Tíminn Sunnudagsblað - 01.12.1963, Blaðsíða 4

Tíminn Sunnudagsblað - 01.12.1963, Blaðsíða 4
VII. Það leið fram á sumarið 1823, og stöðugt gildnaði Guðrún í Skarðdal. Kona sú í Siglufirði, sem mest gaf sig að nærkonustörfum, Sigríður Þor- finnsdóttir, átti heima í Leyningi, og með því að skammt var milli bæj- anna, lét hún það ek'ki undir höfuð Ieggjast að hitta stúlkuna, þukla hana og láta henni i té holl ráð. Sigriður Þorfinnsdóttir virðist hafa verið talsvert umsvifamikil kona, og sérstaklega ná láta sig gruna, að henni hafa verið gefin liðug frásagn- argáfa. Nú vildi hún nota tækifærið og heyra það af munni Guðrúnar sjálfrar, hverjum hún eignaði þung- ann. Ef til vill hefur stúlkan ekki verið fús til þess að tala um þetta, en þó sagði hún Sigríði það grátandi, að presturinn hefði gert sér barnið, sem hún bæri undir belti, og fylgdi þar með sagan af því, hvernig Elín hafði ginnt hana út að Hvanneyri í öndverðu. Um þetta leyti var Guðrún líka bú- in að segja foreldrunum allt af létta. Þótti þeim ískyggilegt, hve prestur- inn virtist tregur til þess að gangast við barninu, og þegar kom fram á engjaslátt, afréð Jón Arnfinnsson að tala um málið við hann. Svo er að sjá, að séra Ásmundur hafi ekki haft uppi neinn ofstopa við Jón. Hann gekkst við því, að hann hefði átt vin- gott við stúlkuna, en taldi næsta ósennilegt, að hún væri vanfær af sínum völdum. Lét hann í það skína, að hún myndi sjá sig um hönd, þegar hún skoðaði hug sinn betur, og annar reynast barnsíaðir, þegar til kæmi. Upp úr þessu fór prestur sjálfur að gera gangskör að því að afla barn- inu föður. Föstudaginn 5. september brá séra Ásmundur sér inn að Saur- bæ, þar sem Jón Einarsson var við heyskap, ásamt fleira fólki. Kallaði hann Jón á einmæli þar á vellinum og sagði honuin, að hann hefði nokkr- ar áhyggjur af þunga Guðrúnar í Skarðdal, þótt ekki væri það vegna þess, að hann ætti barnið — fyrir það 'gæti hann hér um bil svarið með þrem fingrum uppréttum. Hitt sýndist honuin nauðsynlegt að koma í veg fyrir slaður og getgátur. Fór hann þess síðan á leit, að Jón tæki að sér faðernið eða gengi að öðrum kosli að eiga stúlkuna, áður en hún æli barnið, svo að enginn málarekst- ur yrði út af því. Hann sagði, að Guðrún væri álitleg stúlka, og barnið kvaðst hann sjálfur ætla að annast svo lengi sem hann gæti og það þyrfti þess við. Að lokum bauð hann Jóni að byggja honum Leyning — land- skuld og leigur skyldi hann ekki þurfa að borga fyrsta árið og þar ofan vildi vera honum hjálplegur um spýt- ur í hrip og klápa, sem þeir þyrftu að koma sér upp, er reistu bú. En Jón hafnaði tilmælum prests, og varð ferð hans inn að Saurbæ erindisleysa. Næsta sunnudag, hinn tuttugasta í sumri, var messudagur á Hvanneyri. Kom allmargt fólk til kirkjunnar, og var þar meðal annarra ungur maður frá Máná í Úlfsdölum, Sigurður að nafni, sonur Bjarna húsmanns Guð- mundssonar í Skarðdalskoti. Þeir prestur gengu saman heiman frá bæn- um til kirkjunnar. Vakti hann þá máls á því við Sigurð, að nokkuð lægi við, að einhver firrði sig áburði mótstöðumanna sinna í sveitinni, og yrði það með þeim hætti einum gert, að einhver gengist við þunga Guðrún- ar. Sagðist hann þekkja Sigurð svo náttúrugóðan dreng, að hann vildi ekki sjá prest rinn falla á slíku máli. Gerði hann honum síðan þau boð að láta hann fá fimm ær eða jafnvel hest, kysi hann það heldur, ef hann vildi taka að sér faðernið. Þyrfti hér ekki annars við en hann segði í á- heyrn votta, að hann ætti barnið. og kvaðst þá prestur reiðubúinn til þess að fá honum í hendur gild skilríki, sem leystu hann undan öllum veg og vanda að öðru leyti. En hér fór sem Ásmundar saga prest!aus>a II fyrr: Sigurður tærðist eindregið und- an þessu og bað prest afsaka við sig, þótt hann gæti ekki gert þessa bón hans. Faðir Sigurðar, Bjarni í Skarðdals- koti, var einnig við kirkju. Hann var að spígspora á hlaðinu á Hvanneyri, er prestur vók sér að honum framan við stofudyrnar og mælti: „Ég heyri sagt, að nú eigi að fara að kenna mér barn hér í Siglufirði. Ég vænti þú sért ekki fáanlegur til að gangast undir það fyrir mig?“ Sá Bjarni gamli, að prestur var druk'kinn orðinn og vissi ekki full- komlega, hvort þetta var gróft gam- an hans eða alvara, nema hvort tveggja væri. Tók hann það ráð að þegja, og lét prestur þetta þá nið- ur falla. Enn var það, að þeir urðu sam- ferða vestur í Fljót, séra Ásmundur og Davíð Sveinsson, er þar mun lengst af hafa verið viðloða. í þess- ari ferð gerði prestur Davíð það boð að biðja Guðrúnar honum til handa, gefa honum gráan sauð til veizlunn- ar og byggja þeim síðan Leyning. En Davíð var ek'ki maður til þess að sjá farborða þeim börnum, er hann hafði eignazt fyrr á ævinni, og af- þakkaði boð klerks. Um svipað leyti tók prestur Jón Arnfinnsson tali og vék að högum Guðrúnar. Hélt hann því fast að Jóni, að barninu yrði sem bráðast útveg- aður faðir. Nefndi hann bæði Jón Einarsson og Sigurð á Máná, en gat þess jafnframt. að hann hefði fitjað upp á þessu við þá og fengið afsvar. En sú var bót í máli, að hann hafði nú komið auga á rétta manninn, Ein- ar Pálsson í Tungu í Fljótum. Dvað hann ekkert því til fyrirstöðu að lýsa hann föður, þótt það væri ekki nefnt við hann áður því að hann væri vin- ur sinn. Þó reyndist þetta ekki hin þráða lausn, hvað sem valdið hefur. Einar virðist ekki hafa verið nefndur oftar en í þetta eina skipti. Nú stóð aftur á móti svo á, að bræður tveir í Dala- bæ í Úlfsdölum. Jón og Þorvaldur Sigfússynir, hugðust kvænast í lok m TÍMINN- SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.