Tíminn Sunnudagsblað - 01.12.1963, Blaðsíða 11

Tíminn Sunnudagsblað - 01.12.1963, Blaðsíða 11
mikil, og telja margir, að þeir hafi ræktað baðmullina. Klæðnaður og fiskinet voru gerð úr baðmullar- og hastþráðum, spunnum af lítilli íþrótt og mjög misgildum. Eiginlegur vefn- aður var sjaldgæfur og vefstólar ekki til, en hins vegar voru þræðir flétt- aðir saman í dúka. Leirkeragerð var engin. Um 1200 fyrir Krists burð bætast nokkrir nýir þættir við menningu Perúbúa. Þýðingarmestur þeirra er leirkeragerðin. Frá elztu tíð leirker- amia ber inest á einföldum krublcum, lítt skreyttum, og glögg merki þess má sjá, að brunatæknin hefur ekki verið orðin örugg. Um 1000 fyrir Krists burð er farið að rælkta maís í Perú, og þá hefur leir keragerðin náð mikilli þróun og gegn- ir þýðingarmiklu hlutverki við helgi- hald Qg trúariðkanir landsmanna. Menningarskeið það, sem þekktast er frá þessum tíma er kennt við fund- arstaðinn Chavín de Huantar og nefnt Chavínmenningin. Helzta ein- kenni þess menningarskeiðs er góð í kattarmynd, sem kemur fyrir hvað eftir annað á leirkerum. Chavínmenn- ingin virðist hafa verið útbreidd á stóru svæði í norðanverðu hálendinu og við ströndina norðan til í landinu, en engin merki um haná hafa fund- izt í Suður-Perú. Þetta menningar- skeið hefur staðið lengi, og innan þess má greina mörg afbrigði bæði í tima og rúnii, en höfuðeinkennin eru þð alls staðar hin sömu, svipuð gerð leir kera og goS af kattarkyni. Ýmsir fræðimenn telja, að þessi menning sé ekki upprunin á strandlengjunni vest- an Andesfjalla, heldur aðflutt. Sumir hafa jafnvel látið sér detta í hug, að samband sé á milli þessa menn- ingarskeiðs og menningar akuryrkju- þjóða í Mexíkó, en engar fullnaðar- sannanir liggja þó fyrir um það efni. Næsta tímabil í sögu landsins nefna fornleifafræðingar Tilraunatímabilið. Á því tímabili koma fram ýmsar tækni legar nýjungar, en þýðing kattargoðs- ins fer ört minnkandi, þótt dæmi um dýrkun þess megi finna á ýmsum síðar. Þetta skeið hef- á öldunum fyrir og um upphaf tímatals kristinna manna. Þó er elcki hægt að afmarka það mjög nákvæmlega, og vel er hugsanlegt, að sum þau menningarskeið, sem tal- in hafa verið til þessa tímabils, eigi betur heima í því næsta, klassíska tímabilinu. Eins má vel vera, að menn ingarafbrigði tilraunatímabilsins séu ekki öll frá sama tíma, og sum þeirra kunna að hafa verið við lýði eftir að klassiska tímabilið var hafið annars staðar. Á þessu tímabili urðu miklar fram- farir í vinnubrögðum við jarðrækt. Áveitutækni hafði náð allháu stigi í lok tímabilsins, hótt óvíst sé, hvort áveitur hafi að marki verið famar stöðunu löngu ur staðíð yfir Akuryrkja í Inkaríkinu. Jörðin er stungin upp me3 pálum, og konur mylja moldina í höndum sér. að ryðja sér til rúms í upphafi þess. Menning þessa tímabils er mjög breytileg eftir landshlutum, og sér- staklega er glöggur munurinn á menn ingu íbúa strandarinnar sunnanverðr- ar og norðanmanna. Leirkerastíllinn er annar syðra en nyrðra, litanotkun önnur, vefnaður stendur syðra á mjög háu stigi, einkum í Paracas-menning- unni, sem hefur að bjóða einhverja fegurstu dúka, sem nokkru sinni hafa verið ofnir. Á klassiska tímabilinu (ca. 400— 1000 e. Kr.), sem fylgir á eftir til- raunatímabilinu, hafa byggingatækni og liststílar náð fullri þróun, og þá fer að verða vart vel skipulagðra ríkisheilda, sem sumar hverjar leggja stund á landvinninga. Land og at- vinnuhættir í Andersfjöllum og strand dölunum hafa án efa ýtt undir þess- ar ríkismyndanir, því að áveitukerfið, sem þá hafði náð fullri þróun, krafð- ist flókinnar samfélagsskipanar og skipulagningar. Helztu minjar um þetta tímabil hafa fundizt á strönd- inni nyrzt og syðst og í hálendinu sunnanverðu og um miðbik þess. Akuryrkja var þá komin á það stig, sem hún stóð á allt til komu hvítra manna til landsins. Farið var að rækta allar þær jurtir, sem kunn- ar voru í Andersfjöllum, þar á meðal kartöflur. Vefnaður var mikið stund- aður, og dúkar ofnir bæði úr baðm- ull og ull lamadýrsins og alpakka- dýrsins. Einkum var lögð stund á vefnað á suðurströndinni, en norðar var málmiðja sérgreinin. Helzta klassíska menningarskeiðið á norðurströndinni var hin svo kall- aða Mochicamenning. Mochicamenn stunduðu mikið akuryrkju, en fisk- Framhald á 1005. síðu. T I M 1 N N — SUNNUDAGSBLAÐ 995 v

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.