Pressan - 17.12.1992, Blaðsíða 18

Pressan - 17.12.1992, Blaðsíða 18
18 FIMMTUDAGUR PRESSAN 17. DESEMBER 1992 E R L E N T Mlaður vikunnar Leon Panetta Loksins ætlar einhver að fara að hlusta á Leon Panetta. Hann hefur verið að tala um nauðsyn á hallalausum fjárlögum í mörg ár, en fáir nennt að hlusta utan einstaka sérvitur blaðamaður. Nú er hann ný- skipaður fjárlaga- oghagsýslu- stjóri Bills Clinton og tekur við af virtasta og hataðasta manni í Washington, Dick Darman. En Panetta er vanur hitanum í fjárlagaeldhúsinu. Hann hefur verið formaður fjárlaganefndar fulltrúadeildar þingsins síðan 1988 og hefur barist þar fyrir ábyrgri fjármálapólitík, en við iitlar undirtektir. Hann verður Clinton mikilvægur við að koma málum í gegnum þingið og nýtur þar líka næsta yfir- manns síns, Lloyd Bentsen, væntanlegs fjármálaráðherra. Bentsen hefur hins vegar aldrei verið sérlega umhugað um hallalaus fjárlög — hann hefur enn ekki hitt skattaundanþágu sem hann er ekki fýlgjandi. Þess vegna má líka búast við átökum á milli þeirra Panetta og það ætti ekki að vera Bent- sen tilhlökkunarefni. Panetta lætur ekki vaða yfir sig. Hann komst fyrst í fréttirnar árið 1970, þá 32 ára, þegar hann var rekinn sem yfirmaður mann- réttindadeildar heilbrigðis-, mennta- og velferðarmála- ráðuneytisins (sem þá hét) í stjórnartíð Nixons. Þótti of vinstrisinnaður. Þá skipti liann um flokk, varð demókrati, bauð sig ffam til þings 1976 og hefur fengið 70-80 prósent at- kvæða í undanförnum kosn- ingum. Kjördæmið hans er á ströndinni um miðbik Kali- forníu (Monterey, Salinas og Santa Cruz) og kjósendur hans meðvitaðir miðaldra hippar í fótlagaskóm. Eins og Clinton vilja þeir ábyrga fjármálapólit- ík, en um leið umbætur í fé- lagsmálum. Panetta kann ekk- ert betur. Samskipti Bandaríkjanna og Bretlands Frændureru frændum verstir Ráðgjafar Johns Major forsæt- isráðherra Breta segja það af og frá að Bill Clinton verðandi Bandaríkjaforseti sé fýldur út í Major fyrir að hafa stutt George Bush með ráðum og dáð í kosn- ingabaráttunni. Þeir segja fráleitt að æda að John Major hafi staðið að því að kosningasérfræðingar Ihaldsflokksins færu vestur um haf til að ráðlegga Bush hvernig hann ætti að standa að kosninga- sigri eins og Major vann síðastlið- ið vor. Þar fyrir utan minna þeir á að blaðafulltrúi Neils Kinnock hafi sjálfur haldið til Bandaríkjanna í þeim tilgangi að ráðleggja Clinton hvernig hann ætti ekki að standa að kosningaósigri eins og Kinnock beið síðastliðið vor. Drengirnir í Downingstræti segja líka að grarns breskra emb- ættismanna í skjölum frá skóla- dögum Clintons í Oxford hafi ver- ið til þess eins ætlað að eyða orð- rómi um að Clinton hafi sóst eftir tvöföldum ríkisborgararétti. Þeir eru jafnsannfærandi þegar þeir segjast vissir um að Clinton hafi í raun og veru ekki haft tíma til að hitta Major þegar sá síðarnefndi kom í heimsókn til Bandaríkjanna í síðustu viku. Hið „sérstaka sam- band“ Bretlands og Bandaríkj- anna er enn við lýði segja þeir, jafnvel enn sérstakara en nokkru sinni fyrr, þó svo að „frændurnir" hafi ekki enn fundið sér tíma til fundarhalda. Þetta er vitaskuld allt í mesta lagi hálfsannleikur. Clinton hefur kappkostað að segja breska sendi- herranum að hann hafi alls ekki ætlað að móðga Major, en því er engan veginn að leyna að sam- band Majors og Clintons hefur farið illa af stað, svo ekki sé meira sagt. Þar sem Major hitti ekki Clinton eyddi hann mestu af tíma sínum í að heimsækja Bush í Camp David og þrátt fyrir að þeir hafi vafalaust átt gagnmerkar við- ræður virðist hann hafa farið fylu- ferð. Hið „sérstaka samband" ríkj- anna tveggja, sem allt frá Súez- deilunni hefur ávallt verið í hættu öðru hverju, virðist enn eina ferð- ina komið í lífshættu. Hefðum samkvæmt er unnt að búast við að þeir foringjamir hitt- ist ekki löngu eftir að Clinton tek- ur embætti og þá munu menn láta Bill Clinton: Gleymir ekki hjálparhendi Majors við Bush. sem fullar sættir hafi tekist þeirra í millum. f fjölmiðlum verður fjas- að um að aldrei hafi þessir tveir leiðtogar hins vestræna heims verið á jafnsvipuðum aldri, báðir hafi þeir brotist úr fátækt, að Clin- ton hafi unað sér vel í Oxford, en pabbi Majors næstum því orðið Bandaríkjamaður, að bönd blóðs og tungu liggi dýpra en Atlantsál- ar, þegar í harðbakkann slái gangi bestu synir Breta við hlið Banda- ríkjamanna á vígvöllinn og svo ffamvegis og svo ff amvegis. Það þarf hins vegar ekki glögg- skyggnan mann til að átta sig á að þeir Clinton og Major eiga sáralít- ið sameiginlegt. Major er óneitan- iega svolítið gamaldags og það er erfitt að trúa því að hann sé aðeins þremur árum eldri en Clinton, sem fer létt með að setja upp sól- gieraugu og blása í saxófón án þess að vera hlægilegur. Útlitið, smekkur, klæðaburður og meira að segja orðaforðinn skilur þá að, því Clinton talar eins og háskóla- prófessor í félagsfræði en Major eins og bankastjóri. George Bern- ard Shaw komst nálægt sannleik- anum þegar hann talaði um „tvær þjóðir, sem sameiginleg tunga mun að eiiífu aðskilja“. Þeir Clin- ton og Major kunna að vera á svipuðum aidri, en þeir eru hvor af sinni kynslóðinni. Allt um það er rétt að hafa í huga að spádómar um ágreining leiðtoga Bandaríkjanna og Bret- lands, sem heyrst hafa við flestöll leiðtogaskipti, hafa sjaldnast ræst. Á tímabili virtist sem Bush hefði fengið nóg af Margaret Thatcher og ætlaði að snúa sér alfarið að möndulveldunum. Síðan kom Flóabardagi, GATT og sitthvað fleira og þá kom í ljós hverjir voru vinir í raun. Aðrir benda á að eigi þeir Clinton og Major eitthvað sameiginlegt sé það hvað þeir séu þægilegir í umgengni og þess vegna ættu þeir að minnsta kosti að geta átt vinsamleg samskipti. En það sem helst getur steytt á í samsldptunum er einfaldlega al- mennar pólitískar skoðanir þeirra. Clinton undi sér vel í Ox- ford á námsárum sínum, en það er ekki þar með sagt að honum sé eitthvað sérstaklega hlýtt til gamla landsins. Þvert á móti virðist hon- um hugnast kollegar Majors á meginlandi Evrópu betur. Clinton og nánustu vinir hans og sam- starfsmenn hafa sérstakan áhuga á miðstýringu Frakka og fjárfest- ingu hins opinbera í starfsmennt- un líkt og gerist í Þýskalandi. Á sania hátt gefa þeir lítið fyrir kennisetningar um fríverslun, sem Bretar hafa heist barist fyrir á Evrópuvettvangi. Enginn efast um að Bretar og Bandaríkjamenn muni áfram skiptast á leynilegum upplýsing- um, hafa samræmda kjarnorku- vopnastefnu og hafa hernaðar- samvinnu. En af hálfu Bandaríkja- manna er óvíst hversu hugur mun fylgja máli í þessum efhum. Clin- ton vill fækka bandarískum her- mönnum í Evrópu þannig að þeir verði innan við 100.000 að fjórum árum iiðnum. Mörgum ráðgjöf- um hans fmnst allt að því skrýtið að hafa bandarískar Trident- kjarnaflaugar í breskum kafbát- um. Aðrir vilja að Þjóðverjar, Jap- anir og Indverjar fái fastafulltrúa í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna, en slíkt mundi enn draga úr áhrif- um Breta. Major hefur þar af leiðandi fulla ástæðu til að tortryggja Clin- ton. Óvæntir atburðir geta vissu- lega snúið taflinu við og sameinað hina gömlu bandamenn enn á ný, því sannast sagna hefur enginn enn áttað sig á lokum Kalda stríðsins og afleiðingum þeirra. Báðir leiðtogarnir gera sér grein fyrir því að þeir eru byrjendur á alþjóðavettvangi og það ætti að minnsta kosti að binda þá nokkr- um böndum. „Einmitt þegar ég var farinn að átta mig á því hvar Mogadishu var!“ kveinkaði Major sér þegar hann lét af utanríkisráð- herrastarfi sínu eftir þriggja mán- aða setu árið 1988. Clinton situr þessa dagana vafalaust í samskon- ar landafræðitímum. Sennilega kvartar Major nú undan Clinton „einmitt þegar ég var farinn að átta mig á því hver George Bush var“! En kannski Clinton sjái eftir því að hafa sniðgengið Major, því Major var ekki í heimsókn vestra sem forsætisráðherra Bretlands. Hann var þangað kominn í hlut- verki forseta Evrópubandalagsins ásamt hinum franska fram- kvæmdastjóra sínum. Þó svo Chnton hafi lítinn áhuga á að hitta Major hefði hann að minnsta kosti átt að sjá af einhverjum tíma til að hitta hinn myrka fursta EB, Jacques nokkurn Delors. John Major: Einangrast Bretar enn frekar? Uti er œvintýri Þegar skilnaður prinsins og prinsessunnar af Wales spurðist út voru viðbrögð bresku þjóðanna á einn veg samúðar og hryggðar yfir því hvernig fór. Ævintýri hinnar konunglegu ástar var lokið. Því er ekki að leyna að þrýstingur fjölmiðla á hjónin auðveldaði þeim ekki að halda hjónabandinu saman. Þrátt fyrir það er umfjöllunin ekki rót skilnaðarins, heldur ósættanlegur ágreiningur þeirra Karls og Díönu. Yfirlýsinguna úr Buckingham-höll um málið er ekki hægt að taka al- varlega. Það er ekki hægt að láta sem svo að stjórnarfarsleg staða hjón- anna sé óbreytt eða — eins og John Major lét liggja að á þingi — að prinsessan af Wales muni nokkurn tímann geta orðið drottning. Konungsfjölskyldan hefur nú gengið í gegnum þá óþægilegu reynslu að horfa á hjónaband fara í súginn. Það hefur ekki verið að neinu flanað í (þessum efnum og þar sem engin ástæða er til að æda annað en drottn- " ingin ríki í mörg ár enn gefst tími til þess að hugleiða stjómarfarslegar af- leiðingar lögskilnaðar. Það er ekki ósennilegt að Vilhjálmur prins verði lögráða meðan amma hans situr enn á stóli og þá opnast nýir möguleik- ar um rfldserfðir. Því er þó ekki hægt að neita að skilnaðurinn er drottn- ingunni þungbær og ekki síður konungdæminu sjálfu. Burtséð frá réttmæti þess lítur almenningur á konungsfjölskylduna sem vemdara fomra hefða og gilda, sáttar og samlyndis. Vitaskuld er sú trú blandin óskhyggju og ímyndun, en hún er rík þrátt fyrir það.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.