Pressan - 17.12.1992, Blaðsíða 33

Pressan - 17.12.1992, Blaðsíða 33
FIMMTUDAGUR PRESSAN 17. DESEMBER 1992 33 LÍFIÐ EFTIR VINNU Landið og nátt- úran, til öryggis JÓHANNA BOGADÓTTIR USTHÚSINU í LAUGARDAL Nú er sá árstírni þegar landsmenn virðast hafa um nóg annað að hugsa en myndlist. Myndlistarmenn og sýningarsalir bíða með stórvirkin þar til hægist um. Tilvalið að efha tii samsýninga, ef einhverjum skyldi detta í hug að gefa myndlist í jólagjöf. 1 Listmunahúsinu við Tryggvagötu er ein slík samsýning á smámyndum ýmissa lista- manna. 1 Listhúsinu í Laugardal eru sömuleiðis samankomin verk nokkurra grafíklistamanna. I rúmgóðu holi inn af ganginum sem liggur í gegnum listhúsið, þar sem innangengt er í verslanir sem bjóða ýmsan varning af listræn- um toga, sýnir Jóhanna Bogadótt- ir nítján olíukrítarmyndir. Verk Jóhönnu ættu að vera kunn þeim sem hafa fylgst með á undanföm- um árum. A þessari sýningu má greina áherslubreytingar; mynd- irnar em ekki eins stríðar og ákaf- ar og oft áður, yfirborðið er gisn- ara, en herpist ekki saman í kraftapunkta eins og í fýrri mynd- um. Línudrættir Jóhönnu eru aldrei mjúklegir, en hér fá þeir að eigra um í skrykkjóttum hæga- gangi. Einnig bregður fýrir hlýleg- um grænum gróðrarlitum. Mynd- imar em óhlutbundnar að sjá, en af titlum að dæma bregður hér fýrir landi og náttúru, úfnu hrauni, jökulklungri og gróður- vinjum. Nema hvað? Það er annars makalaust hvað íslenskir myndlistarmenn eru fastheldnir á viðfangsefni — þessu er ekki beint til Jóhönnu sérstaklega, sönnun þess blasir hvarvema við. Þeir þreytast aldrei á að predika fyrir sanntrúuðum um mikilfengleik íslenskrar nátt- úru, víðáttuna, tignina og titrandi smáblóm. En öll þessi mikla áhersla á landið kemur ekki til af því að það hafi svo mikla þýðingu fyrir íslenska myndlistarmenn í dag. Landið er einfaldlega vinsælt og viðurkennt myndefni sem gef- ur listamanninum tækifæri til að beita mælsku sinni. í flestum til- vikum er listamaðurinn að fást við stílæfíngar og formstúdíur, undir því yfirskini að hann sé að sýna hvernig hann „sér“ landið. íslensk náttúra er öruggasta og meinlausasta myndefni sem hægt er að velja sér. Það er eins og ís- lenskum listamönnum finnist þeir þurfa að baktryggja myndlist sína með því að sannfæra alla um að hún sé gerð vegna einhvers sem allir eru sammála um að sé fallegt og skiptir alla máli. Ekkert er bet- ur til þess fallið en landið. Væru myndir Jóhönnu fátæk- legri ef hún sleppti alveg náttúr- unni og landinu úr myndum sín- um og einbeitti sér eingöngu að því sem hún gæti komið til leiðar á fletinum með efnum sínum, lín- um og htum? Það efast ég um, því það sem gefur þeim gildi er ekki það sem þær hafa að segja um landið og náttúruna, heldur það sem á sér stað á fletinum. Mælir eitthvað gegn því að láta landið kyrrt liggja og láta reyna á hvers myndirnar eru megnugar án þess að þær séu að reyna að skapa sér velvilja með því að líkjast því sem allir dást að hvort sem er? Það væri áhætta, en þar sem áhætta er þar er einnig að finna ávinning. Gunnar J. Ámason Verðlagt út af kortinu TAJ MAHAL, TANDOORI HVERFISGÖTU ★* HELSTl KOSTUR: EINIINDVERSKI STAÐURINN OG ÞVf NÝSTÁRLEGT BRAGÐ. HELSTIGALLI: REIKNINGUR VILL VERÐA HÁR ÞAR SEM KRAFIST ER SÉRSTAKRAR GREIÐSLU FYRIR ALLT MEÐLÆTl. OTaj Mahal hefur verið á flakki um bæinn undan- farin ár. Fyrst var staður- inn fyrir ofan Fógetann í Aðal- stræti, síðan á Laugaveginum (þar sem Steikhús Pottsins og pönn- unnar er nú) og í dag er Taj Mahal við Hverfisgötu, við hliðina á Regnboganum. Þrátt fyrir þetta flakk hefur Taj Mahal lítið breyst. Þar má enn fá ágætan indverskan mat. Og þar er einnig hægt að fá hærri reikninga en fást á öðrum austurlenskum veitingahúsum í Reykjavík. Og það er sorglegt fyrir þá nísku en satt engu að síður að maturinn á Taj Mahal er líkast til betri en á hinum austurlensku veitingahúsunum — þó ekki það miklu betri að afsaki verðmuninn. Á seðlinum má bæði finna fram- „Mœlir eitthvað gegn því að láta landið kyrrt liggja og láta reyna á hvers myndirnar eru megnugar án þess aðþœr séu að reyna að skapa sér velvilja með því að líkjast því sem allir dást að hvort sem er?“ spyr Gunnar J. Árnason ígagnrýni sinni um sýningu Jóhönnu Bogadóttur. andi rétti og eins mat sem ætti að falla eins og flís að smekk Islend- inga. Flest afþessum mat er ffam- bærilegt þótt hann verði ekki dæmdur hér út frá gildum hins indverska eldhúss. En leikmanni í Reykjavík, sem vanist hefur hin- um slakari kínversku stöðum, er gleðiefni að hver réttur á Taj Ma- hal hefur sitt afgerandi bragð — ekki aðeins afgerandi og ffamandi nafn. Stærsti gallinn við Taj Mahal er verðið. Sá siður hefur verið í heiðri hafður ff á því staðurinn var niðri í Aðalstræti að rukka sér- staklega fyrir hrísgrjónin, brauðið og annað það meðlæti sem gest- irnir freistast til að kaupa. Og fyrr en varir er málsverðurinn kominn langt upp fyrir það verð sem fólk mundi jafnvel pirrast yfir á Holt- inu. Þessi mikilmennskubrjálæðis- lega verðlagning gengur náttúru- lega ekki. Og það er auðvelt að sjá það, því Taj Mahal er síður en svo meðal vinsælli veitingahúsa í Reykjavík. Annar galli á Taj Mahal er vín- seðillinn. Sá sem velur vín inn á hann hefur misst af auknu vöru- úrvali ÁTVR síðustu fimm árin eða svo. Þegar maður fær þennan vínseðil í hendur hríslast um mann nostalgían og minningar um gullöld Cote du Rhone rifjast upp. Þrátt fyrir góða matreiðslu er erfitt að taka Taj Mahal alvarlega sem veitingahús. Eigendur þess hafa einfaldlega verðlagt það út af kortinu. „Það ersorglegt fyrirþá nísku en satt engu að síður að maturinn á Taj Mahal er líkast til betri en á hinum austurlensku veit- ingahúsunum — þó ekkiþað miklu betri að afsaki verðmuninn. “ 17.45 Jóladagatal Sjónvarpsins. 17.50 Jólaföndur. 17.55 Stundin okkar. E 18.25 Babar. 18.50 Táknmálsfréttir. 18.55 Úr ríki náttúrunnar. Vá og hættur sem verða á vegi straumloðnu. 19.20 ★ Auðlegð og ástríður 19.25 Jóladagatal Sjónvarpsins. E 20.00 Fréttir. 20.40 íþróttasyrpan. Svipmyndir úr ýmsum áttum. 21.20 ★★ Eldhuginn 22.20 Úr frændgarði. Fréttir frá Norðurlöndum. 23.00 Fréttir. 23.10 Þingsjá. FÖSTUDAGU R 17.15 Þingsjá E 17.45 Jóladagatal Sjónvarpsins. 17.50 Jólaföndur. 17.55 HvarerValli? 18.25 Barnadeildin 18.50 Táknmálsfréttir 18.55 Rafmagnsbyltingin 19.20 Skemmtiþáttur Eds Sullivan 19.45 Jóladagatal Sjónvarpsins.E 20.00 Fréttir. 20.40 Kastljós 21.10 ★★ Sveinn skytta. Gunguhöfðinginn í toppformi. 21.50 ★★ Derrick 22.50 Þvert um geð. Against Her Will - An Incident in Baltimore. Amerísk sjónvarpsmynd frá 1988. Walter Matthau leikur lögfræðing sem berst fyrir hönd konu sem ranglega hefur verið komið fyrir á geðveikra- hæli. LAUGARDAGUR 14.20 Kastljós E 14.55 Enska knattspyrnan. Bein útsending frá leik Sheffi- eld Wednesday og Queen's Park Rangers. 16.45 íþróttaþátturinn. Bein útsending frá bikarkeppni í handbolta. 17.45 Jóladagatal Sjónvarpsins. 17.50 Jólaföndur. 17.55 Magni mús. 18.20 Bangsi besta skinn. 18.45 Táknmálsfréttir. 18.50 ★ Strandverðir 19.45 Jóladagatal Sjónvarpsins.E 20.00 Fréttir. 20.35 Lottó. 20.40 ★ Fyrirmyndarfaðir. 21.10 ★★ Ævintýri Billa og Tedda Bill and Ted’s Excel- lent Adventures. Amerísk frá 1989. Tveir nemendur, sem stefnir í að muni falla á söguprófi, fá tækifæri til að ferðast um í tíma og hitta frægustu persónur mannkynssögunnar. Leikararnir standa sig með prýði en myndin sjálf nær sér aldrei almennilega á flug. 22.40 Upptaktur. Úrval íslenskra tónlistarmyndbanda. 23.35 Dillinger. Amerísk frá 1991. Þekkt bófasaga sem segir frá bankaræningjanum Dillinger. Hefur tvisvar áður verið fest á filmu. WPlll'i’aiH1!!— 13.15 Skautadans 14.15 Gullæðið. The Gold Rush. Amerísk frá 1925. Klass- íkerfrá Carlie Chaplin. 15.25 Jón Þorláksson. Sjónvarpsþáttur um stofnanda og fyrsta formann Sj á Ifst æð i sfl o kks. 16.05 Tré og list. Um norskar stafkirkjur. 16.35 öldin okkar. Franskur myndaflokkur um helstu við- burði aldarinnar. Engir gera sögulega fróðleiksþætti betur en Frakkar. 17.35 Sunnudagshugvekja. Þórarinn Björnsson guð- fræðingurflytur. 17.45 Jóladagatal Sjónvarps. 17.50 Jólaföndur. 18.00 Stundin okkar. 18.30 Brúðurnar í speglinum. Sænskur myndaflokkur. 18.55 Táknmálsfréttir 19.00 Betri er belgur en barn. Baby Blues. Hvernig bregst unglingur við ótímabærri óléttu? 19.25 ★ Auðlegð og ástríður. 19.45 Jóladagatal Sjónvarpsins. E 20.00 Fréttir. 20.40 í fjölleikahúsi Cirque soleil. Verðlaunamynd um sirkus. 21.40 Nótt í skólanum. School's Out. Kanadísk sjónvarps- myndfrá 1991. Skólabörn í klípu. 22.30 Við Svanavatnið. Upptaka sjónvarpsíns af dansi Bolshoj- og Kírovballettsins. Það fór tvennum sögum af frammistöðu flokksins. Nú fáum við hin, sem fór- um ekki að sjá, loksins að vita hið sanna í málinu. • 22.50 Á aðventunni. Mótettukór Hallgrímskirkju syngur og lesið er upp úr ritningunni. Hátíðarskapið hitað upp. 17.00 Hverfandi heimur. Þjóðflokkar sem stafar ógn af kröfum nútímans. Mannfræðingar kynna sér líf og háttu ýmissa þjóðflokka. 18.00 Hitler. Men of Our Time. Ferill frægra stjórnmála- manna rakinn í máli og myndum. Fyrsti þáttur er til- einkaður Foringjanum. SUNNUDAGUR 17.00 Hafnfirsk sjónvarpssyrpa. Lífið í Hafnarfirði í for- tíð, nútíð og framtíð. Forvitnilegt fyrir alla Hafnfirð- inga og maka þeirra sem flust hafa í Hafnarfjörðinn. Útvarp Hafnarfjörður stendur fyrir gerð þáttarins ásamt Guðmundi Árna Stefánssyni og félögum úr bæjarstjórn Hafnarfjarðar. 18.00 Dýralíf. Einangrun á Nýja-Sjálandi hefur valdið því að líf villtra dýra og fugla hefur þróast öðruvísi þar en annars staðar á jörðinni. Frænka risaeðlunnar, Juatara", hefur vappað um eyjuna í milljónir ára. 16.45 Nágrannar. 17.30 Meðafa E 19.19 19.19 20.15 Eiríkur 20.45 ★★ Eliott-systur 21.50 Aðeins ein jörð 22.10 Laganna verðir. American Detective. Lokaþáttur. um hugprúðar löggur. 23.05 Aprílmorgunn. April Morning. Amerísk sjónvarps- mynd frá 1988. Unglingspiltur upplifir frelsisstríð Bandaríkjanna og verður vitni að hetjudáðum ætt- ingja sinna og annarra þorpsbúa. Maltin gefur myndinni fín meðmæli. 00.45 ★★★ Sakborningurinn. Suspect. Amerískfrá 1987 E Cher er lögfræðingur sem fæst við fyrirfram tapað mál — eða hvað. Stúlkan sýnir frambærilegan leik. og gott betur. FÖSTUDAGUR 16.45 Nágrannar. 17.30 Áskotskónum 17.50 Litla hryllingsbúðin 18.10 Eruð þið myrkfælin? 18.30 NBA-tilþrif E 19.19 19.19 20.15 Eiríkur. 20.45 Óknyttastrákar II. Men Behaving Badly II. Tveir karlmenn búa saman. Það getur ekki þýtt annað en stórslys. 21.25 ★ Stökkstræti 21 22.30 H Konungarnir þrír. The Three Kings. Amerísk sjónvarpsmynd frá 1987. Þrír geðsjúklingar sleppa út af hæli í LA og halda að þeir séu vitringarnir þrír. Ein- kunnaskorfyrir neðan meðallag. 00.05 ★ Morðleikur. Night Game. Amerískfrá 1989. Tex- aslögga eltir fjöldamorðingja. Synd að góðir leikarar og hæfileikaríkur leikstjóri skuli eyða kröftum sínum í fánýtan efnivið. 01.40 ★★★ Losti. Sea of Love. Amerísk frá 1989. Lög- reglumanni er falið að rannsaka morðmál en verður ástfanginn af meintum morðingja af kvenkyni. Al Pacino sýnir tilþrif og Ellen Barkin er rétt manneskja á réttum stað. LAUGARDAGUR 09.00 Meðafa 10.30 Lísa í Undralandi 10.55 Súper Maríó-bræður 11.20 Nýjar barnabækur. 11.35 Ráðagóðir krakkar 12.00 Dýravinurinn Jack Hanna Villt dýr í dýragörðum heimsótt. 12.55 ★★ Suðurhafstónar. South Paciftc. Amerísk frá 1958. Ekki slæm en engan veginn eftirminnileg. 15.00 Þrjúbíó. E Buck frændi í hlutverki barnapíunnar. 16.35 Burknagil: Síðasti regnskógurinn. Hvernig varð myndintil? 17.00 Leyndarmál. E Secrets. Amerísk endursýnd sápa byggð á „meistaralegum" skrifum Judith Krantz. 18.00 Poppogkók. 18.55 Laugardagssyrpan. Teiknimyndir. 19.19 19.19 20.00 ★ Falin myndavél 20.35 Imbakassinn 21.10 ★★ Morðgáta. 22.10 ★★★ Menn fara alls ekki. Men Don't Leave. Am- erísk 1990. Stjórnsamur eiginmaður fellur frá og ekkj- an þarf allt í einu að standa á eigin fótum. Ljúfsárt drama sem fær tárin fram í augnkrókana á réttum stöðum.* 00.05 Morð í Mississippi Murder in Mississippi. Amerísk sjónvarpsmyndfrá 1990. Þrír ungir menn, sem börð- ust gegn kynþáttafordómum, eru myrtir af nokkrum meðlimum Ku Klux Klan og hópi lögreglumanna ár- ið 1964. Atburðurinn markaði tímamót í baráttu þel- dökkra í Bandaríkjunum. Ágæt mynd. 01.40 ★★ Svart regn. Black Rain. Amerísk frá 1989. Tveimur New York-löggum er falið að koma jap- önskum glæpaforingja í hendur yfirvalda heimafyrir. Helst til langdregin og fyrirsjáanleg á köflum, en alls ekki slæm hasarmynd. 09.00 Óskaskógurinn. 09.20 össiogYlfa. 09.45 Myrkfælnu draugarnir. 10.10 Prins Valíant. 10.35 Maríanna fyrsta. 11.00 Brakúla greifi. 11.30 Nýjar barnabækur 12.00 Sköpun. Giorgio Armani, Andree Putman og Mayu Lin. 13.00 Jólastrákurinn 14.40 íþróttir á sunnudegi. Keila. 14.50 NBA-tilþrif. 15.15 Stöðvar 2-deildin. 15.45 NBA-körfuboltinn. 17.00 Listamannaskálinn. Söngkonan Cecilia Bartoli. 18.00 60 mínútur. Bandarískur fréttaþáttur. 18.50 Aðeins ein jörð. E 19.19 19.19 20.00 Bernskubrek. The Wonder Years. Kevin Arnold í stöðugum vandræðum. 20.40 Lagakrókar. 21.40 ★ Alríkislögreglan Feds. Amerísk frá 1988. Gaman- mynd um tvær konur sem freista þess að komast inn í lögregluskóla alríkisins. Áhorfandinn getur vart átt von á að liggja í hláturskasti. 23.10 Tom Jones & félagar. Heitur og sveittur þáttur. Kveðjustund. 23.35 ★★★ Charing Cross-vegur 84. 84 Charing Cross Road. Amerísk frá 1987. Bandarísk kona skrifar bresk- um bóksala og óskar eftir fágætri bók. Bréfaskriftirnar enda í áratugalöngu ástarsambandi yfir hafið. Frá- bær leikur Anthony Hopkins og Anne Bancroft væri næg ástæða til að horfa á myndina.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.