Pressan - 07.01.1993, Side 4

Pressan - 07.01.1993, Side 4
4 FIMMTUDAGUR PRESSAN 7. JANÚAR 1993 F R E M S T BÆTIFLÁKAR BERTHA MARÍA WAAGFJÖRÐ er fyrirsæta af alþjóðlegri stærðargráðu. Starfhennar rekur hana út um allan heim en stærstum hluta frí- tíma síns ver hún hins veg- ar á heimili sínu í LA. Eins og hendir marga sem halda af landi brott hefur Bertha María hlotið sinn fasta sess í gróusögum landsmanna og segist telja að það komi til af því að fólk hafi lítið annað betra að gera. Hún hefur verið stödd hér yfir hátíðirnar en heldur brátt út aftur til starfa. Hversu lengi hún endist í því veltur á ýmsu. Best að halda ró sinni og vera Jón A. Kristinsson, bakara- meistari hjá Myllunni: „Það hefur um nokkurn tíma staðið til hjá Myllunni að hefja fram- leiðslu á pylsubrauði úr heil- hveiti og ég reikna með að við látum af því verða á þessu ári. Við höfum vissulega fengið nokkrar fyrirspurnir varðandi hollari gerð pyisubrauðs en samt held ég að markaðshlutdeild pylsubrauðs úr heilhveiti geti aldrei orðið mjög stór. Islend- ingar vilja almennt hafa pylsuna með gamla laginu. Þó eru sumir sólgnari í gróft brauð og auðvit- að reynum við að fara að þörf- um og óskum neytenda. Enda á pylsubrauð úr heilhveiti ekkert síður rétt á sér en annað gróft brauð.“ HEILÓG KVÖLDMÁLTÍÐ „Það er einriig staðföst skoð- un Víkverja að draga mœtti úr því sundurlyndi sem svo tnjög einkennir allt þjóðlíf og mann- leg samskipti hér ef menn gœfu sér betra nœði til að njóta mat- ar. Það hafa veriðfcerð rökfyrir þvíað hin mikla samheldni jjöl- skyldna í t.d. Frakklandi eða Ítalíu og Spáni megi rekja til þess að hin sameiginlega kvöld- máltíðjjölskyldunnar er heilög í hugum fólks. Þrátt fyrir stress hversdagsins gefurfólk sér tíma . til að njóta sameiginlega matar ogþá um leiðfélagsskaparhvert annars. Þetta er sorglega sjald- gceft á íslenskum heimilum.“ Víkverji Morgunblaðsins. Þorvaldur Karl Helgason, forstöðumaður Fjölskyldu- þjónustu kirkjunnar: „Eg get ekki annað en verið sammála Víkverja, enda er þetta skoðun sem ég hef sjálfur haldið stíft á lofti. Ég hef oft velt því fyrir mér hvort það sé ekki sjaídgæft í dag- legu lífi fólks að allir fjölskyldu- meðlimir hittist í einu og eigi stund saman. Borðhaldið er að mínu viti kjörin athöfn til að safna fjölskyldunni saman á einn stað, þar sem fólk getur EINA í GRÓFU „Mér er til efs að jafn lítið haft verið komið til móts við þarflr nokkurra viðskiptavina ogokkarsem kaupum hina vin- sœlu „eina með öllu“. Ég á að sjálfsögðu við pylsusala lattds- ins — í svipinn minnist ég ekki neins sem býður t.d. gróft pylsu- brauð í stað hins hvíta teygju- og klísturkennda hveitibrauðs. Það mœtti a.m.k. bjóða við- skiptavinum að velja á milli tegunda. Aukinheldur er það án efa stórþáttur ísparnaðifyr- ir hið opinbera að œfleiri noti gróft brauð nteð pylsunni. Það stuðlar að betri meltingu ogþar tneð sterkari innyflum, sem aft- ur þýðir minni líkur á sjúkra- húsvistvegna iðrakvilla." P.J. í DV. rætt saman í rólegheitum og notið nærveru hvert annars. Sameiginleg kvöldmáltíð leysir kannski ekki allan okkar vanda, en það væri engu að síður ákjós- anlegt að íslenskar fjölskyldur reyndu að temja sér að borða saman að minnsta kosti eina máltíð á dag.“ Krónan arðbæra „Ég þarf ekki að hafa áhyggjur af þessu ári, því næsta eða því þar- næsta.“ Gísli Örn Lárusson kaupahéðinn. Hógværi Íslendingurin’n „Á næsta ári vænti ég áframhaldandi sigurgöngu." Kristján Jóhannsson stórsöngvari. Tilbreytingarleysi „Áramót íborginni eru orðin eins og venjuleg helgi — eða venjuieg helgi eins og áramót.“ Guðmundur Einarsson lög- regluvarðstjóri. - Og á næsta ári skipti ég um sundskýlu „Það sem er minnisstæðast hjá mér er að ég skipti um sundiaug." Pétur Reimarsson forstjóri. KANN EKKI AÐ SKJÓTA „Etttt einu sinni hefur stjórn Skotsambands Islands orðið að athlœgifyrir val sitt á íþrótta- tttanni ársins í skotfimi. Iþetta sinn var valinn einn af stuðti- ingsmönnum stjómar skotsam- bandsins. Árangurittn sem hann náði var 174 stig í hagla- byssu, Skeet, sem er mjög slakur árangur og er langt fyrir neðan neðsta tnann á alþjóðlegu stór- móti skv. samanburðartöflu... Forráðamenn íþróttasambands fslands láta sig hafa það ár eftir ár að heiðra þá menn sem stjórn skotsambandsins velur eins og þeir vœru bestu skot- tnenn ársins þótt þar sé bara verið að heiðra slaka skot- íþróttamenn sem eru vinir og stuðningsmenn skotsambands- ins.“ Carl J. Eiríksson í DV. Þorsteinn Ásgeirsson, for- maður Skotsambands ís- lands: „Ég er hjartanlega sam- mála PRESSUNNI urn það að Carl J. Eiríksson sé þrætupúki aldarinnar. Hann hóf deilur sín- ar við íslenska skotmenn árið 1972 og þeim er ekki enn lokið. Málið er reyndar komið á það stig að skotmenn yrðu almennt mjög undrandi ef Carl tæki einn góðan veðurdag upp á því að hætta öllum aðfinnslum við þá. Líkast til mundu menn halda að eitthvað hefði komið fyrir hann.“ ánægður Þú ert búin að vera ífríi héryf- irjólin. Hvað tekur við hjá þér að því loknu? „Ég flýg aftur til Los Angeles á þriðjudag og fer trúlega að vinna í Karabíska hafinu fyrir Cosmopo- litan. Hvað við tekur eftir það veit ég ekki nákvæmlega, en það fellur alltaf eitthvað til.“ Bertha María hefur verið fengin í einstök verkefhi og er því ekki á föstum samningi. Hún þvælist víða en frítíma sínum eyðir hún að mestu heima hjá sér í LA, þar sem hún býr ásamt kærastanum sínum, fasteignasalanum Emer- son Glazer, sem er töluvert eldri en hún sjálf. Hún segir þau búa vel en þó ekki í.neinni lúxusvillu. Þú ert ekki að upplifa ameríska drauminn? „Nei, nei, en það er auðvitað voðalega fi'nt að búa í LA. Lífið er miklu betra þar en annars staðar þar sem ég hef verið, það er bæði auðvelt og ódýrt. Veðrið skemmir heldur ekki fyrir.“ Svo þú ert eitts og blómi í eggi? „Já, það er ég. Þó hef ég hugsað mér að drífa mig til New York og vera þar næstu mánuði.“ f New York bjó hún í tvö ár áð- ur en hún fékk sig fullsadda á borginni. Síðan hefur hún snúið þangað aftur af og til, en einungis skamman tíma í senn. Fólk setn þú umgengst. Eru það einhverjarfrægar stjörnur? „Maður sér þær inn á milli en við erum ekkert að þvælast með því. Við umgöngumst mest venju- legt fólk, sem er langbest." Þetta eru því ekki stöðug veisluhöld eins og ætla mætti og glanstilveran víðs Qarri. „Við reynum bara að lifa okkar venjulega lífi.“ Eitthvað hlýtur viðmótfólks að hafa breyst hér heima eftir að hún varð eftirsótt ogfór að birtast á síðum helstu tískublaða heitns? „Ég hef lítið farið en þegar ég er á ferðinni horfir fólk mikið á mann. Það er mjög skrítið. Ég hef sjálf ekkert breyst — það þýðir ekkert — aðeins fuilorðnast." Við erum þekkt fyrir að vera ötul í gróusögunum. Hefurðu orðiðvörviðþcer? „Allt er blásið út héma og fólk hefur jafnvel hringt heim til mömmu og spurt hvort það væri ekki rétt að ég hefði fengið 15 milljónir fyrir störf mín hjá Play- boy. Blaðri um eiturlyf hef ég líka orðið fyrir. Þannig átti ég að vera komin í pillurnar, vera farin að sprauta mig og einhver gaur, sem ég hef hvorki séð né þekki, hélt því fram í boði að hann hefði selt mér kókaín og gæti jafnvel staðfest það við foreldra mína. Þegar ég kom heim voru allir mjög hissa á því hvað ég leit vel út eftir alia þessa neyslu! Þetta er óttaiega leiðinlegt og fólkið sem kjaftar svona er ein- faldlega fólk sem ekki kemst burt frá íslandi og hefur ekkert annað betra að gera.“ UMMÆLI VIKUNNAR „Einnig álykta ég að Davíð Oddsson gangi með valdasýki á háu stigi og hannfinni alls ekki tilþeirrar miklu ábyrgðar að vera forsœtisráðherra, enda tala verkin. Síðan hann tók við er atvinnuleysi, gjaldþrot og allskonar leiðindi, ásamt hjónaskilnuðum, og fólk styttir sér aldur í ríkum mœli eftir því sem mér er sagt. “ REGlNA THORARENSEN, FRÉTTARITARI DV Var það kreppukókíð? „Mér er minnisstæðastur frá árinu frábær árangur okkar í Vífilfelli þrátt fyrir samdráttinn í efhahags- lífinu." Páll Kr. Pálsson efnahagsundur. Bertha María byrjaði að vinna sem fyrirsæta þegar hún var 16 ára, hætti í tvö ár en byrjaði svo aftur 18 ára. Nú er hún 21 árs. Sérðu fyrir þér hvað þú endist lengi í starfinu? „Það fer eftir því hvað mig langar til að gera. Ég hef stundað fyrirsætustörf í fjögur ár og er orð- in svolítið þreytt á þeim. Þetta em stöðugar breytingar, uppákomur em ailtaf einhverjar og mig hefur ekki langað tii að ferðast eins mik- ið eftir að ég byrjaði að vera með kærastanum mínum. Ég gæti haldið áfram fram að þrítugu en það fer eftir útlitinu. Þegar ég byrjaði var ég allt of ung, hætti og fór í skólann í tvö ár áður en ég byrjaði aftur. Mér fannst mjög sniðugt að taka mér frí og finnst að fólk eigi alls ekki að byrja svona ungt. Það getur alitaf eitthvað gerst því maður veit ekk- ert í sinn haus sextán ára gamall.“ Það eru flestir forvitnir um hvaðjýrirscetur þéna. „Það er mjög misjafnt en allir fá sömu laun fyrir vinnu á blöðum og eru það 10 þúsund krónur á dag. Það er fastur taxti og geta vart talist góð laun. Svo skiptir miklu hvort unnið er mikið eða lítið og fyrir hvaða kúnna.“ Hvaða verkefni eru það þá sem gefa mest i aðra hönd? „Það er kallað „advertising“, það em auglýsingar af ýmsu tagi, til dæmís fyrir snyrtivömfýrirtæki eða annað. Svo má þéna vel á tískusýningunum. En það er hlaupin kreppa í þessa grein eins og aðrar.“ Þúfinnur fyrir henni? „Hér áður fyrr fékk maður til dæmis að fljúga til og frá á fyrsta farrými en nú er lítið um það. Það er allt að dragast sarnan." Þú þreytist ekkert á satnkeppn- inni? „Það er ekkert sem ég velti fyrir mér og er því voðalega afslöppuð gagnvart því. Ef maður vonast eft- ir einhverju verða einungis von- brigði ef það mistekst. Það er best að halda ró sinni og vera ánægður með verkefhin sem maður fær.“ Er leyndarmál hvað þú hefur þénað fyrirstcerri verkefni? „Ég vil ekkert um það segja.“ En er hœgt að segja að þú sért hœst launaða íslenska fyrirscet- an? „Ég hef litla hugmynd um hvaða stelpur eru í þessu hér og kann því ekki svar við þessu. ÆtH það sé ekki bara ykkar að komast að því!“

x

Pressan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.