Tíminn Sunnudagsblað - 01.12.1963, Blaðsíða 8

Tíminn Sunnudagsblað - 01.12.1963, Blaðsíða 8
NAKCHUNG PAIK: SLÖNGUKVÍNDIN í Hamgyung-héraði í Kóreu, milli þorpanna Chungsan-lí og Mandong-lí, rís hátt fjall, vaxið þéttum furu- og eikarskógum. Þai úir og grúir a£ villidýrum, undarlegum fuglum og slöngum, sem eru jafngamlar trján- um. Sagt er, að slöngurnar geti brugð- ið sér í konulíki. þegar þær hafa náð jafnháum aldri og meðaleik, og heill- að veiðimenn og skógarhöggsmenn, sem villast af leið Sumir halda, að þessir ungu ínenn verði sjálfir að slöngum, en aðrir segja, að þeim sé bani búinn, því að slöngurnar geti ekki breytt sér í mannlegar verur nema verða þeim að aldurtila. En jafnvel öldungarnir í þorpunum eru ekki á eitt sáttir um það, hvort rétt- ara sé. Þeir segja ungu mönnunum einungis að gæta sín á slöngukvend unum, einkum að næturlagi. Fjölskylda Hyungjoons átti heima í Chungsan-lí. Þegar hann varð sextán ára, sendi faðir hans hann í kynnis- ferð til æskuvjnar síns, sem bjó nú í Mandong-lí og átti dóttur á svipuðu reki og Hyungjocn. Hyungjoon var kominn á hjúskaparaldur, og faðir hans vildi láta hann tala við væntan lega tengdaforeldra sína, áður en hann bæri bimorðið formleg'a upp með aðstoð hjúskaparmiðlara. Hyungjoon lagði af stað snemma morguns í góðu veðri og hélt stíg- inn yfir fjallið í stað þess að fara venjulega leið um næstu borg. Það hefði tekið liann þrjá daga. En Hyungjoon komst aldrei til Man dong-lí, og aidrei kom hann aftur til Chungsan-lí. Enginn vissi, hvað orðið hafði a£ hcnum. Samt komst sú saga á kreik í þorpinu, að hann hefði látið lífið á þann hátt, er nú segir: Pilturinn gsrþekkti fjallið frá bernskuárum sínum og hafði valið skemmri og hættulegri leiðina vegna vþess, að hann vildi ná til Mandong-lí á fyrsta kvöldi. Honum var kunnugt um ákvörðun föður síns, og hann langaði til þess að láta væntanlega tengdaforeldra sína dást að dirfsku sinni og hugrekki. Hann hraðaði sér eftir stígnum. Við belti hans hékk full ur poki af steiktum kartöflum, og á bakinu bar hann stranga af hampdúki, er faðir hans sendi vini sínum að gjöC En svo fór, að hann villtist. Annað hvort hefur ímyndunaraflið leitt hann í gönur eða hann hefur orðið fyrír töfrum. Við sólsetur varð honum ljóst, að ekki var alit með felldu — hann reikaði úr einum dalnum í annan. Undir miðnætti kom hann loks auga á kofa, þar sern ljós skein gegnum pappírsrúðu. Hyungjoon hikaði, því að hann mundi eftir sögunum um slöngu- kvendin. En það var orðið kalt, og honum stóð ógn af næturmyrkrinu. Honum fannst ástæðulaust að óttast slöngur í konulíki meira en aðrar slöngur, svo íremi sem hann gæli sig þeim ekki á vald. Og umhugs- unin um stúlkuna í Chungsan-lí blés honum kjarki í brjósti. Hann hag- ræddi bagganum á baki sér og barði að dyrum. Hurðinni var lokið upp að lítilli stundu liðinni. Hyungjoon andvarp- aði feginsamlega, þegar hann sá, að í dyrunum birtist miðaldra kona með gráyrjótt hár. Hann gekk inn í kof- ann og kraup á moldargólfið í einu horni eins og ungum manni bar að gera í návist xoskinnar konu. „Gerðu svo vel að fá þér sæti, ungi maður“, sagði konan vingjarnlega. „Hvernig víkuv því við, að þú ert staddur hér á fjallinu á þessum tíma nætur?“ Hyungjoon sagð’ henni allt af létta um ferðir sínar. Hún hlustaði á hann, full samúðar, og færði honum síðan ferskt vatn í eikarkollu og sagði hon- um að snæða kartöflur sínar án þess að skeyta um sig „Maðurinn minn fór á markaðinn í borginni og kemur aftur á morgun“, sagði hún. „Og þá verð ég að hafa lokið við saunnns, svo að þú verður að virða mér til vorkunnar, þó að ég megi ekki vera að því að sinna þér“. Hann syfjaði. þegar hann hafði mat- azt, enda var heitt í kofanum. Hann hallaði sér upp að veggnum, og það seig á hann mók. En svo mundi hann allt í einu, hvar hann var og hrökk upp. Nú virtist JíDnum bjartara inni en áður, og líkt og í draumi sá hann, hvar konan laut yfir saum sína við lampann. Þett.a var sama konan og opnaði fyrir hcnum, en honum sýnd- ist hún mun vngri og fallegri en áð- ur. Dökkar flétturnar náðu niður á mjaðmir, barmur hennar bifaðist of- urhægt, er hún hreyfði handleggina við saumaskapmn. Hann starði á hana furðu iostinn, andvarpaði og settist upp. Konan varð þess vör, að hann hreyfði s;g, brosti til hans og hélt áfram að sauma. „Það er notaJegt hérna“, sagði hann og færði sig nær henni. Hún rakti tvinna af kefli sínu og bleytti endann n.eð tungunni, áður en hún þræddi nálina. Hyungjoon glennti upp augun og hafði nær því hrópað upp yfir sig: Tunga konunn- ar var klofin — hún var eins og rautt V. „Afsakið mig eitt andartak", stam- aði hann. „Eg þarf að ganga út er- inda minna.“ Hún horfði á hann, full grunsemd- ar, en áttaði sig fljótt og svaraði bros- andi: „Rétt utan við bakdyrnar — þessa leið“. Huyngjoon lók til fótanna jafn- skjótt og hann kom út, án þess að hugleiða í hvaða átt hann hljóp. Hann missti ilskóinn af öðrum fætinum, föt hans rifnuðu á þyrnirunnum og trjágreinar slógust í andlit honum og rispuðu hann til blóðs. En hann varð þess ekki var. Hann hljóp eins og fætur toguðu. Allt í einu nam hann staðar og æpti. Beint frarnundan var annar kofi, og þaðan stafaði birtu út um pappírsrúðu. Hann leit tryllingslega í allar áttir og vissi ekki, hvert hann átti að halda. Honum varð þó heldur rórra, þegar hann heyrði í viðar- bjöllu. Hljóðið kom frá kofanum, sem hrófað var upp af viði og grjóti og með hellulögðu þaki. Þetta var auðsjáanlega einsetumannskofi. Hann hljóp þangað og hrópaði hástöfum á hjálp um leið og hann barði ákaft að dyrum. Dyrnar opnuðust og Búddanunna hleypti honum inn Dálítill pallur á timburgólfi ko:n í stað altaris, og brunnu kerti ’il hvorrar handar Búddalíknekinu. „Hver ert þú, sem gerist svo djarf- ur að raska ró þessa staðar um miðja nótt? spurði nunnan. „Hjálpaðu ’nér, móðir“, stundi hann. „Slöngukvendi hafði nær því náð mér á silt vald“. „Slöngukvendi?‘ „Já, slanga í líki konu. Hún tók á sig mynd ungrai stúlku, en . . .“ „Þú sást klofna tunguna, þegar hún sleikti tvinnann?" sagði hún háðslega. „Já,“ hvíslaði hann. „Hvernig veiztu það?“ ' Hún hló, sneri sér að altarinu og blés á annað kertið. Hyungjoon rak upp óp, því að hann sá, að hún rak út úr sér ægitega, klofna tungu um leið og hún blés. í sama bili slokknaði líka á hinu kertinu, og allt varð myrkt. H. H. J. þýddi 992 T t M I N N - SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.