Pressan - 22.07.1993, Page 4

Pressan - 22.07.1993, Page 4
4 PRBSSAN F R E TT I R Fimmtudagurinn 22. júlí 1993 (BcetifCálíar Sendíboði frá PLO „Það hefði í sjálfu sér verið í góðu lagi fyrir íslensku þjóð- kirkjuna að fá til sín gesta- prédikara, ef ekki hefði komið til sú einketmilega tilviljun að koma hans var í samstarfi við pólitískan félagskap, sem teng- ist beinum og óbeinum bönd- um samtökum eins og PLO, hverra orðspor hefur verið mjög umdeilt og slóð blóði drifin...Það virðist vera sem svo að þjóðkirkjan ...hafi gengið á undan ríkisstjórn Is- lands og viðurkennt Palestínu sem fullvalda og sjálfstœtt ríki á sama tíma og hluti land- svœðis þess, sem hið meinta ríki krefst, liggur í hjarta full- valda ríkis sem íslenska ríkis- stjómin viðurkennir og heldur stjórnmálasambandi við.“ Snorri G. Bergsson ó Morgunblaðinu. Ólafur Skúlason, biskup yfir íslandi: „Umræddur maður, Munib Yunan, er í stjórn lútherska heimssambandsins, rétt eins og ég sjálfur. Við kynntumst erlendis og þar lét hann í ljós áhuga á að heimsækja ísland. Að sjálfsögðu sagði ég Yunan að hann væri hjartanlega vel- kominn. Við vildum gjarnan sýna honum skilning og vel- vilja og því var ákveðið að þjóðkirkjan og félagið ís- land-Palestína stæðu saman að því að bjóða honum hing- að til lands. Engin stjórn- málaleg skoðun er að baki þeirri ákvörðun, enda tekur kirkjan ekki afstöðu til deilna um landsvæði." m % % Útlenskir íslending- ar „Hvað er svona gott við að hleypa tugum útlendinga inn í landið setn tienna aldrei nokkum títna hvorki að lœra íslensku né laga sig að þessu þjóðfélagi? Allir sem vilja vita að Island erfullt af„íslenditig- um“ sem hafa verið búsettir á Islandi í áraraðir, jafnvel ára- tugi, en kunna samt ekki að kaupa sér brauð út í búð á ís- lensku þótt líf lœgi við. Þessu fólki hefði að mínu mati aldrei átt að veita íslenskan ríkis- borgararétt.. .þótt satnkvcemt reglum eigi útlendingar sem fá íslenskt ríkisfang að tala og skilja íslensku, veit Alþingi Is- lendinga sem veitir okkur út- lendingum slíkt ríkisfang, ekk- ert um það hvort umsœkjend- ur kunna íslensku.“ Amal Qase í Morgunblaðinu. Jón Thors, skrifstofústjóri í dóms- og kirkjumálaráðu- neyti: „Fullyrðing bréffitara um að samkvæmt reglu þurfi út- lendingar að tala og skilja ís- lensku til að fá íslenskt ríkis- fang er röng. Á umsóknar- eyðublaði um íslenskt ríkis- • • • fang er meðal annars spurt að því hvort viðkomandi kunni íslensku og beðið um vottorð þar að lútandi. Það er hins vegar ekki sett sem skilyrði að útlendingar sem sækja um íslenskan ríkis- borgarrétt hafi vald á ís- lenskri tungu. Alþingi hefur ekki tekið þá afstöðu að setja íslenskukunnáttuna á odd- inn.“ Flói fullur af skolpi „[Skólprœsamál borgarinnarj hafa þróast þannig að ekki er hœgt að drepa niður fœti í fjörum borgarinnar vegna þess að ströndin er þakin lífrænum úrgangi borgaranna.. .Skólp- rœsamálin á að leysa með því að búa til langar, fínar hol- rœsalagnir sem leiða allt í burtu. Bíddu nú við. Hvert í burtu? Ekki út i geiminn, ekki út úr vistkerfinu í heild þar sem það gerir engan skaða. Nei, heldur út í Faxafló- ann.. .Þettafinnst mér ótrúleg skammsýni og bera vott um skort á tilfinningu fyrir hjart- slætti tímans, sem gerir kröfu um virðingu fyrir náttúr- unm. Eírikur Guðjónsson ó Tímanum. Guðbjartur Sigfússon, yfir- verkfræðingur gatnadeildar Reykjavíkurborgar: „Undanfarin ár hafa staðið yfir miklar framkvæmdir við að hreinsa ströndina um- hverfis borgina. Þær hafa kostað mikð fé en borið ár- angur. Reiknað er með að nýja dælu- og hreinsistöðin við Ánanaust verði tekin í notkun haustið 1995 og þá verði skolpi dælt út í Faxafló- ann. Umfangsmiklar vís- indalegar rannsóknir hafa sýnt svo ekki verður um villst að þetta er farsælasta lausnin á skólpræsamálum okkar borgarbúa.“ Deilt um kaupleiguíbúðir í Hafnarfirði Húsnæðisnefnd hunsar kvartanir íbúa Húsnæðisnefnd Hafnarfjarðar hlustar ekki á íbúa í nýjum kaupleiguíbúðum í Brattholti sem kvartað hafa í ár yfir rakaskemmdurh, leka, skemmdum svölum, sturtu- og hurðahúnaleysi o.fl.. Byggingarverktakinn ráðleggur íbúum að hafa gluggana opna til að koma í veg fyrir raka eða til að uppræta „dautt ioft“ eins og hann kallar það. Að auki hefur upphaflegt verð á íbúð- unum risið um liðlega milljón krónur á þremur árum. Komið hafa í ljós stórvægi- legir byggingargallar á kaup- leiguíbúðum að Brattholti 1 og 3 í Hafnarfirði og hafa íbú- ar ítrekað kvartað við Hús- næðisnefnd Hafnarfjarðar án árangurs. Þessar íbúðir eru í dýrara lagi miðað við mark- aðsverð almennt en kaupend- um var sagt að hér væri um íburðarmikil húsakynni að ræða. Að auki hefur verðið hækkað mjög undanfarin ár og til dæmis má nefna að þriggja herbergja íbúð í hús- inu sem kaupanda var upp- haflega sagt að kosta myndi 7,9 milljónir hefúr nú hækk- að um liðlega milljón. PRESSAN hafði í fýrri viku samband við Jónu Ósk Guðjónsdóttur, forsvars- mann húsnæðisnefndar Hafnarfjarðarbæjar, og Guð- laug Adolfsson, byggingar- meistara sem byggði húsið. Þau könnuðust ekki við neina byggingargalla, en skömmu eftir samtalið við PRESSUNA hófust Guðlaugur og hans menn handa við lagfæringar á svölum skömmu eftir samtal hans við PRESSUNA. Ibúar að Brattholti hafa hins vegar reyntárangurslaust í heilt ár að fá Guðlaug til að gera þær lagfæringar sem nauðsyn er á. Forsaga málsins er sú að fyrir ári síðan fluttu fyrstu íbúar inn í íbúðir sínar að Brattholti. Þeim voru þá gefnir 14 dagar til að gera at- hugasemdir um frágang og annað þess háttar. Flestir gerðu athugasemdir, enda Tveir íbúanna í Brattholti. kom í ljós að flestar íbúðimar voru lekar og rakaskemmdir gerðu fljótt vart við sig. Enn- fremur kom það kaupendum í opna skjöldu að „íburðar- miklar“ íbúðirnar voru sturtulausar og að hönnun þeirra almennt var ekki í samræmi við þær teikningar sem fyrir höfðu legið. Listinn er lengri: t.d. er lóðin ekki samkvæmt teikningum, gólf- dúkar illa lagðir, sprungur í veggjum, ffágangur á raflögn- um vafasamur og svalir illa múraðar. Ungt par sem gifti sig skömmu eftir að það flutti inn mátti berjast við leka á brúðkaupsnóttu þegar flest brúðhjón í fúllu íjöri skyldu hafa öðru að sinna. Annar íbúi kvartaði yfir spýtnadrasli \ veggjum hjá sér. Verktakinn brást við því en var of ágeng- ur við vegginn þannig að sprunga myndaðist í öðrum. Áð auki gerði hann við loft- ræstistokk fyrir ofan sama íbúa með þeim afleiðingum að gólfið brotnaði og olli leka til íbúa sem neðar voru settir. Athugasemdir voru sumsé gerðar, en við þeim var brugðist með hálfkáki nokkr- um mánuðum síðar, að sögn íbúanna. Skýring verktakans var að rakinn orsakaðist af „dauðu lofti“ og koma mætti í veg fyrir slíkt með því að opna glugga. Hann afgreiddi sprungur í stigagöngum með þeim orðum að „stigagang- arnir væru að skilja“. Aðrar skýringar voru í svipuðum dúr. Þótt nóg væri um svör var minna um framkvæmdir, að sögn íbúa. í nóvember sl. sendu hús- félög bréflega kvörtun til hús- næðisnefndar, nánar tiltekið til formanns nefndarinnar, Grétars Þorleifssonar, þar sem farið er fram á að við- gerðir verði hafhar hið fyrsta. Viðbrögð voru þau að málið komst á dagskrá fundar nefndar- innar og maður var sendur til við- gerðar þremur mánuðum seinna, en gerði þá aðeins við eina íbúð. For- maður nefndar- innar hefur fátt sagt um málið enda hafa íbúamir aldrei komist í færi við hann og því óvíst hvort hann hafi fengið bréfið. Jóna Ósk hjá húsnæðisnefnd- inni kannast ekki við óánægju íbú- anna að Brattholti og segist ekki vita betur en að því máli hafi verið kippt í liðinn. Hvað varðar verðið á íbúðunum segir hún að kaupendum hafi verið gef- ið upp áætlað verð fyrir þremur árum og þeim einnig gert ljóst að það kæmi til með að hækka í takt við bygginga- vísitölu. Sú vísitala hafi hækk'- að verulega og því sé ekki um óeðlilegar breytingar á verði íbúðanna að ræða. Jóna tjáði PRESSUNNI að væru íbúar enn óánægðir með ffágang á íbúðum sínum ættu þeir að tilkynna húsnæðisnefnd um það og yrði við því brugðist á viðeigandi hátt. Sigurður Þorvarðarsson, sá er hannaði íbúðirnar og lóðina við Brattholt viður- kennir að lóðin sé ekki í sam- Þannig líta svalirnar út í einni íbúðinni. ræmi við teikningar. Ekki hafi verið hægt að gera stíg frá grasfletinum út á gangstétt eins og til stóð vegna of mik- ils halla á fletinum. Hins veg- ar segir hann að lóðin sé enn ekki ffágengin og að hlutimir verði lagaðir í samráði við íbúa. Að öðru leyti vænir hann íbúa um ffekju. Guðlaugur Ádólfsson, verktaki, lætur sér fátt um kvartanir íbúanna finnast og kannast ekki við sprungur, illa lagða gólfdúka og því um líkt. Hins vegar var hann mættur til að gera við svalir í nokkrum íbúðum skömmu effir að PRESSAN hafði tal af honum.____________________ Glúmur Baldvinsson. debet Höskuldur Jonsson kredit „Höskuldur er traustur félagi og góðhjartaður. Hann er afbragðs sögumaður og ffóður um land og þjóð. Síðast en ekki síst er hann stálheiðarlegur og duglegur. Ég treysti honum manna best fyrir ríki- skassanum,“ segir Guðmundur Magnússon pró- fessor og fyrrum skólafélagi Höskuldar. „Hann er mjög skipulagður og á gott með að koma frá sér bæði töluðu og skrifiiðu máli. Hann er líka sann- gjarn,“ segir Þór Oddgeirsson aðstoðarforstjóri ATVR. „Það er alveg sérstaklega gott að starfa með Höskuldi. Hann er ákaflega vel að sér, vel gerður og skemmtilegur. Ég átti sérstaklega gott samstarf við hann í fjármálaráðuneytinu, þar sem hann var ráðuneytisstjóri. Hann var afar úrræðagóður. Ef lausn var með þeim hætti að okkur fannst miður átti Höskuldur alltaf eitthvað í pokahorninu,“ segir Matthías Á. Mathiesen fyrrverandi fjámiálaráð- herra og góður kunningi Höskuldar ftá því í ráðu- neytinu. „Það er alveg einstaklega gott að vinna með Höskuldi. Hann er óvenjuhæfúr yfirmaður og fljótur að setja sig inn í mál. Þó svo ég hafi verið bú- in að starfa hér lengi áður en hann kom til starfa hef ég lært mikið af því að vinna með honum,“ segir Svava Bemhöft innkaupastjóri hjá ÁTVR. Úrrœðagóður og vel að sér — eða þrjóskur ogfastur „Höskuldur er hæfilega þijóskur og fylginn sér,“ segir Guðmundur K. Magnússon prófessor. „Hann gæti virst dálítið stífúr og fastur á mein- ingunni, en ég er ekki viss um að hann sé það ef á reynir," segir Þór Oddgeirsson aðstoðarforstjóri ÁTVR. „Ef við komumst ekki að sömu niður- stöðu gafst hann ekki upp. Hann hafði þrákelkni til að halda áfram og þá varð maður að svara honum í þeirri tóntegund að honum yrði það bærilegt að snúa til baka og hafa ekki ráðið," seg- ir Matthías Á. Mathiesen fyrrverandi fjármálaráð- herra og kunningi Höskuldar. „Það er bara ekk- ert sem ég get fundið að honum Höskuldi. Hann hefur svo mikinn húmor sem gerir það svo skemmtilegt að vinna með honum,“ segir Svava Bernhöft samstarfskona Höskuldar hjá ÁTVR. ;? a meimngunm Höskuldur Jónsson er forstjórí Áfengis- og tóbaksverslunar

x

Pressan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.