Tíminn Sunnudagsblað - 01.12.1963, Blaðsíða 20

Tíminn Sunnudagsblað - 01.12.1963, Blaðsíða 20
Þess þarf ekki, Jóhannes. Óþarfi í skákkasilegu veðri Þegar hjónin á Stéttum, Jóhannes Árnason og Margrét Jónsdóttir, voru gefin saman, ætlaði brúðguminn að leiða brúðina af heimsmannslegri kurteisi, er þau gengu út úr kirkj unni. Þá mælti Margrét: „Þess þarf ekki, Jóhannes. Ég heí oft gengið ein í hvassara". LítiS h|á öðru verra BLÓT-SIGMUNDUR Árnason bjó á Vindbelg í Mývatnssveit á síðari hluta átjándu aldar, og hlaut hann kenninafn sitt af því, hve herfilega hann var orðljótur. Prestur hans reyndi að tala um fyrir honum og gera honum ljóst, hvílíka synd og for- smán hann drýgði með formælingum sínum, auk þess sem hann leiddi aðra afvega. Sigmundur þagði á með- an prestur lét dæluna ganga, en sagði síðan: „Satt er það, prestur minn, að það er undur, hvað ég tala ljótt í áheyrn annarra. En ef þér heyrðuð þau ódæmi, sem ég bölva í hljóði — það er mikið andskotans helvíti". Beztu mjóikurgrígsirmr EBENEZER Þorsteinsson, sýslu- maður í Hjarðardal, átti ekki vin- sældum að fagna. Ágirnd hans átti sér lítil takmörk, og átti fólk þó ýmsu að venjast af sýslumönnum sínum. Var honum meðal annars borið á brýn, að hann hefði matað krókinn ósleitilega við arfaskipti, er fjöldi Önfirðinga fórst í hákarlalegu árið 1812, og er enn hermt þar vestra, að Ebenezer hafi sjálfur sagt: „Á mörgu hef ég nú fjaðrað sam an um dagana, en einna bezt hafa þær mjólkað mér, ekkjurnar mínar“. Stauiuðu í Skálholti SÉRA MAGNÚS Matthíasson í Arn arbæli var nokkuð drjúgur með sig. Einu sinni var það, að hann strauk fætur sína og mælti urn leið: „Þetta er fríður fótur — .ia, þessir stauluðu nú í Skálholti". A3 spara aflið JÓN JÓNSSON frá Laug var af- burðamaður að þreki og afli, en lét lítið yfir sér. Hann var í för tneð Þjóðverjanum Wegener um Græn- landsjökla, og hann var í sænsk-ís- lenzka Vatnajökulsleiðangrinum, sem sænski prófe;sorinn Ahlmann stjórn- aði. Lýsti Ahlmann Jóni svo, að hann myndi hafa afl í hlutfalli við Vatnajökul. Djúpar gryíjur voru grafnar í jök- ulinn tii rannsókna, og var Jón lið- tækur við það verk. Eitt sinn, er hann kastar sextíu punda þungum klaka- hnaus upp úr djúpri gryfiu, varð hon- um að orði: „Maður verður að vinna vísindalega og spara aflið“. Sigfyfjarðarprgsfur — Framhald af 990. sí5u. manns á Norðurlandi, eins konar kæru á hendur Elínu: „Þar eð ég heyrt hef, að Siglfirð- ingar vilja gefa mér að sök með fleiru, að ég nafi vitað og yfir þagað þjófnaði Elínar Jónsdóttur (sem var á Hvanneyri, en nú flakkar) frá mér, svo voga ég ei annað en hér með að gera herra kansellíráðinu kunn- ugt, að ég nú á ferð minni 27. febrúar aftur innheimii af hjónunum að Ár- túnum, Ara Arasyni og Arnleifu, fyrr verandi i Siglufjarðarhöndlunarstað, barnatinfat þvkkt og þungt. hvert ég voga að segja mína eign, frá mér horfna án míns vilja og vitundar . . . Þótt ég hafi ftána haft grunsama um að hafa mörgu fleira frá mér hnuplað, eins og æðri og lægri Sigl- firðinga að hafa hið sama af henni þegið (ef ei til hvatt), er þetta þó hennar fyrsti bjófnaður frá mér, sém ég enn treysti mér með rökum að sanna. Almælt er að sönnu, að hún þetta ár farið 'r-afi um sveitir í Skaga- fjarðarsýslu. bvar komið hefur óaf- látanlega ljúgandi og hnuplandi með vondar flimtanir. Hef ég samt engu ánæg.iu af að sjá hennar ýtrari ófar- ir“. Það dylst varia, að það er sögu- burður Elínar sem veldur því. að prestur vill klekkja á henni eða að minnsta kosti láta hin æðstu vfir- völd vita, að hún sé viðsiál nq lítt vönduð til orða og verka En fleiri Siglfirðingar skrifuðu amtmanninum um þetta leyti. Jón Arnfinnsson í Skarðdal settist einnig við bréfagerðir og kærði séra Ás- mund fyrir tregðu bá, er á því var, að hann gengist við barni dóttur hans. En að engu lét hann bess getið, hve fast og berlega prestur hafði eftir því leitað við aðra að þeir tækju að sér faðernið. Nokkrir sóknarmanna sneru sér einnig til séra Magnúsar Erlendsson- ar prófasts á Hrafnagili, og báru sig upp við hann, og í byrjun marzmán- aðar var sér? Ásmundi vikið frá embætti um stundarsakir, en Níels faktor falin umsjá kirkiunnar Um svipað leyti sendi Þórður Björnsson sýslumanni Eyfirðinga fyr- irmæli um að rannsaka málið og kveða upn dóm svo fljðtt sem við yrði komið. En í marga brýnuna sló þó. áður en það var á enda kljáð. Framhald af 986. síSu. ingu á Gúðmundi Hjaltasyni og siarfi hans. Hún birtist í „Viðar" ársriti héraosskólanna 1939, bls. 8fi og vísast hér með til hennar. 1004 T í IU I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.