Tíminn Sunnudagsblað - 01.12.1963, Blaðsíða 10

Tíminn Sunnudagsblað - 01.12.1963, Blaðsíða 10
Þessi hermaður, sem er gerður ur leir, er gott dæmi um listfengi Mochica-manna. verið hið sama ails staðar, en þetta sýnir glöggt, hvílíka möguleika til þjóðfélags- og menningarþróunar maísræktin skapar. Einhver frægasta hámenningarþjóð- in í allri álfunni voru In'karnir í Perú. Ríki þeirra var við komu Spánverja til landsins á 16. öld stórveldi, sem náði yfir geysimikið landflæmi á vest- urströnd Equador og Columbíu langt suður eftir Chile. En þetta stórveldi var ekki gamalt, landvinningar Inka höfðu hafizt aðeins tæpri öld áður en ríkið féll fyrir vopnum Spánverja 1532. Hins vegar var menning Inka- ríkisins eldri og átti sér ævagamlar rætur. En upplýsingar um menningu Andesbúa eldri en.Inkanna liggja fá- ar fyrir aðrar en þær sem fornleifa- fræðingar hafa grafið upp úr jörð- inni, þar eð Inkamir ráku með góð- um árangri skipulagða sögufölsun á öllu því svæði, sem þeir lögðu undir sig. Þeir héldu því fram, að landið hefði verið menningarlaust fyrir daga þeirra og þeir hefðu fært þjóðunum, sem þeir lögðu undir sig, blessun há- menningarinnar. Skipuleg innprent- um þessarar kenningar varð til þess, að minningar um eldri þjóðir og menn ingarskeið gleymdust, en hins vegar hafa fornleifafræðingar sýnt fram á, að áróðurssagnfræði Inkanna á ekki við nein rök að styðjast. Ekki er vitað, hvenær mannabyggð hefst í Perú. Öruggar minjar hafa fundizt um vist veiðimanna sunnar í Suður-Ameríku frá sjöunda árþús- undi fyrir Krists burð, og þá hljóta menn að hafa verið komnir til Perú. Bezta leiðin suður eftir álfunni ligg- ur nefnilega um hálendið, því að frumskógamir austan Andesfjalla og vatnasvæði Amazonsfljóts hafa verið stórkostlegir farartálmar frumstæð- um mönnum ekki síður en nútíma- KattargoðiS er eitt helzta einkennl Chavin-menningarinnar. mönnum. Auk þess hafa f undizt í hell- um um miðbik landsins örvaroddar og hnífsblöð úr tinnu af frumstæðri gerð, sem annars er óþekkt frá land- inu í síðari tíð. Þegar þar við bætist, að í þessum hellum finnast engin merki um leirkeragerð, en sú iðja var afar mikið stunduð í Perú síðar, er ekki fjarri lagi að álykta, að þessar minjar séu frá elztu byggð landsins. Hins vegar hafa ekki verið tök á að ákvarða aldur þeirra eftir öðrum leið- um. Niðri við ströndina hafa fundizt minjar um fólk, sem var gjörólíkt veiðimönnunum fornu. Hvaðan það hefur komið er ekki vitað, en hins vegar öruggt, að þar er fundinn fyrsti hlekkurinn í keðju þeirrar menning- arþróunar, sem helzt óslitin allt til landafundaaldar Elztu minjarnar af þessu tagi eru frá því um 2500 f. Kr. og er allt á huldu um sögu landsins þann langa tíma sem þá er liðinn frá því að menn komu fyrst til landsins. Þessar minjar hafa bezt verið kann- aðar við Huaca Prieta í Chicamadal. Mannvistarlögin. sem þar hafa ver- ið grafin upp, eru um tólf metrar á þykkt, og minjar þaðan hafa verið tímasettar með carbon-14 aðferðinni. Niðurstaðan er sú, að þarna séu minj- ar um byggð frá því um 2500 f. Kr. til 1200 f. Kr. íbúarnir í Huaea Prieta lifðu aðallega á sjávarmeti; þeir söfn- uðu skelfisk í fjörum og hafa trú- lega einnig kafað eftir honum, þeir veiddu fisk í net. ekki ósvipuðum þeim netum, sem enn er notuð á sömu slóðum. Fundizt hafa bein úr allmörgum sjávardýrum, en engin úr landdýrum, og engin vopn hafa fundizt. Þá hafa íbúarnir safnað jurt- um og ræktað sumar, en þó virðist maísinn enn hafa verið óþeklrtur. Hins vegar hefur baðmullarnotkun verið 994 T I M I N N - SUNNUDAGSBLAö

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.