Tíminn Sunnudagsblað - 01.12.1963, Blaðsíða 9

Tíminn Sunnudagsblað - 01.12.1963, Blaðsíða 9
Indíánamenning / Ándesfjöllum Monto North Coast South Coost X\ Pochochuti 1438 • 1463 Pochocuti ond Topo Inco '463-1471 Topo Inco 1471-1493 Huoyno Copoc 1493-1525 Kortið sýnlr inkarikið eins og það varð víðlendast. Höfuðborgin Cuzco er rétt norðan við mitt kortið, og þaðan færðist ríkið út í báðar áttir. Ameríka hafði veriS byggð mönnum um langan aldur, þegar Evrópumenn bar þar fyrst að landi. Gervöli álfan, allt frá ís- breiðum Alaska og Grænlands í norðri til Patagóníu og Eldlands í suðri, var numin, og þar bjuggu menn við margvísleg kjör og lifn- aðarhætti. Menning Indíánaþjóða var mjög breytileg, þótt viss at- riði — einkum vöntun sumra menningarþátta — væru sam- eiginleg þeim öllum. Enginn ágreiningur er meðal fræði- manna um uppruna Indíána. Þeir eru mongólslkir að kyni og komnir yfir Beringssund frá Asíu. Allt bendir til þess, að menn hafi verið komnir til Ameríku fyrir tuttugu þúsund árum, og trúlega hafa þeir fyrstu komið þang að enn þá fyrr Frá Alaska hafa þeir síðan dreifzt suður um alla álfuna og lagt hana undir sig á mörgum árþúsundum. Landnemar Ameríku hafa án efa allir verið á svipuðu menningarstigi, frumstæðir veiði- menn, sem hafa reikað um í smá- hópum. En í hinu nýja iandi hefur menning margra þeirra tekið stakka- skiptum og þróazt í samræmi við landhætti og lífsskilyrði á ýmsum stöðum í álfunni. Merkilegustu þáttaskilin í sögu mannlegs lífs eru án efa þær breyt- ingar, sem skilja fornsteinöld frá nýsteinöld. Þýðingarmesta nýjungin, sem þá kernur fram, er jarðyrkjan. Menn hætta að verða háðir veiðunum og taka upp á því að erja jörðina sér til lífsviðurværis. Af þessu leiðir fasta búsetu, en veiðimenn verða að fylgja bráðinni eftir og geta hvergi setzt um kyrrt Jarðyrkjunni fylgir einnig möguleiki þess að geta safn- að birgðum, hver einstaklingur getur framleitt meira en neyzlu hans nem- ur. Þannig skapast tími til annarra starfa en fæðuöflunar og grundvöll- ur fyrir verkaskiptingu. Jarðyrkjan er undirstaða allrar síðari menningar- þróunar. Hún er nauðsynleg forsenda fastrar búsetu, og án fastrar búsetu hefur engin hámenning þróazt og get- ur ekki þróazt. Fyrri grein Þegar Indíánarnir koma til Amer- íku hafði þessi bylting enn ekki orðið meðal þeirra. En margar þjóðir þeirra lærðu von bráðar að rækta jörðina, án þess að um neitt sam- band sé að ræða milli þeirra og akur- yrkjuþjóða í hinum gamla heimi. Jarðyrkja Indíána er sjálfstæð upp- finning, og nytjajurtir þeirra allt aðrar en þær, sem ræktaðar voru í Asíu og Evrópu. Þýðingarmesta nytja- jurtin í Ameríku var maísinn. Það var fyrst og fremst maísræktin, sem gerði kleifa þá myndun hámenning- ar, sem reis upp á nokkrum stöðum í álfunni. Menn hafa reiknað út, að Indíáni á Yucatanskaga í Mexíkó gæti ræktað nægan maís til að brauðfæða sig og fjölskyldu sína með 48 daga vinnu á ári. Hlutfallið hefur ekki T f M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 993

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.