Tíminn Sunnudagsblað - 01.12.1963, Blaðsíða 14

Tíminn Sunnudagsblað - 01.12.1963, Blaðsíða 14
I DJÚPIVOGUR um 1780. Þangað sótíu Austur-Skaftfellingar verilun fram yfir miðja nítjándu öld. Sýndi snjóa septemtoer, - sunnariregn þar eftir, skyggði flóa skýjaher, skipti þó með nóveimber. Norðanktildi, frost og fjúk fram að jólum gengu. fsinn huldi Ýmisbúk einnig duldi fjallahnjúk. Aflafeng úr salnum sands syðra margir drógu. , Fagna lengi brjótar brands brautargengi vestanlands. Hér að austan fiskifátt fregna þegnai mega, upp í nausti heldur hátt hvíla flanstur dag og nátt. Því næst getur síra Jón þess, aö herra Gísli á Hólum, biskup gætinn og góðsamur, hafi andazt, einnig ýmsir aðrir kirk.junnar þjónar og Bjarni Pálsson landlæknir. Þá er komið að slysförunum. Þótt flaustur hvíldu í nausti vegna aflatregðu austanlands, höfðu á árinu gerzt þar ótíðindi. þegar á flot var farið: Blóðsting harðan beið og tjón bragna senn af dauða hafs við garða hvellan tón, Hornafjarðarsveitin Lón. Fyrravetur voðafár virðum þremur sendi Ölduhret, þeir urðu nár; ekkjur grétu ræntar þrjár. Nú um þennan vetur vann vatn, er Laxá heitir, að sér spenna mætan mann, mitt í henni drekktist hann. Hið seinasta feigðarfar flestum er í minni; sex í rastir sukku þar siðprúðastir skipverjar. Huldir dúkum hafs um strind héldu að seladrápi, fengu mjúkan fyrst þá vind, fylltu búkum sigluhind Hér næst skelja heim um rann hugði kuggur vitja, ægir belja byrstur vann, báran heljar fyllti hann. Feigðarólgu umvafðir ítar sex þar dóu, sjávar kólgu sveipaðir, sorgarbólgu þreyðir hér. Guðs ótrauða gæzkan að gæti sálum manna, hvar sem dauða hitta vað, hels svo nauðum létti það. Ví. Það hefði einhvern tíma talizt saga til næstu bæja, að lítil og fámenn sveit biði á einu ári slíkt afhroð í manntjóni eins og varð í Lóni 1779. Enda verður klerkinum á Hálsi í Hamarsfirði það ríkt í huga. Fyrsta tíðavísa hans telur tuttugu og níu er- indi, þar af átta um þessar slysfarir. Augljóst er, að annálsritarar gerðu að öðru jöfnu fregnum úr næsta um- hverfi fyllri skil en því, sem á skot- spónum barst úr fjarlægð. Hér hefur þetta einnig sannazt. Sagnaþulur fær- ist í aukana, ef hann veit, að hann sjálfur getur sagt frá einhverju, sem er nýtt af nálinni, nærtækt og veldur djúpum geðhrifum. Sú getgáta er alls ekki fjarstæðukennd, að helganga Lónsmanna hafi gefið síra Jóni Hjaltalin þá hugmynd að yrkja tíða- vísur: Tveir bátar farast Níu menn týnast í sjó, sá tíundi drukknar í vötnum. Á fyrri bátstapanum varð víst bónd- inn á Hvalnesi, ef til vill annar ná- granni hans í Vík og líklega ungur lóndi i Bæ. Þetta gerðist um vetur- inn, ætl'a má á útmánuðum. Á þeim árstíma gengur fiskur á miðin við Hvalneshorn. Þá var ýtt úr Królcnum, róið út að Hvítingum, færum rennt, brákað og gulir slöttólfar innbyrtir. Þeir, sem sátu á seltu, áttu oft heima svanga munna, er biðu eftir björg- inni. Tíðavísurnar gefa engar bendingar um, hvernig ólánið bar að höndum. Það er næsta ósennilegt að róið hafi verið þarna við þriðja mann, hitt nær sennileika að bátnum hlekkist á í lendingu og einhverjir af áhöfninni bjargist úr ,,ölduhretinu“. Slysið í Laxá verður við vetrar- komu, drukknaði þar bóndi úr Suður- Selir á skerjum — teikning úr ferðabók Eggerts og Bjarna. 998 TlMINN - SUNNUÐAGSBLAf)

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.