Pressan - 22.07.1993, Síða 27
Fimmtudagurinn 22. júlí 1993
íl/lenningarlegt
hóruhverfi við
höfnina
Nú eru þeir búnir að fjarlægja
rónana og Ingólf Arnarsson, leyfa
akstur um göngugötuna og eru að
byggja rándýrt torg sem er ekki
einu sinni yfirbyggt. Betlarar, götu-
spilarar og gleðikonur mega ekki
stunda iðju sína og verðlagið á
áfengi er slíkt að fjöldi vínbúlla er
ótrúlegur. 1 útlöndum er yfirleitt
sérstök stemmning við gamla mið-
bæinn sem ósjaldan myndast við
gamla hafnarsvæðið þar má sjá út-
igangsmenn, listamenn, söguleg
hús en umfram allt blómlegt
mannlíf. Reykjavík hefur alla burði
til að mynda menningarlegt hóru-
hverfum hverfis gömlu höfnina.
| Áður lá meginás miðbæjarins frá
Lækjatorgi og upp á Hlemm. Nú
liggur meginásinn ffá nýuppgerðri
Tjörninni, fram hjá Álþingi og
Dómkirkjunni, yfir Austurvöll og
Borgartorg og niður á höfn. Þar
I hafa skotið rótum kaffihús, veit-
ingahús, pöbbar, gallerí, ferða-
mannaþjónusta, tívolí og Borgar-
bókasafnið er í leiðinni. En betur
má ef duga skal. Líkamsiðnaður-
inn hefur ekki hafið innreið sína.
Götulistamenn eru á bannlista
lögreglunnar eins og útigangsmenn
og gleðikonur. Mannlífið yrði
óneitanlega blómlegra ef þessara
þjóðfélagshópa nyti við. Kynlífs-
búðimar eru ókomnar í Kvosina
og leita þarf upp á Túngötu vilji
maður fá eitthvað fyrir sinn snúð.
Enn eru leiðindaverslanir í Kvos-
inni. Eigendur þeirra eru sínöldr-
andi og hóta alvarlegir í bragði að
fara úr Kvosinni ef bílar fá ekki sinn
heiðursess. Vonandi verða hótanir
þeirra að veruleika. Fyrst Jóhanna
stóð loks við sínar hótanir hlýtur að
enda með því að verslanirnar fari.
Verst er þó að endurbygging Borg-
artorgsins gerir ekki ráð fyrir ís-
lenskum aðstæðum og óblíðum
veðurguðum. Ekki er gert ráð fyrir
yfirbyggingu eða öðru skjóli fyrir
veðri og vindum og því varla hægt
að búast við rismiklu mannlífi. Það
verður að segja veðurguðunum
stríð á hendur og opna Kvosina fyr-
ir litríkum þjóðfélagshópum.
BÓKMENNTIR
PRESSAN 27
Hvað sækir fólk
til bókasafna?
Svar: Ast, spennu, slúður — og Vigdísi Grímsdóttur
Hrafn Haröarson bókavöröur
Bókasafns Kópavogs hefur
undanfarin ár haldiö lista yfir
þær bækur sem mest eftir-
spurn er eftir á því safni. Listar
Hrafns koma hér á eftir. Þeir
miðaö viö útlán ársins 1992.
Rétt er þó aö taka fram aö
jólabækur þess árs eru ekki á
þeim iista, enda eru þær rétt
aö komast í gagniö um það bil
sem árinu er að Ijúka.
Þann fyrirvara verður að setja að
mismunandi er hversu mörg eintök
eru til af einstökum verkum. Það
ætti þó ekki að gera þessa lista
marklausa. Venja er að kaupa tvö
eintök af hverju verki (og eitt eintak
af ljóðabókum). Ef stefnir í miklar
vinsældir ákveðinna bóka eru keypt
fleiri eintök til að anna effirspurn.
Listamir ættu að gefa nokkra mynd
af vinsældum bóka og höfunda.
Ást og spenna og meiri
ást og spenna
Á lista yfir þær fimm hundruð
skáldsögur sem mest eftirspurn er
eftir er Fríða Á. Sigurðardóttir efst á
blaði með hina margverðlaunuðu
Meðan nóttin líður. Sá íslenski höf-
Fríða Á Sigurðardóttir
Á vinsælustu íslensku skáldsöguna.
undur sem næst henni kemur er
Ólafur Jóhann Ólafsson sem er í
tuttugasta sæti. Fjörtíu íslenskar
skáldsögur (og bamabækur) finnast
á lista þeirra fimm hundruð bóka
sem mestra vinsælda njóta.
Hér er tekin sú stefna að skipta
skáldsagnalistanum í tvennt. Fyrst
birtist hér listi yfir vinsælustu er-
lendu skáldsögurnar.
Hrafn Harðarson sagði að síð-
ustu árin hefði sú breyting orðið á
listanum að Theresa Charles, Bar-
bara Cartland og I.B. Cavling hefðu
vikið fyrir spennusagnahöfundum á
borð við Sidney Sheldon og Mary
Higgins Clark.
Mary Higgins Clark, Nora Ro-
berts og Sidney Sheldon eiga hvert
um sig fimm skáldsögur á lista yfir
þær hundrað eftirsóttustu. Spennu-
og ástarsagnarhöfundar einoka list-
ann. Ef hafin er leit að rithöfundi
sem telja má í heimsklassa (og þá
sýnd sú hógværð að telja engan ís-
lenskan höfund nema Nóbelsskáld-
ið þar á meðal) þá finnst slíkur höf-
undur fyrst í 141. sæti. Þar er suður-
ameríski höfundurinn Mario Varg-
as Llosa með hina bráðsnjöllu
Pantaljón og sérþjónustan. Nadine
Gordimer er með Sögu sonar míns í
296. sæti. Doris Lessing á Minning-
ar einnar sem effir lifði í 298. sæti
og Sumarið fýrir myrkur í 301. sæti.
Ódauðleiki hins óviðjafnanlega
Mílans Kundera situr í 328. sæti.
Birgitta, Fríöa og Vigdís
vinsælastar
Hér á árum áður trónaði Ingi-
björg Sigurðardóttir á toppnum, en
vék síðan fyrir Snjólaugu Bragadótt-
ur. Nú em gullár Snjólaugar að baki
og tími Birgittu Halldórsdóttur
runninn upp. Birgitta á fjórar af
þrjátíu vinsælustu íslensku skáld-
sögunum.
Vigdís Grímsdóttir er greinilega
höfundur sem tekið er effir. Bókin
sem allir hafa skoðun á Ég heiti fs-
björg er í þriðja sæti yfir vinsælustu
íslensku skáldsögurnar og Kalda-
Ijósin ljúfu í sjötta sæti. Báðar eru
nokkurra ára gamlar.
Fríða Sigurðardóttir er með bók
sína Meðan nóttin líður í fyrsta sæti.
Allt það lof og prís sem Fríða Á.
Sigurðardóttir hlaut fyrir bókina
hefur vakið athygli á eldri verkum
hennar. Skáldsaga hennar Eins og
hafið er í 21. sæti á íslenska listan-
um og smásagnasafnið Sólin og
skugginn í því 27. Guðmundur
Andri Thorsson hefur einnig slegið
í gegn með skáldsögum sínum. fs-
lenski draumurinn er í 11. sæti yfir
effirsóttustu íslensku skáldsögumar
og þrátt fyrir að nokkuð sé um liðið
síðar Mín káta angist kom út þá er
hún í 28. sæti.
Hér á eftir koma íslensku skáld-
sögurnar í vinsældaröð. f sviga er
sett það sæti sem bókin er í á sam-
eiginlegum lista yfir erlendar og ís-
lenskar skáldsögur.
Pétur Gunnarsson og Steinunn
Sigurðardóttir eru í 24.-25. sæti
með Hversdagshöllina og Tíma-
þjófinn (382.-383. á heildarlistan-
1-2) Susan Gayle: Heitt í koiunum
Mary Higgins Ciark: Hvar eru börnin?
3) Penny Jordan: Ást sem endurgjald
4) Catherine Spencer: Tvísýn ást
5) Mary Higgins Clark: í skugga skelfingar
6-7) Jenny Ashe: Töfrar karabíska hafsins
Sarah Temple: Rókin Qölskyidubönd
8-10) Sidney Sheldon: Vindmyilur guðanna
Nora Roberts: Næturvaktin
Nora Roberts: Togstreíta
1) Fríöa Á. Siguröardóttír: Meðan nóttln líöur (1)
2) Ólafur Jóhann Ólafsson: Fyrirgefning syndanna (20)
3) Vigdís Grímsdóttir: Ég heiti ísbjörg, ég er Ijón (29)
4) Ingibjörg Siguröardóttir: Glettni örlaganna (46)
5) Guöbergur Bergsson: Svanurinn (78)
6) Vigdís Grímsdóttir: Kaldaljós (122)
7-8) Birgitta H. Halldórsdóttir: Klækir kamelljónsins (165-166)
Einar Kárason: Fyrirheitna landiö (165-166)
9) Birgitta H. Halldórsdóttir: Sekur flýr, þó enginn elti (178)
10) Leó E. Löve: Ofurefli (215)
11) Einar Már Guömundsson: Rauöir dagar (219)
12) Guömundur Andri Thorsson: íslenski draumurinn (231)
13) Egill Egilsson: Spellvirkjar (237)
14) Birgitta Halldórsdóttir: Myrkraverk í miöbænum (247)
15) Páll Pálsson: Á hjólum (281)
16-17) lllugl Jökulsson: Fógetavald (292-293)
Leó E. Löve: Fómarpeð (292-293)
18) Súsanna Svavarsdóttir: í miöjum draumi (340)
19-21) Jón Óttar Ragnarsson: Rmmtánda flölskyldan (244-246)
Margrét Sölvadóttir: Vinviður ástarinnar (244-246)
Þorvaröur Helgason: Rýtur brúöa í flæðarmáli (244-246)
Ljóðabækur:
1) Vigdís Grímsdóttir: Minningabók
2) Steinn Steinarr: Kvæöasafn og greinar
3) Gegnum Ijóðmúrinn
4) Ragnar Böövarsson: Grátt gaman
5-6) Halldór Laxness: Kvæöakver
Sveinbjörn I. Baldvinsson: Felustaður tímans
7-8) Sveinbjöm Beinteínsson: Borgflröingaljóö
Vísnabók Káins
9-11) Sigurgeir Gunnarsson: Á bylgjum ástarinnar
Sjón: Ég man ekki eitthvað um skýin
Þórarinn Eldjárn: Ydd
VlGDÍS GRÍMSDÓTTIR
Rífin út á bókasöfnum eins og Mary Higgins
Clark og vinsælli en Steinn Steinarr.
um). Síðasta orðið, skáldsaga Stein-
unnar sem kom út árið 1990 er ekki
í hópi þeirra fimm hundruð skáld-
sagna sem vinsælastar eru.
Nóbelsskáldið Halldór Laxness er
í 36 sæti (493. á heilarlistanum)
með Sjálfstætt fólk og Brekkukots-
annáll er í því 40.- 42. ásamt Ridd-
urum Hringstigans og Gulleyju Ein-
ars Kárasonar. Engin bók effir Thor
Vilhjálmsson, Svövu Jakobsdóttur
eða Jakobínu Sigurðardótfur er á
lista yfir fimm hundruð eftirsótt-
ustu bækurnar. Og þeir gömlu og
góðu (Gunnar Gunnarsson, Bene-
dikt Gröndal, Jón Trausti o.s.frv.)
eru ekki í gangi svo merkjanlegt sé.
Vigdís vinsælli en Steinn
Vigdís Grímsdóttir hefur gefið út
tvær ljóðabækur. Minningabók
hennar er vinsælust ljóðabóka og
Lendar elskhugans er í þrettánda
sæti.
Þórarinn Eldjárn á fimm ljóða-
bækur á lista yfir þær sextíu sem
mest eftirspurn er effir: Ydd, Ort,
Disneyrímur, Hin háfleyga mold-
varpa og Litarím.
Slúðrið blífur
Ólína Þorvarðardóttir trónar á
toppnum með bók sína um Bryn-
dísi Schram, sú bók kom út árið
1988 og ekkert lát virðist vera á vin-
sældum hennar. Hin krassandi ævi-
saga sendiherrafrúarinnar nýtur
einnig mikilla vinsælda
Kolbrún Bergþórsdóttir
Ólína Þorvarðardóttir
Bókin hennar um Bryndísi kitlar enn, fimm
árum eftir að hún kom út.
1) Ólina Þorvaröardóttir:
Brynís
2) Heba Jónsdóttír:
Sendiherrafrúin segir
frá
3) Inga Huld Hákonar
dóttir: Ég og lífiö
(Guörún Ásmundsdóttlr)
4) Silja Aðalsteinsdóttir:
Bubbl
5) Hoffer, William: Aldrei
aldrei án dóttur minnar
6) Jón Óttar Ragnarsson:
Á bak víö ævintýrið
7) Þórunn Valdimars
dóttir: Sól í Noröurmýri
8) Garöar Sverrisson:
Kristján Jóhannsson
9) Ragnheiður Davíös
dóttir: Lífsbók Laufeyjar
10) Georlj Pryakhin: Ég
vona (Raisa Gorbatsjov)