Pressan - 19.05.1993, Page 18

Pressan - 19.05.1993, Page 18
V I ÐT A L 18 PRESSAN Miðvikudagurinn 19. maí 1993 Erífjölmenni þegor ég shrifa Bragi Ólafsson er svona eins og hann er; rólegur, eilítið viðkvœmur, þœgi- legur. Á loftinu skrifar hann Ijóðin sín. í nœði. Hann er Ijóðskáld ekki síður en Sykurmoli. Og það er nákvœmlega það sem hann vill vera; hé- gómlegt skáld sem nýtur þess að eftir skrifum þess sé tekið. Bragi Ólafsson getur vel hugsað sér að hœtta í tónlistinni og snúa sér alfarið að rit- störfum, en nú er hann að leggja síðustu hönd á nýja Ijóðabók sem Bjart- urgefur út í byrjunjúní- mánaðar. Ytri höfnin heitir hún. Bragi byrjaði seint að gefa út ljóð sín, orðinn fiillra 24 ára. Ansjósur hét önnur bókin — Dragsúgur sú fyrsta. Voru það byrjandaljóð? „Nei. Sumt í Dragsúgi var að vísu eitthvað sem ég mundi ekki gera núna en annað í bókinni vildi ég geta gert núna en get því miður ekki endur- tekið.“ Er 24 ára að vera gamall? „Kannski ekki, en ef miðað er við það sem gerist í kring- um mann er seint að byrja á ljóðagerð af einhverri alvöru á þeim aldri.“ Hvað með formið á skáld- skap þínum? Þú nálgast mjög prósann. „Vissulega gætu einhver ljóðanna staðið sem prósi en stundum finnst mér línu- skipting fallegri. Formið skipt- ir mig ekki meginmáli og ég legg lítið upp úr ryþma. Það truflar mig því alla jafna að lesa rímljóð. Ljóðformið er orðið fremur gamalt og um- ræða hérlendis hefur löngum verið langt á eftir öðrum þjóðum. Hér eiga sér til dæm- is sjaldan stað umræður um form og fleira, líkt og í áþreif- anlegri list; myndlist og ljós- myndun.“ En hvenær hættir prósi að vera prósi og verður ljóð? „Sannast sagna getur flatur prósi aldrei orðið ljóð og augnablikið í ljóði er aðalat- riðið, ekki sagan eða ffásögnin sjálf. Því meira sem ég skrifa því stærri verður sá hluti sem vill ekki lifna við sem ljóð.“ Hver er ástæðan? „Ég hygg að ég geri stöðugt meiri kröfur til sjálfs mín; finnist sem ég sé að verða bú- inn að tæma mig á þessum grundvelli. Mig skortir hins vegar aldrei hugmyndir né heldur efni.“ Hyggstu þá semja lengra verk; skáldsögu? „Reyndar er ég að því án þess að vilja tala meira um það.“ Póstkortaskríf ákveö- in bókmenntagrein Er Ytri höfnin í svipuðum anda og hinar tvær? „Ytri höfnin er ekki mjög frábrugðin hinum tveimur í anda, en ég blanda minni eig- in persónu ef til vill meira inn í þessa.“ Hefur gagnrýni verið þér í hag? „Mjög. Hingað til hef ég ekki fengið vonda krítík en hún á vafalaust eftir að koma og ég bíð spenntur eftir henni.“ Þú ert haldinn einhvers konar póstkortaáráttu. Getur verið að það örli á henni í ljóðum þínum? „Það get ég varla ímyndað mér. Hins vegar liggur það mjög vel fyrir mér að skrifa póstkort því þá hef ég ein- hvern ákveðinn í huga þegar ég skrifa. Stundum vildi ég óska þess að ég gæti blekkt sjálfan mig og skrifað bækur með þeim formerkjum að ég væri að skrifa póstkort en gæfi ritverkið síðan út sem bók til einhvers hóps sem ég ekki þekkti. Annars teljast póst- kortaskrif til sérstakrar bók- menntagreinar.“ Hefurðu lifibrauð af skáld skap og tónlist? „Af ritstörfum lifi ég ekki og meðan Sykurmolamir eru í ffíi stunda ég ekki tónlistina. Því vinn ég verslunarstörf hálfan daginn.“ Saknarðu tónlistarinnar? „Síður en svo, hún truflar mig ef eitthvað er. Ég kann mun betur við að geta snúið mér óskiptur að skrifum." Ertu aldrei einmana í skáld- skapnum? „Ég er ekki í naflaskoðun og er því aldrei einmana. Það em margir með mér í skáldskapn- um og ég er í fjölmenni þegar ég skrifa. Hugmyndirnar liggja svo á einhvern óútskýr- anlegan hátt í loftinu og á ein- hverju skrítnu augnabliki koma þær að manni. Ég undr- ast oft að mér skuli takast vel upp þegar hugmynd er mér algerlega ókunn, en mikið af því sem ég skrifa er hluti eigin upplifunar og yfirleitt verð ég því að hafa eitthvert jarðsam- band við textann.“ íslenskur veruleiki fremur grár Stelurðu aldrei hugmynd- um? „Ég finn að það síast inn ákveðið umhverfi og ef til vill einhver sýn á lífið þegar ég hef lesið mikið eftir aðra höfunda og á stundum stend ég mig að því að nota mér það. Ef ég sé við nánari skoðun að hug- mynd tilheyrir öðm skáldi áberandi mikið reyni ég að breyta því.“ Færðu aldrei samviskubit þegar þetta kemur fyrir? „Ég lít þvert á móti á það sem virðingu við viðkomandi höfund. Bókmenntir eiga að lúta sömu lögmálum ög aðrar listgreinar; byggt er á því sem fyrir er. Sjálfur byggi ég verk mín mest á ljóðlist fyrri hluta tuttugustu aldar.“ Qí Þetta snýst þá um að sam- hæfa það sem þegar hefur ver- ið gert? „Bækur sem gefa sig út fyrir að vera að öllu leyti nýjung falla alla jafna um sjálfar sig.“ Kemur innblásturinn ann- ars víða að? „Reynsla mín og upplifun erlendis endurspeglast mjög í ljóðum mínum og því er út- koman blanda af henni og áralangri búsetu á Islandi. Ég lít ekki svo mjög á mig sem fs- lending og stórundrast á köfl- um að það skuli yfirhöfuð vera mitt rétta þjóðemi. Það bærist því ekki mikil þjóðem- iskennd innra með mér.“ Það mundi vera gagnstætt hugmyndum velflestra íslend- inga. „Mér finnst einfaldlega fáir plúsar fylgja því að vera bú- settur hér á landi. Víst er það gaman að koma affur eftir dvöl erlendis og víst er gaman að ganga niður í miðbæ Reykjavíkur á sólkinsdegi. En þar fyrir utan er íslenskur veruleiki ffemur grár.“ Flyturðu ekki bara af landi brott? „Það hefur lengi staðið til, en sérstakar ástæður em fyrir því að ekki getur af því orðið í bráð. Mestan áhuga hefði ég á því að búa erlendis hluta árs- ins, því staðreyndin er sú að hér lokast manneskjan af þrátt fyrir allt og allt. Island er og verður alltaf eyja. Lífið er því litað mjög sérstöku mentalít- eti, en víst viðurkenni ég að mér finnst svolítið rómantískt að vera eyjarbúi. Á hinn bóg- inn verð ég að viðurkenna að ég hef afar sterkar taugar til meginlandsins." Ekki mikill tónlistar- maður Ritstörfin hrífa þig mest. Geturðu hugsað þér að leggja tónlistina með öílu á hiUuna? „Já, ég er ekki mikiU tónlist- armaður í mér og hef núorðið meira gaman af að hlusta á hana en spUa hana. Þeirri tón- list, sem ég vUdi geta spUað, er ég ekki megnugur að koma frá mér og Sykurmolamir vom búnir að spUa svo lengi saman sem hljómsveit að tón- listin var hætt að vera aðalat- riði.“ Hvert var þá aðalatriðið? „Félagsskapurinn. Við höf- um ferðast óhemjuvíða og verið mikið saman og smám saman varð það mUdlvægara en sjálf athöfnin að stlga upp á svið og spUa.“ Ætlarðu í framtíðinni að einbeita þér eingöngu að skrifum? ,Á því hef ég mestan áhuga og í því Uður mér best, en nú finnst mér ég vera að byrja upp á nýtt eftir að vera hættur í tónlistinni í bili. Mig skortir aldrei hugmyndir en gallinn við bókaútgáfu er sá að hún gefur ekki mikið fé.“ Þarftu ekki bara að koma þér upp rikri ekkju sem greið- ir fyrir húsnæði þitt, mat og annað eins og gert var forð- um? „1 dag sleppa sem betur fer flestir við það og reyna heldur að sækja um skáldalaun. Ég er þannig gerður að ég gæti ekki haff það að takmarki að eign- ast peninga með útgáfunni. Þar fyrir utan er ég hégómleg- ur; kýs að fóUc sjái verkin mín og hrósi mér. Flestir rithöf- undar eru þannig, hégómleg- ir, og kannski eins gott, því annars væri útgáfa varla til. Sagan segir að Kafka hafi einu sinni farið ffarn á það við vin sinn að hann brenndi öll handritin sín að sér látnum. í raun var hann að biðja um hið gagnstæða og vildi með því benda á hversu mikils virði skrif sín væru sér. Ég leyfi mér að vera hégómlegur í ljóðum mínum og finínst það kostur meðan aðrir reyna að sneiða hjá því, skrifa þurran texta og líta á ljóðið sem heil- agt. Um leið og það er gert er ljóðið dautt." Telma L. Tómasson

x

Pressan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.