Pressan - 15.07.1993, Blaðsíða 33
SKI LA BOÐ
Fimmtudagurinn 15. júlí 1993
pressan 33
Athugasemd við skrifjakobs Frímanns Magnússonar
PRESSUNNI hefur borist eftirfarandi athugasemd frá Hildi Helgu Siguröardóttur og Önnu Hildi Hildibrandsdóttur
Jakob Frímann Magnússon, menningarfúll-
trúi við sendiráð íslands í Lundúnum, gerir í
síðustu Pressu athugasemd við litla frétt, sem
blaðið birti 1. júlí sl. af þjóðhátíðarsamkomu
íslendinga í Lundúnum.
AthygU okkar hefur verið vakin á því að í at-
hugasemdinni notar Jakob Frímann, undir fyr-
irsögninni „SkynviJlt Gróa“, starfsheitið ffétta-
ritari eigi sjaldnar en fjórum sinnum í lýsing-
um sínum á ónafngreindri konu, sem er líka
kölluð „okkar manneskja í London“.
Þennan „fréttaritara" telur Jakob Frímann
hafa selt Pressunni ffásögnina af þjóðhátíðar-
samkomunni, sem menningarfulltrúinn átti
veg og vanda af að skipuleggja.
I frétt Pressunnar var m.a. sagt ffá því að
brennivínsflaska var meðal vinninga í boð-
ftlaupi bama og niðurlag athugasemdar Jakobs
Frímanns hljóðar svo:
„Þess var ekld að vænta að okkar manneskja
í London kynni að meta slíkt spaug, hvað þá
verðlaunin hneykslanlegu, enda er yfirskrift
pistils hennar, „Brennivín fyrir bömin !!“
Það skyldi þó aldrei vera ritstjóri góður, að
einmitt sá hættulegi vímugjafi, brennivínið,
kynni að vera valdur að þeim heilaskaða og
skynviUum sem virðast einkenna ffásagnir tíð-
indamanneskju Pressunnar í Lundúnum.
Nema að í fréttaritaranum bærist lítið fól, eða
jafhvel bældur og blankur rithöfundur sem er
hreinlega undir of mikilli fjárhagslegri Pressu?“
Svo mörg voru þau orð menningarfulltrú-
ans.
Hvað varðar umrædda samkomu, þá var
fféttaritari Ríkisútvarpsins þar eldd viðstödd og
því ekki til ffásagnar, meðan fféttaritari Bylgj-
unnar og Stöðvar 2 mætti á staðinn með dætr-
um sínum, átti góðar stundir í hópi landa
sinna og var almennt ánægð með daginn. Hún
hafði áður getið þess á Bylgjunni að samkoman
stæði fyrir dyrum. Að öðru leiti stóð hvorug
okkar fyrir neinum fréttaflutningi af þessari
samkomu, beint eða óbeint.
Það er rétt í ffétt Pressunnar að brennivín
hafi verið veitt sem verðlaun í boðhlaupi bama
og mæltist það vissulega misjafnlega fyrir, þó
að enginn gengi fram fyrir skjöldu og mót-
mælti að sá háttur væri hafður á.
Að ýmsu öðru leyti var frásögnin ónákvæm
og þess eðlis að skiljanlegt er að Jakob Frímann
hafi fundið hjá sér þörf til að gera við hana at-
hugasemd.
Honum var hins vegar í lófa lagið að sýna
örlítið meiri sjálfsvirðingu í svari sínu og sleppa
öllum dylgjum um að starfandi fféttaritarar
ættu þama hlut að máli.
Þar sem ffétt Pressunnar er mál, sem Jakob
og Pressan hljóta alfarið að eiga sín á milli, sjá-
um við ekki ástæðu til að ræða hana frekar,
enda olckur óviðkomandi og Jakob búinn að
svara henni sjálfur.
Erfitt er að átta sig á til hvaða íslensku konu í
Lundúnum Jakob er að höfða í svargrein sinni,
en víst er að undirritaðar þekkja ekld sjálfar sig
af ofangreindum lýsingum þessa opinbera fúll-
trúa þjóðarinnar á erlendri gmnd. Varla gera
ættingjar okkar og vinir, vinnuveitendur og
Wustendur heima á íslandi það heldur.
Pressan hefur hér engann fféttaritara, þó að
blaðið kunni auðvitað að eiga sér hér tíðinda-
menn -og konur- líkt og flestir fjölmiðlar.
Þó að okkur sé hulið hvaða íslensku konu í
Lundúnum starfsmaður íslensku Utanrílds-
þjónustunnar á við í þessum nærfærnu lýsing-
um, kemur það skýrt ffam í athugasemd hans
að hann er sjálfur ekld í neinum vafa um hver
húner.
Við feljum því liggja beinast við að Jakob
Frímann Magnússon nafngreini konuna,
þannig að hún fái borið hö'nd fyrir höfuð sér
og þau Jakob Frímann geti gert upp málin sín á
milli.
Á meðan fáunl yið fréttaritararnir kannski
vinnuffið.
Lundúnum, 13. júlí, 1993.
Hildur Helga Sigurðardóttir,
fréttaritari Ríkisútvarps og Sjónvarps
Atina Hildur Hildibrandsdóttir,
fréttaritari Bylgjunnar og Stöðvar 2.
HREÐAVATNSSKÁLI
Föstudagskvöldið 1 ó. jú
Konukvöld með Heiðari Jónssyni ásamt pastahlaðborði. Verð kr.
1.850.- og mœting kl: 20.30. Síðast komust fœrri að en vildul
Laugardagskvöldiö 17. júlf
Sniglabandið leikur fyrir dansi frá kl: 23.00 til 03.00.
Hópmatseðlar, gisting.
Skemmtikvöldið 24. júlf
Argentfsk grillveisla. Gestakokkurinn Óskar Finnsson sér
um matinn, Heiöar Jónsson skemmtir og Bogomii Font
og Milljónamœringarnir leika frá kl:23.00 til 03.00.
Matseðill: Grafinn nautavöðvi með rommrúsínusósu,
kolagrilluð nautalund og kolagrillað lambafile og í
eftirrétt verður Pinacolada ís,
verð litlar kr. 3.300.-
B O G O l\/l
OG MI LJÓNAMÆRIN G ARN I R
SMÁAUGLÝSINGAR
Ódýrt...
Til sölu BMW 316 árgerð
1982 í ágætu standi. Útvarp og
segulband fylgja. Verð kr:
85.000.- með afborgunum eða
kr: 70.000.- staðgreitt. Upplýs-
ingar í síma 91-12707.
Nudd...
Djúpt sænskt nudd. Ef þú ert
þreyttur í fótunum, með bak
eða höfúðverki eða orkulaus,
hafðu samband við Beatrice Gu-
idoísíma91- 39948.
Skrifstofa...
Ný björt rúmgóð skrifstofa
með allri almennri
aðstöðu til leigu.
Upplýsingar í síma 91-
688222.
Tilsölu...
Til sölu vel með farinn Silver
Cross bamavagn. Verð kr:
17.000,-
Einnig mjög vel með farið
baðborð. upplýsinar í
síma 91-611594.
Garðúðari
frá...
.HGARDENA
or/mrrr/
Gleðilegt sumar!
S T E I K H Ú S
V
0,
o’.
Á laugardagskvöldum er boðið upp á
hópmatseðla og er dansleikurinn
innifalinn sem auka desert,
og fyrir þá sem vllja glsta er boðið upp á
svefnpokapláss (kr. 1200.- fyrir 2) einnig
uppábúin rúm (kr. 3600 - fyrir 2)
^ p\Ð U R Sis
ALDURSTAKMARK 20 ÁR
SNYRTILEGUR KLÆÐNAÐUR
EFTIR
EINN
EIAKI
NEINN
BORÐAPANTANIR OG AÐRAR UPPLYSINGAR I SIMA (93) 50011
Konukvöld a A. Hansen
Föstudaginn 16. júlí
Vegna fjöldans sem ekki komst inn
endurtökum við fjörið.
Meðal annars tískusýningu frá First, Strandgötu, spá-
maðurinn mætir, frfir drykkir & ostur frá Ostabúðinni
Strandgötu milli kl. 20-21.
Toppurinn á tilverunni dansandi karlkyns fatafella. Lif-
andi músík. Karlmenn eru velkomnir eftir kl. 23:30. því
við verðum í urrandi stuði fram eftir nóttu.
A. Hansen
Staður fyrir konur.