Pressan - 07.01.1993, Blaðsíða 2
2
FIMMTUDAGUR PRESSAN 7. JANÚAR 1993
U N D I R
Ö X I N N I
Eruð þið tilbúin
til að grafa und-
an þeim einhug
sem ríkt hefur
um embætti
forseta íslands?
„Þjóðin hefur látið í Ijós mjög
sterkar óskir um að afgreiða
þetta mál. 35 þúsund manns
hafa skrifað undir skjal þess efn-
is, 75 prósent þjóðarinnar vilja
þjóðaratkvæðagreiðslu sam-
kvæmt skoðanakönnunum og
mörg fjöldasamtök hafa óskað
eftir að þetta sé borið undir
þjóðina. Þvi teljum við okkur
ekki vera að grafa undan ein-
hug um forsetann.’
Heldur þú sem sagt að það
verði einhver friður um Vigdísi
eftir þetta?
„Ef meirihluti þjóðarinnar vill
þjóðaratkvæðagreiðslu þá hlýt-
ur það að merkja að þá verði
frekar friður um hana. Við ætl-
umst ekki til að hún taki efnis-
lega afstöðu. Hún er einungis
að skjóta þessu til þjóðarinnar
sem æðsta dómstóls í málinu."
Verðurforseti Islands ekki að
hafna lögunum til að þau fari til
þjóðaratkvæðagreiðslu, sam-
kvæmt stjórnarskránni?
„Hún verður að hafna því að
undirrita lögin á þeirri forsendu
að hún telji að þjóðin eigi að
úrskurða. Hún þarf ekki, eins og
áður segir, að taka sjálf efnis-
lega afstöðu til samningsins."
En er hún ekki einmitt að hafna
samningnum með því að setja
hann í þjóðaratkvæðagreiðslu?
„Forseti Islands er eina stjórn-
valdið sem ég tel að sé kosið
beínni kosningu af þjóðinni,
sem sé fulltrúi allrar þjóðarinn-
ar. Það er deilt um hvort þjóðin
eigi að greiða atkvæði þarna
eða ekki. Hitt er svo það að for-
setinn hefur þetta vald, þó svo
að því hafi aldrei verið beitt. En
þarna er um að ræða aðgerð
sem mjög stór hluti þjóðarinn-
ar telur að skipti sköpum. Ég
held að allir séu sammála um
það að þarna er um örlagarík-
asta samning að ræða sem
þjóðin hefur nokkru sinni stað-
ið frammi fyrir og það er að
mínu viti fyllilega innan vald-
sviðs forseta (slands að taka
svona ákvörðun — hreinlega
segja að þarna verði þjóðin að
ráða."
Er það ekkl alþingismannanna
að kljást um deilumál sem
þetta?
„Nei, ég tel að þarna sé gengið
of langt. Hérna er um að ræða
verulegt réttindaafsal, eins og
er viðurkennt í öllum löndum
sem um þennan samning
fjalla. Menn deila hins vegar
um tæknileg og lögfræðileg at-
riði, hvort hér sé um formlegt
stjórnarskrárbrot að ræða, en
réttindaafsal er það."
Menn eru ekki á eitt sáttir um
hvort forseti (slands eigi yfirleitt
að skipta sér af stjórnmáladeilum.
Bjarni Einarsson, fyrrum aðstoðar-
forstjóri Byggðastofnunar, er einn
þeirra um það bil 300 einstaklinga
sem skrifuðu undir ósk til forseta
Islands, Vigdísar Finnbogadóttur,
þess efnis að hún staðfesti ekki
lögin um EES nema að undan-
genginni þjóðaratkvæðagreiðslu.
F Y R S T
F R E M S T
ÓLAFUR RAGNAR GRlMSSON. Greiðir ekki atkvæði um EES.
GUNNLAUGUR STEFÁNSSON. Hann verður „tekinn út af".
LÁNIN FALLA í
HÁSKÓLAN U M
I Háskólanum eru kennarar nú
að fara yfir próf að venju. Ekki er
fullljóst hversu margir nýnemar
falla að þessu sinni, en þau örlög
geta haft afdrifaríkari afleiðingar
nú en oft áður. Með breyttum lög-
um um Lánasjóð námsmanna
veitir sjóðurinn neftiilega ekki lán
fyrr en sýnt er að nemandi hafi
staðist próf á fyrstu önn. Bankar
hafa veitt lán til að brúa þetta bil,
en því fylgir að ef nemandinn fell-
ur, þá falla lánin líka í gjalddaga.
Kennarar eru því undir beinum
og óbeinum þrýstingi um að sýna
mildi við einkunnagjöf og þess
eru dæmi að nemendur hafi kom-
ið gráti næst til þeirra vegna ótta
við slæma einkunn og þar með
yfirvofandi fjárhagsleg áfoll.
32 GREIÐA ATKVÆÐI
MEÐ EES
Eftir þriðju umræðu Alþingis
um EES-samninginn, sem sjón-
varpað verður í kvöld, verða
greidd atkvæði um samninginn í
heild sinni. Þrír þingflokkar
ldofna í afstöðu sinni til samn-
ingsins, en talnaglöggir viðmæl-
endur PRESSUNNAR meðal
þingmanna telja að hann verði
samþykktur með 32 atkvæðum
gegn 22. Sex þingmenn sitja hjá og
þrír verða að óbreyttu íjart'erandi.
23 þingmenn Sjálfstæðisflokks-
ins greiða atkvæði með samn-
ingnum og tveir á móti, þeir Eyj-
ólfur Konráð Jónsson og Egg-
ert Haukdal. Einn er veikur
þessa dagana, Ingi Björn Al-
bertsson, en hann hefði væntan-
lega setið hjá. Framsóknarflokk-
urinn klofnar í herðar niður í
þessu máli. 8 þingmenn eru á
móti, þar á meðal formaðurinn,
Steingrímur Hermannsson.
Hjá sitja hins vegar 5, þau Hall-
dór Ásgrímsson varaformaður,
Jón Kristjánsson, Finnur Ing-
ólfsson, Valgerður Sverrisdótt-
ir og Jóhannes Geir Sigurgeirs-
son. Að öllu eðlilegu hefði einn til
viðbótar setið hjá, Ingibjörg
Pálmadóttir, en hún er stödd á
Kanaríeyjum í fríi. Varamaður
hennar er Sigurður Þórólfsson,
sem er andvígur samningnum.
Þingflokkur Alþýðuflokksins er
óskiptur í stuðningi við samning-
inn. Einn þingmaður flokksins,
séra Gunnlaugur Stefánsson,
verður þó fjarstaddur af tiilitssemi
við Alþýðubandalagið, en Ólafur
Ragnar Grímsson getur ekki
verið viðstaddur atkvæðagreiðsl-
una þar sem hann er staddur í
Bandaríkjunum. Hann hefði greitt
atkvæði á móti og því er einn
stuðningsmaður „tekinn út af‘ í
atkvæðagreiðslunni. Þingflokkur
Alþýðubandalagsins er óskiptur á
móti samningnum.
Kvennalistakonur greiða at-
kvæði á móti, allar nema Ingi-
björg Sólrún Gísladóttir, sem
mun sitja hjá.
Samkvæmt þessu verður nið-
urstaðan því þessi: fylgjandi eru
23 þingmenn Sjálfstæðisflokks og
9 kratar, samtals 32. Á móti eru 8
ffá Alþýðubandalagi, 8 ffamsókn-
armenn, 4 Kvennalistakonur og 2
sjálfstæðismenn, samtals 22. Hjá
sitja 5 framsóknarmenn og ein
-rþingkona Kvennalista, samtals 6.
Tveir verða örugglega fjarverandi,
en hjásetumönnum íjölgar í sjö ef
Inga Bimi rénar sóttin í tæka tíð.
Eftir fyrstu og aðra umræðu
höfðu þingmenn talað samtals í
um 110 klukkutíma um EES og
tengd mál. Það eru tæpir tveir
tímar á mann og hafa þó fjarri lagi
allir stjórnarliðar tjáð sig um mál-
ið.
LOGANDI ILLUR
Sjónvarpsáhorfendur eiga vafa-
laust eftir að sakna Loga Berg-
manns Eiðssonar, íþróttafrétta-
manns á Sjónvarpinu, sem lét af
störfum nú um áramótin. Eins og
við sögðum frá fyrir skömmu
sagði Heimir Steinsson útvarps-
stjóri Loga að taka pokann sinn
frá og með áramótum, þvert ofan í
fyrri yfirlýsingar. Logi er nú að
hefja nám í hagnýtri fjölmiðla-
fræði við Háskóla Islands, en hon-
um bregður þó hugsanlega fyrir á
skjánum í afleysingum. Þá hefur
hann fengið ádrátt um að fá að
stunda dagskrárgerð við Sjón-
varpið, en í ljósi fyrri loforða frá
fyrirtækinu vilja fáir treysta því
fyrr en tekið er á.
ÞORGRÍMUR HAFNAR
HEMMA
Engan undraði þótt Þorgrímur
Þráinsson væri mikið í sviðsljósi
fjölmiðlanna fyrir þessi jól, enda
Efnahagsaðgerðir
ríkisstj órnar innar
Skuldir fyrirtækja
hækka sem
nemur búbótinni
Skuldir íslenskra fyrirtækja hækka vegna aðgerða ríkisstjórnarinnar
um að minnsta kosti það sem nemur búbótinni sem hún ætlaði
að færa þeim.
Efnahagsaðgerðum ríkisstjórnarinnar var ætlað
að færa í kringum átta milljarða frá launafólki til
fyrirtækja til að styrkja stöðu þeirra. Vegna aðgerð-
anna hækka hins vegar skuldir þessara sömu fyrir-
tækja um það sem nemur búbótinni og líklega gott
betur. Þetta stafar af breytingum á sköttum, bygg-
ingar- og lánskjaravísitölum og gengisfellingunni,
sem samtals éta upp það sem rfldsstjómin ætlaði að
færa fyrirtækjunum.
Þessa dagana er verið að reikna út byggingarvísi-
tölu sem tekur gildi um næstu mánaðamót. Vegna
niðurfellingar endurgreiðslna á virðisaukaskatti
vegna vinnu við húsbyggingar hækkar vísitalan um
rúmlega þijú prósent, að mati embættismanna. Til
viðbótar koma áhrif gengisfellingar, en þau koma
fyrst fram af afli núna. Ekki er vitað nákvæmlega
hver þau verða, en eitt til tvö prósent er ekki fjarri
lagi. Byggingarvísitala er þriðjungur lánskjaravísi-
tölu og hækkun byggingarvísitölu um 4,5 prósent,
sem er ekki ólíkleg nálgun, hækkar því lánskjara-
vísitölu um 1,5 prósent.
Skuldir íslenskra fyrirtækja í september-
lok vom um 280 milljarðar, að mati Seðla-
banka fslands. Ekki er vitað hversu stór
hluti er bundinn lánskjaravísitölu, en
samkvæmt lauslegri áætlun Seðlabanka
um heildarskuldir landsmanna við lána-
kerfið er um helmingur þeirra bundinn
vísitölu, þriðjungur gengisbundinn og
sautján prósent óverðtryggð. Ef þeirri
áætlun er beitt á skuldir fyrirtækja er
niðurstaðan þessi:
Lánakerfið tekur aftur í hækkuð-
um skuldum það sem launþegar
færðu fyrirtækjum með efna-
hagsaðgerðum ríkisstjórnarinn-
ar.
1,5 prósenta hækkun á 140 milljörðum (helmingi
skuldanna) er 2,1 milljarður. 6 prósenta hækkun
(vegna gengisfellingar) á 93 milljörðum (þriðjungi
skuldanna) er 5,6 milljarðar. Samtals hækkun
skulda um 7,7 milljarða. Þessi tala er lfldega töluvert
hærri, sökum þess að skuldir fyrirtækja eru gengis-
tryggðar í meira mæli en ofangreind heildaráætlun
segir til um.
Því má áætla að skuldir fyrirtækjanna hafi hækk-
að um að minnsta kosti átta milljarða vegna hliðar-
áhrifa efnahagsaðgerðanna, en það er nálægt þeirri
upphæð sem rfldsstjórnin vildi færa þeim, þótt sú
tala væri á reiki ffam eftir hausti og vetri. Á hitt er
að líta að búbótin kemur fyrirtækjunum til góða
strax, en afborganir af auknum skuldum dreifast yf-
ir lengri tíma. Þótt lánakerfið virðist þannig taka
beint aftur það sem launþegar gáfu gerist það ekki
samstundis og vænkast því hagur fyrirtækjanna að
minnsta kosti sem nemur
þeim skuldaffesti.
stakk hann alla aðra af hvað varð-
ar sölu á eigin ritverkum á nýaf-
staðinni vertíð. En nú eru jólin að
baki og bókavertíðin sömuleiðis
og því þarf Þorgrímur ekki lengur
á sviðsljósinu að halda. Fyrir því
finnur einkaniega Hemmi Gunn,
sem hefur ítrekað reynt að fá Þor-
grím í viðtal í þáttinn sinn, Á tali,
en Þorgrímur þverneitar og segist
vera búinn að fá nóg af fjölmiðl-
umíbill.
INGIBJÖRG PÁLMADÓTTIR. Hún er að kanna innri markaðinn á Kanaríeyjum. Varamaður hennar er á
móti. INGI BJÖRN ALBERTSSON. Hann gæti þurft að fylgjast með í sjónvarpinu. HEIMIR STEINSSON. Logi
Bergmann fær fleiri loforð frá Sjónvarpinu. GUNNAR BIRGISSON. Nýjar reglur Lánasjóðsins græta félitla
námsmenn.
Á UPPLEIÐ
Ólafur Davíðsson, ráðuneytisstjóri forsætisráðuneytis.
Hann fékk stórriddarakross til að skreyta sig með í kónga-
veislum og vonandi að hann fari vel við slaufuna.
Helgi Jóhanns-
son og Sam-
vinnuferðir. Eru
nú laus viðSam-
bandið og fram-
sóknarfýluna.
Kristján
Jóhanns-
son. Fyrst
Chicago,
þá fálka-
orðan og
síðan Vín.
Hvað
næst?
SAS. Fyrirtækið
heilsaði innri
markaði EB með
því að lækka far-
gjöldin um helm-
ing. Flugleiðir hafa
ekki enn heilsað.
Verðlag, skattar, verðbólga, álögur
og önnur pín.
Á NIÐURLEIÐ
VISA og Eurocard.
Alltaf óvinsæl fyrir-
tæki í upphafi árs.
Morgunblaðið. Auglýsinga-
herferðin ber vott um tauga
veiklun.
Gísli Örn
Lárusson. Þessi
fyrrum við-
skiptastjarna er
fallin.
Þórhildur Þorleifsdóttir.
Þessi prímadonna leikhús-
anna bjó til afskaplega
ófyndið skaup.
Samstaðan um óháð Island. Enn kvarnast úr
hópi andstæðinga EES-samningsins á Alþingi.