Pressan - 27.05.1993, Side 9
R
Fimmtudagurinn 27. maí 1993
PRESSAN 9
Alnæmissmitaður maður naut ekki aðhlynningar „kerteins"
RAUNTALA SMIT-
AÐRA ÞREFÖLD
OPINBER TALA
Sídan greining alnæmis
hófst á íslandi hafa 85
manns greinst meö HlV-veir-
una og af þeim 25 sem hafa
greinst með alnæmi eru 17
látnir. Reikna má með að
raunveruleg tala smitaðra sé
að minnsta kosti þreföld
þessi tala; margir hafa farið í
mótefnamælingu eriendis og
eru því ekki til á skrá hér,
aðrir þora ekki í greiningu
eða telja ekki ástæðu til
þess, enn aðrir koma heim
að utan þegar þeir veikjast
og eru heldur ekki inni í opin-
berum tölum. Sumir viðmæt-
endur PRESSUNNAR giska
þó á að rétta talan sé um
fjorfalt hærri en sú opinbera.
Dánarorsök ekki Ijós
Eiginleg dánarorsök Sævars
er ekki ljós en að sögn Heimis
hafði hann verið látinn í um
það bil viku þegar lík hans
fannst. Niðurstaða krufningar
liggur ekki fyrir vegna þess að
enn stendur yfir réttarfræðileg
rannsókn, sem nauðsynleg er í
tilvikum sem þessu.
Engin viðhlítandi skýring
„Vona að betta gerist aldrei aftur"
finnst á því hvers vegna ekkert
eftirlit var með Sævari né
heldur sú aðhlynning sem fólk
með alnæmi á að njóta. Nefnt
er að Sævar hafi verið einfari
og því hugsanlega ekki kært
sig um afskipti heilbrigðiskerf-
isins, en hitt er jafnljóst að
sjúkdómur hans var á alvar-
legu stigi og hann gat því
veikst alvarlega hvenær sem
var. Svo virðist sem „kerfið“
hafi af einhverjum ástæðum
ekki fylgst með aðstæðum
Sævars og líðan hans. Skyld-
menni hans hafa leitað skýr-
inga hjá heilbrigðisyfirvöld-
um, en eru ekki ails kostar
ánægð með þau svör sem
fengist hafa, samkvæmt upp-
lýsingum blaðsins.
Haraldur Briem smitsjúk-
dómalæknir sagði að atvik
sem þetta væru fáheyrð. Und-
ir það tók Heimir Bjarnason
Haraldur Briem
„Fáheyrt atvik.“
segir framkvæmdastjóri
Alnæmissamtakanna
Rikarður Líndal er sál-
fræðingur og framkvæmda-
stjóri Alnæmissamtakanna,
samtaká HlV-jákvæðra og
aðstandenda þeirra. Ríkarður
hefur doktorsgráðu í sálfræði
frá háskólum í Kanada og
Bretlandi og hefur undanfar-
in fjögur ár starfað með HIV-
smituðum í Kanada. Hann er
nýráðinn starfsmaður sam-
takanna og segir Sævar Geir-
dal ekki hafa leitað til þeirra.
„Ég frétti af láti hans, en
þeir sem ég hef talað við virð-
ast ekki þekkja til hans. Það er
miður að hann leitaði ekki til
okkar vegna þess að Alnæ-
missamtökin eru til þess gerð
að hjálpa fólki að glíma við
fordómana og þá erfiðleika
sem fylgja því að vera HlV-já-
kvæður. Eg vona að tilvik
sem þetta eigi sér aldrei stað
aftur, því það er engin ástæða
til þess að HlV-jákvæður ein-
staklingur deyi einn og yfir-
gefinn heima hjá sér,“ segir
Ríkarður.
„Þær aðstæður sem Sævar
lést við eru sem betur fer
einsdæmi hér á landi; önnur
dauðsföll af völdum alnæmis
hafa átt sér stað á sjúkrahús-
um þar sem hjúkrunarfólk og
aðstandendur hafa hjálpað
sjúklingnum alveg fram í
andlátið. Dæmin um að fólk
sé rétt tengt við okkar samtök
eru líka miklu fleiri en að svo
sé ekki. Þó ríkir greinilegur
ótti við að nálgast Alnæmiss-
amtökin og hitta aðra sýkta.
Þessi sjúkdómur veldur afar
erfiðu taugastríði fyrir sjúk-
linga og aðstandendur; tauga-
stríði sem oft heldur áfram
löngu eftir að viðkomandi
sjúklingur er látinn. Alnærni
veldur róttækum tilfinninga-
hræringum sem rista afar
djúpt, meðal annars vegna
fordóma og erfiðleika fólks
við að ræða unt tilfinningar
sínar. Það auðveldar fólki
ekki að ræða sjúkdóminn að
hann tengist kynhegðun; sem
er í eðli sínu einkamál og auk
þess ætlast til af umhverfinu
að sé einkamál, svo þar er
kornin tvöföld bannhelgi á
umræðuna.
Gagnvart syrgjendum er
það mikil afturhaldssemi og
beinlínis rangt að meina þeim
að tala um missi sinn. Það er
landlægt á íslandi, sérstaklega
hjá karlmönnum, að þykjast
ekki fmna fyrir neinum til-
finningum. Innibyrgð sorg
þeirra brýst síðan út í mikilli
innri reiði og erfiðleikum í
sambúð. í sorgarferli er besta
RÍKARÐUR LÍNDAL Flestir njóta
aðhlynningar fram í andlátið.
hjálpin að komast í snertingu
við eigin tilfinningar, hvort
sem um alnæmi eða aðra
sjúkdóma er að ræða,“ segir
Ríkarður.
Alnæmissjúklingur, sem fyrir nokkrum vikum lá á gjörgæsludeild Borgarspít-
alans, naut engrar heimahjúkrunar og lést á heimili sínu í byrjun maí án
þess aö nokkur vissi af. Eins og stoðkerfi alnæmissmitaðra er byggt upp
átti þetta ekki að geta gerst. En gerðist samt.
og sagði að þetta dauðsfall
hefði komið öllum á óvart.
Hann sagðist sannfærður um
að hjálp hefði staðið til boða,
en jafnframt væri ljóst að
aldrei yrði hægt að uppræta
atvik sem þessi til fulls.
Aðrir fullyrða að um eins-
dæmi sé að ræða: „Ég vona að
tilvik sem þetta eigi sér aldrei
stað aftur, því það er engin
ástæða til þess að HlV-já-
kvæður einstaklingur deyi
einn og yfirgefinn heima hjá
sér,“ segir Ríkarður Líndal,
sálfræðingur og fram-
kvæmdastjóri Alnæmissam-
takanna. „Þær aðstæður sem
Sævar lést við eru sem betur
fer einsdæmi hér á landi; önn-
ur dauðsföll af völdum al-
næmis hafa átt sér stað á
sjúkrahúsum þar sem hjúkr-
unarfólk og aðstandendur
hafa hjálpað sjúklingnum al-
veg fram í andlátið.“
„Eins og best verður
kosiö“
í heilbrigðiskerfmu er
fullyrt að aðstoð við al-
næmissjúklinga hér á
landi sé eins og best
verður á kosið.
Þannig vísar Sig-
hvatur Björg-
vinsson heil-
brigðis-
r á ð -
SlGHVATUR BJÖRGVINSSON
„Þjónusta hér eins og best
verður á kosið.“
herra til álits Alþjóðaheil-
brigðisstofnunarinnar sem
segir þjónustuna hér þá bestu
sem fyrirfinnst í heiminum.
Aðrir benda á að enn séu
brotalamir í félagslegri aðstoð
við alnæmissjúka. Einnig sé
nauðsynlegt að auka forvarnir
með fjárfestingu sem fljótlega
myndi borga sig.
„Sú fjárveiting sem við för-
um fram á er ekkert miðað
við hvað það myndi kosta að
hlúa að einum alnæmissjúk-
lingi,“ segir Ríkharður Líndal.
„Ef við getum komið í veg fýr-
ir eitt smit eða jafhvel tvö er
peningunum vel varið.“
Af samtölum við fólk í heil-
brigðiskerfinu má ráða að
engar viðvörunarbjöllur hafi
farið í gang vegna andláts
Sævars. Landlækni hafði
ekki borist málið til eyrna
og flestir sem til þekktu
voru tregir til að tjá sig.
Löngu sjúkdómsstríði lauk
í miðbæ Reykjavíkur er Sævar
Geirdal Gíslason, sem smit-
aður var af alnæmi, lést á
heimili sínu í byrjun mai, lík-
lega daginn fyrir 45 ára af-
mælisdag sinn. Um það bil
viku síðar brutu tveir vinir
Sævars sér leið inn í íbúð hans
vegna ótta um afdrif hans.
Þeir fundu Sævar örendan á
gólfinu; þetta var sjötta dauðs-
fallið í röðum alnæmissjúkra
frá áramótum.
Sævar heitinn var lagður
inn á Borgarspítalann í mars
vegna lungnabólgu, sem al-
gengt er að alnæmissjúklingar
veikist af. Hann lá þungt hald-
inn á gjörgæslu í nokkra daga
og fékk að sjúkrahúsdvöl lok-
inni vist á áfangastaðnum
Gunnarsholti, en auk alnæmis
átti Sævar við alvarlegt áfeng-
isvandamál að stríða. Ekki er
fulljóst hver tildrög þess voru
að Sævar fór af Gunnarsholti
og heim til sín. Áður en það
varð kveðst félagsráðgjafi
Borgarspítala þó hafa gert
ráðstafanir til að hann fengi
heimahlynningu eftir heim-
komuna. En þar eð Sævar fór
af Gunnarsholti fyrr en til stóð
og láðist að láta félagsráðgjafa
vita var hann eftirlitslaus síð-
ustu vikurnar sem hann lifði
og hlaut enga aðhlynningu
hjúkrunarfólks.
Sævar var með alnæmi á
háu stigi og hafði verið at-
vinnulaus síðustu misserin, að
sögn kunnugra, en áður hafði
hann meðal annars starfað
sem sjómaður og sölumaður.
Hann var ókvæntur og barn-
laus.
Herbert Marinósson
„Sævar var sterkur og leiftrandi næmur maður. “
Herbert Marinósson, sjó-
maður og kunningi Sævars til
margra ára, var annar þeirra
sem fundu Sævar. „Ég hafði
ekkert heyrt frá honum í um
það bil viku og var satt að
segja farinn að óttast um
hann. Við félagi minn slógum
spjald úr hurðinni til að kom-
ast inn í íbúðina og sjálfsagt
hefði liðið yfir mig, hefði ég
verið einn,“ segir Herbert um
líkfundinn. „Sævar var sterkur
persónuleiki, leiftrandi næm-
ur maður og las til dæmis allt
sem hann komst yfir.“
Lögreglu var gert viðvart og
segir svo í skýrslu hennar:
„Vorum send að Hverfisgötu
91, effi hæð, vegna mannsláts.
Er við komum á staðinn hitt-
um við fýrir tilkynnendur. Að
sögn þeirra höfðu þeir síðast
séð hinn látna fimmtudaginn
29. apríl og voru þeir farnir að
óttast um hann og því brotið
rúðu til að komast inn í íbúð
hins látna þar sem þeir fundu
hann látinn á gólfinu. Að sögn
tilkynnenda var hinn látni
eyðnisjúklingur og drykkju-
maður.
Reynt var að hafa samband
við Heimi Bjamason aðstoð-
arhéraðslækni, en ekki náðist
samband við hann fyrr en
seinna. Fór hann í líkhúsið við
Barónsstíg og úrskurðaði
Sævar látinn."
líkið eftir viku