Pressan - 27.05.1993, Blaðsíða 28
BÍÓ & SJÓNVARP
28 PRESSAN
Fimmtudagurinn 27. maí 1993
SJÓNVARP
★★★★
Sjáið
• Stórviðburðir aldarinnar ★★★ fimmtudagskvöld í
Sjónvarpinu. Franskur þáttur sem kastar ljósi á þau tímabil sög-
-^jjnnar sem allir eiga að vita allt um en margir hafa þegar gleymt.
• All the President’s Men ★★★★ í Sjónvarpinu á laugardags-
kvöld. Myndin íjallar um Watergate-hneykslið sem tveir rann-
sóknarblaðamenn komu upp um. Farið að slá í hana en stendur
þó fyrir sínu.
• The Rape of Richard Beck ★★★ á Stöð 2 laugardagskvöld.
Lögreglumanni er nauðgað og fær atburðurinn hann til að
hugsa um fleira en sjálfan sig og eigið ágæti. Prýðilegt sósíal-
drama.
• Bernstein, Kiri og Carreras ★★★ í Sjónvarpinu annan í
hvítasunnu. Fyrir unnendur sönglistar.
J®
Varist
• Child’s Play II ® á Stöð 2 fimmtudagskvöld. Fáránleg oíbeld-
ismynd um geðsjúka dúkku. Klént efhi sem fer gjörsamlega yfir
línuna.
• Paul McCartney ® bæði í Sjónvarpinu á föstudag og Stöð 2 á
hvítasunnu. Hver veit ekki allt um þennan gamla bítil? Og
hverjum er svosum ekki sama?
• Midnight Crossing ® á Stöð 2 á laugardagskvöld. Auglýst
sem spennumynd en er í rauninni léleg sápuópera. Grátleg sóun
á leikhæfileikum Faye Dunaway.
*KVIKMYNDIR
Algjört möst
Feilspor ★★★ Líklega langbesta mynd sem sýnd hefúr verið í
Laugarásbíói um langa hríð. Spennandi sakamálamynd með eft-
irminnilegum persónum. Laugarásbíói.
Mýs og menn O/Mice and Men ★★★ Sæt útgáfa af Steinbeck-
sögunni, að mestu laus við væmni. John Malkovich hefúr haldið
sig mest í leikhúsinu að undanfömu, en fær þarna aftur alvöm-
hlutverk í bíómynd. Hann svíkur ekki. Háskólabíói.
-'Slðleysi Damage ★★★ Mynd um þingmann sem ríður sig út af
þingi. Jeremy Irons leikur af feilcnakrafti. Kynlífssenurnar em
helst til langar — að minnsta kosti fýrir þá sem hafa misst eitt-
hvað úr endalausri runu ríðingamynda að undanförnu. Hinir
hafa byggt upp þol. Regnboganum.
Stuttur Frakld ★★★ Stjörnurnar þrjár segja til um stöðuna í
hléi. Effir hlé rennur myndin út í sandinn og tapar einni, ef ekld
tveimur af stjörnunum. En það er margt gott og þá sérstaldega
Frakkinn stutti. Án hans hefði myndin sjálfsagt orðið venjuleg
íslensk ærsla- og aulahúmorsmynd. Sögubíói.
í leiðindum
v Lifandi Alive ★★ Sagan er svosem nógu átakanleg, um unga
menn sem lenda í ógurlegum hrakningum og þurfa á endanum
að fara að éta hver annan. Persónusköpun er samt heldur lítil-
ijörleg og reynt að gera mannátið eins huggulegt og kostur er.
Háskólabíói.
Loftskeytamaðurinn Telegrafisten ★★ Loftskeytamaðurinn er
skandinavísk þvæla, en þó má hafa gaman af góðum leik og fal-
legum konum.
Bömmer
Ólíldr heimar Close to Eden ® Propaganda- fyrirtæki Siguijóns
Sighvatssonar gengur brösulega að búa til bíómyndir. Þetta er
mynd til dýrðar Jehóva, guði gamlatestamentisins, en í öllum
aðalatriðum er þetta stæling á þeirri ágætu mynd, Vitninu. List-
rænt gildi myndarinnar er ekkert og sem áróðursmynd fyrir
kabbala, talmúð og gyðingleg sjónarmið er myndin einnig mis-
Jjeppnuð. Melanie Griffith er vond leikkona og versnar með
hverri mynd. Regnboganum.
Leyniskyttan The Sniper ® Vopnuð skátamynd. Hægur vandi
hefði verið að gæða myndina einhverjum tilgangi með smá-
vægilegri vinnu við ódýrasta þáttinn í kvikmyndagerð, handrits-
gerðina. Þess í stað fjallar myndin bara um menn sem skríða um
í frumskóginum og skjóta aðra menn af óskiljanlegum ástæð-
um. Bíóhöllinni.
Banvænt bit Innocent Blood ® Þetta er skelfileg tilraun til að
gera hryllingsmynd og grínmynd í einu. Myndin er hvorugt.
Ekld einu sinni nógu lítið fýndin til að vera Wægileg. Bíóhöllinni.
KVIKMYNDIR
Hin hljóðláta bylting
Umtalaðasta
mynd ársin
JV Palli
SOMMERSBY
★★★
GUÐMUNDUR
ÓLAFSSON
Við fýrstu sýn er þessi
mynd ósköp venjuleg róm-
ansa um meinleg örlög sem
margan hrjá. Þegar betur er
að gáð kemur í ljós að miklu
meira af hugsun er laumað
inn í myndina en maður
bjóst við fyrirfram. Undan-
farið hafa ýmsir bandarískir
leikstjórar snúið sér að gerð
kvikmynda sem eru metnað-
arfýllri og betur unnar en títt
er. Svo virðist sem nú standi
yfir hljóðlát bylting í Holly-
wood, bylting sem hvorki er
farin að hafa teljandi áhrif á
hina aldurhnignu sveit sem
veitir Óskarinn, né heldur þá
sem skrifa um kvikmyndir
fýrir blöð. Myndir á borð við
Áwakenings, Stanley og Iris
og síðast en ekki síst Konu-
ilmur eru af þessum toga. Á
yfirborðinu eru þessar mynd-
ir skemmtilegar dæmisögur
sem má hafa gaman af stutta
lcvöldstund. Undir niðri er al-
varlegri undirtónn sem kem-
ur þægilega á óvart. I þeim
öllum er heimspekileg vídd
þar sem fjallað er um lífsgildi.
Á hógværan og kurteislegan
hátt erum við spurð að því,
hvers konar líf sé þess virði að
því sé lifað. Þessar myndir eru
fullar af tilvísunum í menn-
ingararfleifðina og það eru
þessar tilvísanir sem skipta
máli, en ekki inntakslaust
kjaftæði um ofbeldi eða ekki
ofbeldi. Stundum fjalla þessar
myndir um sögulegt efiii eins
og JFK, Hoffa og Goodfellas,
þar sem Bandaríkjamönnum
er stillt upp við vegg með erf-
iðum spurningum um at-
burði úr náinni fortíð.
Sommersby er hins vegar
einföld dæmisaga eða ævin-
týri, þar sem viðfangsefnið er
hin lúmska spurning, hvort
réttara sé að fórna öllu fýrir
það sem maður trúir á og veit
að er rétt eða hvort maður á
að velja þægilegri leið lífslyg-
innar. Sagan er byggð á eld-
fornu sagnaminni um mann
sem hefúr verið lengi í burtu,
talinn af, en kemur síðan aft-
ur eða einhver í gervi hans,
eins og dæmi eru um í ís-
lenskum þjóðsögum. Þetta
sagnaminni hefur oft verið
tekið fýrir í kvikmyndum, en
hér er því stungið niður í fá-
tækt hérað í Bandaríkjunum
um 1800, þar sem menn taka
til við tóbaksrækt fýrir tilstilli
hins nýja Sommersby. Þessi
útgáfa er ekki síðri en sú
ffanska, sem kvikmynduð var
fyrir nokkrum árum og
byggðist á annálarannsókn-
um um svipað mál, þar sem
erfðamál voru þó aðalatriðið.
Það skemmtilega við kvik-
myndina Sommersby er að
„...sannleikur tilfinninganna er ekki
nauðsynlega sá sami og sannleikur vits-
munanna, að hinn félagslegi sannleikur
er ekki sá sami og lagalegur sannleikur,
að sitt hvað er lygi og lífslygi. “
hugtakið sannleikur er tekið
til umfjöllunar í leiðinni. I
ljós kemur að sannleikur til-
finninganna er ekki nauðsyn-
lega sá sami og sannleikur
vitsmunanna, að hinn félags-
legi sannleikur er ekki sá sami
og lagalegur sannleikur, að
sitt hvað er lygi og lífslygi.
Þessi mynd er í alla staði
vel gerð, vel leikin og oft un-
aðslega falleg. Stöku sinnum
ber á gömlum klisjum, til
dæmis í tengslum við kyn-
þáttaátök, en þær eru yfirleitt
góðrar ættar, leggjast á sveif
með mannúð og frjálslyndi.
Hin hljóðláta bylting á trú-
lega rætur að rekja til þess að
kvikmyndaframleiðendur
vilja nú gera myndir sem fólk
er tilbúið að sjá oftar en einu
sinni, ekki síst af myndbönd-
um. Þess vegna verður efni
þeirra að vera dýpra og end-
ingarbetra en verið hefúr.
Kvikmyndin Indecent Proposal, sem
leikstýrt er af Adrian Lyne, er þrátt fýrir
að hafa aðeins verið sýnd undanfarnar
fimm vikur í Bandaríkjunum komin í
fimmta sæti yfir tekjuhæstu kvikmyndir
ársins. Þær myndir sem eru ofar á tekju-
listanum hafa allar verið sýndar í minnst
fjóra mánuði og má því búast við að
hún slái fljótlega aðsóknarmet vestra.
Með aðalhlutverk í kvikmyndinni
fara þau Demi Moore, gamalstirnið
Robert Redford og nýjasta kyntáknið í
Bandaríkjunum, Woody Harrelson,
sem kunnastur er fýrir túlkun sína á ein-
földum barþjóni í þáttaröðinni Staupa-
steini, sem nýlega lauk göngu sinni.
Leikstjórinn Adrian Lyne hefur lag
á að gera kvikmyndir vinsælar, sem
dæmi má nefha FatalAttraction, 9
1/2 viku og Jacob’s Ladder, enda
leikstjórinn sjálfur mjög hrifinn
af sögum sem vekja siðferðisleg-
ar og ögrandi spurningar. Og
það gerir hann svo um munar í
nýjasta afkvæmi sínu, Indecent
Proposal, sem er einhver umtal-
aðasta kvikmynd árins.
Demi Moore og Wöody Harr-
elson leika hjón en Robert Redford
milljónamæring sem hefur ffam að
þessu getað keypt allt fýrir peninga.
Milljónamæringinn langar að rekkja
með konunni og er tilbúinn að borga
væna summu fýrir. Sjálf lifir hún ham-
ingjusömu lífi með eiginmanni sínum,
en það er ekki þar með sagt að hana
langi ekki til að sofa hjá auðkýfingnum,
þótt hún reyni að telja sér trú um að
hún mundi aðeins gera það peninganna
vegna.
Það sem gagnrýnendur heillast mest
af við þessa umtöluðustu mynd ársins
(sérstaklega kvengagnrýnendur) er að
persónan sem Demi Moore leikur er
ekki fullkomlega sjálffi sér samkvæm.
Hún er mannleg og fellur ekki beint
undir þær kvenímyndir sem stillt
hefur verið upp í hinni vinsælu
formúlumynd. Stóra spurningin er:
sefur hún hjá honum eða ekki?
Sýningar á myndinni hefjast í
Háskólabíói snemma í júní.
Þríeykiö Woody Harrelson,
Demi Moore og Robert Redford. Red-
ford leikur auökýfing sem langar til aö
samrekkja hamingjusömu eiginkonunni
(Demi Moore) fyrir dágóöa fjárupphæö.
Hana langar til þess sjálfa — jafnvel
þótt peningar væru ekki í boöi.
í brennidepli
19:00 Bamaefni: Baiaur
Baldur Hermannsson
les upp úr þjóðsög-
um og hryllingssög-
um. 17:411
19:15 Baldur og Konni
Úr gömlu filmusafni
Sjónvarpsins
19:20 Krókódílar Heimilda-
mynd frá BBC
20:00 Tóniistarþáttur Viötöl
& myndbönd
20:30 Innlendar fréttirirá
fréttastofu
20:50 Vedur
21:00 Fréttir frá BBC frá því
fyrr um kvöldiö
21:30 Fréttaskýringar & viö-
töl
22:00 Málverkiö í dag Um-
ræðuþáttur
23:00 íþróttir
24:00 Kvikmynd: Shadows
eftir Annie Sprinkle
01:30 Næturefni: Matarþátt-
urinn „Að grilla með
Grillrejser"
01:37 Wrestling
03:03 Dagskrárlok