Tíminn Sunnudagsblað - 01.12.1963, Blaðsíða 13

Tíminn Sunnudagsblað - 01.12.1963, Blaðsíða 13
Ketilsstaðarannáll segir árið 1779: „Svo og nokkrir skiptapar fyrir sunnan og einn í Lóni“. Espihólsannáll sama ár: „Menn urða nokkrir á skiptöp- um á Breiðafiiði, Ákranesi, Njarð- vÆ og austur í Lóni“. Árbækur Espólíns sama ár: „Drukknuðu sex menn af skipi í Hornafirði“ Þeir, sem kunnugir eru staðhátt- um og samskiptum þessara skaft- fellsku byggðaiaga, hafa gjarnan hallazt að því, að hér sé sama saga sögð að austan — Espólín aðeins orð- ið dálítið saupsáttur við sannleikann. Hornafjörð og Lón skilur fjalls- rani, þar á .nilli liggur alfaraleið um Almannaskarð. Fram á 19. öld áttu Lónsmenn á þingstað að sækja að Holtum í Hornatirði. Voru það leifar fornra félagsmálatengsla, því að fram til ársins 1772 voru þrjár austustu sveitir sýslunnar. Mýrar, Nes og Lón, eitt hreppsfélag, nefnt Holtahreppur. Hefur þetta vafalaust valdið misskiln ingi út í frá, Ýmsir talið, að allt Holtaþinglag væri hornfirzkt. Því er það, að þegar frét.tir voru sagðar frá þessum slóðum, var Hornafjörður stundum teygður alla leið austur undir Lónsheiði. Þegar rýnt er í persónusögu úr Lóni frá umræddu tímabili, verður undir eins Ijóst: Heimilisfeður hverfa á bezta aldri. Ekkjur teljast fyrir búum, sumar þeirra giftast fljótlega í annað sinn. Fjöldi föðurlausra barna elst þar upp. Stór systkinahópur tvístrast. Annálarnir vekja athygli á því, hverjar orsakir séu. Um leið bólar á þeirri óskhyggju, að frásögn væri fyllri. Óskhyggjan ýtir uiidir að leita — og leiðir á rétta leið. Hér um er merk samtímaheimild, skrásett árið 17S0. Hún er vafalítið alkunn í Lóni allt fram á þessa öld. En á síðari áratugum hefur hún fjar- lægzt, vafizt íyrir mönnum, hvar hana væri að finna. IV. Árið 1777, 7. dag aprílmánaðar, var ungum guöfræðingi veitt Hálspresta- kall í Hamarsfirði; vígður þangað tæpum mánuði seinna. Hann hét Jón Hjaltalín Oddsson, fæddur í septem- bermánuði 1749. í báðar ættir kom- inn af lögréttumönnum vestanlands. Fátt mun af honum sagt austan úr Hálsþinghá, enda varð hann ekki mosagróinn þar, þjónaði Hálssókn'að- eins þrjú ár. Sumarið 1780 fékk hann Kálfafell í Fljótshverfi. Um sama leyti gekk hann að ei.ga kornunga heimasætu frá Bjarnanesi í Hornafirði. Hún hét Guðrún, dóttir sira Jóns Bergssonar, kölluð eldri til aðgreiningar systur sinni samnefndri, sem átti Berg lög- sagnara Benediktsson í Árnanesi. Eldmóðusumarið fluttist síra Jón Hjaltalín að Hvammi í Norðurárdal, þjónaði síðan iengi í Saurbæ á Hval- fjarðarströnd, síðast á Breiðabólsstað á Skógarströnd. í Saurbæ missti hann Guðrúnu, konu sína; kvæntist aftur. Seinni kona hans hét Gróa, dóttir síra Odds prests á Reynivöllum í Kjós, Þorvarðarsonar. Síra Jón Hjaltalín sagði af sér prestskap 1835, andaðist 25. dag des- embermánaðar sama ár. Hann er tal- inn verið hafi merkasti klerkur, mæt- ur maður, framkvæmdasamur í bún- aði. Skáldmæltur. Orti sálma, verald- leg kvæði og rímnaflokka, frum- samdi og endursagði í lausu máli. Margt af þessu liggur óprentað í handritum. Þótt presturinn, sem vígður var til Hálsþinga í Ilamarsfirði 4. dag maí- mánaðar 1777, tjaldaði þar aðeins til fárra nátta, verður sú dvöl þó ekki talin ómerk. Á Hálsi hóf hann að yrkja tíðavísur um ýmsa viðburði ársins 1779. Hélt líku fram um hver áramót svo iengi sem honum entist líf. Árið 1836 var þessi rímaði annáll síra Jóns Hjaltalíns Oddssonar prent aður í Kaupmannahöfn og ber bókar- titilinn: FIMMTÍU OG SEX TÍÐAVÍSUR YFIR ÁRIN 1779 TIL 1834 V. Síra Jón Hjaifalín á Hálsi í Ham- arsfirði hóf upp raust sína við komu árs 1780: Vakni Iríir virðar hér, vakni frúr og sveinar. Angurslýjum eyða ber, árið nýja komið er. Snýr prestur sér síðan að liðnu árið, lýsir fyrst veðurfari og afla- brögðum: Vetur góður, vor þó svalt vann á horkindunum. Norðangjóður kramdi kalt, Kári móður blés ávallt. Garpar fengu grasa fátt, greri jörðin lítið. Því varð engi þroskasmátt þurrkar gengu fram á slátt. Skipti þá um skýjaból, skemmdust töður víða. Skaðann háa skúrin ól, skjaldan sá í heið! sól. T í M I N N — SUNNUDAGSBiAÐ 997

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.