Pressan - 22.07.1993, Síða 28

Pressan - 22.07.1993, Síða 28
SKILABOÐ FYRIR FULLORÐNA 28 PRESSAN Fimmtudagurinn 22. júlí 1993 BÓKMENNTIR Enid Blyton fyrir fullorðna A. J. Quinnell: Blóðfjötrar Almenna bókafélagið 1993 ★★★ Blóðfjötrar er fjórða bók A. J. Quinnell sem kemur út hér á landi. Quinnell er höfund- arnafn karls eða konu sem, þrátt fyrir gífurlegar vinsældir um heim allan, vill ekki ljóstra upp réttu nafni sínu. Líklegasta skýringin á þessari nafnleynd virðist vera með- fædd hlédrægni höfundarins, víst er að hann þarf ekki að skammast sín fyrir vöru sína því hér er á ferð afar vönduð, læsileg og skemmtileg spennubók. Söguþráðurinn er í stuttu máli á þessa leið: Kirsty Haywood er fertug ekkja og býr og New York. Dag einn berst henni tilkynn- ing um að einkasonur hennar hafi fallið út af skipi við Aff- íkustrendur og drukknað. Kirsty vill ekki trúa því að sonur sinn sé látinn og heldur á ókunnar slóðir í leit að hon- um. Á ferð sinni kynnist hún hinum ensk-indverska Ram- ish, kanadamanninum Cady og Lani, ungri stúlku sem er kínversk í aðra ætt og Sú- mötrubúi í hina. Þessir félagar Kirsty fylgja henni í hættu- legri leit að syninum. Það sem gerir þessa bók fyrst og fremst að afar aðlað- andi og notalegri lesningu eru hinar litríku og mjög svo geð- felldu aðalpersónur. Það er sérlega ánægja að lesa spennubók þar sem svo mikil alúð er lögð í persónusköpun. Þann fyrirvara verður að hafa á þesu lofi að illmenni bókar- innar er heldur einlitur hópur karlmanna með „illúðlegt, grimmúðugt snjáldur“. Þeir glotta við tönn og hvæsa setn- ingar á borð við: „Nú er þessu lokið hjá þér eftir fáeinar mínútur. Síðan fleygi ég þér fram af hömrunum og há- karlarnir fá sinn skerf, seint og um síðir.“ Það segir sig sjálft að les- andin eyðir ekki óþarfa sym- patíu í að harma örlög slíks illþýðis. Höfundur leggur mesta rækt við að lýsa Kirsty, hinni geðþekku aðalpersónu bókar- innar, og lýsingar á samskipt- um hennar við ástmann sinn í New York eru svo trúverð- ugar og vel gerðar að um tíma var ég þess fullviss að einungis kona gæti hafa skrifað þær. Ef Quinnell er karlmaður þá tek ég ofan fyrir lýsingu hans á einleik elskhugans í samfára- senu snemma í bókinni. Quinnell skapar sérlega skemmtilegt samspil í sam- skiptum aðalpersónanna fjögurra. Persónurnar eru fé- lagar og vinir á ekki ósvipað- an hátt og við lásum um í bókum Enid Blyton hér á ár- um áður, nema hvað nú eru þær eldri og búnar að koma sér upp kynhvöt sem þær reyna þó að hafa kurteislegt taumhald á. Bókin er skemmtileg blanda af gamaldags sóma- kærri rómantík og hraðri spennu. Það má lesa út úr þessu verki ákveðna róman- tíska hneigð höfundar, ævin- týraþrá og staðfasta trú á mátt hins góða. Þetta er spennu- saga sem er ekki fúllkomlega laus við móraliseringu, en það er ekki galli á verkinu, ljær því fremur viðkvæmnislegan en um leið óvenjulegan blæ. Sérlega ánægjuleg lesning, ein fárra spennubóka sem segja má að sé geðfelld og notaleg. Bók sem fáir leggja frá sér án þess að ljúka við hana. Björn Jónsson skólastjóri þýddi bókina og þýðingin er að mestu laus við hnökra. ti btoxWna »v SSíESS- F/s Origi»a* 2K* OCH OaittOUA ÍíitiOÍ4S í»f váá tíWAO’J' í* ittvMilNWm Oöri ftfe '*£ 2*$** zl £; riilð U Ubr. hentí* cfrt *•>-. jrfim&ken íwwíf i'&rt 1 ck nb hán WW titiw > K y-'J1 í?k ftö trtfl vSffYWi U* SAatV,. *oS# egar þú grillar, steikir eða marinerar skaltu nota Caj P.’s grill og steikarolíuna. Caj P.’s inniheldur 39 ólíkar kryddtegund- ir og þegar þú finnur kryddlyktina kemstu að raun um, að Caj P.’s grill- og steikarol- ían er allt sem þarf til að gera steikina bragðbetri og bragðmeiri. UUJ Jarlínn JARLINN notar eingöngu Caj P.’s grill- olíu á sínar landsffægu steikur. Það eru 39 kryddtegundir í Caj P. s grill- og steikarolíunni Drykkjumaður PRESS- UNNAR er loksins stiginn upp úr sumarfríi og ann- ríkið hafið á ný. Því er þó ekki að leyna að í því felst ákveðinn léttir að snúa aftur til starfa og drekka á tímakaupi að nýju. Vissulega er gaman að njóta íslenskrar nátt- úru með sínum nánustu, sötra eðalvín og leika krokkett, en þegar til lengdar lætur fer glans- inn af rauöbrennsanum, að ekki sé minnst á krok- kettið. Fyrsta verkefni drykkjumannsins var að stinga sér inn á sollinn í Ingólfskaffi, þar sem að- dáendaklúbbur Sveins Andra Sveinssonar hittist til þess að sulla í sig spírabollu og sitthverju fleira. Sá sem þetta ritar kaus þó frekar að versla við barinn en kynna sér bolluna, enda barstúlk- urnar á Ingólfskaffi sennilegast þær glæsi- legustu í bænum. Það setti hins vegar óneitan- lega strik í reikninginn að í portinu að baki Alþýðu- húsinu átti að vera garð- stemmning, sem einhver snillingurinn hafði ákveð- ið að skyldi náö með því að mála gólfið grænt. Því miður hafði málningin ekki náð að þorna og hafði aukin heldur leyst upp tjöruna í gólfinu, þannig að skartklæddir gestirnir voru eins og malbikunarvinnuflokkur til fótanna, þótt í lakk- skóm væru. Við svo búið afréð drykkjumaðurinn að hann þyldi hinn vonda félags- skap í þessu pokursins gaphúsi ekki öllu lengur og tók þarnæstu flugvél til Vestmannaeyja. Míní- barinn á Hótel Bræðra- borg reyndist í samræmi við væntingar og var því haldið að kanna aðra bari Heimaeyjar. Drykkju- manninum hafði skilist að heitasti staðurinn í bænum væri Skútinn og þeysti því fyrst þangað. Skútinn er huggulegasti staður, en stemmningin var frekar elliheimilisleg framan af. Hins vegar var baTinn ágætlega búinn og þjónustan fín. Þrátt fyrir að ein og ein drottn- ing hefði slæðst inn á staðinn þegar á leið kvöldið var Ijóst að taka yrði hús á fleiri vertum í Eyjum og varð Muninn næstur fyrir valinu. Þar var kynjahlutfallið eitt hið hagstæöasta, sem bar- rýnir man eftir og gaman að vera. Barinn þar var hins vegar ekkert sér- staklega vel búinn, en með öllum nauðsynjum. Skemmtanalífið í Eyjum er ágætt (ef undan er skilin Bubba-eftirherman á Skútanum) en það olli þó vonbrigðum að áflog voru hvergi sjáanleg, sem vissulega er í ósam- ræmi við þá Imynd sem Árni Johnsen og fleiri hafa skapað þessari höf- uðverstöð landsins. En þá verður líka að hafa í huga að Árni er stakur bindindismaður, svo það er ekkert að marka. IÞER GRÍSAKÓTILETTUR Ostakryddaðar Marineraðar Léttreyktar.kryddaðar GRILLPYLSUR Sœlkerapylsa með ostl Smellpylsa , Knackwurst. AT UR ÞESSARI AUGLÝSINGU, DHÖFN SELFOSSI

x

Pressan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.