Tíminn Sunnudagsblað - 01.12.1963, Blaðsíða 16

Tíminn Sunnudagsblað - 01.12.1963, Blaðsíða 16
PÁLL ÓLAFSSON FRÁ SÖRLASTÖÐUM: ALOARMINNING FftÆDAÞULS UR FNJOSKADAL I. Árið 1847 nófa búskap á Snæbjarn arstöðum í Fnjóskadal hjónin Bjarni Davíðsson og Kristín Sigurðardóttir. Bjarni fæddist árið 1824 í Sellandi í Fnjóskadal. Voru foreldrar hans Davíð Bjarnason og Sigurbjörg Guð- múndsdóttir. Þaj hjón voru bræðra- börn, bæði af Reykjaætt í Fnjóska- dal. Þau byrjuðu búskapinn í Sellandi, voru þar og á Bakka í sömu sveit í fáefn ár, en árið 1830 fluttust þau ‘að Reykjum og bjuggu þar um 40 ár. Á Reykjum hefur sama ættin búið því nær óslitið síðan snemma á 18. öld og allt til þessa dags, um það bil hálfa þriðju öld Davíð og Sigurbjörg eignuðust níu börn, sex sonu og þrjár dætur. Þau h'étu: Bjarni, Guðmundur, Davíð, Si.g- urður, Jónatan, Helgi, Sigurbjörg, Guðfinna og Guðrún. Þessir sex bræð ur bjuggu allir um skeið í suðurhluta Fnjóskadals og sumir mjög lengi. Bjarni bjó á Snæbjarnarstöðum 40 ár. -Guðmundur bjó í Hjaltadal og Fjósatungu. Talið er að hann sé sá tnaöur í Fnjóskadal, sem lengst allra hefur stjórnað þar búi um næstliðn- ar tvær aldir. Hann bjó alls í 60 ár. Sigurður bjó á Veturliðastöðum 52 ár. Jónatan bjó í Brúnagerði og Reykjum, alls í 36 ár. Davíð og Helgi bjuggu í Bakkaseli, þó eigi samtímis; hvorugur þeirra mun hafa búið lengi. Sigurbjörg bjó í Helgárseli í Eyja- firði. Guðfinna og Guðrún giftust ékki og eignuðust ekki börn. Jafnan féll vel é með þeim bræðr- um, Bjarna og Guðmundi Davíðsson- um. Voru þeir nijög samrýmdir, enda jíkir um imargt. Þeir voru næstu ná- gr'annar um 30 ára skeið, þar sem annar bjó í Hjaltadal, en hinn á Snæ- þjarnarstöðum. Bærinn Hjalladalur stóð í mynni sanmefnds dals vestan Hjaltad.alsár, gegnt norðurhyrnu Kambfellshnúks. Snæbjarnarstaðir standa nokkru norð hr en Hjaltadalur, pegnt Sörlastöðum, sem, er innsti bær austan ár. Timbur .valladalsá og Hjaltadalsá falla saman þpölkorn sunnan Sörlastaða og Snæ- bjarnarstaða, en nokkuð norðan Hjáltadals. Þessir þiír bæir voru um Jangan aldur syðstir byggðra bæja í Fnjóskadal. Nú eru þessar þrjár jarð ir komnar í eyði. II. Bjarni á Snæbjarnarstöðum var, að sögn kunnugra, mikill léttleika- maður, afburðaþolinn, duglegur, bjartsýnn og greiðvikinn, ör i lund og skjóthuga, en þó eðlisgreindur. Hann var tvíkvæntur, og hétu báðar konurnar Kristínar. Fyrri kona hans var Kristin Sigurðardóttir frá Þor- móðsstöðum í Sölvadal. Voru foreldr- ar hennar Sigurður Jónasson, bóndi á Þormóðsstöðum og kona hans, Guð- rún Gunnlaugsdóttir, bónda á Guð- rúnarstöðum í Eyjafirði. Bjarni og Kristín eignuðust sex börn, fjögur þeirra dóu ung, en þau, sem upp komust, hétu Guðrún og Sigurður. Guðrún var fyrri kona Benedikts Jónatanssonar frá Þórðar- stöðum. Þar bjuggu á Bakka í Fnjóska dal og áttu mörg börn. Guðrún lézt ung að árum, liðlega þrítug. Sigurður Bjarnason fæddist hinn 31. ágúst 1863 á Snæbjarnarstööum, og var jafnan kenndur við þann bæ. Fer vel á því, að þessa minnisstæða manns sé minnzt í tilefni aldaraf- mælis hans. Sigurður ólst upp í föðurgarði við góðan efnahag, gott atlæti og marg- háttaða greiðasemi við gest og gang- andi. Eigi var hann þó til mennta settur, þótt hugur hans hafi eflaust staðið til skólagöngu. Um tvitugs- aldur dvaldist Sigurður þó á Akur- eyri við nám i einn vetur. Var kenn- arinn hinn kunni alþýðufræðari þeirra tíma Guðmundur Hjaltason. Mun námsdvölin hiá Guðmundi hafa orðið Sigurði góð leiðsögn í lífinu og á alla staði notadrjúg. Minntist hann ætíð kennara síns með virð- ingu og þökk. III. í júlímánuöi 1887 gerðist sá sjald- gæfi atburður, að þeir Snæbjarnar- staðafeðgar, Bjarni og Sigurður, héldu báðir brúðkaup sitt hinn sama dag. Kvæntist Bjarni Kristínu Jónsdóttur. Þau eignuðust eina dóttur, er hlaut nafnið Guðrún. Hún giftist Kristni Sigurpálssyni. B.juggu þau lengi á Húsavík og áttu sex börn, sem öll eru á lífi. Kristinn er látinn fyrir fáum árum, en Guðrún er nú búsett á Akureyri. Hún er 75 ára að aldri. Um ætt Kristínar, seinni konu Bjarna er mér eigi nógu kunnugt. Sigurður Bjarnason gekk að eiga Hólmfríði Jónsdóttur. Voru foreldrar hennar Jón Guðlaugsson frá Stein- kirkju og Helga Sigurðardóttir frá Brúnagerði. Var Sigurður þá tæpra 24 ára, en Hólmfríður á 20 aldursári. Bjarni á Snæbjarnarstöðum andað- ist úr lungnabólgu mánuði eftir brúð kaupið, 63 ára gamall, en Kristín, fyrri kona hans, lézt átta árum fyrr. IV. Ungu hjónin, Sigurður og Hókn- fríður, settu saman bú þegar á hinu fyrsta hjúskaparári sínu og bjuggu tvö ár á hálílendu Snæbjarnarstaða, en á hinum jarðarhelmingnum bjó Kristín, ekkja Bjarna. Eins og fyrr er frá sagt, var mjög góð vinátta þeirra bræðra, Bjarna og Guðmund- ar Davíðssona. Þegar Bjarni á Snæ- bjarnarstöðum -ézt, hafði Guðmundur búið í Fjósatungu um nokkur ár, ávallt í tvíbýli, stundum í margbýli. Ólafur, sonur Guðmundar Davíðsson- ar, hafði um 10 ára skeið búið í Fjósatungu í tvíbýli á móti föður sínum. En árið 1^B9 fluttist hann að Sörlastöðum og fór að búa þar. Þá bregður Gúðmundur í Fjósatungu á það ráð að bjóða hinum unga bróð ursyni sínum, Sigurði á Snæbjarnar- stöðum, að taka tvo þriðju hluta af Fjósatungu lil ábúðar. Tók Sigurð- ur boðinu fúslega og fluttist að Fjósa tungu og bjó þar i eitt ár. Árið 1890 flyzt hann aftur í Snæbjarnarstaði, er þá höfðu losnað úr ábúð, þar sem Kristín, stjúpa hans, brá búi þá um vorið. Þótt Sigurður væri nú setztur að búi á æskuheimili sínu, mun hann eigi hafa verið alls kostar ánægður, því að vel féll tionum ábúðin í Fjósa- tungu þetta rina ár þar. Á Snæbjarnarstöðum búa Sigurður og Hólmfríður þó í 18 ár eða til árs- ins 1908. En þá tóku þau sig upp þaðan, fluttust vestur yfir Vaðla- heiði og fóru að búa á Garðsá í Kaup- angssveit. Þar bjuggu þau í þrjú ár í tvíbýli. Á Garðsá varð Sigurður fyrir því áfalli, að heilsa hans bilaði, og varð hann að ganga undir hættu- legan uppskurð. Heppnaðist þó skurð aðgerðin ágætlega vel og náði hann aftur allgóðri heilsu. En veikindin urðu þess valdandi, að um árabil varð hann því nær óvinnufær. Árin, sem Sigurður var sjúklingur og fyrst þar á eftir, átti hann og fjölskylda hans heima á Akureyri. En þegar heilsan tók að batna, hugð- ist hann hefja búskap enn á ný. Árið 1916 fluttust þau hjónin, ásamt sum- um barna sinna, að Hvassafelli í Eyja- 1000 T f M 1 N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.