Pressan - 17.12.1992, Side 5
FIMMTUDAGUR PRESSAN 17. DESEMBER 1992
5
T VpiFmnnnnm Handknattleiksfélags
Kópavogs, HK, hefur gengið illa að safna
stigum í íyrstu deildinni, eins og flestum
er kunnugt. Til að auka keppnisandann
brugðu þeir þá á það ráð að láta sér
spretta grön þar til næsti sigur ynnist. {•
fyrstunni tóku eiginkonur leikmanna
uppátækinu vel, en þegar sigurinn lét bíða
eftir sér fór að bera á gremju sem jókst að
jafnaði um helming eftir hvern tapleik.
Varð það svo til þess að leikmenn urðu að
semja um að raka skegg sitt eftir leikinn
gegn KA, sem fr am fór í gær, miðvikudag.
Skiptu þá úrslit leiksins engu máli eftir allt
saman og ljóst að þessi skeggaðferð virkar
ekki...
l 24 umsóknir bárust í Kvikmynda-
sjóð í ár og er það mesta aðsókn sem um
getur til þessa. Nítján umsóknir bárust
um framíeiðslustyrki fyrir bíómyndir og
eru þær óvenjumargar. Tveir stjórnar-
manna Kvikmyndasjóðs, Lárus Ýmir
Óskarsson fulltrúi FK og Ragnar Arn-
alds formaður, ákváðu að taka ekki þátt í
vali úthlutunarnefndar nú þar sem þeir
telja sig eiga hagsmuna að gæta. Flrafn
Gunnlaugsson ákvað hins vegar að vikja
hvergi þrátt fyrir að eiga rétt eins og þeir
hagsmuna að gæta...
ýverið kom út skýrsla um tekjur í
íslenskri kvikmyndagerð, unnin í tengsl-
um við nefnd á vegum menntamálaráðu-
neytisins. Nú reka eflaust margir upp stór
augu því ffam að þessu hefur vart heyrst
annað en kvikmyndagerðarmenn eigi erf-
itt uppdráttar, fórni eignum og stefni oft-
ar en ekki í persónulegt gjaldþrot við gerð
leikinna kvikmynda. Tekjur hefur ekki
verið minnst á fyrr. Skýringu er að finna í
skýrslunni en þar segir að fyrst og fremst
sé átt við gjaldeyristekjur, beinar og
óbeinar; fjármagnsstreymi inn í landið
sem megi rekja til starfsemi kvikmynda-
gerðarmanna. Kemur þar ffam að beinar
tekjur séu 239 milljónir króna, þar af eru
beinar tekjur af sölu kvikmynda erlendis
10 milljónir, og óbeinar tekjur 397 millj-
ónir. Samtals eru þetta 636 milljónir
króna á ári. Þessar tekjur eru skoðaðar í
hlutfalli við framlög fslendinga til kvik-
myndaframleiðslu og þess jafnframt getið
að tekjurnar standi í beinu hlutfalli við
þau; því fleiri kvikmyndir sem hér eru
framleiddar, því meiri verða tekjurnar.
Bent er á að forsendan fyrir þenslu í kvik-
myndagerð sé sú að íslendingar hafí að-
gang að framleiðslufé hér heima til þess
að ýta verkefnum sínum úr vör...
* + +
LANGAR ÞIG I BIO HEIMA I STOFU?
KENWOOD
Aðrir Kenwood útvarpsmagnarar: KR-V6030 2x120 vött DIN með fjarstýringu kr. 39.520.- KR-A5040 2x80 vött DIN
meö fjarstýringu kr. 29.925.- KR-A4040 2x50 vött DIN kr. 23.655,- stgr.
KENWOOD KR-V7040 AV/útvarps- og
videómagnari meö " Pro-logic surround" kerfi, 240
vött DIN/8 ohm (200 vött RMS 20 Hz-20 kHz).
Þú tengir stereo videótæki viö KR-V7040
útvarpsmagnarann og 5 rása stereó hljómur veröur aö
veruleika, þegar þú horfir á bíómynd heima í stofu.
Þitt eigið bíó meö kvikmyndahúsahljómgæðum.
KR-V7040 er einnig fullkominn 2x120 vatta
útvarpsmagnari. Hann var valinn besti AV
(Audio/video) útvarpsmagnarinn meö fullu húsi stiga af hinu
virta fagtímariti "What Hi-Fi" í nóvember 1992.
þar sem gœðin heyrast
Ármúla 17, Reykjavík, sími 688840, 685149
TOYOTA
G0TT ER BLESSAÐ
VERÐIÐ!
AUKAHLUTIR UM JOLIN
Aukahlutur - aðalgjöfin handa
Toyotaeigandanum!
® TOYOTA
Aukahlutir
NÝBÝLAVEGI 6-8 KÓP. SÍMI 634400
Ef ástkær maki þinn eða elskulegir foreldrar eru í
hópi þeirra fjölmörgu sem hafa mikið dálæti á
Toyotunni sinni (það minntist enginn á bíladellu)
geturðu hætt að brjóta heilann um hvað þú eigir
að gefa þeim í jólagjöf.
• Ljóskastarasett frá.kr.4.312
• Drullutjakkar.................kr.5.782
• Verkfæratöskur 100 stk. ...frá kr.6.988
• Dráttartóg................. .frá kr. 1.441
• Armbandsúr.......frá kr.1.470-5.488
• Lyklakippur..................frá kr.372
• Leikfangabílar..................kr.998
• Húddhlífar................frá kr.4.675
• Ljósahlífar..................frá kr. 4.635