Pressan - 17.12.1992, Page 12
12
FIMMTUDAGUR PRESSAN 17. DESEMBER 1992
Hversu mikið rennur frá kirkjunni til bágstaddra?
Prestar leita nú
leiða til að auka að-
stoð kirkjunnar við
bágstadda. Hún
hefur verið sáralítil
ogekki
aukist þrátt fyrir
stórauknar tekjur
kirkjunnar á síð-
ustu árum.
Framlög kirkjunnar til aðstoðar
við fátæka nema ekki hálfu pró-
senti af heildartekjum hennar.
Þrátt fyrir stórauknar tekjur kirkj-
unnar og stofnana hennar á und-
anförnum árum hefur aðstoð
hennar við bágstadda erlendis eða
hérlendis lítið eða ekkert breyst.
Samkvæmt upplýsingum og út-
reikningum PRESSUNNAR
nema slfk framlög langt innan við
einu prósenti af heildartekjum
kirkjunnar og einungis tíunda
hver sókn lætur reglulega lága
upphæð af hendi rakna til Hjálp-
arstofnunar kirkjunnar.
UM MILLJÓN TIL HJÁLPAR-
STOFNUNAR
Aðstoð kirkjunnar við bág-
stadda fer einkum fram í gegnum
Hjálparstofnun kirkjunnar, en nú
stendur yfir árleg söfnun á vegum
hennar til stuðnings hjálparstarfi.
í vikubyrjun höfðu safnast um
fimm milljónir króna, að sögn Jó-
hannesar Tómassonar hjá Hjálp-
arstofnun. Það er ívið minna en í
fyrra, en vonast er til að nú eins og
þá safnist á bilinu fjórtán til fimm-
tán milljónir króna. Það er um
helmingur þeirra þrjátíu milljóna
sem Hjálparstofnun ver til hjálp-
arstarfs árlega og bera.einstakling-
ar hitann og þungann af þessum
framlögum.
Þannig er því einnig farið með
reglubundin framlög til Hjálpar-
stofnunar, en frá þeim kemur
hinn heimingur hjálparfjárins.
Það eru 1.100—1.200 manns sem
láta reglulega fé af hendi rakna til
Hjálparstofnunar, margir í kring-
um eitt þúsund krónur á mánuði.
í þessum hópi eru líka um sjötíu
sóknir skráðar fyrir reglubundn-
um framlögum, en aðeins um
helmingur stendur skil reglulega.
Meðal þeirra eru algeng framlög
tíu til fimmtíu þúsund krónur á
ári (eitt til fjögur þúsund á mán-
uði), en þekkjast þó allt að eitt
hundrað þúsundum.
Ef gert er ráð fyrir þrjátíu þús-
und króna meðalframiagi á ári, þá
leggja þessar þrjátíu og fimm
sóknir fram rúmlega eina milljón
til Hjálparstofnunar á ári hverju.
Það er 0,1 prósent af innheimtum
sóknargjöldum í landinu. Sér-
stöðu meðal sóknanna hefur
Vopnafjarðarsókn, sem leggur
fram 100 krónur á ári fyrir hvert
sóknarbarn eða því sem næst
50.000 krónur. Þessar 100 krónur
á sóknarbarn eru þó aðeins tvö
prósent af um 5.000 króna sókn-
argjöldum sem innheimt eru fyrir
hvert sóknarbarn á ári.
Ef stærri sóknir á borð við Nes-
sókn eða Akureyrarsókn með um
sjö þúsund sóknarbörn færu að
dæmi Vopnfirðinga næmi fram-
lag hvorrar um sig urn 700.000
krónum á ári. Ef allar sóknir
landsins gerðu slíkt hið sama væri
ffamlagið tæpar 18 milljónir á ári í
stað milljónarinar einu sem gert
var ráð fyrir hér að ofan. Það er
ríflega helmingur þess sem Hjálp-
arstofnun hefur nú til ráðstöfimar.
Og enn væru það einungis 2 pró-
sent af innheimtum sóknargjöld-
um.
Auk framlaga sókna hafa
Kristnisjóður og Jöfnunarsjóður
kirkjunnar lagt fram 1-2 milljónir
til rekstrar Hjálparstofnunar und-
anfarin ár. Samtals leggja kirkjan
og stofnanir hennar því fram 2-3
milljónir á ári, miðað við ofan-
greindar forsendur.
VILJA EFLA LÍKNARSJÓÐI
I flestum sóknum eru til ein-
hvers konar hjálpar- eða líknar-
sjóðir sem ætlaðir eru til að styðja
bágstadda meðal sóknarbarna.
Þeir hafa verið mjög misvirkir og
brunnu reyndar margir upp í
verðbólgubáli fyrri ára. Ekki er
vitað hversu mikið fé hefur runnið
til einstaklinga úr þessum sjóðum,
en af samtölum við sóknarpresta
Nýja orgelið í Hallgríms-
kirkju kostaði um sjötíu
milljónir króna. Það er marg-
föld árleg aðstoð kirkjunnar
við Hjálparstofnun og ríflega
tvöfalt ráðstöfunarfé hennar.
má ráða að þegar sóknarbörn hafa
leitað aðstoðar hefur þeim oftast
verið vísað til Hjálparstofnunar
með bréf frá prestinum.
Margar sóknir reyna nú að
styrkja hjálpar- og líknarsjóði
sína, með framlögum einstaklinga
og úr sjóðum safnaðarins sjálfs, í
ljósi aukinnar þarfar hérlendis
fyrir aðstoð. Á það er þó lítil
reynsla komin enn og treysti eng-
inn prestur, sem PRESSAN ræddi
við, sér til að meta hversu mikil
aðstoð þyrfti að renna úr þessum
sjóðum á næstunni. Það er eink-
um á suðvesturhorninu sem þessi
áform eru uppi og þá í samvinnu
við líknarfélög.
Rétt er að nefha líknar- og fjöl-
skylduþjónustu sem stærri söfn-
uðir hafa komið upp og þá ráðið
starfsfólk til að sinna þeirri starf-
semi. Auknar tekjur frá sóknar-
gjöldum síðustu ár hafa að ein-
hverju leyti farið til slíkra verk-
efna.
Annars konar aðstoð er erfitt
að meta til fjár, en það eru afhot af
húsnæði sem kirkjan veitir ýmiss
konar hópum og félagasamtök-
um, svo sem AA-samtökunum og
ýmsum líknarfélögum. Án þess að
lítið sé úr því gert er þar þó ekki
beinlínis um að ræða aðstoð við
bágstadda í hefðbundnum skiln-
ingi orðanna. Og húsnæðiskostn-
aður kirkjunnar virðist líka geta
komið niður á aðstoð við bág-
stadda. Þannig sagði prestur í
stórri sókn að söfnuðurinn væri
varla aflögufær um háar upphæð-
ir til bágstaddra vegna mikillar
skuldsetningar í kjölfar byggingar
safnaðarheimilis.
Ef gert er ráð fyrir að aðstoð úr
hjálpar- og líknarsjóðum sókna sé
fimmföld sú upphæð sem fer frá
þeim til Hjálparstofnunar (sem er
áreiðanlega rausnarlega ofáædað)
láta sóknirnar samtals um sex
milljónir af hendi rakna til bág-
staddra. Það eru 0,6 prósent af
innheimtum sóknargjöldum í
landinu eða um 34 krónur á hvert
sóknarbarn.
Að viðbættum ofangreindum
framlögum úr Kristni- og Jöfhun-
arsjóðum er stuðningur kirkjunn-
ar við hjálparstarf 7-8 milljónir á
ári samkvæmt þessum forsend-
um. Það nær ekki hálfu prósenti af
heildartekjum kirkjunnar (sókn-
argjöldum, kirkjugarðsgjöldum
og beinurn framlögum úr ríkis-
sjóði), sem hafa aukist verulega
undanfarin ár. Þær nema á þessu
ári um 1.650 milljónum. _______
Karl Th. Birgisson
Hitastigið.
Morrinn er
greinilega
kominn til að
vera, þannig
að ekki verð-
ur ástandið
glæsilegt
eftirára-
mót.
Árni Sigfússon borgar-
fulltrúi og formaður
spítalastjórnar Borgar-
spítalans, sem selur
spítalanum heilu nám-
skeiðin sem fram-
kvæmdastjóri Stjórn-
unarfélagsins.
Rjúpuverð er enn á
hraðri uppleið, enda er
rjúpustofninn á hraðri
niðurleið líkt og einstak-
lingar hans.
Jón Bald-
vin, sem
sagði skoð-
un alþjóðar
á starfs-
háttum Al-
þingis með
nokkrum
vel völdum
orðum á
blaða-
mannafundi í Sviss og
hundsaði svo tíma-
eyðslutilraunir stjórn-
arandstöðunnar á
þingi þegar hann var
kominn heim.
A NIÐURLEIÐ.
Ketill Larsen kemst á topp-
inn einu sinni á ári og nú er
þessi árvissi við-
burðurað
nálgast
klímaxinn
Stjórnarandstaðan, sem
finnst það reginhneyksli
að hún fái ekki að úttala
sig um EES á Alþingi eins
lengi og henni sýnist. Sem
er skrýtið þegar litið er til
þess hvernig hún hefur só-
að tækifærum sínum til
þess arna til endalausra og
tilefnislausra málaleng-
inga um þingsköp. Úlfur,
úlfur!
Póstur og sími, sem virðist
ímynda sér að stofnunin geti far-
ið að hrókera til miðbænum að
vild með því að rífa niður Hótel
Vik og Sjálfstæðishúsið við Aust-
urvöll.
Á U PPLEIÐ.
Ríkisbankarnir, sem
loksins á að fara að
breyta í hlutafélög,
þannig að von er til að
vitringarnir við Aust-
urvöll fari að láta þá
(og peninga sparifjár-
eigenda) ífriði.
Meðlagsgreiðslur eru á
uppleið og nú dugir ekkert
elsku mamma lengur.
Vottar Jehóva
og mormónar
eru í vondum
málum, því
séra Gunni
(ekki dr.
Gunni) hefur
skrifað heila
bókgegn villu-
trúarliði
þessu.