Tíminn Sunnudagsblað - 01.12.1963, Blaðsíða 2

Tíminn Sunnudagsblað - 01.12.1963, Blaðsíða 2
GUÐMUNDUR B. ÁRNASON: Þrjár minningar frá liðinni öld a í Sunnudagsblaöi „Tímans“ 29. september birtist grein undir fyrirsögninni: „Fræðari á ferð um frostavetur/. — Grein þessi er prýðilega vituð og góð og sönn lýsing — það sem hún nær — af hinum ágæta alþýðufræðara og fyrirlesara Guðmundi Hjaltasyni, föður greinarhöfundar, enda hefur hún bezt mátt þekkja föður sinn. Grein þessi giaddi mig og beindi huga mínum til löngu liðinna tíma þegar Guðniundur Hjaltason stund- aði farkennslu á æskustöðvum mín um, í Kelduhverfi og í Öxarfirði, um alllangt skeið. Kenndi hann á mörgum bæjum í Kelduhverfi og mun meixi hluti ungra manna og barna í sveitinni, — þeirra er þá voru komin til nokkurs þroska, hafa notið góðs af fræðslu þessa góða kennava. Minningarnai leituðu fast á huga minn nóttina eftir að ég las greinina. Og þar eð svefninn brást mér — eins og oft vill verða — greip ég permann og hripaði upp þrjú smáatv:k, sem ég mundi vel. Tvö þau fyrri eru fyrstu og síð- ustu kynni mín af Guðmundi. Hið síðasta eftir að hann var horfinn mér til fulls. 0 Það var síðsumardagur 1887 eða 1888. Norðvestan kuldagjóstur fer yfir sveitina. Og þokan — fylgi- iiskur hans — grúfir yfir hérað- inu og byrgir sólarsýn. Á kirkjustaðnum, Garði í Keldu- hverfi, er margt fólk saman kom- ið Þar heiur verið til grafar bor- inn öldungurinn séra Hjörleifur Guttormsson, sem undanfarin ár hafði verið hjá dætrum sínum í Lóni og legiö þar í kör. Hann hafði þjónað Gai'ðsprestakalli, er hann var prestur á Skinnastað, og unniö hylli sóknarbarna sinna. Eftir að fólkið, er fylgdi afa mínum til grafar, hafði þegið I veitingar — súkkulaði og kaffi — svo sem títt var við jarðarfarir á þeim árum, fór það að safnast saman í kirítjugarðinum, og vissi ép ekki, hvernig á því stóð, en fylgdist með straumnum. Tók þá ókunnur maður, sem ég hafði ekki veitt athyg]?., sig út úr hópnum. Mér virtist hann bæði laglegur og góðlegur. Hann steig upp á leiði í garðinum og tók að flytja fróðlegt erindi um Norðurlönd. Hann talaði blaðalaust, og „mál hans rann sem ránarfall“, eins og þar stendur. Aldrei rak hann í vörðurnar eða þurfti að hugsa sig um. Eg gleymdi storminum cg kuldanum og hlustaði hugfang- inn á hinn snjalla og skemmtilega fyrirlestur. Og svo mun hafa verið um fleiri. Maður þessi var Guðmundur Kjaltason, knminn heim fyrir mjög fáum árum sftir sex ára nám á lýðháskólum í Noregi (Vonhcimi j og Danmörku (Askov). Varð þessi fyrsti fyrirlestur hans í Keldu- hverfi mér næsta minnisstæður, og man ég enn þrjár fyrstu setn- ingarnar úr honum. Seinna hlust- aði ég á marga fyrirlestra hans um margs konar efni, mér til mjk illar ánægju og fróðleiks. Ð Það er niðdimm vetrarnótt fyrri- liluta vetrar Eg er á ferð yfir Tunguheiði, ásamt héraðslæknin- um, Gísla Péturssyni. Hann er tiðandi, en ég hleyp öðru hvoru við fót með hestinum. Eg var að sækja lækninn til Hólmfríðar, konu Guðmundar Hjaltasonar, er iá jóðsjúk á Fjöllum, næsta bæ við æskuheimili mitt — Lón. Eg hafði sjaldan farið yfir Tungu- heiði og varð að beita allri athygli rninni til þess að lenda ekki af réttri leið. Eg var orðinn mjög þreyttur eftir allt að sjö tíma hraðan, hvíldarlausan gang til og frá Húsavik og settjst því að á Fiöllum, þótt skammt væri heim. Mér var vísað til rekkju í fram- baðstofunni, og var Guðmundur þar einnig og hafði ekki farið úr lötum um nóttina. En kona hans lá í herbergi Fjalla-hjónanna. Mér ei enn í fersku minni kvalasvip urinn á andiiti míns góða kenn ara með barnshjartað, en kvein stafir konunnai bárust tjl okkar. Eg þóttist viss um, að hann hefði liðið engu minni kvalir þessa nótt cn kona hans. En allt fór vel. Mig minnir, að læknirinn gæti fljótt hjálpað syslur höfundar áður nefndrar greinar í heiminn. Ð Eg er staddur í stofunni á Grá- siðu, ásamt allmörgum af yngrj ijönnum sveitarinnar. Við höfð- nm stofnaö málfundafélag, og íundur skyldi nú haldinn í því Tvisvar áður hafði ég verið á fundi og pínt mig ti’ þess að taka til máls. En ein af mínum slæmu fylgikonum — afarmikil feimni, sem mjög hefur staðið mér fyrjf þrifum á ý/nsan hátt — kom þá tíl skjalanna. Er ég vildi byrja greip mig svo mikill taugaóstyrk- ui, að ég missti stjórn á rödd og hugsun, svo að allt fór úr reip- unum hjá mér. Eg ákvað að lcggja érar í bát og koma ekki á fund framar. En er ég frétti, að Guð- trundur Hjaltason mundi hverfa til útlanda 'neð fjölskyldu innan skamms, fann ég mjg knúðan tii þess að sækja fund málfundafé lagsins í þriöja og síðasta sinn og hera þar fram tillögu. Ræða mín mun ekki iiafa verið áheyrileg, frekar en fvrri daginn. En því betri urðu viðbrögð fundarmann anna. Allir vildu taka þátt í þvi að gléðja Guðmund. Var ákveði'ð að bjóða nemerdum Guðmundar ,■ Gxarfirði að vera með, og tóku þeir því með þökkum. Var síðan keypt vandað gullúr og Guðmund: sent það, ásamt skrautrituðu þakkarávarpi Gladdi þetta Guð- n:und mjög Sagði hann í bréfi s'ðar, að sér hefði verið mikill styrkur að þessari viðurkenningu. pj hann ferðaðist síðar í 5—6 ár fram og aftur um Norðurlöndin tvö — Noreg og Danmörku —■ og hélt þar íjölmarga fyrirlestra Eg ætla ekki að lýsa Guðmundi pví að ég er ekki fær um það, búinn að gleyma mörgu. Enda ekki þörf á því, þar eð hin áðurnefnda stutta grein dóttur hans, varpai furðuskýru Jjósj á manninn. Og evo hefur Björn Guðmundsson —" náfrændi minn og uppeldisbróðir — ritað ágæ'.a grein, rækilega lýs- Framhald á 1004. síðu.

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.