Pressan - 22.07.1993, Side 15
Fimmtudagurinn 22. júlí 1993
ENDURTEKIÐ EFN
PRESSAN 15
Fréttaritarar í
Lundúnum
Athugasemd við skrif
Jakobs Frímanns
Magnússonar
„Við skiljumþví ekki hvað Jak-
obi Frímanni gengur tilþegar
hann leyfir sér að spyrða starfs-
heiti okkar saman við grófar og
œrumeiðandi lýsingar á ónafn-
greindri íslenskri konu í Lund-
únum, sem hann telur sig
greinilega eiga mikið sökótt
við.“
Hildur Helga Sigurðardóttir
fréttaritari Ríkisútvarps og Sjónvarps
Anna Hildur Hildibrandsdóttir
fréttaritari Bylgjunnar og Stöðvar 2.
Vegna mistaka í vinnslu féllu
niður í síðustu viku málsgreinar
í athugasemd Hildar Helgu Sig-
urðardóttur og Önnu Hildar
Hildibrandsdóttur. Um leið og
hlutaðeigandi eru beðnar vel-
virðingar á mistökunum birtist
athugasemdin hér aftur
óbrengluð og hinar burt-
hlaupnu málsgreinar feitletrað-
ar til áréttingar. Að öðru leyti
vonar PRESSAN að íslending-
um í Lundúnum takist að leysa
sín mál í vinsemd án frekari
milligöngu blaðsins.
Ritstj.
Jakob Frímann Magnússon,
menningarfulltrúi við sendiráð
fslands í Lundúnum, gerir í síð-
ustu Pressu athugasemd við litla
frétt, sem blaðið birti 1. júlí sl. af
þjóðhátíðarsamkomu íslendinga
í Lundúnum.
Athygli okkar hefur verið vakin á
því að í athugasemdinni notar
Jakob Frímann, undir fyrirsögn-
inni „Skynvillt Gróa“, starfsheitið
fréttaritari eigi sjaldnar en fjórum
sinnum í lýsingum sínum á
ónafngreindri konu, sem er líka
kölluð „okkar manneskja í Lond-
on“.
Þennan „fréttaritara“ telur Jakob
hafa selt Pressunni frásögnina af
þjóðhátíðarsamkomunni, sem
menningarfulltrúinn átti veg og
vanda af að skipuleggja.
í ffétt Pressunnar var m.a. sagt ffá
því að brennivínsflaska var meðal
vinninga í boðhlaupi barna og
niðurlag athugasemdar Jakobs
Frímanns Jiljóðar svo:
„Þess var ekki að vœnta að okkar
manneskja í London kynni að
meta slíkt spaug, hvað þá verð-
launin hneykslanlegu, enda eryfir-
skrift pistils hennar „Brennivín fyr-
ir bömin"!!
Það skyldi þó aldrei vera, ritstjóri
góður, að einmitt sá hœttulegi
vímugjafi, brennívínið, kynni að
vera valdur að þeim heilaskaða og
skynvillum sem virðast einkenna
frásagtiir tíðindamanneskju Press-
unnar í Lundúnum.
Nema að í fréttaritaranum bœrist
lítið fól, eða jafnvel bœldur og
blankur rithöjundur sem er hrein-
lega undir of mikilli Jjárhagslegri
Pressu?'
Svo mörg voru þau orð menn-
ingarfúlltrúans.
Hvað varðar umrædda sam-
komu, þá var fféttaritari RÚV þar
eldd viðstödd og því ekld til frá-
sagnar, meðan fféttaritari Bylgj-
unnar og Stöðvar 2 mætti á stað-
inn með dætrum sínum, átti góð-
ar stundir í hópi landa sinna og
var almennt ánægð með daginn.
Hún hafði áður getið þess á
Bylgjunni að samkoman stæði
fyrir dyrum. Að öðru leyti stóð
hvorug oklcar fyrir neinum ffétta-
flutningi af þessari samkomu,
beint eða óbeint
Það er rétt í frétt Pressunnar, að
brennivín hafi verið veitt sem
verðlaun í boðhlaupi barna, og
mæltist það vissulega misjafnlega
fyrir, þó að enginn gengi fram
fyrir skjöldu og mótmælt að sá
háttur væri hafður á.
Að ýmsu öðru leyti var ffásögnin
ónákvæm og þess eðlis að sldljan-
legt er að Jakob Frímann hafi
fundið hjá sér þörf til að gera við
hana athugasemd.
Honum var hins vegar í lófa lagið
að sýna örlítið meiri sjálfsvirð-
ingu í svari sínu og sleppa öllum
dylgjum um að starfandi fféttarit-
arar ættu þama hlut að máli.
Þar sem ffétt Pressunnar er mál,
sem Jakob og Pressan hljóta alfar-
ið að eiga sín á milli, sjáum við
ekld ástæðu til að ræða hana ffek-
ar, enda okkur óviðkomandi Jak-
ob búinn að svara henni sjálfur.
Erfitt er að átta sig á því til hvaða
íslensku konu í Lundúnum Jakob
er að höfða í svargrein sinni, en
víst er að undirritaðar þekkja ekld
sjálfar sig af ofangreindum lýsing-
um þessa opinbera fulltrúa ís-
lensku þjóðarinnar á erlendri
grund. Varla gera ættingjar okkar
og vinir, vinnuveitendur og
hlustendur heima á íslandi það
heldur.
Eftir standa þær staðreyndir,
sem Jakobi Frímanni eru manna
best kunnar, að hér í Lundúnum
starfa um þessar mundir eldd
nema tveir íslensldr fréttaritarar
— hvort tveggja konur — og
jafnframt að „fréttaritarinn í
Lundúnum“ er sértæk starfslýs-
ing og hugtak sem tengist í hug-
um almennings nöfrium ákveð-
inna einstaklinga, ekkert síður
en t.d. fyrirbærið „menningar-
fulltrúinn í Lundúnum“.
Pressan hefur hér engan fféttarit-
ara, þó að blaðið kunni auðvitað
að eiga sér hér tíðindamenn —
og konur — líkt og flestir fjöl-
miðlar.
Við skiljum því eldd hvað Jakobi
Frímanni gengur til þegar hann
leyfir sér að spyrða starfsheiti
okkar saman við grófar og æru-
meiðandi lýsingar á ónafn-
greindri íslenskri konu í Lund-
únum, sem hann telur sig
greinilega eiga mildð sökótt við.
Þó að okkur sé hulið hvaða ís-
lensku konu í Lundúnum starfs-
maður íslensku utanríJdsþjónust-
unnar á við í þessum nærfærnu
lýsingum, kemur það skýrt ffam í
athugasemd hans að hann er
sjálfur ekki í neinum vafa um
hver hún er.
Við teljum þvi liggja beinast við
að Jakob Frímann Magnússon
nafngreini konuna, þannig að
hún fái borið hönd fýrir höfuð
sér og þau Jakob Frímann geti
gert upp málin sín á milli.
Á meðan fáum við fréttaritaramir
kannski vinnuffið.
Lundúnum, 13-júlí, 1993.
Hildur Helga Sigurðardóttir
fféttaritari Mdsútvarps og Sjónvarps
Anna Hildur Hildibrandsdóttir
fréttaritari Bylgjunnar og Stöðvar 2.
LANPSBANKI
í S L A N P S
N • A • M • A • N
Orðsending frá Landsbanka íslands
banka allra námsmanna.
Náman markaði, fyrir fimm árum, upphaf að sérstakri þjón-
ustu fyrir námsmenn. Tíu þúsund Námufélagar hafa verið
virkir í því að aðstoða við þróun þjónustunnar. Auk annars
sem Námufélagar eiga völ á er rétt að benda á tvo mikilvæga
þætti í námsmannaþjónustu Landsbanka íslands:
Námureikningslán.
Námureikningslán felst í stighækkandi yfirdráttar-
heimild á Einkareikningi. Einnig gefst Námufélögum
kostur á skuldabréfa- eða víxilláni henti það betur.
Vextir á þessum lánum eru 1% lægri en Námufélögum
hefur staðið til boða hingað til. Vextir af Námureikn-
ingslánum greiðast aðeins af þeirri upphæð sem er í
skuld hverju sinni. Námufélagar á 1. ári eiga kost á
láni frá bankanum sem nemur allt að 90% af áætluðu
námsláni LÍN - og þeir sem lengra eru komnir eiga rétt
á allt að 100% láni.
Sparivelta.
Leggi Námufélagi inn á Spariveltu mánaðarlega í allt
að 3 mánuði eða lengur á hann kost á láni sem nemur
tvöföldum höfuðstól sparnaðarins. Þeir Námufélagar
sem nýta sér þennan möguleika eiga kost á hagstæðari
lánskjörum.
Þjónustufulltrúar bankans veita allar nánari upplýsingar
og ráðgjöf í tengslum við lánveitingar til Námufélaga.
Einnig aðstoða þeir við gerð fjárhagsáætlunar.
Kynntu þér kosti Námunnar betur í Fróðleiksnámunni,
blaði Námufélaga, sem liggur frammi í öllum afgreiðslum
bankans.
L
Landsbanki
íslands
Banki allra landsmanna