Pressan


Pressan - 07.01.1993, Qupperneq 20

Pressan - 07.01.1993, Qupperneq 20
20 FIMMTUDAGUR PRES$AN 7. JANÚAR 1993 E R L E N T TVÍadwr vikunnar Það væri synd að segja að Jiirgen Möllemann hafi notið mikilla vinsælda sem ráðherra. Honum hefur lengi verið iegið á hálsi fyrir að vera óhemju valdagráðugur og hvergi vand- anum vaxinn. Og nú hefur hann neyðst til að segja af sér sem efhahagsmálaráðherra Þýskalands, allt út af greiða- semi við frænda konunnar sinnar. Óvinsældir Mölle- manns eru ekki nýjar af nál- inni. Veturinn 1988 var hann úthrópaður sem menntamála- ráðherra af þýskum háskóla- nemum. Ástæðan var áform ráðherrans um að koma á stór- auknum skólagjöldum íhá- skólum landsins. Tillagan mæltist ekki vel fyrir meðal há- skólastúdenta og um allt Þýskaland létu þeir í ljós vand- lætingu sína með því að efha til fjölmennra mótmælagangna og mæta ekki í skólann í rúma viku. Nemendur kröfðust þess meðal annars að aðbúnaður í stærstu háskólunum, sem allir eru yfirfullir, yrði stórbættur. Möllemann beindi þá þeim hrokafullu tilmælum til stúd- enta að þeir veldu sér fámenn- ari skóla, þar sem nóg væri af stólum og námsbókum, svo sem eins og í Bielefeld. Þegar Möllemann var skömmu síðar boðið á fund í Ludwig-Maxim- ilian-háskólanum í Munchen svöruðu nemendur honum með þvf að grýta hann tómöt- um. Þýskt námsfólk nánast rak tunguna framan í Möllemann og til marks um óvinsældir hans lifði kaldhæðnislegt slag- orð stúdenta „Allir til Biele- feld“ lengi á eftir. Þýskum há- skólastúdentum var fúlasta al- vara þá, rétt eins og þýsku þjóðinni nú, sem knúið hefur Möllemann til að rýma stólinn sinn vegna óheilinda. Að baki brottrekstri Palestínumannanna Hamas varð að ósk sinni Tiltölulega óþekktum öfgasam- tökum Palestínumanna, Hamas, hefur tekist að koma bæði ísraels- stjórn og Frelsissamtökum Palest- ínu, PLO, í ótrúlega klípu. Á fimmta hundrað Hamas-menn norpa enn á einskismannslandi á milli fsraels og Líbanons eftir brottrekstur frá herteknu svæð- unum, Vesturbakkanum og Gaza- svæðinu. Þar er snjór og kuldi, en Palestínumennirnir geta yljað sér við að hafa unnið pólitískan stór- sigur. Hamas eru fimm ára gömul samtök íslamskra bókstafstrúar- manna sem urðu til þegar intif- ödn-uppreisnin hófst á herteknu svæðunum. Þau eru nú önnur stærstu samtök Palestínumanna, næst á eftir El Fatah-fýlkingunni innan PLO. Tilgangur Hamas er einfaldur: að útrýma Israelsríki og ná Palestínu úr höndum gyðinga. Virkustu liðsmenn þess eru ungir Palestínumenn sem hafa ekki lif- að öðruvísi en undir hernámi ísraelsmanna; þeir taka ekki við skipunum frá PLO, sem þeir telja hafa svikið málstað sinn með undanlátssemi. Samtökin hafa barist gegn friðarviðræðunum í Washington og njóta fjárhagslegs stuðnings frá fran og Súdan. Á nokkrum dögum um miðjan desember drápu Hamas-menn fimm ísraelska hermenn og einn landamæravörð. Sá síðastnefndi var lögreglumaðurinn Nissim Toledo, sem Hamas rændi og skil- aði skömmu seinna dauðum með stungusár á hálsi og brjósti. Við morðin sló óhug á ísraelsmenn, ekki síst vegna þess að Hamas- samtökin létu til skarar skríða innan landamæra fsraels, ekki eingöngu á herteknu svæðunum. Og Hamas-menn vissu hver við- brögðin yrðu. RABIN OG ARAFAT f VANDA Ríkisstjórn fsaks Rabin er sú friðsamasta sem setið hefur í ára- raðir í ísrael. Rabin byrjaði valda- feril sinn í sumar með því að aft- urkalla ákvörðun fýrri ríkisstjórn- ar um brottrekstur Palestínu- manna og sleppa úr haldi fjölda pólitískra fanga. f friðarviðræðum hefur hann þegar gefið Sýrlend- ingum ádrátt um að þeir geti fengið Gólan-hæðir og hann er búinn að samþykkja sjálfstjórn Palestínumanna sem fýrsta skref í átt til friðar. Allt er þetta umdeilt mjög innan fsraels og Rabin hefur legið undir gagnrýni fýrir linkind gagnvart aröbum. Þetta ásamt ógninni sem Ham- as tókst að skapa í desember er skýringin á því að meiri hluti rík- isstjórnar Rabins virðist hafa misst stjórn á sér. Brottrekstur Palestínumannanna er til tveggja ára og það bendir enn fremur til þess að Rabin hafi viljað kaupa sér tíma til að ná árangri í friðarvið- ræðunum í Washington með því að taka úr umferð helstu leiðtoga Hamas. Viðbrögð umheimsins in: Leiðtogar Hamas- u hver viðbrögð (sra- elsmanna yrðu. 5:lje 9iem Zirnc* Vandinn eykst í Kambódíu Sameinuðu þjóðirnar eru í vanda staddar með metnaðarfulla áædun sína um endurreisn Kambódíu. Eins og venjulega eru það rauðu Khmer- arnir sem veita vopnaða andspyrnu, en ofbeldisöfl tengd ríkisstjórninni í Phnom Penh stofna frjálsum kosningum einnig í hættu með árásum og morðum á stjómarandstæðingum. Sameinuðu þjóðimar ættu að sækj- ast eftir víðtækara umboði til að tryggja ffiðinn, en hika þess í stað við að nota það vald sem þær hafa nú þegar. Það er SÞ nauðsynlegt að herða tökin á báðar hliðar. Ef rauðu Khmer- arnir reyna áffam að sleppa undan eftirliti verður friðargæslan að taka á sig beinskeyttari mynd. Undirbúningur kosninga á að byrja í lok janúar, en því verður að ffesta ef öryggisráðið herðir ekki tökin á næstu vikum. Ef Sameinuðu þjóðunum mistekst þarf kambódíska þjóðin enn að þola ofbeldi af hálfu rauðu Khmeranna. Og það myndi auka þrýstinginn á Bandaríkin að leysa þetta og svipuð vandamál annars staðar. Þá er betra að viðhalda og styrkja Sameinuðu þjóðirnar í aðgerðum sínum. sýna að þetta var vanhugsuð og fljótfæmisleg ákvörðun. Og Rabin situr uppi með andsnúið aímenn- ingsálit í heiminum og pólitíska kreppu í ríkisstjórn sinni. En hann er ekki einn um vand- ann. Frelsissamtök Palestínu, PLO, vilja ekkert með keppinaut- inn Hamas hafa. Ákvörðun PLO um að viðurkenna tilvemrétt ísra- els og leggja óbeint blessun sína yfir friðarviðræður hefur styrkt Hamas í sessi, enda virðist stefha PLO litíu eða engu ætla að skila Palestínumönnum. Með brott- rekstrinum hefur ísraelsstjórn gert píslarvotta úr leiðtogum Hamas og um leið styrkt stöðu samtakanna sem forystuafls Pal- estínumanna. Með því veikist staða PLO enn og er því svo kom- ið að hagsmunir ísaks Rabins og Yassirs Arafats fara saman: báðir óska Hamas-samtökunum út í hafsauga. Þessi valdabarátta meðal Pal- estínumanna hefur sett mark sitt á friðarviðræðurnar. Palestínu- menn eru klofnir og leiðtogalausir og virðast ekki hafa umboð til að semja. Löng seta við samninga- borð virðist oft vera að skila efnis- legum árangri, en klofningur meðal Palestínumanna kemur í veg fýrir raunverulegt samkomu- lag. Þarna gætí Yassir Arafat hjálp- að. Forveri Rabins, fsak Shamir, aftók með öllu að PLO ætti sæti við samningaborðið, en ráðherrar í ríkisstjórn Rabins eru nú farnir að ráðleggja honum að tala við PLO. Það er eina aflið sem sam- einar Palestínumenn og eini samningsaðilinn sem hugsanlega mætti ná árangri með. Arafat má reyndar heldur ekki sýnast of samningsfús, en hann vill líka koma í veg fýrir frekari uppgang Hamas-samtakanna. í því liggur vonin, en jafnframt vandinn um hvernig spila má framhaldið. Ef PLO tekur upp viðræður við fsrael án þess að vandi útlaganna leysist verða samtökin sökuð um enn frekari svik við málstað Pal- estínumanna. Ef útlagamálið er hins vegar látið ráða úrslitum um gang mála eru Hamas færð meiri völd og áhrif en nokkur kærir sig um. CLINTON OG CHRISTOPHER LEGGJAÁRÁÐIN Það vildi líklega til happs að út- lagamálið kom upp nánast á milli forseta í Bandaríkjunum. Það hef- ur gefið diplómötum meiri tíma en ella og vakið vonir um að Bill Clinton gefist tækifæri til að höggva á hnútinn í Miðaustur- löndum. Clintön hefur lýst skiln- ingi sínum á öryggisvanda fsraels- manna, en jafnframt áhyggjum yf- ir brottrekstrinum. Væntanlegur utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Warren Christopher, er reyndur í málefnum Miðausturlanda og nýtur trausts þar. Til góðra verka mundi hann njóta stuðnings ar- abaríkja á borð við Sádi-Arabíu, Jórdaníu, Egyptaland, Túnis og Alsír, sem beijast sjálf gegn upp- gangi bókstafstrúarmanna heima fýrir. Palestínsku útlagarnir eru menntamenn, trúarlegir og pólit- ískir leiðtogar Hamas-samtak- anna. Ofbeldismennirnir ungu leika enn lausum hala á herteknu svæðunum og innan Israels. Á meðan leiðtogar þeirra skjálfa í fjöllunum í Suður-Líbanon og engin bót fæst á aðstæðum á her- teknu svæðunum eru engar líkur á að þeir dragi úr ofbeldinu. j Næstu vikurnar reynir því líka á stjórnvisku Rabins og Arafats, sem báðir þurfa að draga úr spennunni og sýna fram á raunverulegan ffiðarárang- ur — án þess að virðast hafa gefið eftir. Öfgasamtökunum Hamas varð að ósk sinni þegar ísraelsmenn gerðu Palestínumennina burtræka frá ísrael. Þeim tókst að eyðileggja friðarviðræðurnar í Washington og sýna styrk sinn gagnvart Frelsissam- tökum Palestínu, PLO. Hvort tveggja er ills viti fyrir friðarhorfur í Miðausturlöndum.

x

Pressan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.