Pressan - 17.12.1992, Qupperneq 7

Pressan - 17.12.1992, Qupperneq 7
FIMMTUDAGUR PRESSAN 17. DESEMBER 1992 7 F Y R S T & F R E M S T M E N N Friðrik Sophusson fjármálaráðherra Jólasveinninn Gleðigleypir Alltaf þegar jólasveinarnir koma til byggða að færa bömun- um gjafir fer annar hópur manna á stjá. Það eru starfsmenn fjár- málaráðuneytisins með ráðherr- ann sjálfan í broddi fylkingar. Á meðan jólasveinarnir læðast milli húsa í myrkrinu vinna starfsmenn ráðuneytisins fram á nótt við að finna nýjar leiðir til að hafa fé af fólki. Því meira sem jólaveinarnir láta í skóinn því þyngri álögur búa starfsmenn ráðuneytisins til. Sök- um þessa er desember enginn sér- stakur gleðimánuður á íslandi. Allar gjafir hans renna úr skóm barnanna í gegnum veski heimil- isföðurins og í vasa fjármálaráð- herrans. Hann er jólasveinninn Gleðigleypir. Þetta árið er Friðrik Sophusson í þessu hlutverki. Og hann er ekki bara í því að eyðileggja starf al- vöru jólasveina. Hann skemmir líka fjrir jólasveinunum í ríkis- stjórninni. Þannig vill Jóhanna Sigurðardóttir gefa landsmönnum eins mikið af húsnæðislánum og þeir geta torgað. Friðrik vill skemma það. Þorsteinn vill gefa útgerðarmönnum allan kvóta sem til er á íslandsmiðum. Friðrik seg- ist vera skeptískur á það. Ólafur G. Einarsson segist vilja mennta börn og yfirleitt alla þá sem telja sig eiga erindi í skóla en hann get- ur það ekki vegna þess að Friðrik lætur hann ekki fá pening. Og svo ffam eftir götunum. Allan desem- ber vinnur Friðrik við að segja nei við ráðherrana og fjárlaganefnd. Ef þessi góðmenni öll fengju ffið íyrir Friðriki þá yrði allt gott á ís- landi. Það yrði land jólasveinanna. En þetta er ekki alveg svona. Eða öllu heldur; þetta verður ekki alveg svona. Eins og allir fyrir- rennarar hans verður Friðrik nieyr þegar dregur að jólum. Þeg- ar hann er búinn að hlusta á nóg af jólalögum, nóg af tali um mannkærleik félaga sinna í ríkis- stjóminni og fjárlaganefnd, búinn að sjá nógu mikið af börnum sem mæna í búðargluggana og þegar „Efþessi góðmenni öll fengju frið fyrir Friðriki þáyrði alltgott á íslandi. Það yrði landjólasveinanna.“ jólasnjórinn fer að falla brotnar hann saman. Það hafa allir fyrir- rennarar hans gert. Þeir vilja vera eins og hinir jólasveinarnir. Þeir vilja líka færa fólki gjafir í stað þess að vera alltaf að leggja á skatta og skerða framlög til hins og þessa. Og Friðrik mun, eins og þeir, búa til sína jólapakka handa þjóðinni. Hann mun hækka barnabóta- aukann til einstæðra foreldra, því það er sérstaklega vinsælt að gefa einstæðum foreldrum og bömum þeirra gjafir á jólum. Nægir að nefna mæðrastyrksnefnd í því samhengi. Og Friðrik mun ekki láta það aftra sér, frekar en það aftraði fyrirrennurum hans, að það er fyrir löngu búið að styrkja og styðja einstæða foreldra svo að fólk sem giftist er í raun að skerða lífskjör sín um helming. Það skiptir ekki máli þegar jóla- stemmningin grípur um sig í þinginu. Það stenst hana enginn. Ekki einu sinni jólasveinninn Gleðigleypir. ~ÁS OSTOÐVANDI ORÐAFLAUMUR Stjómarandstaðan hverju sinni hefur eitt vopn sem aldrei bregst; Hún getur talað og malað og þannig tafið þingstörf nánast að vild. Það getur hins vegar verið erfitt að halda langar ræður út, því ef þingmenn þurfa að bregða sér úr púlti er ræða þeirra sjálfkrafa búin. Þeir geta að vísu beðið þing- forseta um fundarhlé, en vita- skuld verður hann aldrei við því þegar komið er út í málþóf. Ef mikið liggur við hjá stjórnarand- stöðunni og nauðsynlegt er að tefja mál er mikilvægt að þing- menn hennar séu vel á sig komnir líkamlega. Þeir verða að geta talað þindarlaust og teygt lopann ffam í hið óendanlega. össur Skarphéðinsson, fyrrum alþýðubandalagsmaður, vék eitt sinn að því í blaðagrein í PRESS- UNNI hvemig alþýðubandalags- menn byggju sig undir maraþon- ræður. Þar segir hann frá því hvemig þingmenn borða múslí og sveskjur daginn á undan til að tæma þarmana, fasta svo nokkra tíma fyrir ræðuna miklu, pissa rétt áður en stigið er í stólinn og gæta þess að drekka ekki mikið vatn á meðan á flutningnum stendur. Bætti hann því svo við að Hjörleifur Guttormsson. Sumir öfunda Alþýðubandalagið fyrir að geta státað af jafnúthaldsgóðum þingmanni og hann er. Sverrir Hermannsson nýtur enn þess vafasama heiðurs að hafa haldið lengstu þingræðuna. Páll Pétursson, þingflokksfor- maður framsóknarmanna, hefði lengi öfundað Alþýðubandalagið af Hjörleift Guttormssyni, sem hann kallar maraþonkonung þingsins. örfá ár eru síðan Hjörleifur hélt um fimm klukkustunda ræðu um álmálið og þótti mörg- um nóg um. Það var samt ekki lengsta þingræða sem haldin hefur verið, þvf metið á Sverrir Hermannsson, nú- verandi landsbankastjóri. Var sú ræða flutt 8. maí 1974. Þannig var að þegar Sverrir mætti í þingið frétt hann að forsætis- ráðherra, Ólafur Jóhannes- son, hefði ákveðið að rjúfa þing nákvæmlega klukkan tíu um kvöldið og boða til kosninga. Sverrir, sem þá var ósáttur við vinnubrögð forsætisráðherra, ákvað að raska áætlun Ólafs og auk þess tefja fyrir nýju grunn- skólaff umvarpi, sem stóð til að samþykkja fyrir þinglok. Sverrir sté í pontu klukkan tuttugu mínútur yfir fimm og talaði látlaust þar til rétt fyrir ellefu, eða í rúmlega fimm og hálfa klukku- stund. Ekki hafði Sverrir búið sig undir svo langa ræðu og því tók hann með sér gamla ræðukafla um Einar Olgeirsson hélt langar ræður. sama málefni frá 1946. Síðan naut hann aðstoðar flokkssystkina sinna, þeirra Matthíasar Mathie- sen og Ragnhildar Helgadóttur, sem báru í hann gömul alþingis- tíðindi, sem náðu allt aftur á síð- ustu öld. Með þessu tókst honum að tefja þingrofið um einn dag, en auk þess kostaði málþóf hans andvökunótt fyrir forseta þmgsins og menntamálaráðherrann, sem þá var Magnús Torfi Ólafsson. Síðar sagði Sverrir að sér hefði leiðst mest milli klukkan sjö og átta, en þá var hann einn í þing- salnum með forseta þingsins fyrir aftan sig. Aðspurður kveðst hann hafa orðið að hætta vegna mikillar kaffilöngunar, en á þessum tíma hafi hann verið mikill kaffimaður! Þótt Sverrir segi að kajfiþorst- inn hafi dregið sig úr rœðustóli halda sumir því fram að hann hafi orðið að hœtta vegna þess að hann varkominn íspreng. Þann- ig á Einar Olgeirsson að hafa gert grín að Sverri vegna þessa og haldið því ffarn að hann hafi ekki kunnað að útbúa sig fyrir svo langa ræðu. Sagan segir nefnilega að þegar Einar hélt sína frægu maraþonræðu, um inngöngu landsins í NATO, hafi hann verið með sérstakan þvagpoka á lærinu og þar af leiðandi ekki orðið að hætta í „miðjum klíðum“ eins og Sverrir! Á L I T Tilnefningar til íslensku bókmenntaverðlaunanna Árni Blandon, bókmennta- gagnrýnandi á DV „Þær eru mjög sanngjamar og ekkert meira um þær að segja.“ Gunnlaugur A. Jónsson, bók- menntagagn- rýnandi á DV „Ég get aðeins tjáð mig um flokk ffæðiritanna, enda em störf mín sem ritdómara hjá DV tak- mörkuð við þann þátt. Þar finnst mér sem vel hafi tekist til við til- nefninguna. Mjög hæpið væri að halda því fram að eitthvert þeirra fimm ritverka sem tilnefnd hafa verið ættu það ekki skilið. Sér- staklega mikill fengur ftnnst mér í Bókmenntasögunni, en tel samt ekki sjálfgefið að það verk hljóti verðlaunin. Það hefur raunar að- eins komið í minn hlut að rit- dæma eitt af þessum verkum, þ.e. Þroskakosti dr. Kristjáns Krist- jánssonar. Fannst mér mikið til um það verk og er hjartanlega sammála því að það hljóti tilnefn- ingu. Ég skal fusléga viðurkenna að ég hefði kosið að sjá tvö verk á þessum lista sem ekki.eru þarna. Er þar annars vegar um að ræða Haustdreifar dr. Sigurbjöms Ein- arssonar biskups og hins vegar Tímann og tárið eftir dr. Óttar Guðmundsson. Ég vil hins vegar ekkert um það segja hvaða tvö verk hefðu átt að víkja fyrir þeim. Það hljóta alltaf að verða sldptar skoðanir um tilnefningu til verð- launa sem þessara, en í ár held ég að valið. á fræðiritum sé vel heppnað. Tilnefnirigin í flokki fargurbókmennta er og verður umdeildari.“ Ingi Bogi Bogason, bók- i menntagagn- rýnandi við Morgunblaðið ir Vigdísi Grímsdóttur. Hvernig stendur annars á því að afgreiða þarf tilnefningarnar löngu áður en allar helstu bæk- umar em komnar út?“ Kolbrún Bergþórsdóttir, bókmenntagagnrýnandi á Pressunni Indriði G. Þorsteinsson rit- I höfundur „Tilnefhingin hefur vakið tölu- vert umtal í þetta sinn, meira en oft áður. Það er ágætt. Það á ekk- ert að vera ffiður um bókatilnefri- ingar. Mér sýnast þau verk sem til- nefnd hafa verið eiga skilið að teljast meðal þeirra bestu fyrir þessi jól. Sérstaklega er ég sáttur við ffæðibókavalið. Það liggur t.d. metnaðarfull vinna að baki verki Ingu Huldar, Fjarri hlýju hjóna- sængur. Ekki get ég þvertekið fyr- ir að ég sakna í úrvalið eins fagur- verks, Stúlkunnar í skóginum eft- „Ég get aðeins tjáð mig um fag- urbókmenntimar. Ég er fylgjandi verðlaunaveitingum en finnst sjálfsagt að vanda valið. Það eru áberandi veilur í vali dómnefnd- arinnar og hafa feiknagóð verk vérið skilin útundan. Það lýsir ekki miklu bókmenntanæmi að skilja þau verk eftir og taka önnur léttvægari inn.“ „Ég hef litla skoðun á þessum tilnefningum, enda hef ég ekki lesið bækurnar. Mér sýnist hins vegar verðlaunin vera að deyja. Þau lifa á ffamlögum bókaútgef- enda, en nú em eiginlega tvö for- lög eftir, Mál og menning og For- lagið, sem er sama fyrirtækið. All- ir aðrir hafa gefist upp. Það verð- ur ffóðlegt í framtíðinni að sjá þá veita sjálfum sér verðlaunin."

x

Pressan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.