Pressan - 07.01.1993, Side 25

Pressan - 07.01.1993, Side 25
___________FIMMTUDAGUR PRESSAN 7. JANÚAR 1993_ LEIKHÚS MYNDLIST KLASSÍK 25 „Svínið" Viðar Eggertsson. SVÍN BÍÐUR SLATRUNAR Egg-leikhúsið heíur frá upphafi skipað sérstöðu í íslensku leikhús- lífi, enda lengstum verið eins manns leikhús og farið óhefð- bundnar leiðir. Nýtt verk er nú í fæðingu hjá Egg-leikhúsinu og í kvöld, fimmtudagskvöld, frum- sýnir það í samvinnu við Þjóðleik- húsið einleikinn Drög að svína- steik eftir franska leikritaskáldið Raymond Cousse. Leikritið hlaut lofsamlega dóma þegar það var frumsýnt í Frakklandi 1979, en höfundurinn Cousse fór þá sjálfur með hlutverk svínsins. Drög að svínasteik er eitt vinsælasta franska verkið sem sýnt hefur ver- ið hin síðari ár og hefur nú verið þýtt á yfir tuttugu tungumál. Viðar Eggertsson, stofhandi og driffjöður Egg-leikhússins, fer með hlutverk svínsins en leik- stjórn er í höndum Ingunnar Ás- dísardóttur. Verkið segir frá svíni nokkru sem bíður slátrunar. Á meðan á biðinni stendur lítur svínið yfir farinn veg, íjallar um líf sitt og drauma, frelsi og ófrelsi, skyldur sínar og hlutverk í lífinu. Svínið dauðadæmda lætur hug- ann reika aftur í tímann og rifjar upp fyrir áhorfandanum ýmislegt af því sem það hefur upplifað, svo sem kynlífið, geldinguna, þrosk- ann og ástina. Drög að svínasteik, sem sýnt verður á Smíðaverkstæðinu, tekur um tvær klukkustundir í flutningi og er sýningin samfelld. Það verð- ur því tæpast hjá því komist að spyrja hvernig farið er að því að standa einn uppi á sviði í tvo tíma og leika svín? „Það er auðvitað ekki auðvelt,“ svarar „svínið" Viðar Eggertsson. „Sýningin er óskaplega erfið, ekki síst líkamlega. Ég flyt stóran hluta textans á hlaupum um sviðið og þá er að sjálfsögðu ekki hægt að vera lafmóður. Því hafði ég ekki önnur úrræði en drífa mig í heilsurækt í vetur og byggja upp styrk og þol. Ég reyndi líka allt hvað ég gat til að þyngja mig um jólin, því svínið á auðvitað að vera í góðum holdum. En það var alveg sama hvað ég reyndi, það gerðist ekki neitt.“ Viðar segir að þótt hlutverkið sé erfitt sé það ákaflega skemmti- legt því það krefjist svo mikils af leikaranum. „Hlutverkið er bæði drepfyndið og afskaplega sorglegt. Svínið fær áhorfandann til að gapa af undrun; það er ákaflega manneskjulegt en minnir okkur um leið á það hversu svínslegir við mennimir erum.“ Sýningin Drög að svínasteik er haldin í tilefni af tíu ára afmæli Egg-leikhússins, sem stofhað var í júlí 1981. Reyndar hefði átt að minnast þess með afmælissýn- ingu mun fyrr og stóð það til, en af ýmsum ástæðum tókst ekki að koma upp þessari sýningu fyrr en nú. Drög að svínasteik hefur verið sýnt víða um heim í um fimmtíu mismunandi uppfærslum. Höf- undurinn Raymond Cousse hefur hlotið fjölda verðlauna fyrir verk- ið, m.a. „Grand prix de l’humour noir du spectade" árið 1986. Góða skemmtun! MYFAIRLADY ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ HÖFUNDAR: G. BERNHARD SHAW, ALAN JAY LERNER TÓNLIST: FREDERIC LOEWE SÖNGTEXTAR: ÞÓRARINN ELD- JÁRN ÞÝÐING: RAGNAR JÓH ANNESSON /STEFÁN BALDURSSON LEIKSTJÓRI: STEFÁN BALDURSSON ÍÞað er með sum leikrit að þau fylgja okkur og eru sýnd aftur og aftur eins off og leikhússtjór- arnir geta varið það fyrir sjálfum sér og öðrum. Kardimommubær- inn og Dýrin í Hálsaskógi eru slík, enda vaxa börnin úr grasi og ný fæðast sem eiga effir að sjá Kard- imommubæinn. My Fair Lady er eina verkið fyr- ir fullorðna sem ég man að sama gildi um, ef frá eru talin nokkur öndvegisverk Shakespeares, Hamlet, Macbeth, Óþelló... en þau eru frekar tekin til sýningar vegna menningarlegrar skyldu leikhússins við áhorfendur sína og vegna leikhúslistafólksins sjálfs en vegna aðsóknar. My Fair Lady er að því leyti eins og ópera að maður fer ekki í leik- húsið til að láta segja sér söguna — þótt hún sé ljómandi góð — því hana þekkja flestir fyrir. Mað- ur fer til að hlusta á tónlistina og sjá góða leikara gera enn betur eða á annan hátt en síðast. Stefán Baldursson leikstjóri hefur skilið nauðsyn góðrar út- færslu vel og kostar miklu til. Úr- valsfólk er á hveijum pósti undir styrkri stjóm Stefáns. Fyrirfram var óvissan auðvitað aðallega í því fólgin hvemig Stein- unn Olína Þorsteinsdóttir réði við hlutverk Eh'su. Og þegar ljóst var að þessi unga leikkona skilaði söngnum af þrótti og sjarma og leiknum með glans og góðum gáf- um, þá var bara að slaka á í sætinu og njóta sýningarinnar. Ég get ekki hugsað mér að ann- ar leikari hefði getað skilað hlut- „Þegar Ijóst var að þessi unga leikkona skilaði söngnum af þrótti ogsjarma og leiknum með glans oggóðum gáfum, þá var bara að slaka á í sœtinu og njóta sýningar- innar. “ verki Higgins betur en Jóhann Sigurðarson. Það er ánægjulegt að sjá hvað hann hefur gott vald yfir bæði leik og söng og stærð sviðs- ins. Pálmi Gestsson brilleraði í hlut- verki öskukallsins Dolittle, eina athugasemdin væri hugsanlega sú að hann sé í yngri kantinum fyrir hlutverkið, en þarna truflaði minningin (eina skiptið í sýning- unni) um Ævar Kvaran í þessu sama hlutverki á árum áður. Gaman var að sjá Helga Skúla- son í' því annars leiðinlega skrif- aða hlutverki Pickerings ofursta. Þarna sló Helgi nett á gaman- strengi, án þeirrar dramatísku al- vöru og stærðar sem einkennir flest hlutverk sem hann hefur leik- ið að undanfömu. Bergþór Pálsson hefði að skað- lausu mátt mýkja söng sinn og minnka leik eÚítið, til samræmis við þann stfl sem annars ríkti í sýningunni, ekki síst með tilliti til aðalnúmers síns „On The Street Where You Live“. En Bergþór hef- ur heillandi og hlýja framgöngu, þannig að honum fyrirgefst lítil leikreynsla. Annars má einfald- lega segja um leikarahópinn að þar hafi verið valinn maður í hverju rúmi og eftir að hafa fylgst með sýningum Þjóðleikhússins hefur maður á tilfinningunni að það hafi á að skipa gífurlega öfl- ugu leikaraliði. Það má sjálfsagt þakka að nokkru vandaðri hlut- verkaskipan. Dansar og hópatriði voru með miklum ágætum undir stjórn Kens Oldfield. Leikmynd Þómnn- ar S. Þorgrímsdóttur var fyrir minn smekk góð blanda af broti frá hefðinni og því andrúmi gamla Englands sem þarna þarf að vera. Búningarnir voru glæsilegir og viðeigandi, en um þá sá Maria Ro- ers. Þó fannst mér Elísa ekki skila sér sem nógu mikil „prinsessa" eftir ummyndunina eins og ákjós- anlegt hefði verið og kenni ég búningnum um það. En sem sagt: Góða skemmtun! Lárus Ýmir Óskarsson FIMMTUDAGUR LAUGARDAGUR LEIKHÚS FIMMTUDAGUR • Drög að svína- steik. Egg-leikhúsið frumsýnir einleikinn fræga eftir Frakkann Raymond Cousse í samvinnu við Þjóðleik- húsið. Verkið hefur verið þýtt á yfir tuttugu tungumál og er eitt mest flutta franska leikritið hin síðari ár. Viðar Eggertsson fer með hlutverk svinsins. Leikstjóri er Ingunn Ásdísardóttir. Smíða- verkstæðið kl. 20.30. 1 My Fair Lady. Söngleikurinn vinsæli eftir Alan Jay Lerner og Frederick Loewe. Með aðalhlut- verk fara Jóhann Sigurðarson og Steinunn Óli'na Þorsteinsdóttir en alls taka rúmlega þrjátíu manns þátt í sýningunni. Leik- stjórn er i höndum Stefáns Bald- urssonar. Þjóðleikhúsið kl. 20. Drög að svínasteik. Þjóð- leikhúsið, Smíðaverkstæði kl. 20.30. My Fair Lady. Þjóðleikhúsið kl. 20. SUNNUDAGUR KLASSÍKIN • Sinfóníuhljóm- veit íslands flytur verkin Printemps eftir Claude Debussy, Fiðlukonsert eftir Andrzej Panufnik, In a Summer Garden eftir Frederick Delius og The Confession of Iso- bel Gowdie eftir J. MacMillan. Einleikari er pótski konsertmeist- arinn Szymon Kuran. Hljómsveit- • Hræðileg hamingja Al- þýðuleikhúsið, Hafnarhúsinu kl. 20.30. • Útlendingurinn. Leikfélag Akureyrar kl. 20.30. • Lucia di Lammermoor. Sig- rún Hjálmtýsdóttir er stjarnan sem skin skært á íslensku óperu- festingunni. Síðasta sýningar- helgi. íslenska óperan kl. 20. • Hræðileg hamingja Ég mæli með þessari sýningu vegna leikritsins, skemmtilegs leikrýmis og listar leikarans, sem þarna er iðkuð af lífi og sál, skrif- ar Lárus Ýmir. Alþýðuleikhúsið, Hafnarhúsinu kl. 20.30. • Stræti. Þjóðleikhúsið, Smíða- verkstæði kl. 20. # Lucia di Lammermoor. Sfð- asta sýningarhelgi. ístenska óper- an kl. 20. arstjóri er Pólverjinn Jerzy Maksymiuk, aðalstjórnandi skosku BBC- hljómsveitarinnar. Háskólabíó kl. 20.. • Útlendingurinn Gamanleik ur eftir bandaríska leikskáldið Larry Shue sýndur norðan heiða Þráinn Karlsson fer með hlutverl aðalpersónunnar, Charlies, serr þjáist af feimni og minnimáttar- kennd. Leikstjóri er Sunna Borg LeikfélagAkureyrar kl. 20.30. • Ríta gengur menntaveg- inn. Fyrir þá leikhúsgesti sem ekki eru að eltast við nýjungar heldur gömlu góðu leikhús- skemmtunina, skrifar Lárus Ýmir. Þjóðleikhúsið, litla svið, kl. 20.30. • Ronja ræningjadóttir. Ný dönsk leikgerð, byggð á barna- sögunni vinsælu eftir Astrid Lindgren. Söngvar eftir Sebasti- an, virtasta söngvasmið Dana. Hlutverk Ronju er í höndum Sig- rúnar Eddu Björnsdóttur. Leik- stjóri er Ásdís Skúladóttir. Borg- arleikhúsið kl. 14 og 17. • Dýrin í Hálsaskógi. Þjóðleik- húsiðkl. 14ogl7. • Dýrin í Hálsaskógi. Hlut- verkaskipan er að því leyti sér- kennileg að Mikki refur hefði komist tvöfaldur fyrir inni í Lilla klifurmús, svo vitnað sér í leik- dóm Lárusar Ýmis Óskarssonar. Þjóðleikhúsið kl. 14. • Hafið. Það er skemmst frá því að segja að áhorfandans biða mikil átök og líka húmor, skrifar Lárus Ýmir. Þjóðleikhúsið ki. 20. • Stræti. Þessi sýning er gott dæmi um það hve stílfærður og stór leikur fer vel á sviði, segir Lárus Ýmir Óskarsson í leikdómi. Þjóðleikhúsið, Smiðaverkstœði, kl. 20. • Ríta gengur menntaveg- inn. Þjóðleikhúsið, litla svið kl. 20.30. • Heima hjá ömmu. Margt er ágætt um þessa sýningu að segja. Þó er eins og flest sé þar í einhverju meðallagi, skrifar Lárus Ýmir. Borgarleikhúsið kl. 20. • Platanov. Sýningin á Plat- anov er þétt og vel leikin og skemmtileg, stendur i leikdómi Lárusar Ýmis. Borgarleikhúsið, litla svið kl. 17. • Vanja frændi. Vanja geldur samflotsins við Platanov, að þvi er fram kemur í leikdómi Lárusar Ýmis. Borgarleikhúsið, litla svið kl. 20.

x

Pressan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.