Pressan - 07.01.1993, Side 18
18
FIMMTUDAGUR PRESSAN 7.JANÚAR1993
T V f F A R A R
Tveir fulltrúar jaðarlista eru tvífarar vik-
unnar. Ragnheiður Jónsdóttir biskups-
frú var á sínum tíma
þekktfyrirhann-
yrðir sínar og
Skúli Hansen er
einn kunnasti
matreiðslu-
maður lands-
ins. Bæði hann-
yrðirnar og mat-
reiðslan hafa verið
kallaðar Ustir en aldrei al-
mennilega notið sömu virð-
ingar og bókmenntir, myndlist, tónlist og allt það. Þrátt fyrir
virðingarleysi hannyrðanna komst Ragnheiður með tímanum á
5.000-kallinn. Kannski kemst Skúli þangað líka. Hann hefiir til
þess nokkur hundruð ár.
Smáa letrið
Þá er Ijóst hver er maður ársins
1992. Það er Sigrún Huld
Hrafnsdóttir, þroskahefta sund-
konan. Það er í útvarpinu. Á DV
er það hins vegar Helgi Jónsson,
sem bjargaði barni úr Ölfusá. Og
Sophía Hansen er kona ársins á
Nýju lífi. Og Þorgeir Baldursson
í Odda á Stöð 2 og i Frjálsri versl-
un. Og Bill Clinton í Time.
Einhverjum kann að finnast
þetta ruglandi og spyrja; hver var
eiginlega maður þessa árs? Og
ef allt þetta fólk getur verið
menn ársins; var þá ekki nokk-
urn veginn hver sem er maður
síðasta árs?
Líklega. Að minnsta kosti flýgur
það manni í hug þegar skoðað
er hverjir fengu tilnefningar í
kosningu Rásar 2 (og þá er ekki
átt við allar mömmurnar, frænd-
urna og alla þá sem fengu eitt
atkvæði frá þeim sem halda að
sjónvarpið virki í báðar áttir. Að
það sem gerist þeirra megin
skjásins hafi álíka víðtæka þýð-
ingu og það sem gerist hinum
megin glersins.)
Ingi Björn Albertsson fékk til
dæmis rúmlega 20 atkvæði. í
fyrra fékk hann 140 atkvæði.
Þetta er í sjálfu sér mikið fall en
Ingi Björn hlýtur að geta vel við
unað. Fyrir áramótin 1991/1992
hélt hann margar ræður og
fagrar um nauðsyn björgunar-
þyrlu handa öllum sjómönnun-
um sem Davíð Oddsson og ríkis-
stjórnin vildu ekki rétta lida fing-
ur til að bjarga. Og fékk 140 at-
kvæði fyrir. Fyrir þessi áramót
hélt hann hins vegar bara eina
svona ræðu og uppskar 20 at-
kvæði. Hann getur því sjálfum
sér um kennt. En Ingi Björn ætti
nú að þekkja trixið. Fyrir áramót-
in 1999/2000 heldur hann
ábyggilega 100 ræður um þyrl-
una (hans pabba sins, Ifklega) og
fær 2.000 atkvæði í kjöri um
mann aldarinnar.
Og í raun er það ekki svo galið,
að Ingi Björn sé maður aldarinn-
ar. Það er einhvern veginn gott á
þessa öld.
Annar sem kann lagið á þessari
kosningu er Ögmundur Jónas-
son. Árið 1991 stóð hann uppi (
hárinu á viðsemjendum sfnum
og lék stórt hlutverk í Rúg-
brauðsgerðinni við Borgartún.
Hann leiddi samningana og Ás-
mundur og A5Í fengu það sama
og Ögmundur hafði samið um.
Um áramótin 1991/1992 fékk
hann síðan 38 atkvæði í kjöri Rás-
ar 2 um mann ársins. Síðasta ár
vildi hins vegar enginn tala við
Ögmund né nokkurn opinberan
starfsmann. Það var þjóðarsátt
um að láta þá opinberu hafa það
sem frjálsi vinnumarkaðurinn
fengi. Ógmundur sýndi ólund
fram eftir ári en þagnaði svo.
Hann mælti meira að segja með
miðlunartillögu sáttasemjara. í
kjörinu um mann ársins nú fyrir
áramótin fékk hans síðan 97 at-
kvæði. Ef Ögmundur dregur lær-
dóm af þessu og steinþegir á
þessu ári verður hann örugglega
maðurársins 1993.
Ef við höldum áfram að bera
þessar tvennar kosningar saman
koma fleiri töfralausnir í Ijós. Það
er til dæmis öruggt til óvinsælda
að selja Hagkaup hluta í fyrirtæk-
inu sínu. Jóhannes í Bónus var
ofarlega á lista yfir mann ársins
1991 en sést hvergi árið 1992.
Sigurður Pétur Harðarson (Silli
Pétur) hvarf líka um leið og hann
hætti á útvarpinu. Hjalti Úrsus
féll á hormónaprófi og er horf-
inn. Enginn man lengur eftir Ól-
afi Jóhanni Ólafssyni.
En þetta hjálpar ef til vill ekki
þeim sem vilja verða menn árs-
ins 1993. Ef til er einhver töfra-
formúla er hún svona; vinnið
gull á Olympíuleikum (ekki endi-
lega þeim stærstu heldur bara
einhverjum Ólympíuleikum),
hímið við ár og vötn og bíðið
eftir að börn falli út i, farið í for-
ræðismál sem nær yfir landa-
mæri og helst yfir menningar-
svæði, erfið stórfyrirtæki og sigr-
ið Bush. Ekkert af þessu er auð-
velt — nema ef til vill það síð-
asttalda. Það getur hver sem er.
Meira að segja Saddam Hussein,
þótt það hafi ekki orðið honum
til vinsælda.
...færÓliH. Þórðar
hjá Umferðarráði. Hann var
svo innilega sæll með 15 millj-
óna króna aukafjárveitinguna
á þriðjudaginn (sem fengin er
með skattlagningu á skoðun
og skráningu bifreiða) að
hann sagðist strax ætla að
skoða hvað hann gæti gert
við hana. Þeir sem ákváðu
fjárveitingu (sem Óli hafði
ekki einu sinni hugsað um í
hvað ætti að fara) fá hins veg-
arekki hrós.
Hvers vegna var 1992 ekki
eins og það átti að vera?
Völvurnar spáðu 1992 að diplómat á fslandi yrði kærður fyrir kynferðislega áreitni í
kokkteilboði svo og rólegu ári fyrir Madonnu.
Amy Engilberts hallaðist að
því um síðustu áramót í tímarit-
inu Nýju lífi að kona yrði næsti
forseti Bandaríkjanna — ef ekki
forseti þá í það minnsta varafor-
seti. Spá Amyar má kannski
túlka sem svo að sjálfsagt muni
gæta kvenlegra áhrifa í forseta
embættinu í ríkari mæli nú en oft
áður. Að minnsta kosti hefur Bill
Clinton, verðandi forseti Banda-
ríkjanna, gefið yfirlýsingar um að
hann ætli að hafa eiginkonu sína,
Hillary, þétt upp að sér í forseta-
stólnum.
Og svona hljóðaði spá Amyar
fyrir árið 1992 um Davíð Oddsson
forsætisráðherra: „Þetta verður
þreytandi vinnu- ogátakaár í lífi
Davíðs Oddssonar þar sem allt
mun snúast um starfið. Fjölskyld-
an og heimilið sitja því á hakan-
um á næstunni. Hann þarf að
sýna mikla þolinmæði ef honum á
að takast að sigrast á erfiðleikun-
um...“ Þetta hefði hver heilvita
maður getað sagt sér sjálfur.
Áramótaspár (glans)tímarit-
anna eru jafnan mjög loðnar og
auðvelt að túlka þær á marga vegu
eins og ofangreint dæmi sýnir;
einkum þó spár Amyar Engil-
berts, sem er ekki eins afdrátt-
arlaus í vitleysunni og völvur
Vikunnar og Heimsmyndar.
Elsta völva landsins, Völva
Vikunnar, hefur þó jafnan vakið
athygli langt út fyrir landsteinana
og um hana hafa verið skrifuð
greinarkom í blöð á Norðurlönd-
unum, sem slá því gjarnan upp
sem spáð hefur verið á erlendum
vettvangi. Ekki er þó allt kolvit-
Spá Amyar má kannski túlka
sem svo að sjálfsagt muni gæta
kvenlegra áhrifa í forseta-
embættinu í ríkari mæli nú en
oft áður.
laust sem frá
þeim kemur,
eins og dæmið
um erfiðleika-
tíma hjá ríkis-
stjórninni, vax-
andi atvinnu-
leysi (reyndar
hefði mátt lesa
það út úr þjóð-
hagsspám) og
svalan vetur.
VÖLVUVIT-
LEYSA
VIKUNNAR
Minnist þess
einhver að ör-
yrkjar og sam-
kynhneigðir
hafi tekið
höndum sam-
an á síðasta ári
og boðað
komu sína á
stjórnmála-
sviðið með
stofnun nýs flokks, eða séð reglu-
gerð um að selja megi létt vín og
bjór í matvöruverslunum? Enginn
minnist þess að Elizabeth Tayior
hafi skilið við nýja manninn né að
sendiherraskipti hafi orðið í París.
Var gerð misheppnuð tilraun til
að bola núverandi formanni Al-
þýðuflokksins úr formannsstóli?
Ef sú tilraun var gerð fór hún að
minnsta kosti mjög leynt og var
algerlega misheppnuð. Eða man
einhver eftir leynilegum fundum
Davíðs Oddssonar og áhrifa-
manna innan Evrópubandalags-
ins í tengslum við hvað íslending-
ar væru tilbúnir að gera í stað
verulegrar efnahagsaðstoðar?
Hvar eru þessar geysilega vin-
sælu hellaferðir meðal erlendra
ferðamanna á íslandi? Opinberaði
íslensk stúlka, með heldur ófögr-
um Iýsingum, samband sitt við er-
lendan tónlistarmann? Hvað varð
um erlenda diplómatann sem átti
að vera í heimsókn hér á landi og
var kærður fýrir áreitni við konu í
kokkteilboði? Hvorki Ieit nýtt ást-
arsamband alþingismanna á önd-
verðum meiði dagsins ljós né
komst upp um léttúðugan prest,
þótt því væri spáð. Enginn ís-
lenskur ráðherra dró sig heldur í
hlé og olli miklu fjaðrafoki með
yfirlýsingu tengdri þeirri ákvörð-
un. Minnist þess nokkur að bisk-
upinn yfir íslandi hafi heimsótt
Páfagarð og fallið þar vel í kramið?
Ekki réttu Danir okkur hjálpar-
hönd í málefnum tengdum Evr-
ópubandalaginu. Man nokkur eft-
ir fféttum af reimleikum í bústað
Danadrottningar?
HRYGGÐARSPÁ
HEIMSMYNDAR
Völva Heimsmyndar hljóp
heldur betur á sig með spádómi
sínum um batnandi hjónaband
Karls og Díönu. Hún hélt því blá-
kalt ffam að prinsessan yrði óff ísk
á árinu og líða færi að því að Karl
tæki við konungstign. Ennffemur
að Fergie vekti á sér athygli á ár-
inu, ekki þó vegna hins umtalaða
ástarsambands heldur vegna
hæfíleika sinna á ritvellinum. Hún
sá einnig einhvers kottar rimla
eða frelsisskerðingu hjá Boris
Jeltsín og mjög rólegt ár fram-
undan hjá Madonnu (líklega hef-
ur aldrei verið meira fjör hjá
Madonnu en einmitt á nýliðnu
ári). Völva vikunnar og Heims-
mynd voru sammála um að brest-
ir kæmu í hjónaband Elísabetar
Taylor. Þótt svo hafi reyndar ekki
verið hefði ekki þurft völvu til að
spá því að enn eitt hjónaband Ta-
ylor færi út um þúfur. Spá um
einn sögulegasta ff éttaatburð á ár-
inu reyndist einnig alröng, því
Völva Heimsmyndar spáði
áffamhaldandi setu repúblikana í
bandaríska forsetastólnum. Hún
spáði því einnig að Einar Oddur
Kristjánsson yrði áffam formaður
Vinnuveitendasambandsins og
Vigdís fengi mótframbjóðanda
sem hefði það að markmiði að
vekja athygli á sérstökum málum
(það er auðvelt að spá löngu liðn-
um atburðum).
Er Nýr stormur Guðna í
Sunnu að breytast í vorhret?
Beðið eftir
Storminum
Marga rekur minni til stórr-
ar yfirlýsingar Guðna Þórðar-
sonar í Sunnu um útkomu nýs
vikublaðs, Nýs storms. Síðan
hefur hvorki sést haus né
sporður af blaðinu og lék
PRESSUNNI forvitni á að vita
hvort fyrirætlanirnar væru
foknar út í veður og vind. Að
sögn Guðna er undirbúningur-
inn í fullum gangi, hann hafi
einfaldlega tekið lengri tíma en
áætlað var. Aðspurður hvenær
landsmenn mættu eiga von á
blaðinu fullyrti Guðni að það
kæmi út fyrir vetrarlok, —
með hækkandi sól.
Af þessu er ljóst að enn
verður einhver bið á því að
Guðni stormi inn í íslenskan
fjölmiðlaheim.
Jólahreingerning á Bergstaðastræti 28?
Pósturinn endursendur tólf árum seinna
Hann skilar sér, pósturinn, þótt
seint sé stundum. Um áramótin
var bókaklúbbi Almenna bókafé-
lagsins endursent fréttabréf sem
eldd hafði komist í hendur viðtak-
anda. Og það var ekki seinna
vænna. Fréttabréfið var sent út í
október 1980 og var því rúmlega
tólf ár á leiðinni aftur til útgáfunn-
ar.
Og þó var leiðin ekki ýkja löng.
Fréttabréfið var stflað á heimilis-
fangið Bergstaðastræti 28 í
Reykjavík, en Almenna bókafélag-
ið var þar til fyrir stuttu til húsa í
Austurstræti 18. Hvort tveggja
heimilisfangið heyrir undir póst-
húsið í Pósthússtræti. Töfin er þó
varla starfsfólki þess að kenna.
Líklegasta skýringin er að einhver
íbúa hússins hafi rekist á frétta-
bréfið við jólahreingerningar og
lagt það þar sem bréfberinn sæi
um að koma því til skila. Ef fólkið
er ekki þeim mun samviskusam-
ara má leiða líkur að því að það
hafi ekki tekið eftir ártalinu sem
þó er greinilegt ffaman á bréfinu.
Bréfberinn hefur af samviskusemi
límt viðeigandi miða á bréfið og
merkt við reitinn „þekkist ekki“.
Að sögn Axels Sigurðssonar,
deildarstjóra í pósthúsinu í Póst-
hússtræti, er ekki einsdæmi að
gamall póstur finnist með þessum
hætti, þótt sjaldgæft sé. Nefndi
hann sem dæmi að fyrir nokkrum
árum hefði fundist mikill fjöldi
bréfa hjá einstaklingi sem hafði
einfaldlega safnað saman pósti
sem ekki rataði í réttar hendur.
Annar starfsmaður nefndi að fyrir
nokkrum árum fannst seðlaveski
sem stungið hafði verið í póst-
kassa. í því voru engir peningar,
en ávísanaheffi og voru tíu ár liðin
frá því síðast var skrifað út af því.
Aðalbók bókaklúbbs AB í októ-
ber 1980 var Fylgsnið eftir Corrie
ten Boom. Meðal nýrra platna á
þessum tíma var Meira salt með
Áhöfhinni á Halástjömunni.