Pressan - 19.05.1993, Qupperneq 7
F R E TT I R
Miövikudagurinn 19. maí 1993
PRESSAN 7
Magnús Magnússon, ungur athafnamaður úr pappírsviðskipíum Reykjavíkur
eins ríkur
og viðurnefnið
segir til um
Fyrir skömmu gerði Stöð 2
viðskipti tengd Magnúsi
Magnússyni að umtalsefni, en
hann hafði þá orðið uppvís að
því að nýta sér smugu í hús-
bréfakerfinu. Margir undruð-
ust hve mikið „viðskiptavit“
bjó að baki, en þetta eru síður
en svo fyrstu viðskipti Magn-
úsar, sem í pappírsviðskipta-
heimi Reykjavikur er kallaður
Maggi „ríki“. Fyrir áhuga-
menn um slangur má einnig
nefna viðurnefni eins og
„greifi“ og „barón“.
Viðskiptunum með hús-
bréfin var komið á með þeim
hætti að hús á Skagaströnd
var keypt á uppboði. Hæst-
bjóðandi seldi það hjónunum
Páli Þórðarsyni og Guðnýju
K. Snæbjömsdóttur.Hreppn-
um var síðan boðið að nýta
sér forkaupsréttinn eins og lög
segja til um. Þá var verðið 4,6
milljónir króna, sem mönn-
um þótti allt of hátt, enda
með húsið fyrir augunum
daglega. Magnús keypti húsið
hins vegar á þessu verði og
fékk húsbréf upp á 2.990.000
krónur. Þetta verð segja
heimamenn að sé út í hött, en
„trikkið“ fólst í gömlu og allt
of háu brunabótamati eða um
6 milljónir króna. Húsið var
síðan metið upp á nýtt og þá
reyndist brunabótamatið vera
1,5 milljónir króna. Eðlilegt
söluverð mun hins vegar vera
enn lægra.
Hafi verið uppi ásetningur
um að greiða af húsinu hefúr
aldrei reynt á hann. 10. maí
voru fallnar á fjórar greiðslur
án þess að nein skil hefðu ver-
ið gerð á þeim. Skuldin stend-
ur því í 291.000 krónum.
Uppboð virðist bíða eignar-
innar. Þess má reyndar geta að
heimamenn segja að Magnús
hafi einu sinni komið norður
og sýnt því áhuga að fá opnað
fýrir hita og rafmagn. Hann
stoppaði stutt og sást ekki aft-
ur. Éftir lifir hins vegar sam-
eignarfélagið Gistiheimili
Reykjavíkur og Skagastrandar.
Enginn veit hvaða hlutverk
því er ætlað í framtíðinni.
Fjölbreytt pappírsviö-
skipti i Reykjavík.
Á sama tíma mátti lesa í
Lögbirtingablaðinu stefnu ffá
Jöfri sem leitaði að Magnúsi
til greiðslu skuldar. Jöfúr fann
Magnús ekld og heldur ekld sá
er þetta ritar. Helst að hefi
heyrst af honum suður með
sjó.
Áður hefur verið sagt frá
viðsldptum hans hér í PRESS-
UNNI vegna Geymsluþjón-
ustunnar hf., sem hann stofh-
aði á sínum tíma með Guð-
mundi Franldín Jónssyni,
sem nú er frægur verðbréfasali
í New Yörk. Geymsluþjónust-
an átti meðal annars húseignir
í Vatnagörðum 8, en þar náð-
ist að lyfta upp brunabótamati
og skrifa út skuldabréf áður en
Iðnlánasjóður leysti eignina til
sín á uppboði, þá margyfir-
veðsetta. Einnig átti Geymslu-
þjónustan húshlut uppi á
Funahöfða 7. Þar fengu með-
eigendur Magnúsar í eigninni
reyndar aldrei botn í hvað í
starfseminni fólst. Húsnæðið
var hólfað niður og átti að
leigjast út. Leigjendur sáust lít-
ið en hins vegar sást þar sam-
starfsmaður Magnúsar, Krist-
ján Knútsson, sem hefur mun
skemmtilegra viðurnefni.
Kristján aðstoðaði svo Magn-
ús þegar hann hafði maka-
skipti við Jöfur og fékk hús-
eignina Auðbrekku 2 fyrir.
Þessi eign komst síðan í frétt-
irnar í desember síðastliðnum
þegar kviicnaði í henni og til-
vist meints skemmtistaðar
uppgötvaðist í húsinu. Jafnvel
var rætt um fíkniefnaneyslu
þar, sem mönnum fannst bí-
ræfið, enda í næsta nágrenni
við bæði Rannsóknarlögregl-
una og Kópavogslögregluna.
En Magnús er ekid athafna-
laus. Skuldabréfaraðir hafa að
sjálfsögðu verið gefnar út á
Auðbrekkuna og hefur Jón
Ellert Tryggvason komið ná-
lægt því. Þá munu þeir Magn-
ús og Jón Ellert hafa hugsað
sér að opna sjoppu í Miðtúni
en hættu við eftir að í ljós
kom að fyrrverandi vinnu-
staður Jóns, íslenskt sælgæti,
hafði kært hann fýrir meintan
fjárdrátt upp á um þrjár millj-
ónir króna.
Sigurður Már Jónsson
Magnús Magnússon
Ungur athafnamaöur sem víöa hefur komiö viö.
Tíu síærstu kaupfélögin töpuðu 326 milljónum ó síðasta óri
KEA Tap upp á 217 milljónir, aöallega vegna dótturfélaga; móö-
urfélagiö sjálft skilaöi smávægilegum hagnaöi. Á félaginu hvíla
eftirlaunaskuldbindingar vegna stjórnenda upp á um 70 milljónir
króna.
Skuldir lækka og
eignir dragast
saman. Kaupfélög-
um fækkaöi um
fjórtán á fjórum ár-
um og félags-
mönnum hefur
fækkaö um 41
prósent. Eftir-
launaskuldbinding-
ar alls 140 milljón-
ir hjá KEA og KÁ.
Tíu stærstu kaupfélög
landsins voru rekin með sam-
'tals 326 miHjóna króna tapi á
síðasta ári. Munar þar mest
um 217 milljóna króna halla á
samstæðureikningi KEA.
Heildartap þessara sömu
kaupfélaga var um 393 millj-
ónir 1991, en þar munaði
mest um 245 milljóna króna
tap KASK. Án þess kaupfélags
versnaði útkoma hinna níu
kaupfélaganna um rúmar 200
milljónir milli ára.
Vaxtabyrðin þung en
skuldir fara lækkandi
Þessi tíu helstu kaupfélög
landsins voru öll rekin með
halia að undanskildu Kaupfé-
lagi Skagfirðinga og Kaupfé-
lagi Austur-Skaftfellinga
(KASK). Hvað síðarnefnda
fýrirtækið varðar skýrist 25
milljóna króna hagnaður fýrst
og fremst af eignasölu í tengsl-
um við brotthvarf félagsins úr
sjávarútvegi með stofnun
Borgeyjar hf. En þá er þess líka
að geta að 217 milljóna króna
tap KEA skýrist fýrst og fremst
af tapi dótturfýrirtækja, því
sjálft móðurfélagið var rekið
með 12 milljóna króna hagn-
aði. Af tapi dótturfyrirtækja
KEA má nefna 112 milljónir
vegna Útgerðarfélags Dalvík-
inga og 44 miUjónir vegna Ak-
va hf.
Sem fýrr segir voru kaupfé-
lögin tíu rekin með 326 millj-
óna króna halla á síðasta ári,
en það samsvarar um 1,1 pró-
senti af veltu þeirra. Af tölum
ársreikninga og samtölum við
kaupfélagsstjóra má ráða að
sjálfiir rekstur kaupfélaganna
sé viðunandi, en taprekstur-
inn í heild fýrst og fremst að
rekja til mikils fjármagns-
kostnaðar og ýmissa óreglu-
legra liða.
Þótt vaxtabyrði hafi verið
kaupfélögunum erfið batnaði
skuldastaða þeirra nánast án
undantekninga. Skammtíma-
skuldir lækkuðu almennt um
á milli 10 og 20 prósent á milli
ára, en aftur á móti jukust
langtímaskuldir margra kaup-
félaga, sem endurspeglar
skuldbreytingar og aðra hag-
ræðingu. En eins og með
skuldimar þá drógust eignirn-
ar einnig saman nær undan-
tekningarlaust; almennt á
milli 3 til 5 prósent, en upp í
16 prósent hjá Kaupfélagi
Borgfirðinga og 42,4 prósent
hjá KASK, sem skýrist af fýrr-
nefndum breytingum. Breyt-
ingar á skuldum og eignum
leiddu yfirleitt til lækkunar á
eigin fé kaupfélaganna.
Kaupfélögin misstu
nær helming félags-
manna á fjorum arum
Taprekstur félaganna hvíldi
misþungt á þeim ef miðað er
við fjölda félagsmanna. Tapið
hjá Kaupfélagi Borgfirðinga
reyndist tæplega 50 milljónir
og samsvarar það um það bil
33 þúsund krónum á hvern
félagsmann. Tapið hjá KEA
samsvaraði 27 þúsund krón-
um á hvern félagsmann og
talan var svipuð hjá Kaupfé-
lagi Héraðsbúa. Hagnaður
Kaupfélags Skagfirðinga
(ásamt Fiskiðju Sauðárkróks)
upp á 41 milljón samsvaraði
aftur 23 þúsund krónum í
plús á hvern félagsmann. Hjá
kaupfélögunum í heild varð
tap á hvern félagsmann upp á
tæplega 14 þúsund krónur.
Kaupfélögum landsins hef-
ur fækkað verulega á undan-
förnum árum og um leið fé-
lagsmönnum þeirra. Nefna
má að kaupfélögin voru 44 í
árslok 1977 en í árslok 1987
hafði þeim fækkað niður í 40,
en á þessum tíma varð firægast
brottfall Kaupfélags Sval-
barðseyrar. I þessum 40 kaup-
félögum í árslok 1987 voru
alls 46.368 félagsmenn, sem
samsvaraði um það bil 19
prósentum þjóðarinnar eða
fimmta hverjum landsmanni.
í árslok 1991 voru kaupfélög-
in hins vegar komin niður í
26, hafði fækkað um 14 á að-
eins fjórum árum. Um leið
var félagatalan komin niður í
27.209, sem er fækkun um
rúmlega 41 prósent. Og sem
hlutfall af landsmönnum voru
félagsmenn kaupfélaga komn-
ir niður í 10 til 11 prósent. Þá
ber sérstaklega að hafa í huga
gjaldþrot og brotthvarf
KRON, sem taldi nær 17 þús-
und félagsmenn.
Eftirlaunaskuldbind-
ingar frá núlli upp í 70
milljónir
Eins og fram hefur komið í
fréttum hvíldu þungar eftir-
launaskuldbindingar á SlS,
sem að miklu leyti er búið að
koma yfir á hlutafélögin sem
stofnuð voru upp úr hinum
ýmsu deildum sambandsins.
Eftirlaunaskuldbindingar af
þessu tagi er einnig að finna
meðal kaupfélaga, en ekki
allra. Þyngst er þessi byrði hjá
KEA eða um 70 milljónir, en
hún er talin Iitlu minni hjá
Kaupfélagi Árnesinga. Hjá
Kaupfélagi Borgfirðinga,
Kaupfélagi Suðurnesja og
Kaupfélagi Rangæinga eru
þessar skuldbindingar metnar
á bilinu 11 til 15 milljónir hjá
hveiju félagi, en hjá öðrum af
stærstu kaupfélögunum eru
slíkar skuldbindingar ekki fýr-
ir hendi.________________
Friörik Þór Guömundsson