Pressan - 27.05.1993, Page 27

Pressan - 27.05.1993, Page 27
A ÞJOÐVEGiNUM Fimmtudagurínn 27. maí 1993 pressan 27 POPP Út úr frystinum PELICAN PELICAN STEINAR ★★ Það mætti halda að í stað þess að reka Pétur Kristjáns úr hljómsveitinni á sínum tíma hefðu Pelican-drengirnir lok- að sig inni í fiystiklefa og ekki stigið út fyrr en Gummi Jóns mætti með kveikjarann og þíddi þá upp nú fyrir skömmu. Ég er þó ekki að tala um að drengirnir hafi „engu gleymt“, séu ekki orðnir hrukkóttir eða séu jafnsvalir og 1974. Nei, það sem ég meina er að Pelican hefur akkúrat ekkert tillit tekið til rokkþróunar síðustu tuttugu ára. Nýjustu straumarnir sem leika um nýju plötuna eru þeir sömu og Pétur svamlaði í forðum með Start: ameríska iðnaðarrokkið svokallaða — þægt og oftast nær bitlaust kjölturakkarokk sem kemur aldrei á óvart. Pelican-platan er fjórtán laga og nær sjaldan að bera tennurnar. ^álaraxarmaður- inn Guðmundur Jónsson er mættur í bandið og vilja margir kalla það versta „Care- er move“ allra tíma. Hann leggur til átta lög, Ásgeir og Jón eiga hvor sitt lagið og Björgvin gítarhetja á rest. Þeir sem tala um vonda starfstil- færslu tala einnig um að lögin hans Guðmundar séu þau sömu og Sálin hafnaði á sín- um tíma. Það má vera: þetta er langt í frá það besta sem Guðmundur hefur gert, en Pétur Kristjáns er heldur eng- inn Stebbi Hilmars, sem virð- ist geta breytt hvaða lagi sem er í gull. Pétur er frekar til- þrifalaus söngvari og því reyna fjórtán lög í röð dálítið á taug- arnar. Fáir standast honum þó snúning uppi á sviði — hann er rokkari af guðs náð eins og Rúnar Júl og því væri „læf‘ plata vel þegin. Þótt ný rokksól rísi langt í frá yfir visnuðum rokkgresj- um íslands með þessari plötu er engin ástæða til að örvænta. Aðdáendur Björgvins Gísla- sonar fá helling af vel útfærð- um og á köflum tilþrifamiH- um gítarleik og Jón og Ásgeir eru vanir menn sem þregðast ekki í þéttum grunni. Nokkur lög reka nefið upp úr meðal- mennskunni; „Gefðu grið“ er til dæmis ágætt stuðlag og „Á ystu nöf‘ er skemmtilega fjöl- breytt ballaða. Skemmtilegasta lagið er þó í lokin, magnaður þynnkublús, „Þreyttur og þunnur“ eftir Björgvin, sem minnir á bestu lög Magnúsar Eiríkssonar. Pelican er ágæt plata þótt hún komist ekki í hálfkvisti við það besta sem meðlimirn- ir hafa gert. Það er þó full- komlega óhætt að mæla með gömlu mönnunum á tónleik- um: ekki margir standa uppi í lubbanum á þeim þegar ball- stuðið er annars vegar. Fallinn frumkvöðull DAVID BOWIE BLACKTIE WHITE NOISE ★ Það er ekki hægt að tala af miklu viti um músíkþróun síðustu áratuga nema nafn Davíðs Bowie komi upp í um- ræðunni. Tími hans sem áhrifavalds er þó liðinn, enda þótt Suede og fleiri enskar sveitir sæki óneitanlega í bita- boxið hans. Á harða dulræna skeiðinu hans komu út plöt- urnar „Low“ og „Heroes“, sem löngum eru taldar meðal bestu verka hans. Bowie gaf í skyn í viðtölum að nýja platan væri undir áhrifum frá þess- um tíma og vissulega er nokk- uð til í þvi. Sá er þó munurinn að lögin á Black tie white no- ise eru mun fjörefnasnauðari, kraftlausari og einfaldlega lé- legri. Ef þessi plata er mæli- kvarði á það sem þunni hvíti hertoginn hefur upp á að bjóða má segja að hann sé bú- inn að syngja sitt síðasta í rokkinu og allar tilraunir hans héðan af verði máttlaus end- urómur af fyrri afrekum. Black tie er leiðinlega mið- aldra, mergsogin af velflestum ffískleikavessum, og já; svona álíka spennandi og síðasta Tin Machine-plata. Bowie býður meðal annars upp á tvö leikin lög og spilar sjálfur á saxófón: tilvalið í hvaða lyftu sem er. Það er strax skárra þegar Bowie syng- ur; hann er jú með þekkta og skrásetta stælgæjarödd. Næst kemst hann fyrri sigrum í titil- lagi plötunnar. „Black tie white noise“ er þokkalegasta marmarafönk, vel hlaðið hljóðfærum, og dulúðin sem loðað hefur við Bowie brýst fram í gegnum pússað yfir- borðið. Fyrsta smáskífan, hið útvarpsvæna „Jump they say“, er einnig frískandi sprettur innan um alla fágunina. Eitt- hvað virðist Bowie vera farinn að lýjast í lagagerðinni því þó nokkuð er um lög eftir aðra, líkt og hjá jakkafatabróður hans, Brian Ferry, á síðustu plötu hans. Bowie fer meðal annars í smiðju Morrisseys og syngur ballöðuna „I know it’s gonna happen someday“. Út- koman er álíka skemmtileg og brauðrist. Snyrtilegi hertoginn er orð- inn miðaldra. Yngri menn hafa náð yfirhöndinni og poppveldis hans verður minnst með eldri dæmum. Kannski ætti hann að halda sig við kvikmyndaleikinn? MYNDLIST Nakinn veruleikinn MARY ELLEN MARK KJARVALSSTAÐIR ••••••••••••••••••••••••••• Linsan er í essinu sínu á tveimur sýningum banda- rísku ljósmyndaranna Mary Ellen Mark á Kjarvalsstöðum og Sally Mann á Mokkakaffi. Mary Ellen Mark er orðin vel þekkt effir hartnær þrjátíu ára starf aðallega sem fréttaljós- myndari. Þegar hún var að komast á skrið í faginu voru bandarískir ljósmyndarar nánast þjóðsagnapersónur sem lögðu allt í sölurnar í nafni sannleikans og heiðar- leikans. Þeir rústuðu hinni sjálfsánægðu og yfirlætisfullu ímynd Ameríku eftirstríðsár- anna og voru í fremstu víg- línu í Víetnamstríðinu. Allt var til vinnandi að ná mynd- inni sem sýndi hlutina eins og þeir voru í raun. Mary Ellen hefur auðsjáanlega þessa ástríðu í blóðinu, en það eru ekki hörmungar forsíðufrétt- anna sem hún leitar uppi heldur þeir mannlegu harm- leikir sem sjaldan eða aldrei komast á síður blaðanna. Það verður að hafa í huga þegar sýningin er skoðuð að Mary Éllen hefur lengst af haft viðurværi sitt af því að selja blöðum og tímaritum myndir sínar. Auga hennar fyrir myndefni ber þess merki að hún leitar að viðfangsefn- um sem höfða til áhuga al- mennings á ógæfusömu fólki, sérstaklega bömum. I mynd- um hennar bregður fýrir blindum munaðarlausum börnum, útigangsbörnum og citurlyfjaneytendum, dauð- vona fátæklingum, vangefn- um og geðsjúkum konum á meðferðarstofhunum o.s.frv. I einu orði sagt: Hinum; ekki eðlilegu, heilbrigðu, venju- legu fólki eins og okkur. Það er þó greinilegt að hún leggur sig fram um að laða ffarn ein- semdina, sársaukann og ekki síst sjálfsvitundina í andlitum og látbragði hinna ógæfu- sömu. Vandinn er að gera þá ekki að sálarlausum klisjum til að vekja fólki hroll í dag- legu gramsi sínu um síður glansritanna. Mary Ellen virðist í mun að sannfæra okkur um að þrátt fyrir allt séu þau mannleg eins og við. En það er jafnljóst að ástæðan fyrir því að þetta fólk lenti á mynd til að byrja með er sú að við erum blessunarlega ekki eins og það. Það er eitthvað innilega mótsagnakennt við þá til- hugsun að sýna fólki samúð með því að bregða upp myndavél og ljósmynda það í bak og fyrir, jafnvel þótt það sé gert af umhyggju og skiln- ingi. Ljósmyndavélin er gríma sem ljósmyndarinn skýlir sér á bak við. I rauninni skiljum við þetta fólk ekkert betur með því einu að skoða ljósmynd af því. En það sem ljósmyndir geta gert er að breyta þeirri ímynd sem skapast um vissan hóp manna. Á þann hátt geta ljós- myndir hugsanlega haft áhrif á skilning manna, því það loðir alltaf við slíkar ímyndir einhvers konar einfaldaður skilningur á fólki sem á stundum ekkert skylt við veruleikann. Sally og börnin SALLY MANN MOKKA-KAFFI Hannes Sigurðsson list- fræðingur gerir að umtalsefni staðlaðar ímyndir fjölskyldu- lífsins í mjög fróðlegri grein sinni um Sally Mann, en Hannes á veg og vanda af sýningu á ljósmyndum henn- ar á kaffihúsinu Mokka. Sally hefur einbeitt sér að því að ljósmynda börnin sín þrjú, sem hefur fært henni bæði aðdáun og fordæmingu. Við- brögðin létu ekki á sér standa og siðferðislögregla Ameríku kvað upp sinn dóm — svona á ekki að mynda börnin sín. Það sem hefur farið fyrir brjóstið á hinum siðavöndu er nekt barnanna. Þó er fátt á sýningunni á Mokka sem stríðir gegn almennu, hæfi- lega umburðarlyndu velsæmi. Hvað getur hugsanlega ver- ið sóðalegt við að sjá þrjú börn striplast á heitum sum- ardegi í sveitinni í Virginíu- fylki? Afbrigðilegar hvatir móðurinnar? Ljósmyndirnar á Mokka styðja engan veginn slíkar grunsemdir. Það er „Mary Ellen virð- ist í mun að sann- fœra okkur um að þau séu þráttfyrir allt mannleg eins og við. En það er jafnljóst að ástœð- anfyrirþvíað þettafólk lenti á mynd til að byrja með er sú að við erum blessunar- lega ekki eins og það.“ óneitanlega erótískt yfirbragð yfir sumum myndanna, en erótíkin er bernsk og blygð- unarlaus. Mynd af eldri dótt- urinni úti á verönd þar sem hún hallar sér nakin upp að trjábol er hreinasta perla. En þetta eru ekki eingöngu fjöl- skyldumyndir af bömum, því það má einnig líta á þær sem pastóralskar ímyndir ein- faldrar sveitasælu fjarri þrúg- andi borgarlífi. Hispursleysi barnanna fær þá táknrænu nrerkingu að vera myndlíking fyrir hreinleika mannlífs í barmi náttúrunnar, þar sem enginn þarf eða finnur þörf fyrir að hylja nekt sína. POPP • Langbrók hefur eytt hvorki meira né minna en 2.190 klukkustundum í æfingar á rokkprógrammi sem frumflutt verður á Plúsnum í kvöld. Reyndasti meölimur hljóm- sveitarinnar er Ofur-Baldur hljómborö, sem leikið hefur inn á nokkrar vafasamar kvik- myndir. Aörar ísmeygilegar Langbrækur eru Alli bassi, Alli gltar og söngur og Halli trommur. • Pláhnetan heldur útgáfu- tónleika vegna plötunnar Speis á Tunglinu. Aliir meö- limir Pláhnetunnar eru menn meö forttð í víðri merkingu þess orðs. Stefán Hilmars- son er þar fremstur I flokki og mun teyma þá Friörik Sturlu- son, Ingólf Guöjónsson, nafna hans Sigurösson og Sigurö Gröndal um landiö í sumar. • KK-band í heild sinni meö KK, Þorleifi og Komma hitar hungraöa Reykvíkinga upp á Gauki á Stöng. • Haraldur Reynisson hefur ofan af fyrir aðdáendum sln- um og framsóknarmönnunum á Fógetanum. SVEITABÖLL • Miðgaröur, Skagafirði: Skagfirsku bændurnir veröa öfundsveröir um helgina því þangað tryllir Todmobile. • Sjallinn, Akureyri heldur stórtónleika meö Stjórninni um helgina. • Sjallinn. ísafirði fær til sín gömlu góöu... úr Pelican. FOSTUDAGURINN 28. MAÍ • Rokkabillyband Reykjavík- ur tekur forskot á hvítasunn- una á Plúsnum í kvöld. Þar er óhætt að kynda upp. • Sigrún Hjálmtýsdóttir telst vart til poppsöngkvenna nú- oröiö, en vegna fornrar frægö- ar flýtur hún meö. Hún skemmtir matargestum Ömmu Lú. • Er það satt sem þeir segja um landann? Grínskemmtun landsliös grinista og Bo Hall- dórs enn á lífi á Hótel Sögu. • Þórarinn Gíslason kráar- píanisti leikur af fingrum fram á Djass í Ármúlanum. • Ham og dr. Gunni gera eitt- hvaö á Tunglinu I kvöld sem aörir mundu ekki gera. Reynt hefur verið aö fá Björk Guö- mundsdóttur Debut sem leyninúmer, en PRESSAN hef- ur ekki fengiö frekari fregnir af því hvernig þeim viöskipt- um reiddi af. • Gal í Leó leikur á Gauknum fyrir þá sem ekki brugöu sér úr bænum. • Sniglabandiö veröur veru- lega hallærislegt og Á nálum á Tveimur vinum og öörum I fríi. Á laugardagskvöld veröur þar svo karaoke til mlðnætt- is. • Haraldur Reynisson trúba- dor heldur sínum fasta sessi á Fógetanum. • Sýn sér sýnir og leikur fyrir gesti Rauöa Ijónsins I kvöld. • Magnús Einarsson er fána- beri og afbragösgítarleikari sem tekur flesta aöra gítar- leikara I nefiö. Hann kyrjar söngva og leikur með á Feita dvergnum. • Húsavík: Einhvers staöar þar I bæ leikur GCD fyrir vini Ólafsvíkur. • Þotan, Keflavík: Stórdans- leikur meö hnetunum úr Plá- hnetunni. • Höfðinn, Vestmannaeyjum fær SSSólargeislana til aö halda upp á hátíö hinna sterku trúarsamtaka I Vest- mannaeyjum. ' • Víkurröst, Dalvík: Stjórnin bregöur sér bæjarleið; frá Ak- ureyri í Svarfaöardalinn. Þeir sem vilja elta hljómsveitina geri þaö semsagt I kvöld. Enginn dansleikur hefst þó fyrr en eftir miönætti I kvöld. • Hótel Selfoss: Todmobile- hópurinn fríöi rís úr rekkju. • Logaland, Borgarfirði: Skriöjöklarnir skverast I Borg- arfjörðinn. • Fjöröurinn, Hafnarfirði: Fær að fljóta meö I sveita- ballastemmninguna bara nú um helgina, enda ætla GCD aö flauta af slepju hvítasunn- unnar. • Höfðinn, Vestmannaeyjum: SSSól hefur leikinn eftir aö menn hafa hrist af sér hvíta- sunnusleniö, eöa á miðnætti.

x

Pressan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.