Pressan - 15.07.1993, Blaðsíða 2

Pressan - 15.07.1993, Blaðsíða 2
FYRST O G FREMST 2 PRESSAN Fimmtudagurinn 15. júlí 1993 1ÚN BALDVIN HANNIBALSSON Sagt er að brestir séu að koma í samband jieirra Davíðs og Jón Baldvin ætlar að nota ólátabelgina í flokknum til að styrkja stöðu sína. GUÐMUNDUR flRNI STEFÁNSSON Peð í valdatafli Jóns Bald- vins Jón Baldvin íhug- ar stjórnarslit Kunnugir segja sambandið á milli Jóns Baldvins og Dav- íðs Oddssonar hafa kólnað svo að Jón leiti nú leiða til að slíta stjórnarsamstarfinu. Hann er sagður líta til hausts- ins og munu vilja nýta sér þá Össur Skarphéðinsson og Guðmund Áma Stefánsson til andófs gegn Sjálfstæðisflokkn- um með meðfylgjandi stjórn- arslitum. Það styrkir þessa skoðun að með þessu tækist Jóni að veija sig væntanlegum árásum frá vinstri í flokknum og búa til alveg nýtt pólitískt landslag áður en kemur að átakamiklu flokksþingi næsta sumar... Mel Gibson til ís- lands______________ Miklar líkur eru á að eitt mesta stórstirni kvikmynd- anna um þessar mundir, kvennagullið Mel Gibson, muni seint á þessu ári stíga sín fyrstu skref á íslandi. Ástæðan fyrir hingaðkomu hans er frumsýning Regnbogans á kvikmyndinni „Man Without a Face“, en Gibson bæði leik- stýrir myndinni og fer með aðalhlutverkið. Myndin verð- ur frumsýnd í Bandaríkjun- um í september en í Regnbog- anum verður hún að öllum líkindum jólamyndin í ár. Fleiri en Islendingar munu verða goðsins aðnjótandi því hann hyggst fara í heimsreisu með haustinu til að vera við- staddur frumsýningar á myndinni í kvikmyndahúsum víða um heim. Margrét hættir endurskoðun þiéðminjqlagq Margrét Hermanns-Auðar- dóttir fornleifafræðingur gegnir nú þriggja ára rann- sóíoiarstöðu sem kennd er við Kristján Eldjárn, fyrrum þjóðminjavörð og forseta Is- lands. Á þessum tíma hefur hún unnið talsvert við endur- skoðun þjóðminjalaganna og mun meðal annars hafa boðið Össuri Skarphéðinssyni um- hverfisráðherra að minjavarsla yrði sett undir hans ráðuneyti. Endurskoðun laganna heyrir þó ekki undir rannsóknar- stöðuna og hefur hún nú hætt því samkvæmt ábendingu. Margrét, sem áður var Her- mannsdóttir, hefur vakið tals- verða athygli í gegnum tíðina. I frægri grein í Morgunblað- inu talaði hún um getuleysi Þórs Magnússonar sem þjóð- minjavarðar og síðar gróf hún í Herjólfsdal og sagði upp- gröftinn sýna að byggð hefði verið í landinu frá 7. öld. Íón Tryggva og tvikmynaamóg* úlarnir_____________ Þessa dagana standa yfir samningaviðræður nokkurra íslendinga við stór nöfn í bandarískum og kanadískum kvikmyndaheimi um fjár- mögnun nýrrar íslenskrar gamanmyndar. íslendingarnir eru þeir Jón Tryggvason kvik- myndaleikstjóri og pródú- sentamir Halldór Þorgeirsson og Jón Ólafsson í Skífunni. Jón Tryggvason semur handritið og leikstýrir en aðal- leikararnir koma til með að vera íslenskir. Hafa nöfn þeirra Helga Björnssonar og Ladda helst verið nefnd í þessu sambandi. Náist samn- ingar munu tökur hefjast í haust og fara fram á íslandi, í New Mexico, Californíu og New York og í Vancouver í Kanada. Þrátt fyrir að samn- ingaviðræður séu enn í gangi eru kanadísku kvikmynda- mógúlarnir þegar búnir að ráða „Casting director“. Pelicananum fat- ast flugið Allt útlit er fyrir að hljóm- sveitin endurvakta Pelican með Guðmund Jónsson og Pétur Kristjánsson í farar- broddi muni leggja upp laup- ana á næstunni enda virðist hún ekki ganga vel í landann. Samkvæmt upplýsingum PRESSUNNAR hefur aðsókn að böllum sveitarinnar verið grátleg það sem af er sumri, til að mynda voru ekki nema sextán manns sem hlýddu á sveitina á skemmtistaðnum Þotunni í Keflavík, og nær enginn mætti til að berja hin Valdimar ætlar a5 reyna að koma mér á framfæri í Bandaríkjunum. til að Tilbúinn skútur bóna Valdimar Örn Flygenring leikari sagði í vor upp samn- ingi sínum hjá Borgarleik- húsinu og hyggst freista gæf- unnar Vestanhafs. Valdimar segir ástæðuna fyrir upp- sögninni vera þá að honum líki ekki á hvem hátt leikhús- inu er stjórnað. „Þeir sem ættu að stjórna stjórna ekki. Aðrir einstaklingar vaða uppi með öll völd án ábyrgðar. Ur þessu verður listrænt öng- þveiti sem ég get ekki lengur tekið þátt í.“ Hann mun engu að síður leika í Spanskflugunni, sem hann byrjaði að æfa í vor, og frumsýnd verður f7. septem- ber, auk þess sem hann fer með hlutverk í kvikmynd Þráins Bertelssonar sem tekin verður í sumar. „En þegar það er búið fer ég að hugsa mér til hreyfings, líklega einhverntíma á næsta ári,“ segir Valdimar. Hann 'ætlar að fara út með konu og börn og tekur stefnuna á Vest- urströnd Bandaríkj- anna. „Ég ætla að reyna að koma mér á framfæri úti, en ef það gerist eitthvað verður það líklegast fyrir heppni eða tilviljun. En ég er nú búinn að prófa ýmislegt og er að vona að það komi mér til góða. En ef þetta gengur ekki er ég alveg tilbúinn til að fara að bóna skútur eða gera við mótorhjól. Og svo tek ég auðvitað gítarinn með mér. Maður getur þá alltaf sungið ættjarðarlögin á götuhorn- um.“ Hann segist ekki vera hræddur við það að vera að brenna allar brýr að baki sér. „Ég hef aldrei verið hræddur við það. Öryggið hvorki byrj- ar né endar á íbúð í Drápuhlíð- inni,“ segir leikarinn. fornu goð augum á Dalvík. I bransanum er talað um að Guðmundur hefði betur hald- ið í Stefán Hilmarsson Plá- hnetu heldur en taka svona stórt stökk niður á við. En það er víst ekki hægt að sjá allt fyr- ir. Friðrik Þór qerir usla í Skarpnéð- insgötu______________ Upptökur eru hafnar í Skagafirði á Bíódögum, mynd Friðriks Þórs Friðrikssonar, en um miðjan ágúst flyst sögusviðið suður til Reykja- víkur. Ekki gekk það þrauta- laust fýrir sig að finna hentug- an stað í borginni sem hæfði handritinu. Friðrik Þór kaus helst að búa aðalsöguhetjun- um heimili í Norðurmýrinni. Húsagarðar þar um slóðir reyndust hins vegar margir hverjir vera of grónir til að umhverfið væri í takt við sjö- unda áratuginn en myndin á að gerast 1964. Eftir langa leit var ákveðið að söguhetjumar yrðu til heimilis að Skarphéð- insgötu. Upptökum á Bíódög- um fýlgir nokkurt rask fyrir íbúa götunnar, sem sumir þurfa að skipta um gardínur og gluggaskraut á meðan á tökum stendur. Þá voru íbú- amir vinsamlegast beðnir um að slá öllum garðafram- kvæmdum og hellulögnum á frest, uns tökum væri lokið. Gert er ráð fýrir að það verði í september og þá geti íbúar Skarphéðinsgötu aftur horfið til nútímans. MEL GIBSON Hjartaknúsarinn mikli á leið til landsins. ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON Margrét Hermanns-Auðardóttir bauð honum minjavörslu í heimildarleysi. JÓN TRYGGVASON Er kominn í bland við stóru nöfnin í íslenska kvikmyndaheiminum. LADDISIGURÐSSON Volgur í hlutverk hjá Nonna Tryggva. GUÐMUNDUR JÓNSSON Hefði betur látið það ógert að fara að djamma með gömlu köllunum. FRIÐRIK ÞÓR FRIÐRIKSSON Setur allt á annan endann í Norðurmýrinni. UMMÆLI VIKUNNAR „Vont kynlífer eftil vill betra en gott kynlíf “ Gunnar Smári Egilsson ristjóri Magnús Lenín í Verslunarmannafélaginu „íslenskar aðstæður hafa leitt til þess að kristilegir sósíaldemókratar úr Sjálfstæðis- flokknum hafa haft sterk ítök í hinni faglegu samfýlkingu öreiganna." Mörður Ámason, hvalavinur. Einveran er hægdrepandi „Það er best að vera einn — þá drepur maður engan.“ Guðrún Jónasdóttir ódrepandi í Galtarey. Spillt og duglaus stjórnarandstæða „Mjög fáum óspilltum og dugandi borgarfulltrúum er til að dreifa í stjórnarandstöðunni í Reykjavík.“ Magnús Skarphéðinsson, litli bróðir. „Það kemur ekkert nýtt varaformanns- efiri utan úr geimnum fýrir haustið.“ Stefán Hrafn Hagalín, smákrati GLERKASSAMENNIN6ARSTEFNA „Ef til er íslensk menningarsteftia er hún fýrst og ffemst glerkassamenningarstefna, sem gengur út á að menning sé eitthvað sem til er og eigi að varðveita." Þórhildur Þorleifsdóttir. Reynir Hugason lagði sig niður „Ég fæ ekki séð hvemig atvinnulaus maður getur tekið sér sumarffí.“ Rúna Baldvinsdóttir, stjómarmaður í niður- lögðum atvinnuleysingjasamtökum.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.