Tíminn Sunnudagsblað - 01.12.1963, Blaðsíða 5

Tíminn Sunnudagsblað - 01.12.1963, Blaðsíða 5
MD 6EKK EKKI AF ÞEGJANDI 06 HLJðOALAUST, ÞE6AR KEIMASÆTAN I SKARÐDAL LÝSTI SÍRA ASMUND A HVANNEYRI FðDUR AÐ DARNI SlNU septembermánaðar. Þetta varð til þess, að prestar ánýjaði tilmæli sín við Jón Einarsson og stabk upp á því. að brúðkaupsveizlu þeirra þriggja yrði slegið saman, svo að kostnaður yrði léttbær. En Jón var jafnþver og áður — hann vildi ekki heyra þetta nefnt. Hjónavígslan fór fram þriðjudag- inn 30. september, og hefur veizlan að líkindum verið haldin inni í Siglu firði, ef til vill í kaupstaðnum eða á Hvanneyri. Morguninn eftir tók prest- ur Þorvald brúðguma tali og bað hann umgangast það fyrir sig, að Pálmi nokkur Sæmundsson, vinnumaður í Dalabæ, tækist faðernið á hendur, og mætti bjóða honum einhverja þóknun fyrir vikið. Þorvaldi þótti þetta ekki alls kostar ánægjulegt hlut verk, en lofaði þó að inna orðum að þessu. En slæiega rak hann erindið. Hann lét það nægja að segja Pálma örð prests og biðja hann að kannast við það, ef þetta bæri síðar á góma. Eigi að síður tók Pálmi tilmælin óstinnt upp — kvað slíkt ekki nefn- andi við sig. VIII. Degi síðar, iimmtudaginn 2. októ- ber, tók Guðrún léttasóttina. Var óðar sent að Leyningi eftir nærkonunni, Sigríði Þorfinnsdóttur, er kom innan lítillar stundar. En með því að enn var allt í óvissu, hversu barnið yrði feðrað, var líka sent eftir hreppstjór- anum, Jóhanni Kröyer á Höfn, og vinnukonunni í Skarðdalskoti, Stein: unni Guðmundsdóttur. Það var gam- all siður, að stúlkur, sem áttu spaug- börn, voru spurðar að því í blóðbönd- unum, hvern þær lýstu föður, og í þetta skipti pótti bezt, að faðernis lýsingin væri tryggilega vottfest. í slíkum vanda var annars venja að kalla til prestinn, ef þess var kost- ur, en að þessu sinni varð, af skilj- anlegum ástæðum. að taka hrepp- stjórann fram yfir hann. Það er í stuttu máli frá Skarðdal að segja, að Guðrún ól um kvöldið meybarn. Jafnskjótt setti Sigríður á Leyningi upp virðulegan embættis- svip og spurði móðurina í heyranda hljóði, hvern hún lýsti barnsföður sinn. Guðrún nefndi séra Ásmund á Hvanneyri. Þá fyrst þótti Ijósmóð- urinni óhætt að skilja á milli. Síðan var barnið laugað að venju, hlynnt að móðurinni og gengið til náða. Daginn eftir var ferðaveður sæmi- legt, og bjuggust þau þá með barnið til skírnar, Jón Arnfinnsson og Ingi- björg, kona hans, Sigríður í Leyn- ingi, Steinunn 1 Skarðdalskoti og hreppstjórinn. Lá mikið við, að skírn drægist ekki á langinn, því að tvísýnt var um afdrif þeirra barna annars heims, er óskírð dóu. ^ Gestirnir hafa varla komið séra Ásmundi algerlega á óvænt. Tók hann þeim og allsæmilega og kvaðst myndu skíra barnið, ef þess væri óskað. Sagði Jón Arnfinnsson, að svo væri, því að til þess hefði ferðin verið gerð. Annars hafði Sigríður mest orð fyrir gestunum. Sagði hún presti skil- merkilega, að Guðrún hefði í blóð- böndunum lýst hann föður, þegar hún spurði um faðernið. Ekki leyndi sér, að presti gazt lítt að þessu. Setti hann ofan í við Sigríði og kvað kom- in ný fyrirmæli, er bönnuðu slíkar spurningar á meðan ekki hefði verið skilið á milli. „Því má það ekki vera?“ sagði Sig- ríður. „Ég hef vitað það áður gert, og ég hef gert það sjálf“. Prestur sagði, að svo væri litið til, að sængurkonur kynnu að tala annað en vera skyldi af gremju eða óráði, ef þær fengju ekki ráðrúm til þess að jafna sig eftir barnsburðinn, áður en á þær væri gengið. „Ég veit eigi þá reglu“, svaraði Sig ríður og afsakaði sig með því, að sóknarprestar sínir hefðu ekki aug- lýst sér þessi lýju fyrirmæli. Nú var gengið til kirkju og barnið Séð ti' bæja í botni Siglufjarðar. skírt, og er ekki annars getið en presti færi það vel úr hendi. Aftur á móti vildi hann ekki sætta sig við það, að hann yrði kallaður faðir þess. Áttu þau um það langt þjark í stof- unni á Hvanneyri, prestur, Jón Arn- finnsson og Sigríður, en hún hafði sig mest í frammi sem fyrr og vitnaði til þess, að Guðrún hefði sagt það síð- ast orða, er faðir hennar tók barn- ið frá henni um morguninn, að prest- ur hefði heitið henni eiginorði og boðið fram signet sitt því til staðfest- ingar. „Hún skrökvar þessu“, svaraði prestur. Kom nú þar tali þeirra, að prestur spurði Sigríði, hvort hún héldi það ekki nefnandi. að Kristján, sonur hennar, játaði á sig faðernið — ekki þyrfti hann annað að segja: Já, ég á barnið. „Það held ég ekki væri til neins", svaraði Sigrfður. „Ég hef ekki held- ur efni á því.“ Prestur sagði, að einhvern veginn yrði þó að fara að þessu, svo að hann gæti bíhaldið hempuspjörinni, því að á henni ætti hann að lifa. En það var ekki auðhlaupið að því að leysa þetta mál. Nú vildi svo til, að um þessar mund ir var á ferð í Siglufirði skagfirzkur maður, kvæntur maður frá Pottagerði í Reynistaðarsókn, Páll að nafni. f Ljósmynd: Þorsteinn Jósepsson. T t M I N N - SUNNUDAGSBLAI 989

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.