Tíminn Sunnudagsblað - 01.12.1963, Blaðsíða 17

Tíminn Sunnudagsblað - 01.12.1963, Blaðsíða 17
 , - , ' *%■ * ''. •• ÉiííSílÍi ; : : ■ : ■ SnæbjarnarstaSir í Fnjóskadal. Myndin var tekin sumarið 19S7. firði og dvöldust þar í eitt ár. Næstu níu árin áttu þau heima á ýmsum stöðum í Saurbæjarhreppi og höfðu jafnan nokkurt bú. Alls munu þau hafa búið í 34 ár. Árið 1926 brugðu þau Sigurður og Hólmfríður búi og fluttust að Grund í Eyjafirði til Margrétar dóttur sinn- ar, sem þar bjó ekkja, eftir Magnús Sigurðsson kaupmann. Á Grund áttu þau heimili til æviloka. V. Sigurður og Hólmfríður eignuðust 9 börn, sem öll eru á lífi. Þau eru: 1. Helga, f. 12. apríl 1888. Var um áratugi ljósmóðir í Reykjavík. Gift- ist þar Jóni Asmundssyni trésmið. Hann er látinn. Þau eignuðust eigi börn, en ólu upp nokkur fósturbörn. Heimili: Bragagata 31 í Reykjavík. 2. Margrét: f. 16. ágúst 1889. Tví- gift. Fyrri maðui, Magnús kaupmað- ur Sigurðsson á Grund. Þau eignuð- ust eina dóttur. Seinni maður: Ragnar Davíðsson frá Kroppi í Eyjafirði. Margrét bjó ó Grund hart nær 40 ár. Heimili: Ránargata 22 á Akureyri. 3. Kristín Jakobína: f. 21. febrúar 1891. Giftist Jósep Thorlaciusi Magnússyni írá Steintúni í Bakka- firði.' Hann er látinn. Þau voru barn- laus, en ólu upp tvær stúlkur. Heim- ili: Fossvogsblettur 2 í Reykjavík. 4. Rósa: f. 1. júlí 1893. Giftist Jóni Sigurðssyni frá Merkigili í Eyjafirði. Hann er látinn. Bjuggu 35 ár á Merki gili og eignuðust fimm börn. Heimili: Oddagata 9 á Akureyri. 5. Bjarney: f. 31. ágúst 1895. Gift- ist Jósep Liljendal Sigurðssyni frá Torfufelli í Evjafirði. Hann er látinn. Bjuggu lengi á Torfufelli og áttu þrjú börn, og eru tvö þeirra á lífi. Heimili: Holtagata 6 á Akureyri. 6. Jón: f. 25. nóvember 1897. — Kvæntur Magnúsínu Kristinsdóttur frá Akureyri. Bjuggu lengi á Akur- eyri og eiga tjögur börn. Heimili: Austurstræti 10 í Reykjavík. 7. Sigurbjarg: f 29. maí 1901. Gift- ist Þórarni Magnússyni frá Stein- túni, albróður Jósefs, manns Kristín- ar, systur hennar. Áttu heitna á ýms- um stöðum. Eignuðust níu börn og eru sex á Hfi. Heimili í Kópavogi. 8. Ólöf Indíana: f. 8. apríl 1903. Giftist Randver Guðmundssyni frá Leyningi í Eyjafirði. Hann er ný- látinn. Bjuggu í Fjósakoti í Eyja- firði í 32 ár. Börn þeirra eru fimm. Heimili: Munkaþverárstræti 30 á Ak- ureyri. 9. Snæbjörn: f- 22. ágúst 1908. Kvæntur Pálínu Jónsdóttur, ættaðri úr Ólafsfirði. Hafa búið í meira en 30 ár, fyrst í Hólshúsum og síðan 1948 á Grund { Eyjafirði. Börn þeirra eru sex. Margrét Sigurðardóttir fæddist i Fjósatungu, Snæbjörn á Garðsá, en hin systkinin öll íæddust á Snæbjarn arstöðum. Þau Sigurður og Hólmfríð- ur lifðu saman í góðu og fa--ælu hjónabandi í 43 ár. Hólmfríður var allt í senn: Agæt eiginkona, móðir og húsfreyja. Hún var rausnarkona og öllum velviljuð. Hún lézt 28. september 1930, nær því 63 ára að aldri. Var hennar mjög saknað af eiginmanni og ættgarði öllum. VI. Bjarni á Snæbjarnarstöðum var um skeið talinn vel efnum búinn. En á seinni búskaparárum hans fóru efn- in minnkandi. Þrátt fyrir það, mun Sigurður, sonur hans hafa, eftir þeirr ar tíðar mælikvarða, byrjað búskap- inn með sæmileg efni og átt snoturt bú. En þegar lengra leið, fóru efnin smám saman þverrandi. Hvort tveggja var, að á hann hlóðst fljótt mikil ómegð og alloft á þeim árum reyndist misært í landi. Þetta var meðal annars þess valdandi að efnahagurinn var oft fremur þröng- ur. Sigurður Bjarnason, fræðaþulur Fnjóskdæla, og kona hans, Hólmfriður Jónsdótflr. T I IVI t N \ — SIJ\NUDAGSBLAÐ 1001

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.