Tíminn Sunnudagsblað - 01.12.1963, Blaðsíða 12

Tíminn Sunnudagsblað - 01.12.1963, Blaðsíða 12
I. í annálum íslnnds kennir niargra grasa. Eíni er samanþjappað og hnit- miðað, heilar sögur bak við fáorðar málsgreinar. Efnisval í föstum far- vegi. Þarna eru fróðleiksnámur. Þó óskar forvitinn lesandi ósjaldan eftir því, að frásögn væri fyllri, opnaði víðari sýn inn í rás viðburða. Afkoma þjóðarinnar hefur löngum verið háð veðri og vindum, sól og regni, gæftum 03 fiskigengd. Enda er veðurfari jg aflabrögðum, hafþök- um og eldgusum, gerð greinargóð skil í annálum. Dauðsföll merkra manna, geistlegra og veraldlegra, eru tiltínd af drjúgri natni. Svo er og um cmbættisveiting- ar, ekki sízt ef hans náð konungurinn sendi landsmönnum kyngöfga valds- menn hlaðna nafnbótum. Þó var stundum í cfa dregið, að allir mektar- bokkar bærust að landi á bárum mikilla sæva: „Undir dunkar aldan mjó, ýmsir krunka hrafnar þó. Koparhlunkur kom af sjó: Kammerjúnkur Levetzow". Slysfaraþættir eru veruleg uppi- staða í annálunum, enda eðlilegt, fjallað um efni. sem löngum hefur verið eftirsótt til umræðu manna milli og því girnilegt til söfnunar. Sagt hefur verið, djúnt í ár tekið, að varlá gætu frétiir talizt, ef góðar væru. Þegar annálsritarar skrásettu sam- tíma viðburði, náðu þeir sönnum lopa úr næsta umhverfi. Hitt orkar tví- mælis, hvort það, sem þeim barst úr fjarlægð, var í éllu trúverðugt. Þá urðu sögúmenn margir og misjafn- lega greinargóðir. Samkvæmt viðtek inni reynslu í nútíma fréttaflutningi ætti þar allt að vera morandi af rang túlkun og missögnum. Iílaut svo raun- ar að verða, þrátt fyrir samvizkusemi góðra 'skrásetjara sem helzt vildu hafá það eitt, er sannast var. Á liðnúm öldum bárust fréttir oft selnt milli héraða. Sumar fréttir bár- ust aldrei til þeirra, sem fréttum söfn uðu. Á útskögum cg í einangruðuro byggðarlögum gerðust sviplegir við- burðir, sem ekki urðu landsfleygir. Því hefur ýmislegt þess konar aldrei í skráningu komizt, aðeins varðveitzt um stund í mismunandi gerð munn- mœla, þráfaldlega gersamlega gleymzt. II. Lón heitir austasta sveitin í Austur- Skaftafellssýslu, á þrjá vegu umgirt skeifumynduðum fjallahring, sem endar í hrikalegum hamragnípum við sæ fram í austri og vestri. Þar secn þessi fjallkrýnda skeifa opnast, eru iorvaðar og lón eða smá- firðir, enn þá framar malarrif, sem úthafið hefur hlaðið upp á marflatri ströndinni. Á leið til sævar hefur vatnsflaumur frá vatnasvæði sveitar- innar brotið skövð á tveimur stöðum í malarrifin, myndað ósa, sem eru frárennslis- og aðfallsrennur lónanna innan við fjörukambana. Jökulsá i Lóni deilir löndum á breiðu belti. Vestan árinnar er nefnt Suður-Lón. Þar ei Papaós og innan hans samnefndur fjörður. Þangað falla ár allar úr nærliggjandi dölum og kvíslar úr Jökulsá, mismunandi að vatnsmagni eftir duttlungum óvættar, sem flæmdist úr einum far- vegi í annan. Austan Jökulsár tekur við sá hluti sveitarinnar, sem kallast Mið-Lón. Upp við fjöllin stendur kirkjustaður- inn Stafafell. Nær hafi er landnáms- jörðin Bær. Skammt þar undan er Bæjarós. Álar úr Jökulsá falla austur í ósinn, og að horium nær að austan innfjarðalónið, sem sveitin dregur nafn af. Þar rnunu svanir teljast flest- ir á einum stað á íslandi. Umboðs- menn guðdómsins í sókninni áttu þarna álftaveiði, réttindin skjalfest í máldaga kirkjunnar. Sá kálki sveitarinnar, sem liggur að Lónsheiði og fjallgarðurinn, er í austri skagar lengst fram til hafsins, kallast Austur-Lón. Undirlendi er að- eins mjó ræma frá fjalli niður að lóninu; yzti bærinn nefnist Hvalnes. Útræði var stundað frá Papaós. Einnig á Hvalne.-i -— ýtt frá landi við opið haf í Hvalneskrók. Um Bæjarós liggur líka leið til sjávar, en er fljót að spillast vegna grunnbrota. Stund- um var tekin brimlending skammt vestan við ósinn. Einstakur klettur er þar í fjörunni, heitir Grænklettur, og við hann dáhtið var. Útsærinn svarrar í klettagjögrum við rætur fjallsgnúpanna — oft fer hann þar hamförum. Öldurnar, setn leiðir inn að fjörukömbunum, eiga ekki svipaða reisn í landtöku. En furðuþungt stynja bylgjur, sem brotna á sandi. Bugurinn, sem skerst þarna að ströndinni, nefnist Lónsvík. Á henni er eyjar Vigur. Út úr miðri átjándu öld skráðu þeir Eggert Ólafsson og Bjarni Pálsson, síðar landlæknir, hina frægu ferða- bók. Þar í er þessi lýsing: „Milli Eystra- og Vestra-I-Iorns er Vigur, sem liggur undir prest- setrið Stafafelló. Þar er mávaveiði. Stóri hvítmávur verpir þar á gras- lendinu uppi á eyjunni, en það gerir hann hvergi annars staðar. Fyrri hluta vetrar fram að jólum kæpir útselur á eynni. Eyjan er há og hömrum girt nema á einum stað, og liggur einstigi þar upp á hana. Urn það verður útselurinn að klifra, þegar hann fer upp á eyna til að kæpa. Þegar fullorðnu selirnir verða varir veiðimanna á eynni, ryðjast þeir sem óðir væru að einstiginu, sem þá er varið með nægilegum mannafla til að mæta þeim“. III. Lón er lítil sveit. Samkvæmt bún- aðarskýrslum frá ofanverðri 18. öld voru þar oftast fimmtán byggðar jarð- ir, sambýli á ýmsum, svo að búendur töldust liðlega tuttugu. Rétt fyrir 1770 voru í sveitinni 140 cnanns. Tæpum fimmílu árum síðar hjakkaði enn í sama fari urn mann- fjöldann — lítils háttar sveiflur til hækkunar hjöðnuðu. jafnan aftur í illu árferði og ýmiss konar farsóttum. Talið er, að einhvern tíma á síðari hluta aldarinnar hafi orðið eftir- minnilegt manntjón í Lóni. Þegar skyggnzt hefur verið eftir heimild- um, reyndust þæi skornar við nögl. Samt þótti augljóst, undir hvaða ártal ætti að færa slysasöguna — annálar og árbækur gefið vísbendingar. Eftir Sigurjón Jónsson frá Þorgeirsstöðum TfMINK - SUNNUDAGSBLAÐ y. 996

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.