Pressan - 19.05.1993, Síða 20

Pressan - 19.05.1993, Síða 20
E R L E N T 20 PRESSAN Miðvikudagurinn 19. maí 1993 Maöur vikunnar Giulio Andreotti Sumir hafa viljað líkja ástandinu á Ítalíu við háa C- ið íþarlendum óperum. Það er afleiðingþess sem á undan ergengið en boðar alls ekki endi óperunnar. Þingh elginn i aflétt Það hefur ekki blásið byr- lega fyrir Andreotti síðustu daga og vikur. Síðastliðinn fimmtudag svipti ítalska þingið hann þinghelgi til að hægt væri að rannsaka ásak- anir á hendur honum um meint tengsl við mafíuna. Hann er 74 ára og hefur ver- ið forsætisráðherra Ítalíu alls sjö sinnum fyrir kristilega demókrata. Gamalreyndir embættismenn vísa þessum ásökunum algerlega á bug. í áratugi hefur hann verið tákn fyrir machiavellískt stjórnmálalíf á Ítalíu eftir stríð. Hann hefur gegnt flest- um áhrifastöðum í stjórn- kerfinu og á þeim tíma riðið þétt net valda og áhrifa. Sumir hafa viljað líkja ástandinu á Italíu við háa C- ið í þarlendum óperum. Það er afleiðing þess sem á und- an er gengið en boðar alls ekki endi óperunnar. Svo harkalega hefur hrikt í stoð- um lýðveldisins að Guiliano Amato, fyrrum forsætisráð- herra, hefur líkt ástandinu við algeran ósigur ítalska hersins 1943. Andreotti varð fyrir miklu áfalli þegar einn nánasti samstarfsmaður hans, Franco Nobili, var handtekinn, ákærður fyrir spillingu. Andreotti hefiir sjálfur lagt til að létt verði af sér þing- helgi svo hann geti hreinsað sig af öllum ákærum: „Ég þekki ekki og hef aldrei þekkt nokkurn þeirra manna sem reynt hefur verið að tengja nafni mínu.“ Fræg- astur þeirra glæpona sem hafa verið nefndir til sög- unnar er Salvatore „Toto“ Riina, yfirmaður sikileysku mafíunnar. Þrátt fyrir að flestallir flokkar á ítalska þinginu hafi orðið fyrir skrá- veifum af hreinsununum hafa kristilegir demókratar orðið einna verst úti. Tveir ráðherrar úr þeirra röðum hafa verið ásakaðir fyrir meint tengsl við Camorra, þann hluta mafíunnar sem mestu ræður í grennd við Napólí. Gava, sem gegnt hef- ur embætti innanríkisráð- herra, og Pomicino, fyrrver- andi fjármálaráðherra, hafa verið sakaðir um að hafa keypt sér atkvæði og veitt Camorra verksamninga og aðra greiða að launum. Síð- ast en ekki síst hefur Enzo Scotti, sem starfaði sem inn- anríkisráðherra í síðustu rík- isstjórn Andreottis, verið sakaður um mútuþægni. Niðurlæging flokksins varð þó fyrst fullkomnuð þegar Mario Segni, sá maður sem einna harðast barðist fyrir frumvarpi til breyttra kosningalaga og boðaði hreinsanir í flokknum, sagði sig úr honum. Hann gaf upp þá ástæðu að vonlaust væri að ætla að hægt væri að hreinsa flokkinn innan frá, svo víðtæk væri spillingin. „Kristilegir demókratar eru undir áhrifúm þeirra manna sem opnuðu dyrnar að lýð- veldinu upp á gátt og buðu spillingunni og mafíunni að leika lausum hala.“ Hann bætir við að vonandi muni nýju kosningareglurnar gera gömlu valdaklíkuna í flokknum óvíga. $(ic 9lclu ^imcði Clinton bíði átekta Þar sem Evrópuför Warrens Christophers, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, var árangurslaus á ríkisstjórn Bills Clintons engra kosta völ varðandi hernaðaríhlutun í Bosníu. Hvorki Bretar né Frakkar styðja tillögu Bandaríkjamanna þess efnis að birgja Bosníumenn upp af vopnum og vinna tíma með loftárás- um á Serba. Síðustu tillögur Owens lávarðar virðast ganga út á að treysta á stuðning Slobodans Milosevics, manns sem ber ábyrgð á þjóð- armorðum, við pólitíska lausn sem kallar á að henni sé fylgt eftir með liðstyrk tugþúsunda bandarískra hermanna. Nú síðast hef- ur Alain Juppé, utanríkisráðherra Frakka, bæst í hóp þeirra sem sækjast eftir liðsauka bandarískra hermanna stuttu eftir að hafa hafnað tillögum Warrens Christophers. Bretar og Frakkar hafa nú þegar sent ffiðargæsluliða til Bosníu og hafa áhyggjur af ör- yggi þeirra. Það er engin ástæða fyrir Washington að flækja mál- in enn ffekar eða hætta lífi bandarískra hermanna að óþörfu. Þetta ósætti bandamanna kemur hart niður á Bosníumönnum, sem deyja unnvörpum, meðan diplómatarnir deila. Clinton á að beita kröftum sínum að öðrum málum ffekar en eyða orku í að kljást við Evrópumenn sem hvorki vilja horfast í augu við raunveruleikann í Bosníu né axla ábyrgð. Taugatitringur vegna riístjóraskipta Rupert Pennant-Rea Itil hægri), fráfarandi ritstjóri The Economist, og Bill Emmott, arftaki hans í starfi. Nýr ritstjóri á The Economist Að margra mati er The Economist besta tímarit sem gefið er út um efnahags- og stjórnmál heimsins. Það er lesið af fleiri forsetum, forsætisráðherrum og stjórnendum stórfyrirtækja en nokkurt annað tímarit. Sú stefna sem þar er mörkuð hverju sinni, hvort sem um er að ræða Persaflóastríðið, GATT- viðræðurnar eða lögleiðingu eiturlyfja, hefur áhrif á skoðanir áhrifamanna. íhaldssemi hefur löngum ráðið ríkjum á ritstjóm blaðs- ins, en það verður 150 ára á þessu ári. Blaðamenn skrifa ekki undir nafhi og við lestur þess mætti helst ætla að það væri skrifað af einum og sama manninum. Af þessurn sök- um hefúr starfsfólki tímarits- ins stundum verið borið á brýn að sitja í fílabeinsturni, andlitslaust og ósnertanlegt. Undanfarna mánuði hefur þó mátt greina bresti í fíla- beininu og mikils taugatitr- ings hefur gætt meðal starfs- fólksins. Lætin hófust þegar Sarah Hogg, fyrrum starfs- maður The Economist sem nú er einn nánasti samstarfs- maður Johns Majors, hvatti hann eindregið til að mæla með Rupert Pennant-Rea í embætti aðstoðarbankastjóra Englandsbanka. En Pennant- Rea hefur verið ritstjóri The Economist síðastliðin sjö ár. Þegar Norman Lamont fjár- málaráðherra bauð honum starfið bað hann um umhugs- unarfrest. Hann hafði alltaf álitið ritstjórastarfið „besta starf í heimi“: „Ég hafði ekld hugsað mér að yfirgefa tíma- ritið í náinni ffamtíð. Og alls ekki á 150 ára afmælinu.“ En mönnum býðst ekki banka- stjórastaða við Englandsbanka á hverjum degi og Lamont þurfti trúlega ekki að nefna að líklega tæki Pennant-Rea, sem einungis er 45 ára, við af nú- verandi aðalbanlcastjóra, hin- um 54 ára keðjureykinga- manni Eddie Georg þegar þar að kæmi. Önnur blöð og tímarit litu á ráðningu blaðamanns í svo mikilvægt embætti við Eng- landsbanka sem móðgun við stofnunina. Einnig heyrðust þær raddir að stöðuveitingin væri umbun fýrir eindreginn stuðning við stefnu Johns Majors í gengismálum Evr- ópu. Sú stefna kostaði breska ríkið 18 milljarða dollara (yfir eitt þúsund milljarða ísl. króna) dag einn í september síðastliðnum. Glæsilegur ferill Enginn gengur þess dulinn að ferill Pennant-Reas í rit- stjórastólnum er glæsilegur. Sala tímaritsins hefúr rúmlega þrefaldast ffá því hann tók við árið 1978 og er fáanlegt í 170 löndunt heims. Stjórnarár Thatchers og Reagans voru góður tími fýrir The Econom- ist, þegar sjónarmið frjálsari markaða og viðskipta voru allsráðandi. En það er einmitt sú stefna sem tímaritið hefur jafnan fylgt. Sama ár og hann settist í ritsjórastólinn kvænt- ist hann Helen Jay, fegurðar- dís frá sjöunda áratugnum sem hefúr unnið sér það helst til ffægðar að mæta til veislu í Buckingham-höll íldædd go- go-stígvélum. Pennant-Rea þykir aftur á móti lítill glaum- gosi. Hann mætir oft til vinnu um fimmleytið á morgnana og fýrir hefur komið að hann sofhi ofan í súpuna í kvöld- verðarboðum. Hann er al- vörugefinn maður með kald- hæðnislegt skopskyn en ákveðnar skoðanir, líkt og tímaritið sem hann ritstýrði. I útliti þykir hann minna mest á gamanleikarann John Cle- ese, með olíuborið hárið greitt til hliðar og gamaldags barta. Hann hefði auðveldlega getað valið effirmann sinn en þess í stað gaf hann út þá yfir- lýsingu að öllum væri heimilt að sækja um starfið. Nú hófst barátta milli nokkurra starfs- manna sem vildu óðir og uppvægir komast í ritstjóra- stólinn. Til þessa hafa stöðu- veitingar við blaðið gengið há- vaðalaust fýrir sig og allar ákvarðanir þar að lútandi teknar með ískaldri, aristó- kratískri ró. En ekki í þetta skiptið. Togstreita milli hæða Æsinginn nú má ef til vill rekja til þeirra breytinga sem Pennant-Rea kom á. Við auknar vinsældir hefúr mynd- ast innri togstreita á ritstjórn tímaritsins. Á 13. hæðinni skrifa menn um bresk innan- ríkismál og alþjóðastjómmál. Þar er Nico Colchester hæst- ráðandi. Á hæðinni fýrir neð- an eru viðskiptaskríbentarnir en yfir þeim drottnar Bill Em- mott. 13. hæðin er talin bresk- ari, 12. hæðin amerískari. Þeir sem starfa á 12. hæðinni líta á kollega sína á hæðinni fyrir ofan sem þumbaralega há- skólamenn sem hafi ekld hundsvit á hagffæði. Aftur á móti telja þeir á 13. hæðinni að hinir séu blóð- og tilfinn- ingalausir með frjálshyggju á heilanum. Þriggja manna nefnd Að lokum var gripið til þess ráðs að skipa nefnd þriggja manna sem ætlað var að velja milli umsækjenda. Sir John Harvey-Jones, 69 ára stjórnar- maður tímaritsins, var valinn formaður en aðrir nefndar- menn voru Sir Adrian Cad- bury, erfingi samnefndrar súkkulaðiverksmiðju, og Frank Barlow, forstjóri Pear- son plc. sem á Financial Tim- es og helminginn í The Econ- omist. Þann 5. febrúar birti nefnd- in lista með nöfnum níu manna. Af þeim lista þóttu Colchester og Emmott líkleg- astir til að fá stöðuna. Ýmsir töldu sig sjá valdabaráttuna milli hæðanna endurspeglast í nöfnunum á listanum. Stétt- vísir Bretar röðuðu nöfnun- um upp eftir þjóðfélagsstétt. Ef þannig var farið að tróndi Matt Ridley efstur, en hann er sonur Ridleys vísigreifa og stjórnaði kosningabaráttu sinni af 9.000 hektara ætta- róðali sínu á Norðimbralandi. Johnny Grimond er þing- mannssonur og Frances Ca- irncross, eina konan í hópn- um, er dóttir Sir Alecs Caim- cross, fýrrum yfirmanns efn- hagsráðgjafa ríkisins. Aðrir komust ekki á þennan lista. Að loknum heilmiklum hasar komu þau boð frá nefndinni að valið stæði milli þeirra Colchesters og Em- motts. Colchester lagði áherslu á að gera blaðið að- gengilegra fyrir lesendur en Emmott vildi beina sjónum blaðsins enn frekar að fram- gangi kapítalismans í Asíu og Suður-Ameríku. Að lokum fór svo að Emmott varð fýrir valinu. Colchester er síður en svo ánægður með sitt hlut- skipti og hefur látið í það skína að hann gæti allt eins hugsað sér að flytja sig um set. Einn vandi The Economist er enn óleystur. Bretum finnst það tyrfið og útlenskulegt en útlendingar hrífast af því hve breskt það er. Mörgum þeirra finnst áskrift að The Econom- ist jafnast á við inngöngu í einn af hinum finu klúbbum Lundúnaborgar. Markaður- inn er hverfull og ritstjóran- um getur reynst erfitt að gera svo öllum líki. Enginn veit hvaða afleiðingar valdabarátta undanfarinna mánaða mun hafa á útlit blaðsins og inni- hald, en það yrði óneitanlega dæmi um kaldhæðni örlag- anna ef sú aukna samkeppni sem tímaritið hefur einatt boðað yrði því sjálfu síst til blessunar. Byggt á Vanity Fair.

x

Pressan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.