Pressan - 15.07.1993, Síða 17

Pressan - 15.07.1993, Síða 17
TVEIR JAFNFLJOTIR Fimmtudagurinn 15. júlí 1993 PRCSSAN I7 Úr bókmenntunum á barnaheimilið Valgarður Bragason er ungt ljóðskáld sem í gærkvöldi las upp á ljóðakvöldi á Hressó í hópi frændsystkina sinna, þeirra Hrafiis og Elísabetar Jökulsbarna og bróður síns, Ara Gísla, að ógleymdum Sigurði Pálssyni og Kristínu Ómarsdóttur. Valgarður er aðeins 22 ára, en hefur þegar gefið út fjórar ljóðabækur. Sú nýjasta, Austur, kom út í síðustu viku og hefur að geyma sjö prósaljóð. Fyrir aðeins mánuði gaf hann út Scetust í bíó, en þar áður sendi Valgarður ffá sér Glitkorn (1991) og Flugelda (1992). Fyrsta bókin fékk „glimrandi dóma, sem var alveg agalegt, því ég gat ekkert skrifað í heilt ár á eftir,“ segir Valgarður og er sannfærður um að það sé betra að fá á sig vonda krítík í fyrstu tilraun. Hann er með sína eigin bókaútgáfu, Tveir jafnfljótir, úti í bílskúr, en hefur ekki gefið neitt út eftir aðra ennþá, annað en ljósrituð hefti í fáum eintökum fyrir vini og kunningja. Hann segir útgáfustarfsemina vera „mjög egósentríska“, en tekur þó ekki fyrir að hann eigi eftir að gerast forleggjari í framtíðinni. Hann hætti í bókmenntafræði í Háskólanum í vor til að fara að vinna á barnaheimili og skrifa. „Mér fannst bókmenntirnar vera að kæfa mig. í staðinn fyrir að lesa bækur og fíla þær, var maður að greina þær. Mér fannst það heldur lang- sótt steypa, auk þess sem það dró úr mér í sambandi við skriftirnar,“ segir skáldið unga, sem stefnir að því að leggja ritstörfin fyrir sig „ef skatturinn gerir ekki út af við alla útgáfustarfsemi.“ Karlmennskan kemst að Sennilega er of snemmf að fara greina frá því um hvað tískukóngarnir hugsa fyrir næsta vor, og þó — því í vortískunni má greina örlítið fréttkorn: karlmennskan er að koma aftur, ef mark er takandi á jDessum lista- mönnum. A tískusýningu sem haldin var í Florence á Ítalíu fyrir skömmu voru bæði fyrirsæturnar og fötin karlmannlegri en þau hafa verið um árabil. Ólíkt kvenn- mönnunum — mjónunum — voru karlfyrirsæturnar vöðvastæltar og sportlegar. Og ekki drógu skærir litir úr karlmennsku þeirra. Há- rauður í bland við daufari liti er það sem koma skal í dag- klæðnaði. Mikil áhersla er lögð á brjóstkassa karl- manna með pífum og íburð- armiklum krögum. Kvöld- klæðnaðurinn breystist, en þó verður engin bylting þar frekar en fyrri daginn. Sam- stæð jakkaföt sáust hvergi en þess í stað verða það stakir axlapúðajakkar og buxur og skyrturnar með voru allar meira og minna í mismunandi rauðum tónum. Smáatriðin hafa ekki lengi skipt eins miklu máli. Bendir því allt til þess að smátt og smátt sé níundi áratugurinn farinn að gera vart við sig á ný. Engin karlfyrirsæta sást þó með varalit né augn- skugga. Sundhetturnar snúa aftur Margur man eftir að hafa skammast sín fyrir móður sína í sundlaug- unum hér á ár- um áður, þegar sundhettur þóttu bráð- nauðsynlegar til að hhfa „lagningunni“ og engin kona vogaði sér út í laug án þess að vera með til- komumikla blóma- hettu á höfðinu. Þeir hinir sömu fá líkast til léttan hroll, nú þegar fregnast hef- ur að sundhetturnar eru komnar í tísku á nýjan leik. Nú þykir ekkert flottara en ' mætameð ■ skrautlega ’ baðhettuá höfðinu nið- ur á strönd eða út í laug og því geta ömmur þessa lands dreg- ið gömlu höfuðfötin fram í dagsljósið, sem þær voru sneyptar fyrir áður. Þvi skrautlegri sem sundhetturn- areru þeim mun vin- sælli virð- ast þær veraog mörgum þykir þær hettur eftirsóknarverðastar sem eru upprunalegar. Konur sem komnar eru til ára sinna og þora að skarta gömlu blómahettunni í sundi á ný, mega því búast við því Æt tískudrósir renni til 4p þeirra öfúnd- araugum í laugunum. Gömul tíska í baðfatnaði verð- ur ný. Vlð mælum með .. .spilakössum ef maður er lánsamur getur manni hlotnast aur fýrir salti í grautinn, eða ef til vill fyrir ein- um bjór. ...gömlu myndunum hans Chevy Chase þær eru óborganlega fyndnar í sumarþynnkunni. ...snjósleða- og skíðaferð upp á Snæfellsjökul það er ólýsanlega skemmtilegt, ef menn passa sig á sprungun- um. .. .kynlífi úti í sumamóttinni um það er lítt annað hægt að segja annað en prófið bara. Framhjáhald. Sem leiðir ekki til skilnaðar. Heldur framhjá- hald sem varir stutt og er aðeins hugsað sem stundargaman. Líklega er sú tegund af framhjá- haldi besta leiðin til þess að við- halda hjónaböndum. Jafnvel þótt þau séu óþreytt. Eigi fólk í fjárhagserfiðleikum sem orsakar meðal annars það að hjón geta ekki sleppt fram af sér beislinu með ferðalögum eða öðrum lífsmunaði er fátt annað hægt að gera sér til skemmtunar en að horfa á aðra, af hinu kyninu, láta líkamsvessana streyma og hjóla í bráðina. En láta ekki til- fmningarnar hlaupa með sig í gönur. ÚN Að vera leiðinlegur og pirr- aður. Að láta sumarþunglyndið ná tökum á sér. Og hitann og molluna á íslandi bræða úr sér annars hið Ijúfa sumarskap. Mjög auðvelt er að láta slá sig út af laginu haldi maður sig ein- göngu innan borgarmarkanna yfir sumartímann. Að ekki sé talað um sé maður alltaf á sama barnum helgi eftir helgi allan ársins hring, sjái ekkert nema fúlu barflugurnar, sömu til- breytingalausu innréttingarnar, sömu fúlu barþjónanna og horfi í sömu ljótu salernisspegl- ana. Altént er allt skárra en að vera í sumarþunglyndi )'fir hinu rúntíneraða borgarlífi. Þegar svo er komið getur meira að segja það eitt að fara út fyrir borgarmörkin til þess eins að horfa á íslensku sauðkindina éta upp landið gefið lífinu gildi. Á Arnarstapa á Snæfellsnesi um vor Ólafsson og Lilja Margeirs- dóttir hestagallan- um og leikhús- fólkið Kjartan Ragnars- son leik- stjóri hjá °g s p ú s a hans Sig- r í ð u r Margrét leikhúsritari hjá Þjóðleikhúsinu. Fjarri Arnarstapanum, eða í miðborginni, voru venju fremur margir úti á lífinu. Bíóbarinn á föstudagskvöld sóttu Baltasar Kormákur í eigin persónu, Hólmfríður Ólafsdóttir LH og Jón Gunn- ar Stefánsson kvikmynda- gerðamaður. Á Sólon Islandus sama kvöld sátu Árni J. Magnús frjáls- hyggjupostuli, Ari Sigvalda blaðasnápur, Halldóra blast- blondina Jónasdóttir, Stein- unn Ólína Þorsteinsdóttir og Margrét Ragnarsdóttir. Þær höfðu einnig setið þar kvöld- inu áður ásamt Friðrilci We- isshappel hinum dýrslega. Þar hafði einnig viðkomu Rúss- landsfarinn Björgólfur Thor Björgólfsson, Sigga Vala án Valerietíkunnar sinnar, Mó- eiður Júníusdóttir og Eyþór Arnalds og fullt af öðrum ónafngreindum einstakling- um. Kvöldið eftir sóttu Sólon svo Bergljót Arnalds, Margrét Jónasdóttir, Ari og Dóra, Sæ- mundur Norðfjörð og félag- ar, Margrét Örnólfsdóttir Sykurmoli, Magnús Árni Magnússon ungkrati, Eirílcur Jónsson og síðast en ekki síst leikkvendið Steinunn Ólína Þorsteinssdóttir. 1 Rósenberg-kjallaranum á laugardagskvöld var hiti í lofti enda Þorsteinn Högni rit- stjóri Núllsins og Jökull Tóm- asson útlitshcnnuðir þess þar að skemmta sér. Ekki langt undan var allt Pasta Basta-lið- ið í spaghettístuði og skóla- systurnarnar úr Þinghóls- skóla, þær Kolbrún Jónsdótt- ir og Auður Ágústsdóttir. Að skemmta sér í Hagkaup í Skeifunni um miðjan dag á laugardag voru hin nývígðu hjónakorn Þórdís Jóna Sigurðardóttir og Kristján Vigfússon. Á veitingastaðnum 22 sást til ferða Elísu í Kolrössu Krók- ríðandi, Ara Eldons og Einars Melax, dr. Bjarna Þórarins- sonar, finnsk/íslenskö-ættaða öngvarans Bjarka Kaik- umo í Lipstick Lovers, Þorra Jó- a n n s - sonar og en ekki sást neitt til Felix Bergssonar leikara. I myndhöggvarapartíi á Ný- lendugötunni á föstudags- kvöldið, þar sem hljómsveitin Júpíters skvetti úr klaufunum, voru Jón Óskar myndlistar- maður og vinur hans Birgir Andrésson og aðdáendur, Anna Ringsted hjá Fríðu f r æ n k u , .Sveinn og , Brynhild- tur Þor- I geirsbörn log Einar ÍGaribaldi. rÁ sunnu- rdagslcvöldið var nánast hver veitingamaður á landinu að skemmta sér á Gauki á stöng. Ástæðan var fögnuður hins árlega fótboltamóts sem haldið var þá um daginn. Þar voru einnig allir meðlimir Jet Black Joe að halda upp á af- mæli tveggja meðlima sveitar- innar, þeirra Hrafns og Gunnars Bjama. Mun fullt af huggulegum kvenpening hafa verið þar einnig. Svo mun leikarinn Pálmi Gestsson hafa litið við á Gauknum á mánu- dagskvöld eftir eins og hálfs árs hlé frá þeim stað. Áfengisvandamálið er mikið áhyggjuefni þessa dagana enda hefur komið í Ijós að tekjur ríkisins af áfengiskaupum hafa dreg- ist saman um hundruð milljóna króna. Ástæðan er einföld. Við drekkum jafn mikið eða meira en áður en verðlagið er svo svívirðilegt að nú kaupir maður bruggið og smyglið í stórauknum mæli. Verðið er fínt og gæðin fara vaxandi. Fríkki og Höskuld- ur Ríki verða að lækka sig til þess að verða samkeppnisfærír og sjá aurana aftur renna í eigin kassa.

x

Pressan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.