Pressan - 22.07.1993, Blaðsíða 11

Pressan - 22.07.1993, Blaðsíða 11
F R E TT I R Fimmtudagurinn 22. júlí 1993 I I PRESSAN maður og varaformaður öxl- uðu saman ábyrgð á ákvörð- un um ráðherraskiptin] tveimur tímum fyrir þing- flokksfund. — Henni var enn neitað. Ég greindi Jóni Bald- vini einnig frá því að ég sem varaformaður ætti a.m.k. rétt á að vita hvaða tillögu hann gerði. Því var einnig neitað. Þó hann teldi sig ekki þurfa að greina varaformanni sín- um ffá þeirri tillögu sem hann mundi gera þingflokknum hef ég staðreynt að sumir þeirra, sem atkvæðisrétt höfðu, vissu um hvernig for- maðurinn myndi halda á málum á þingflokksfundin- um.“ Jón Baldvin vissi niö- urstöðuna Jóhanna heldur áffam: „En varaformaðurinn varð að geta sér þess til hvemig Jón Baldvin myndi leggja upp þingflokksfundinn. Ég taldi að tvennt gæti gerst. I fyrsta lagi að hann setti málið í kosningu þar sem að Rann- veig myndi vinna, miðað við samtöl mín fyrr um daginn við nokkra þingmenn flokks- ins og ráðherra, sem töldu ekki vafa á því. Flestir voru sammála um að færi málið til atkvæðagreiðslu myndi Rannveig vinna þá kosn- ingu. Hinn kostinn taldi ég vera að hann myndi leggja til að ég yrði heilbrigðisráð- herra og Rannveig félags- „Éggerði mistök með því að bjóða migekkifram semformaður á síðasta flokks- þingi, þegar Jón Baldvin hótaði aðfara ekki fram semfor- maðurflokks- málaráðherra. Fyrsta til- laga hans um að Guð- mundur Árni yrði heil- brigðisráðherra sannfærði mig um það að hann myndi gera annaðhvort tillögu þá um Rannveigu sem umhverfisráðherra, þar sem hann hlyti að hafa feng- ið svipaða niðurstöðu og ég eftir að hafa kannað afstöðu þingmanna og ráðherra flokksins, eða þá láta málið fara í atkvæðagreiðslu. Þeg- ar hann kaus að afgreiða formann fjárlaganefndar áður en kæmi til atkvæða- greiðslu um umhverfisráð- herra var ég sannfærð um að þessi tilgáta mín væri rétt. Málið fór á annan veg eins og flokksstjórnarmenn „Ég trúði á loforð formannsins um breytingar á okkar samskiptum sem formanns og vara- formanns. Vinnu- aðferðirfor- mannsins kring- um ráðherraskipt- in sýndu annað. “ vita, að 7 greiddu atkvæði með Össuri Skarphéðins- syni en 5 með Rannveigu Guðmundsdóttur. Jón Baldvin hefur túlkað þetta sem lýðræðislega nið- urstöðu. Ég hef mína skoðun á því og sjálfsagt verður aldrei úr því rétta skorið. En eitt get ég staðhæft: Jón Baldvin vissi niðurstöðuna... Ég fann eftir langa og vel ígrundaða yfirlegu að ég gæti ekki tekið meira í samskiptum mínum við Jón Baldvin —- samskiptum mínum við hann sem varaformaður hefði verið „Þeir sem vilja mig burt afþeim vett- vangi geta áfram reynt að líma á mig fýlupoka eða hót- anastimpil. — Þeir um það. “ svo ítrekað misboðið að því yrði að ljúka ef ég ætti að halda einhverri reisn gagnvart samvisku minni og sjálfsvirð- ingu sem stjómmálamanns. Og mér var það líka um- hugsunarefni eftir það sem á undan var gengið að formað- urinn skyldi enn halda áfram að vanvirða sinn varafor- mann, því ég þurfti að heyra það í fjölmiðlum eftir ráð- herraskiptin hvem hann valdi síðan sem samstarfsráðherra Norðurlanda. Og að sjálf- sögðu valdi hann sjálfur án samráðs við varaformann hver yrði þinglóðs sem hefur atkvæðisrétt í þingflokknum. Að auki ffétti ég ekki af því, að hann hefði eftir ráðherraskipt- in sett niður nefnd — auðvit- að með sínum skoðanabræðr- um — um efnahagsaðgerð- irnar sem nýlega vom kynnt- ar, fyrr en nefndin var um það bil að skila af sér.“ Eftirleikurinn og fram- tíðin innan Alþyðu- flokks Síðar í ræðu sinni gerir Jó- hanna að umtalsefhi það sem fylgdi í kjölfar uppsagnar hennar, m.a. þau ummæli Jóns Baldvins að hún fríspili sem stjórnmálamaður, sé dauðfegin að losna undan ábyrgð á erfiðum málum og sinni ekki innra starfi flokks- ins. I ræðu sinni gefur Jóhanna sterklega í skyn að hún geti hugsað sér að starfa á öðram vettvangi en innan Alþýðu- flokksins, ef henni sýnist dvöl- in þar ekki munu verða pólit- ískum áherslum hennar hag- stæðar. Síðan segir Jóhanna og vísar þar fyrst til fréttaskýringar PRESSUNNAR 1. júíí og síðar til Héðins, Hannibals og Vil- mundar: „Fréttaskýring, þar sem flokksmenn fela sig undir nafnleynd undir einhverju heiti sem háttsettur krati eða annað því um líkt, með um- mælum um að ég þekki ekki símanúmerið á flokkskon- tórnum eða að enginn nenni orðið að tala við mig í flokkn- um, að ég sé einangrað, fylgis- lítil eða hér sé um að ræða uppgjöf sem feli í sér að vænt- anlega verði næsta skrefið út af þingi og að stuðningsmenn Jóns Baldvins líti svo á að nú sé flokkurinn laus úr sex ára gíslingu Jóhönnu, hafa auðvit- að verið mér undrunar- og umhugsunarefni.... Ég læt mér í léttu rúmi liggja ósvífnar ásakanir and- stæðinga minna í pólitíkinni. En það er nokkuð sársauka- fullt að sitja undir rógi og nið- urlægjandi ummælum félaga sinna, ekki síst þegar þeir fela sig undir nafnleynd í fjölmiðl- um og fréttaskýringum og reyna með ummælum sínum að koma höggi á mig eða gera lítið úr mér sem stjórnmála- manni. Gæti verið að sagan sé enn einu sinni að endurtaka sig í Alþýðuflokknum — sagan sem skilið hefur eftir djúp sár f hugum margra jafnaðar- manna? ...Ég hef orðið þykkan skráp í pólitík — og ef eitt- hvað er þá hafa síðustu at- burðir hert mig í baráttunni fyrir því sem ég trúi á að sé rétt fyrir jafnaðarstefnuna, hvar á vettvangi sem það verður. Þeir sem vilja mig burt af þeim vettvangi geta áfram reynt að líma á mig fýlupoka eða hótanastimpil. — Þeir um það. — Ég tel að þeim verði ekki að vilja sínum sem telja að síðustu atburðir muni breyta því góða samstarfi sem við Rannveig höfum átt.“ Og síðar: „Á síðustu áram hafa kom- ið fram sérframboð sem oft hafa fengið hljómgrann fólks- ins og ógnað hafa skynsemis- og tæknihyggju gömlutu ár- um hafa komið frarn sérffam- boð sem oft hafa fengið hljómgrunn fólksins og ógnað hafa skynsemis- og tækni- hyggju gömlu flokkanna. Hannibal, Vilmundur, Albert og Kvennalistinn hafa átt eitt sameiginlegt. Framboð þeirra hefur snortið þjóðarsálina, hin stjórnmálalega tjáning hefur hlotið skilning fólksins. Það kall er ákall þjóðarinnar um að stjórnmálaflokkar hafi ekki einungis vitsmunalíf, heldur líka tilfinningalíf. Þess vegna skiptir siðferði þeirra máli. Þess vegna skiptir máli að vera ærlegur og láta sig varða málefni sem fólkið skiptir í daglegu lífi, þrautir þess og þjáningu.“ Og Jóhanna lauk ræðu sinni með tilvitnun í Tómas Guðmundsson: „...meðan til er böl sem bætt þú gast og barist var á — meðan hjá þú sast er ólán heimsins einnig þér að kenna.“ Karl Th. Birgisson

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.