Pressan - 15.07.1993, Page 20

Pressan - 15.07.1993, Page 20
20 PRESSAN Fimmtudagurinn 15. júlí 1993 Bjarni Þórarinsson myndlistarmaður segist vera kannski fyrsti alvöru heimspekingurinn á íslandi Það er best að reyna að hitta hann á 22ur á Laugaveginum. Þangað kemur hann flesta daga vikunnar til að vinna. Hann situr úti í homi með bjórkrús, Gamel Dansk og kafifibolla, þegar blaðamann ber að garði. Hárið er sítt, dá- lítið grásprengt og greitt aftur frá enninu. Hann er í græn- um buxum, hvitri skyrtu og með rauð axlarbönd með alpamynstri. Held ég. Það á vel við, því í haust er hann á leið til Austurríkis, til borgar- _ innar Linz, þar sem honum hefur verið boðið að sýna með Franz Graf, Christie Astuy og tíu öðrum lista- mönnum, þar á meðal Joseph Kosuth. Bjami Þórarinsson segist líklega munu verða „að heiman frægur“ áður en hann verður frægur á íslandi. Þó er ekki eins og hann sé óþekkt- ur. Andlitið er kaffihúsagest- um kunnuglegt og hann er þekktur í myndlistarkreðsum borgarinnar, þó svo Aðal- steini Ingólfssyni hafi hafi láðst að geta hans í bókinni Northern Poles. Nokkuð sem hafði alvarlega afleiðingar, að sögn Bjama. Þann 21. júlí næstkomandi ætlar Bjarni að halda upp á fimm ára afmæli sitt sem sjón- háttarfræðingur — á 22ur að sjálfsögðu. Sjónháttarfræðin er eitt af fimm kerfiim í Vísi- akademíunni sem Bjarni hef- ur hug á að stofna, en það er í kringum þessi kerfi sem hann byggir hugmyndafræðina í verkum sínum. Geturðu útskýrt nánar hvað þú átt við með vísiakademíu? „Ég er með 17 nýgreinar í vísiakademíunni. Fyrst er sjónháttarfræðin, en hún leið- ir til benduheimspeki, sem byggir á formúlunni T = 5B°o. Síðan koma vísibókmenntir, vísihandritafræði, vísitungu- málafræði, vísimyndunar- fræði, vísiskýringarfræði, vísi- mynsturfræði, vísitáknfræði og vísilíffræði. Þá eru það dúxgreinarnar vísigjörhygglis- háttarfræði og vísitilfinninga- háttarfræði. Þetta er kjarninn í vísiakademíunni. Ennfremur er ég að þróa nýjungar á sviði ljóðlistar. Er búinn að finna upp nýja brag- arhætti sem ég kalla þing- hendu og lýsistrýtu. Ég beiti þeim óspart í tveimur nýjum gerðum af leikhúsum sem ég nefni annarsvegar oj-peru og hinsvegar oj- pýru.“ Bjarni segir oj-peruna vera dulbúna list í vísindaformi, en oj-pýruna dulbúin vís- indi í listrænu formi. Gestir á nýafstaðinni gjörningahá- tíð Nýlistasafnsins fengu að kynnast þessu nýja leikhús- formi Bjarna. Viskutungumál fyrir snobbaða „Sextánda greinin er raflat- ónar, sem eru nýjungar á sviði tónlistar." Bjarni hefur gert snældu með þessari tónlist, en segist ekki þora að gefa hana út. Ekki ennþá. „Sautjánda og síðasta greinin er ennvara- mennt, en þar er ég að þróa nýtt tungumál sem ég kalla visku.“ Bjarni mælir nokkur orð á þessu nýja tungumáli, sem blaðamaður treystir ekki til að hafa eftir, en ímyndar sér að liggi einhversstaðar á milli íslensku og færeysku. „Viskan er hugsuð fyrir snobbdeildina í akademíunni, en sá sem ætlar virkilega að forframast í henni lærir þetta tungumál.“ Bjarni er nú orðinn óstöðv- andi. Hann segist ætla að hafa fimm deildir í akademíunni, ritmenntadeild, mynd- menntadeild, sjónleikjadeild, uppfinningadeild, sem hann segir langerfiðasta, og loks léttmenntadeild, þar sem nemendur fá að ráða öllu. Hann hefur líka gefið nem- endum ákveðið heiti eftir því hve langt þeir eru komnir í náminu. Þannig eru íýrsta árs nemar busar, annars árs nem- ar bisar, þriðja árs nemar brasar, íjórða árs nemar bessar og fimmta árs nemar kvæsar, sem er jafnframt starfsheiti kennara á fyrsta ári. Þeir verða síðan bendukvæsar, vísikvæsar, kvæsi-kvæsar og kvæsi-vísi- kvæsar. Bjarni hefur sótt um húsnæði undir Vísiakadem- íuna hjá borginni, en við- brögðin sem hann hefur feng- ið hafa verið dræm. Tilboöið um Vísiaka- demíuna stendur ekki ævilangt Ég er ekki þessi tegund af heimspekingi sem er með þvinguna á gagnaugunum „Mér er sagt að fýrst þurfi ég að leggja ffarn tíu milljónir. Annars stendur þetta tilboð mitt um Vísiakademíuna ekki ævilangt svo ef þessir herrar ætla etói að missa af lestinni, þá verða þeir að fara að hugsa sinn gang. Það er nefnilega hægt að reisa vísiakademíu á fleiri stöðum en á þessu skeri. - Ég gef þeim fimm ár,“ segir hann. Hvað með tilganginn. Hver er hann? „Þetta var bara stefnuyfir- lýsingin. Ég á eftir að segja þér frá þessum fimm kerfum. All- ar þessar nýgreinar sem ég er búinn að vera að segja þér frá tilheyra kerfunum sem ég hef hannað til að takast á við þær. Kerfi eitt kalla ég vísi-, mynd-, stafa- og stuðlakerfi. í því kerfi hefur sjónháttarfræð- in mjög sterka skýrskotun til ritháttar bragfræðinnar. Þetta kerfi er skáldamál Vísiaka- demíunnar, en í stað þess að yrkja, t.d. ferskeytlu, þá teikn- arðu, málarðu eða mótarðu eftir sjónhætti sem er fjór- hentur. Kerfi tvö stjórnar endur- reisn handritagerðar og kallast vísimyndlyklakerfi. Þar tek ég upp þráðinn frá 14. öld, en þá hættu menn skyndilega að gera handrit. Ég er búinn að uppgötva 120 lykla sem stjórna handritagerðinni.“ Hann sýnir blaðamanni dæmi um íó-lykil, sem hann hefur teiknað í svokallaða vísi- rós. Inni í rósinni eru orð sem öll hafa endinguna -íó: pýríó, þeríó, eríó, kveríó o.s.ffv. Vísi- rósirnar hans Bjarna minna einna helst á mynstur. Heimspeki meö form- úlu „Til að byrja með reyndi ég að halda mig við orð sem hafa ákveðna merkingu, en svo gafst ég upp og lét lykilinn ráða ferðinni. Þá fóru að koma inn orð sem hafa enga merkingu, en það er aldrei að vita nema síðar eigi þau effir að fá hana.“ Hann glottir. „En nú förum við í kerfi þrjú, sem ég kalla vísimyndríklakerfi. Þar eru ríkjandi: háttur, form, efni og gangur. Nú er ég far- inn að útskýra fyrir þér T = 5B°°. Ég hugsa ekki um neinn nema út frá því hvernig við- komandi er í eðli sínu, hætti sínum, efni sínu nú ert þú t.d. að taka efni fyrir PRESSUNA — og gangi sínum, — hvernig þér muni ganga með þetta viðtal.“ Skyndilega er hann kominn út í allt aðra sálma. Fer að velta því fyrir sér hvort hann sé fyrsti heimspekingur sög- unnar til að setja ffam hreina og ómengaða formúlu. Hlær svo og fer aftur að tala um kerfin. „Kerfi fjögur kalla ég vísi- myndstaðla. Það eru sjónar- hólar, jafn margir og sekúnd- urnar í sólarhringnum eða 86.400. Ég er búinn með fyrstu 20 sjónarhólana. Fimmta kerfið er vísimynd- vísa og -víslakerfi. Ég er skemmst á veg kominn með það.“ Hvað áttu við með sjónar- hóll? „Þetta er viðmiðun sem ég set sjálfum mér til að koma benduheimspekinni saman. Það er í sjónarhólunum sem hin raunverulega heimspeki kemur fram. Ég gæti líldega eins kallað þetta sjónarmið, en kýs frekar orðið sjónarhóll.“ Hver sjónarhóll reiknaður út frá formúlunni T = 5ZL°. „Ég held að ef ég eigi eftir að verða heimspekingur, þá verði það fyrir þetta. Ég er ekki þessi tegund af heim- spekingi með þvinguna á gagnaugunum. Ég er víðffæð- ingur. Það kernur held ég mjög glögglega fram í þessum sjónarhólum. Gunnar Dal, þessi ágæti drengur sem er búinn að glugga mikið í heimspeki, hann kallar sig ekki heimspek- ing. Hann hefur heiðarleika yfir svo marga aðra íslenska ffæðimenn, sem leggja stund á og nema heimspeki. En þeir eru ekki heimspekingar, þeir bara stunda hana. Ég veit ekki nema ég sé bara með fyrstu mönnum á íslandi til að smíða raunverulega heim- speki. Það er kannski kok- hreisti að segja þetta, en ég verð bara að kannast við þetta.“ Hann hækkar röddina. „Það er ekkert um annað að ræða.“ Fékk hrossaflugu í höfuðið Hvernig dastu niður á þessi sjónháttarfrœði? „Hvernig datt ég niður á þetta? Ég held það hafi verið eitthvað sem datt niður á mig. Að ég hafi fengið á mig hrossaflugu.“ Fyrst vill hann ekki segja meira. Fer út í aðra sálma. Síðan: „Listfræðingurinn Aðal- steinn Ingólfsson ritaði í ágæt- isbók sem heitir Northem Po- les. Þessi vitleysingur sem situr hér á móti þér var ekki nafh- greindur í þessari bók. Samt var ég aðalhvatamaðurinn, ásamt Friðrik Þór Friðriks- syni, að því að stofha galleríið Suðurgötu 7 á sínum tíma, þó fleiri hafi komið við sögu síð- an. Ég varð svo stjörnubrjál- aður að það leiddi til uppgötv- unar á sjónháttunum. í stað þess að verða víðáttubrjálað- ur, þá fékk ég þessa hrossa- flugu í höfuðið. Það var upp- götvunin á sjónhættinum.“ Sjónarháttarmyndir Bjarna verða til sýnis á Mokka kaffi ffá og með 18. júlí. Margrét Elísabet Olafsdóttir.

x

Pressan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.