impulse. Amerísk, 1990. Fjarskalega þunn lögreglumynd þar sem Theresa Russel, ein- staklega vond leikkona, þarf að þykjast eiga í sam- viskustríði vegna þess að hana langar til að selja sig. Kynórarnir eru líka slappir. 00.45 ★★ Sakborningurinn. Suspect. Amerísk, 1987. Cher er kannski ekki mjög trúverðug sem lögfræð- ingur, en samt gerir hún þetta ágætlega. Ekki mjög minnisstæð mynd, en í lagi. E S U N N U D A GUR 09.00 Regnboga-Birta 09.20 Össi og Ylfa. 09.45 Dvergurinn Davíð 10.10 Prins Valíant 10.35 Maríanna fyrsta 11.00 Lögregluhundurinn Kellý. 11.30 Blaðasnáparnir 12.00 Fjölleikahús. Heimsókn í fjölleikahús í útlöndum. 13.00 NBA-deildin. Spjallað við liðsmenn í þessari frægu körfuboltadeild. 13.25 ítalski fótboltinn. Bein útsending frá stórleik Inter Milan og Juventus. 15.15 Stöðvar 2-deildin. Handbolti, íslandsmótið í þeirri íþrótt. 15.45 NBA-körfuboltinn. Snillingar spila körfubolta. Einar Bollason er líka fjári góður lýsari. 17.00 Listamannaskálinn. Breski kvikmyndaleikstjórinn Ken Russel. Hann hefur gert þokkalegar myndir, en flestar eru þær þó fjarskalega vondar. E 18.00 Bandarísku forsetakosningarnar. Breski sjón- varpsmaðurinn David Frost ræðir við varaforsetaefn- in Dan Quayle og Al Gore. En hvar er James Stock- dale? 18.50 Aðeins ein jörð. E 19.19 19.19 20.00 ★ Klassapíur Hressar en leiðinlegar. 20.30 ★★ Lagakrókar. LA Law. 21.20 Ákafamaður. Anthony Quinn leikur málara sem er fullur af lífsgleði og orku. Hlutverki hans þarna er líkt við Grikkjann Zorba — kannski hefur Quinn endur- tekið það einum of oft. 22.55 Gítarsnlllingar. Helstu gítarleikarar heims troða upp í Sevilla. 23.50 ★ Að eilífu. For Keeps. Amerísk, 1988. Molly Ringw- ald verður ófrísk og þarf að takast á við lífsbaráttuna. Hún er ósköp sæt, en myndin hefur ekki miklu meira til síns ágætis. Frá hnignunarskeiði unglingamynd- anna.E ★★★★Pottþétt ★★★Ágætt ★★Lala ★Leiðinlegt 9 Ömurlegt E Endursýnt efni

x

Pressan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.