Tíminn Sunnudagsblað - 01.12.1963, Blaðsíða 6

Tíminn Sunnudagsblað - 01.12.1963, Blaðsíða 6
þessum þrenginum minntist prestur Páls, er hann hefur vafalaust þekkt frá fomu fari. Sneri hann sér því að Jóni Arnfinnssyni og kvaðst helzt halda, að hann yrði að reyna til við Pál. Og hvort sem talað var um þetta lengur eða skemur, þá virðast þau hafa orðið málalokin, að Jón Arn- finnsson féllst á, að Páll mætti koma að Skarðdal, lita á barnið og játa sig föður þess við rekkjustok'k Guð- rúnar. Sagði Jón svo frá, að prestur hefði boðizt til þess að kaupa þetta „dýrum dómum", og var það eitt með öðru tilskilið, að hann tæki barnið til sín og æli það upp. En af Sigríði tók hann það loforð, að hún talaði við Guðrúnu, er heim kæmi, og leitaði eftir því, að hún eignaði Páli barnið. Sigríður hafði verið djarfmælt við prestinn. En hún var honum samt all trú í erindrekstri sínum. Lagði hún að Guðrúnu að breyta faðernislýs- ingu sinni og 'irra prestinn vandræð- ' um. En Guðrún sat við sinn keip, hvemig sem Sigríður talaði um fyrir henni. Hún sagðist alls engan annan mann geta nefnt til en séra Ásmund. og skyldi sá hreppa bamið, sem það ætti með réttu, og enginn annar. Prestur hafði verið hinn vonbezti, er þau Jón og Sigríður fóm heim með bamið, og mun ekki látið bíða að ná tali af Páli í Pottagerði. Og þar hafði hann loks borið niður á réttum stað. Páll virðist hafa tekið til- mælum prests ágætavel, og laugar- daginn 4. október riðu þeir saman fram I fjörð. Var ferðinni heitið að Skarðdal, þar sem Páll átti að taka við faðeminu. En fleira var það, sem að varð að hyggja, ef ekki átti illa að fara. Jó- hann hreppstióri Kröyer hafði verið vitni að faðernislýsingu Guðrúnar, og honum bar að skrifa Gunnlaugi sýslu- manni Briem og tjá honum, hvað í efni var. Raunai var prestur þegar búinn að biðja hann að láta þetta mál afskiptalaust. og hefur það að Ifkindum gerzt, þegar baraið var fært til skírnar. En vissara var að búa bet- ur um hnútana. Þeir prestur og Páll í Pottagerði virðast fyrst hafa haldið fram að Leyningi, vafalaust í þeim vændum að hafa tal af Sigríði og vita, hverju hún hefði áonkað. Hittu þeir Leyningsbónda, Þorfinn Þor- finnsson, annaðhvort þar heima eða á fömum vegi, og sendi prestur hann óðar að Höfn með þau skilaboð til I húsmóðurinnar þar, Rakelar Halldórs- I dóttur, því að sjálfur mun hrepp- ' stjórinn ekki hafa verið heima, að ekki gerðist lengur þörf á að skrifa j sýslumanni um narn Guðrúnar. Held- I ur virðist Þorfinnur hafa verið van- trúaður á þessa fullyrðingu, en prest- j ur var hinn gunnreifasti: j „Maðurinn er héma hjá mér, sem j býst til þess að játa á sig, að hann j eigi bamið“, sagði hann. 990 Þorfinnur sagði, að ekki hjálpaði að taka ókunnugan mann úr öðrum sveitum. ,,Það sakar ekki neitt, þó að mað- urinn sé að austan eða vestan af iandi“, sagði prestur — „einasta hann segi: Ég á barnið". Með það fór Þorfinnur að Höfn, flutti maddömunni skilaboðin og hitti síðan Jóhann Kröyer sjálfan og ítrek- aði enn tilmæii prests. Sigríður mun aftur á móti ekki hafa getað geíið presti góðar vonir um, að vilji hans hefði framgang. Samt sem áðui héldu þeir Páll að Skarðdal. En þai fengu þeir ótvírætt að vita, að Guðrún gaf þess engan kost, að Páll yrði kallaður faðir barns ins. Varð för peirra svo snubbótt, að þeir komu ekki inn í bæinn, þótt ósennilegt sé, að prestur hafi snúið frá með ljúfu geði, er ekki stóð á öðru en samþykki Guðrúnar. Það er vísast, að mjög hafi skorizt í odda með þeim Jóni Arnfinnssyni, enda krafðist hann pegar þennan dag. að presti yrði stefnt fyrir sáttanefnd og reynt til þrautar, hvort hann geng ist við barninu. Þessi sáttarnefndarfundur var hald- inn að tveimur dögum liðnum, en svo fór sem vænta mátti, að ekkert ávannst. Ekki virðist prestur hafa verið öllu vonlaus um, að úr kynni að rakna fyrir sér. Einmitt. þessa daga mun hann hafa gert ferð sína vestur i Úlfsdali, þar sem hann hitti Jón Sig- fússon að máli, og erindið að leita eftir því, að hann eggjaði Pálma Sæ- mundsson að æysa vandann og helzt taka Guðrúnu sér fyrir konu. En til þess vom þó engar líkur, að slíkt hefði framgang. IX. Jóhann hreppstjóri Kröyer lét ekki lengi að bíða að skrifa sýslumanni og tjá honum tíðindin. Má raunar láta sér detta í hug, að þeir, sem lengi höfðu átt í erjum við prest, hafi ver- ið alls hugar fegnir að fá á honum slíkan höggstað. Getur og verið, að þeir hafi stapuað stálinu í feðginin í Skarðdal að Iáta hvergi undan líga. þótt prestur fyndi mann. er gerast vildi snápur hans En nú var ekki meira að gert að sinni. Allstrangur vetur gekk í garð. í Siglufirði hlóð niður snjó eins og títt er í hafátt, og barneignarmálið lá í lotum. Séra ÁsmundUr gafst upp við að finna barninu föður, þegar engin leið reyndist að hræra Dala- mennina til meðaumkunar og greiða- semi og ekki var lengur öðm að mæta í Skarðdal en fullum fjandskap. Á hinn bóginn var veturinn sá tími, þegar tóm var til að spjalla um það við kunningjana er tungunni var gómsætt. Elín Jónsdóttir, hin gamlá bústýra prestsins, var reyndar oftast á slangri vestur í Skagafjarðarsýslu, en þó Skaut henni líka upp í Siglu- firði annað veifið Og hvar sem hana bar að garði, beindist talið oftast að samskiptuin séra Ásmundar og Guðrúnar í Skarðdal. Síðan flaug það, er hún hafði lagt til málanna, á milli bæjanna. Kynti það undir. að hún var prestinuní sárgröm fyrir meðferðina á sér. Þó lét hún ólíkindalega öðrum þræði. Á góunni var hún til dæmis stödd úti á Siglunesi, og var það þá kvöld eitt, að hún sagði við Guðfinnu Þorleifsdóttur konu Þorleifs bónda Þorleifssonar. og eina vinnukonuna þar, Guðrúnu Ketilsdóttur: „Hver mundi verða faðir að barni Guðrúnar í Sitarðdal — prestur Ás- mundur eða einn annar?“ Spannst af nokkurt skraf, og sagði þá Elín, að aidrei myndi presturinn góðviljuglega gangast undir það. Guð- rún Ketilsson spurði þá, hvort hún hefði aldrei séð þau prest og Skarð- dals-Gunnu við anstaltir sínar. En Elín dæsti við og sagði, að aldrei hefði hún staðið þau að þeim verkn- aði, „en hefði ævinlega hrædd verið um svoddan" Prestur gekk þess auðvitað ekki dulinn, að Elín var honum miðlungi þörf, og mun hann hafa hugsað henni þegjandi þörfina ,Og hann þóttist hafa á henni höggsfað Svo var við vaxið, að eitt sinn ’ ráðskonutíð hennar hafði verið þrot á kaffi og sykri á Hvanneyri. en þess lézt prestur ekki geta án verið. Heimtaði hann þetta með harðri hendi af Elínu, án þess að láta henni í té kaupeyri. Varð henni það þá á, að hún tók tinfat, er prestur átti, fór með það í kaup- staðinn, veðsetti það Ara Arasyni, þjóni Níelsar faktors, og keypti kaffi og sykur fyrir peningana. Að vísu sagði hún presti, til hvaða ráða hún hefði gripið og virðist hann ekki hafa átalið hana harðlega, en þó ekki lagt blessun sina yfir gerðir hennar. Nú minntist hann tinfatsins. Það var að sönnu með gati á barmi, en þykkt og níðþungt og því nokkurs virði. Ari Arason var fluttur brott úr Siglufirði og farinn að búa á Ár- túnum á Höfðaströnd. Prestur þurfti að verða sér úti um öruggan verj- anda í máli því, sem hann átti yfir höfði sér, og hafði helzt hug á Birni bónda Illugasvni á Brimnesi. þeim er forðum var bendlaður við hvarf líka Reynistaðarbræðra á Kili. Gat það verið aðalerindi présts að tala við Björn, er hann hélt vestur í Skaga- fjörð um veturinn. en víst er þó hitt, að hann kom við í Ártúnum, fann þar tinfat sitt, lýsti það eign sína og hafði á brott með sér. Settist hann síðan niður og skrifaði Þórði sýslu- manni Björnssyni í Garði í Aðaldal, er þá hafði með höndum störf amt- Framhald á 1004. síðu. T I M 1 N N — SUNNUDAGSBLAfi

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.