Pressan - 15.07.1993, Blaðsíða 26

Pressan - 15.07.1993, Blaðsíða 26
PRESSAN Fimmtudagurinn 15. júlí 1993 ÓDÝRT EN GOTT Myndlist • Sonia Renard & Volker Schönwart sýna málverk og grafík- myndir í Portinu; sýningin nefnist Flóð og fjara. • Wemer Möller, myndlistarmaðurinn þýski, sýnir málverk, skúlptúra, glerverk og texh'lverk í Hafnarborg. • Craig Stevens hefur opnað sýningu á máluð- um Ijósmyndum í kaffistofu Hafnarborgar. • Gamli góði stíllinn nefnist sýning á neðri hæð VeiHngastaðarins 22, á landslagsmálverk- um efHr Kristinn Morthens, Sigurð Kristjánsson og Matthías Sigfússon. • Alvar Aalto. Afmælis- sýning Norræna hússins á verkum Alvars Aalto. • Elín Jakobsdóttir, skosk-íslensk listakona, sýnir málverk og teikning- ar í húsakynnum Menn- ingarstofnunar Bandaríkj- anna. Opið alla virka daga kl. 8.30-17.45. • Bragi Ásgeirsson sýnir ný málverk á efri hæð Hulduhóla, Mosfells- bæ. Opið daglega kl. 14- 19. • Sigríður Asgeirsdóthr sýnir steint gler á efri hæð Hulduhóla, Mosfellsbæ. Opið daglega kl. 14-19. • Katrín Sigurðar- dóttir sýnir rýmisverk, samansett úr teikningum og þrykki, í Galleríi Sæv- ars Karls. • Tryggvi Oiafsson, listmálari í Kaupmanna- höfn, sýnir nýjar og gaml- ar myndir á Mokka. • Markús ívarsson. Sýning á verkum ýmissa íslenskra listamanna, úr safni Markúsar Ivarsson- ar, í Listasafni Islands. Op- ið alla daga nema mánu- daga kl. 12-18. • Carlo Scarpa, lista- maðurinn og arkitekhnn, er höfundur verkanna sem nú eru Hl sýnis í Asmund- arsal. • Bragi Óiafsson held- ur sýningu á Ijóðum sínum að Kjarvalsstöðum. Opið daglega kl. 10-18. • Róska sýnir málverk sín í Sólon Islandus. • Laufey Margrét Pálsdóttir sýnir verk sín á Café Karólínu, Akureyri, í tengslum við Listasumar '93. Sýningar • Myndir í fjalli í Lista- safni Sigurjóns Olafsson- ar. Tildrög að gerð lista- verks Sigurjóns við Búr- fellsvirkjun; sýndar Ijós- myndir, myndband, verk- færi og frumdrög að lista- verkinu. Opið mánudaga til fimmtudaga frá 20-22, laugardaga og sunnu- daga kl. 14-18. Tónleikar á þriðjudagskvöldum kl. 20.30. Fjárskortsfilmur Peningaleysið skapar hugmyndir Tveir ungir menn, þeir Stefán Ámi Þorgeirsson og Sigurður Kjartansson (Siggi breik) h afa stofnað saman lítið kvikmyndafyrirtæki sem þeir nefna Kjól og Anderson, ein- hverra hluta vegna. I undirtitli þess stendur með réttu fjárskortsfilmur. Hingað til hefur vinna þeirra félaga aðeins verið unnin á hugsjóninni einni saman. Hvorugur þeirra hefur aðalatvinnu sína af rekstrinum. Annar eigandinn, Sigurður, er um þessar mundir staddur i Alaska þar sem hann er að redda sér aurum, Stefán Arni vinnur hins vegar í prentsmiðju i sumar og stundar að auki háskólanám. En á hvað skjóho þið? „V/ð höfum ver/ð / tónlistarmyndböndum og tókum nýverið upp myndbandib með Dos Pilas v/ð lagib Better Times. Það er innblásio af kvikmyndagerðarmanninum Derek Jarman. Hann lét peninga- leysi skapa sér skemmtilegar hugmyndir oa fjölbreyttari úr- vinnslu en ella. Til stendur að nýtt myndband með Lipstick Lo- vers verði skotið á næstunni. Svo er meira á döfinni sem ég get ekki upplýst hér og nú." En hvemig er að vinna fjárskortsfilmur? „Þetta er ofsalega mikil samvinna. Allt er unnið í algerum hnút. En ef um stærri verk er að ræða skiptum við niður verkunum. Það er allt í lagi í tónlistarmyndböndum að vera með tvo leikstjóra. En ekki i stærri verkum. I stór- um verkum verða menn að geta bundið traust sitt við einn mann." Er ekki vonlaust að stofna fyrirtæki í krepp- unni? Jú, það er alveg vonlaust, Og þó. Þetta byggist allt á dugnaði við að trana sér fram, að koma góðum hug- myndum til réttu aðilanna." þessarmuaœ-eri Aiaska ao næla ser i aura. óþolandi að Ingvi Hrafn skyldi taka upp á því aö flytja notend- um Stöövar 2 á hverju kvöldi hámákvæmar upplýs- ingar um verðbréfavísitölu VÍB. Þaö er neyðarlegt þeg- ar fréttamenn reyna aö láta tölumar hljóma eins og nýj- ustu fregnir af Dow Jones vísitölunni í New York. Viö- skiptin hjá VÍB eru svo lítil- væg að það nægir aö kona á Austfjörðum leysi út bréf sín til aö kaupa nýjan bíl, til aö heildarviðskipt dagsins aukist um helming. MYNDLIST Skúlptúrgróður í Hveragerði í Rúnaskógi, eftir Fmnu B. Steinsson. Myndhöggvara- félagiö í Reykjavík í Hverager&i Það er ekki á hverjum degi að maður leggur leið sína yfir Hellisheiði gagngert til að sjá myndlistarsýningu. En tilefiiið var sumarsýning Myndhöggv- arafélagsins í Reykjavík sem bæjarstjóm Hveragerðis bauð til í garði og salarkynnum Hótels Arkar. Tuttugu og tveir listamenn sýna ný og nýleg verk. Auk valinkunnra mynd- höggvara eins og Hallsteins Sigurðssonar, Helga Gísla- sonar og Þorbjargar Páls- dóttur eru nokkrir sem eru tiltölulega nýkomnir úr námi (einkum frá Þýskalandi). Stórar útisýningar á skúlp- túr eru ekki algengar, enda viðamikið verk að setja slíka sýningu upp. En þar að auki virðist íslensk skúlptúrlist eiga erfítt uppdráttar utandyra. Mörg þessara verka hefðu átt betur heima innandyra, þau verða eitthvað svo lítilmótleg og yfirgefin á bersvæði. Þetta er ekki alfarið myndlistinni sjálfri að kenna. Umhverfið, hvort sem það er bygging, torg eða garður, verður að skapa höggmyndinni rétt skil- yrði. Höggmynd ein sér er að- skotahlutur, nema það sé fellt að umhverfinu eða því komið fyrir á stað þar sem mynd og umhverfi bæta hvort annað upp. Finna B. Steinsson var til skamms tíma í Listaaka- demíunni í Mtinchen og sýnir verk sem heitir „I Rúnaskógi" (sem mig minnir að hafi unn- ið til verðlauna þar). Verkið er í nokkrum hlutum gert úr stálbitum og byggt á formum rúnastafanna. Af útiverkun- um nýtur það sín einna best og ekki er hægt að ímynda sér að það hefði komið betur út innandyra. Stærðarhlutföll eru mikilvæg og Finna hefur fundið hæfilega stærð fyrir rúnirnar til að rýma við mannlega nánd. Þetta atriði kemur ekki eins vel út hjá reyndari mönnum eins og Helga og Hallsteini. Þeirra verk eru í einhverjum til- komulitlum mublustærðum sem eiga betur við innandyra- verk. Sum verkanna falla svo vel inn í umhverfið að þau rísa alls ekki upp fýrir ýfirborðið. Kristinn E. Hrafnsson hefur notað tilvísanir í jarðfræðileg- ar hugmyndir, eins og merkja má af verkinu á Klambratúni, „Landrek". Hann hefur fellt tvær járnplötur inn í gang- stéttina fýrir framan inngang hótelsins, önnur þeirra með latneskri áletrun, „Úr iðrum jarðar“ og mynd af íslandi. En Inga Jónsdóttir er með best földu verkin á sýningunni. Ég tók ekki eftir öðru þeirra fýrr en ég labbaði þvert yfir það — fjórar spýtur sem liggja á jörð- inni og sýna höfuðáttimar — en hitt notfærir sér kringum- stæður nokkuð skemmtilega. Við hliðina á golfvellinum hefur hún komið fyrir effirlík- ingu af flöt með golfstiku og holu, en við jaðarinn á flöt- inni eru tveir tréstautar, annar miðar út hádegjsstað sólar og hinn hánorður. En enginn gekk eins langt og Halldór Ás- geirsson við að fella skúlptúr- inn inn í umhverfið því eitt verkið er beinlínis ofan í jörð- inni. Stór hraunsteinn, bræddur að utan með log- suðutækjum, liggur ofan í gryfju eins og loftsteinn eða fom blótsteinn sem hefur ver- ið graftnn upp. Það kennir því ýmissa grasa í Hveragerði (eins og endra- nær). Hér er engin tímamóta- sýning á ferðinni, en áhuga- fólk hefúr góða ástæðu til að staJdra við í gróðurvininni og kynna sér fjölbrevtta flóru ís- lenskrar höggmyndalistar.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.