Pressan - 19.05.1993, Síða 21

Pressan - 19.05.1993, Síða 21
E R L E N T Miövikudagurinn 19. maí 1993 PRESSAN 21 Kvöldsögur í Kína Enga póirtík í okkar útvarpi — tölum frekar um samkynhneigð og sjálfs- fróun. Nýir straumar frjálslyndis í Kína taka á sig ýmsar myndir. Nýjasta dæmið eru kvöld- þættir í útvarpi þar sem fólk hringir og ræðir sín aðskiljan- legustu vandamál og hugðar- efhi. Þeir njóta geysilegra vin- sælda, en fýrir fáeinum árum hefði verið óhugsandi að ann- að eins heyrðist í kínversku útvarpi. I’á lærði fólk að halda skoðunum sínum og tilfinn- ingum fyrir sjálft sig, því jafh- vel einkasamtöl við starfs- bræður, nágranna eða ætt- ingja gátu komið því í koll af pólitískum ástæðum. Það er reyndar enn bannað að ræða suma hluti. Til dæmis er þeim ekki hleypt í útsend- ingu sem vilja tala um stjórn- mál og gagnrýna til dæmis fjölskyldustefnu stjórnvalda, sem bannar hjónum í borgum að eiga fleiri en eitt barn. Fyrir nokkrum vikum var um- ræðuefni í útvarpsþætti þó samkynhneigð, þar sem stjórnendur þáttarins hvöttu fólk til meira umburðarlyndis og ráðlögðu samkynhneigð- um að láta ekki undan þrýst- ingi fjölskyldunnar um að giftast. I annan tíma var rætt um sjálfsfróun og mælti þá út- varpsmaðurinn gegn áratuga- gömlum áróðri stjórnvalda með því að segja að sjálfsffóun væri ekki hættuleg. Helsti vandi úfvarpsstöðv- anna er að símalínur eru ekki nógu margar til að allir komist að sem vilja. Þess í stað berast hundruð bréfa í hverjum mánuði. Eitt var frá manni sem komst á gelgjuskeiðið á tímum menningarbyltingar- innar. I samræmi við tíðar- andann hélt hann þá að það væri rangt að sér risi hold og hann kenndi því sjálfum sér að hafa stjórn á því. Nú er hann orðinn getulaus og bað um að einn útvarpsþáttur yrði helgaður því umræðuefni. Smekkleysi Madonnu veldur áhyggjum Stjórstjaman Madonna festi ný- lega kaup á húseign í Holly- woodhæöum sem kostaði litlar 5 milljónir bandarikjadala, en þaö samsvarar riflega 300 milljónum íslenskra króna. Kaupin gengu athugasemda- laust fyrir sig þar til kom aö því aö stjaman hugöist endurbæta villuna. Töldu nábúar hennar breytingamar bera vott um hroðalegt smekkleysi, sögðu illbúanlegt í nágrenni viö slíkt ósamræmi og hófu umsvifa- laust upp raust sína í mót- mælaskyni. Mun „glæpur" Madonnu hafa falist í því aö mála gult og rautt yffr hvrta lit- inn sem prýtt hefur húsiö frá því þaö var forðum í eigu glæpa- mannsins Bugsy Siegel. Bróöir Madonnu, Christopher Ciccone, hefur haft umsjón meö framkvæmdum og segir upp- hlaup nágrannanna meö öllu ástæöulaust. Litirnir skæru séu einungis grunnmálning og húsið komi í framtíðinni til meö aö Irta út eins og fallegt ítalskt sveita- setur. Ummæli hans róa þó ekki skipulagsnefnd hverfisins, sem enn hefur nokkrar áhyggjur af endanlegu útliti hússins. Vísar Ciccone öllum kvíöaröddum til fööurhúsanna og segir í hverfinu vera allnokkuö um húsbyggingar sem ekki væri úr vegi aö yfir- fara. Konurhagn ast á efna- hagsstefnu Clintons Nokkur reynsla er komin á stjórnartíð Clintons Banda- ríkjaforseta og eru menn farn- ir að huga að því hve mikill árangur hefúr náðst nú þegar í byrjun kjörtímabilsins. Kon- um er ekki síst í mun að öðl- ast vitneskju um hversu mikið þær muni hagnast á efnahags- stefnu Clintons sem umbun fyrir víðtækan stuðning við framboð hans til forsetakjörs. Þykir ljóst að heimavinnandi húsmæður og allstór hópur kvenna sem stundar sjálfstæð- an atvinnurekstur fái kjör sín bætt meðan aðrar verða að sætta sig við óbreytt ástand. Meðal þess sem Clinton lofaði var að auka ekki skattbyrði fyrirtækja sem sýndu lægri ár- sveltu en næmi 10 milljónum bandaríkjadala. Konur í at- vinnurekstri tóku þessum hugmyndum fagnandi, því tölur sýna að 32 þúsund þeirra rúmlega fjögurra millj- óna fýrirtækja sem eru í eigu kvenna sýna ársveltu sem nemur aðeins einni milljón dala. Einnig er talið að um sex milljónir heimavinnandi kvenna muni hagnast á þeirri ákvörðun Clintons að rýmka reglur um tekjuafslátt til þeirra sem hafa minni árstekj- ur en 28 þúsund dali, en ætlað er að það skili sér í auknum kaupmætti til þeirra heimila sem nú eru hvað verst sett. Einnig er gert ráð fýrir að konur hagnist nokkuð á því að nú er flæði fjármagns til herafla landsins og frekari þróunar geimvarna ætlað til félagslegrar uppbyggingar og atvinnusköpunar. Einhverjum hluta fjárins verður einnig varið til aukinna styrkja til há- skólanna, sem meðal annars kemur til með að auka náms- möguleika kvenna. En konur munu ekki hagn- ast á öllum sviðum, sérstak- lega ekki á þeim atvinnuþró- unarhugmyndum forsetans sem miða að því að hleypa 1,3 milljörðum dollara til við- halds vega og nýsmíði brúa. í þeim geira atvinnulífsins er karlmannaveldið nefnilega ótvírætt, en einungis 11 pró- sent þeirra 4,6 milljóna sem við hann vinna eru konur. Að sumra áliti er smásmugulegt af konum að vera að vasast í þeim hluta atvinnulífsins sem greinilega er ædað körlum, en svo miklu fjármagni verður veitt til verkefnisins í nánustu ffamtíð að konum finnst afar mikilvægt að ná til sín sneið af kökunni með einhverjum hætti. „HVERNI6 FÓRU ÞEIR AO ÞESSU ?" SERBAR HERTAKA 70% AF BOSNÍU bréfinu þar sem Danir buðu íslendingum að flytja til sín? Jósku heiðarnar, fussum svei, sögðu Frónbúar eins og tröllin í fjöllunum. En sá hlær best sem síðast hlær. Þeir sem nú búa á jósku heiðunum vilja ekki lengur innflytjendur frá íslandi. Þeir sleikja sól- skinið og þurfa ekki að setja snjódekkin undir fyrir sum- arffíið. Nú er löngu runnið af Dönum og ég veit að í gær kusu þeir rétt. Og þá fara kannski hjólin að snúast aftur í Evrópu. Og álfan kemur út úr hólnum sem hún er búin að vera í undanfarið ár. Og vonandi gengur allt smurt og vel eins og í Eurovision um daginn. Og ég fer með evr- ópsku sláttuvélina mína í við- gerð._________________________ Höfundur starfar á skrifstofu EFTA í Genf. EVRÓPA Heimsálfa út úr hól Það var með hálfum huga að maður þorði að horfa á Eurovision í sjónvarpinu. Það var þó ekki af ótta við að ís- lendingar yrðu ekki númer eitt. Gleðibankinn forðum læknaði það. Nei, það var hræðslan við að eitthvað færi úrskeiðis hjá Evrópusam- bandi útvarpsstöðva í útsend- ingunni. Það er nefnilega staðreynd að allt sem heitir Evrópu-eitt- hvað hefúr gengið á afturfót- unum upp á síðkastið. Evr- ópska gengiskerfið er allt úr skorðum. Evrópska efnahags- svæðið er í frysti. Atvinnu- leysið fer vaxandi og Evrópu- bandalaginu tekst meira að segja ekki að komast að nið- urstöðu um staðla fyrir lík- kistur. Það er dauðans alvar- legt mál. Ég keypti mér um daginn ítalska sláttuvél sem heitir Eurotækni og það er Allt var á uppleið. En oft veltir lítil þúfa þungu hlassi. Það kom hita- bylgja í fýrravor í Danmörku og Danirnir drukku upp allan bjórinn hjá Carlsberg og Tu- borg til samans. Svo fóru þeir að kjósa og felldu Maastricht. Krossuðu vitlaust. Kannski varla von á öðru eftir allan þennan bjór. Og meðan þeir voru að drekka sig niður héldu þeir áffam að ergja fólk og urðu Evrópumeistarar í fótbolta. Og þegar búið var að fella Maastricht missti öll heimsálfan stjálfstraustið. Hjólin fóru að snúast hægar og Delors Evrópuforseti fór í felur. En Danir eru besta fólk og landið þeirra er gott. Det bugter sig i bakke, dal. Det hedder gamle Danmark. Og hvaða möppudýr var það forðum á Islandi sem týndi GUÐMUNDUR EINARSSON strax komið aukahljóð í hana. Það er eitthvað laust. Með allt þetta í huga átti maður allt eins von á því í Eurovision að ljósakrónan dytti í höfuðið á hljómsveit- arstjóranum eða að bak- raddasöngvararnir færu úr mjaðmarlið. En ekkert slíkt gerðist. Kannski fara hlutirnir að ganga betur í Evrópu. Þetta byrjaði allt þegar Danir felldu Maastricht í fýrra. Fram að því hafði allt gengið vel í Evrópu í nokkur ár. Evrópubúar voru eins og Siggi Sveins og Selfýssingarn- ir. Þegar þeir á annað borð komust í gang gekk allt upp.

x

Pressan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.