Pressan - 22.07.1993, Síða 26
GALDRAR
Fimmtudagurínn 22. júlí 1993
PRESSAN 26
Myndlist
• Norræni textilþríær-
ingurinn, sá sjötti í röð-
inni, verður opnaður að
Kjarvalsstöðum á laugar-
dag. Sýnd eru 52 verk
eftir 36 listamennn frá
fimm Norðurlöndum. Full-
trúi íslands á sýningunni
er Guðrún Gunnarsdóttir.
• Stefán frá Möðrudal
sýnir verk sín á Sólon ís-
landus.
• Gunnar Magnús
Andrésson hefur opnað
sýningu á verkum sínum
í neðri sölum Nýlista-
safnsins. Opið daglega
kl. 14-18.
• Victor Guðmundur
Cilia sýnir myndraðir í
efri sölum Nýlistasafns-
ins. Opið daglega kl. 14-
18.
• Ríkey sýnir verk sín í
Perlunni.
• Sonia Renard & Vol-
ker Schönwart sýna
málverk og grafíkmyndir í
Portinu; sýningin nefnist
Flóð og fjara.
• Werner Möller, mynd-
listarmaðurinn þýski, sýn-
ir málverk, skúlptúra,
glerverk og textílverk í
Hafnarborg.
• Craig Stevens hefur
opnað sýningu á máluð-
um Ijósmyndum í kaffi-
stofu Hafnarborgar.
• Alvar Aalto. Afmælis-
sýning Norræna hússins
á verkum Alvars Aalto.
• Elín Jakobsdóttir,
skosk-íslensk listakona,
sýnir málverk og teikn-
ingar í húsakynnum
Menningarstofnunar
Bandaríkjanna. Opið alla
virka daga kl. 8.30-17.45.
• Steinunn Marteins-
dóttir sýnir leirverk, lág-
myndir og nytjalist á
neðri hæð Hulduhóla,
Mosfellsbæ. Opið dag-
lega kl. 14-19.
• Bragi Ásgeirsson
sýnir ný málverk á efri
hæð Hulduhóla, Mos-
fellsbæ. Opið daglega kl.
14-19.
• Sigríður Ásgeirsdótt-
ir sýnir steint gler á efri
hæð Hulduhóla, Mos-
fellsbæ. Opið daglega kl.
14-19.
• Olga Soffía Berg-
mann sýnir eggtempera-
málverk á efri hæð
Hulduhóla, Mosfellsbæ.
Opið daglega kl. 14-19.
• Katrín Sigurðardóttir
sýnir rýmisverk, saman-
sett úr teikningum og
þrykki, í Galleríi Sævars
Karls.
• Tryggvi Ólafsson,
listmálari í Kaupmanna-
höfn, sýnir nýjar og gaml-
ar myndir á Mokka.
• Markús ívarsson.
Sýning á verkum ýmissa
íslenskra listamanna, úr
safni Markúsar ívarsson-
ar, í Listasafni íslands.
Opið alla daga nema
mánudaga kl. 12-18.
• Carlo Scarpa, lista-
maðurinn og arkitektinn,
er höfundur verkanna
sem nú eru til sýnis í Ás-
mundarsal.
• Bragi Ólafsson heldur
sýningu á Ijóðum sínum
að Kjarvalsstöðum. Opið
daglega kl. 10-18.
„Mér finnst gaman þegar mér tekst
að segja mildð í stuttu máli,“ segir
Elísabet Jökulsdóttir um litlu
sögurnar í nýútkominnibók
sinni Galdrabók Ellu Stínu. Ör-
sögur hefur þetta form verið
kallað, en skáldkonunni fell-
ur heitið illa: „Ég myndi
ffekar vilja kalla þetta örlitl-
arsögur eða mínútusögur."
Elísabet hefur áður sent ffá
sér ljóðabók og bók með
smásögum. Hún segist ekki
setjast niður með það í
huga að skrifa í ákveðnu
formi og neitar því alfarið að
mínútusögurnar séu einhverj-
ar tískusögur eins og blaða-
maður ýjar að. „Kristín
Ómarsdóttir gaf út svona sögur
í fyrra, að öðru leyti hef
ég ekki orðið vör við
mikið af mínútu-
sögum. Formið er
eldgamalt því Kafka
skrifaði mikið svona
sögur.“
Elísabet las upp
úr Galdrabók
Ellu Stínu á
Hressó í
s í ð -
ustu viku og vöktu sögurnar kátínu við-
staddra. Sumar voru kaldhæðnislegar, en
höfúndurinn segir það ekki vera meðvit-
að og ennþá síður einkenna allar sögurn-
ar. j,Nokkrar eru hugljúfar, en vonandi
ekkert væmnar. Aðrar eru kvikyndislegar.
Annars var stemmning þyngri þarna á
Hressó en þegar ég las upp á Sólon um
daginn. Þá varð ég að hætta að lesa því
það var hlegið svo mikið og klappað.“
Hún neitar því alfarið að það sé erfitt að
iesa eigin texta fyrir ffaman hóp af fólki.
„Mér finnst gaman að lesa upp. Fæ eigin-
lega kikk út úr því. Ætli ég sé ekki haldin
einhverskonar sýniþörf,“ segir skáldkon-
an sem selur og gefúr út bækurnar sínar
sjálf.
rólegum síðsumarkvöldum í bókabúö Máls og menn-
ingar viö Laugaveginn. Mál og menning hefur opiö til
klukkan tíu á kvöldin alla daga vikunnar í sumar og
hyggst jafnvel halda því áfram í vetur. Þaö er hægt aö
koma þama viö á leiðinni heim úr vinnunni og stelast í
útlensk tlmarit svo makinn geti eldað kvöldmatinn óá-
reittur. Eöa skreppa í erlendu deildina eftir fréttir og
finna sér góöa vasabrotsbók, þegar Ijóst er aö dag-
skrár sjónvarpsstöðvanna ætla aö veröa hrútleiöinleg-
ar eitt kvöldiö enn. Okkur finnst líka miklu meira vit í
því aö glugga í bók en glápa á kassann. Þaö er upp-
lagt að lesa spennandi sakamálasögu á meðan veriö
er aö melta grillsteikina í garöstól úti í gróöurhúsi.
Við mælum með
MYNDUST
Heimsósómi Errós
seti kemur hvergi fyrir í
myndinni, enda myndi það
spilla fyrir táknrænni merk-
ingu myndarinnar, því það er
ekki Bush og fjölþjóðaherinn
sem eru að ráðast á Saddam,
heldur vestræn siðmenning,
síðkapítalísk neyslumenning,
sem er að sýna menningarleg-
um aðskilnaðarsinnum í tvo
heimana. Til vinstri eru her-
flugvélar að úða ilmvötnun-
um Obsession og Passion yfir
eyðimörkina, til hægri rignir
sápustykkjum og svitalykta-
reyði úr sprengiflugvélum yfir
skelfingu lostinn landslýð.
Bryndreki í líki gríðarstórs
sjónvarpsskerms varpar mynd
af æpandi hermanni. Saddam
og írakar standa ffammi fýrir
menningarlegu alræði Vestur-
landa í skjóii takmarkalauss
auðs, sem svífast einskis til að
tryggja viðskiptahagsmuni
undir yfirskini „mannúðar-
sjónarmiða".
í miðmynd er Saddam
lagður á vogarskálar réttvís-
innar. Þar stendur prakkarinn
Saddam, otar berum rassin-
um í átt að áhorfandanum,
réttir upp ályktun Sameinuðu
Þjóðanna og segir: „þrátt fyrir
viðskiptabann hef ég nóg af
klósettpappír." En í sekt sinni
vegur hann ekki þyngra en
kanínan sem situr á hinni
vogarskálinni, varla meira en
saklaust smápeð sem Vestur-
lönd nota til að sannfæra al-
heim um yfirburði sína og
réttmæti valdbeitingar.
1 einu af fjölmörgum inn-
skotum er amerískt þjóðfélag
persónugert með trúði sem
Erró á Listasafni íslands
Þessa dagana efnir Listasafh
íslands til nokkurs konar for-
sýningar á verkum Errós, áður
en mönnum gefst tækifæri til
að virða þau fyrir sér í allri
sinni dýrð í fyrirhugaðri lista-
miðstöð að Korpúlfsstöðum. í
stærsta sal safnsins er úrval
sem spannar feril listamanns-
ins, en aðalverkið er mikill op-
us eftir Erró, „Gulf War“ frá
1991, sem Listasafnið keypti í
fyrra. Það hvarflaði að mér
þegar ég skoðaði þessa mynd
að þrátt fyrir allt tal um
hvernig og úr hverju Erró býr
til myndir sínar, hvað hann er
mikill vinnuþjarkur, frægur í
París, vanmetinn hér og
sjarmerandi perónuleiki, þá er
sáralítið sagt um hvað hann er
að fara með myndum sínum.
En hér gefst upplagt tækifæri,
Erró er í ham, viðfangsefnið
sjáift Persaflóastríðið og hon-
um er mikið niðri fýrir.
Verkið hvolfist yfir mann
eins og drekkhlaðin allegóría
ffá barrokktímabilinu. Það er
gífúrlega stórt, í þremur hlut-
um, hver 260 x 200 cm á
stærð og hver sentímetri er
nýttur til hins ýtrasta. Tvö
stikkorð lýsa yfirhragði mynd-
arinnar, þótt þau séu yfirleitt
ekki notuð um myndlist,
hraði og hávaði. Hver einasti
hlutur í myndinni virðist á
fleygiferð. Sá vani Errós að
sér, þökk sé þeirri kapítalísku
menningu sem á upptök sín á
Vesturlöndum. Ailt veruleika-
skyn er orðið brenglað af
gengdarlausri myndmiðlun í
öllum formum. Það er óþarfi
að spyrja að því hvort teikni-
rnyndir afskræmi heiminn, ef
heimurinn líkist æ meir fárán-
legri hasarmyndasögu.
„Gulf War“ hangir eins og
þrískipt altaristafla á heilum
vegg í Listasafninu. Sú heims-
mynd sem hún varpar til okk-
ar er ófögur, enda virðist Erró
hafa sérstakt dálæti á því að
snúa öllu á haus og kippa fót-
unum undan því sem mönn-
um er kært eða heilagt. Tónn-
inn í myndum hans er stork-
andi: „Eru þið búin að fá nóg
eða viljið þið sjá meira?“
GUNNAR J.
ÁRNASON
Hluti myndarinnar „Gulf War“ á vinnustofu listamannsins.
segir „kick ass“ og horfir heill-
aður á sjálfan sig afbakaðan í
spéspeglum ýmissa stofnana
þjóðfélagsins. Sundrað Sovét-
veldi er forneskjuleg norn í
ioftbelgskörfu sem rússneska
mafían heldur í gíslingu, en
kemur hvergi við sögu í upp-
gjörinu. Gósenland vestrænn-
ar siðmenningar er staður þar
sem maður er að kafna úr
ilmvatnsstybbu, sefúr ekki fýr-
ir hávaða og sér ekki meira
samhengi í hiutunum en þeg-
ar skipt er af einni kabalrás yf-
ir á aðra.
Teiknimyndir hasarblað-
anna eru hýperbólískar í ýkj-
um sínum, sterkasti maður-
inn bjargar á síðustu stundu
öllum heiminum undan þeim
versta, og það leynir sér aidrei
hver vondi maðurinn er. En í
teiknimyndum Errós eru eng-
in skil milli hins góða og illa.
Ást og hatur eru hvergi að
finna, aðeins kynlíf og ofbeldi,
sem er ekki stillt upp sem
andstæðum heldur ffamleng-
ingu á hvort öðru. ímyndum
kynlífs og ofbeldis er iðulega
stillt hlið við hlið, eins og sjá
má af öðrum myndum í saln-
um. Ég er ekki frá því að Erró
líti á myndir sem ákveðið
form ofbeldis. „Gulf War“ er
árásargjörn mynd. Jafnvel
áhorfandinn er tekinn með
áhlaupi. í vinstri hlutanum
steypir öskrandi stríðsmaður
sér út úr myndinni og grýtir
handsprengju beint út í sal.
En teiknimyndaformið er
ekki bara stílbragð, heldur
fellur algjörlega að anda
myndarinnar. I teiknimynd-
um Errós er heimurinn orð-
inn að skrípamynd af sjálfúm
„Amerískt þjóðfé-
lag er persónugert
með trúði sem segir
„kick assu og horfir
heillaður á sjálfar,
sig afbakaðan
spéspeglum ýmu
stofnana þjóðfé-
lagsins
skeyta saman auðskiljanlegum
myndum eða, myndbrotum
án innra samhengis veldur því
að augað flöktir um myndina
án þess að staðnæmast á föst-
um viðmiðunarpunkti. Skark-
alinn sem myndast þegar alls
óskyldu og ósamstæðu mynd-
efni er hrúgað saman getur
verið mjög fráhrindandi. Það
er eins og að hlusta á klassík
og þungarokk bæði í einu,
þau ráðast hvort á annað og
útiloka að hægt sé að hlusta,
fylgjast með og njóta. Hins
vegar bregður svo við í mynd-
inni af Flóabardaga að hann
færir allt í stíl teiknimynda og
hnýtir efnið betur saman en
algengt er í þeim myndum
sem sést hafa hér á landi.
Allsheijar skálmöid ríkir og
hvergi ber á fastan punkt Það
er eftirtektarvert að Bush for-