Tíminn Sunnudagsblað - 01.12.1963, Blaðsíða 7

Tíminn Sunnudagsblað - 01.12.1963, Blaðsíða 7
Það var á skútuöldinni. Þeir voru að veiðum á 110—130 faðma dýpi út af 'Öýrafirði, er þeir urðu varir við undarlegar kindur í sjó- lokunum. Þetta voru langir og mjó- ir fiskar, á milli einn og tveir metrar að lengd, með firnastóran bakugga, sem reis eins og tjald upp úr bakxnu á þeim og náði frá hausamótum og aftur á móts við gotrauf, og hvelaðan, hvasshyrnd- an sporð. Fiskimennirnir ætluðu, að þessir nedarlegu fiskar, sem þreyttu leil: sinn í kringum skip þeirra, hefðu ekki verið færri en þrjátíu til fjórutíu. Það lætur að líkum, að mönn- um varð sta~sýnt á þessa fiska, enda er ekki kunnugt, að það hafi gerzt í annan tíma, að slíkt fiska- kyn hafi brugðið á leik ofan sjáv- ar í kringum íslenzkt fiskiskip. Og það færðist líka brátt hugur í þá að ná einhverjum þessara fiska til þess að shoða þá betur. Og einn tókst þeim að hremma. Það fór bet- ur, því að vafasamt er, að fullt mark hefði verið tekið á sögu þeirra að öðrum kosti. Ef til vill hefur leikur þessara torkennilegu fiska kringum skút- una, skotið einhverjum skelk í bringu. Hjátrú á undramikil ítök i mörgum manni, bæði þeim, sem s.lóinn stunda, og hinum, er drýgja sitt erfiði á þurru landi. Og ekki var skepnan fríð, þar sem hún bvlti sér á þilfarinu: Víður kjaft- utinn, sem náði aftur fyrir augu, búinn fjórum stórum og hvössum Höfuðbein úr stóra földungi. Hann er vel tenntur og nokkuö harð- leitur. iiöggtönnum í hvorum skolti, mjór búkurinn hreisturlaus, bakið svart og uggarnir. en kviður silfurgrár Þeir gerðu orð á því, skútukarlarn- ir; hve ófrtðlega hann hefði látið á þilfarinu. Þessi fiskui íeyndist vera alepis- aurus ferox — stóri földungur. Hið íslenzka naía hans er að sjálf sögðu dregið af hinum mikla bak- ugga hans. Heimkynni hans eru djúp Norðnr Atlantshafsins frá Færeyjum 111 Madeira og vestur að strönd Norðui Ameríku. En það er fátt um hann vitað, því að þetta er fiskur, fem ekki tranar sér að jafnaði fram, sízt framan af ævi. Það hafa aldrei náðst fiskar, sem eru minni en um það bil einn metri á lengd, og má af því ráða, að hann haldj sig í úthafs- djúpum, fjarri venjulegum fiski- Framhald á 1006. siðu. T 1 M 1 N N — Í .UNNUDAGSBLAÐ 991

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.