Tíminn Sunnudagsblað - 01.12.1963, Blaðsíða 19

Tíminn Sunnudagsblað - 01.12.1963, Blaðsíða 19
 GLETTUR Embæifismannakonurnar KONA Þorleifs böðuls Andréssonar hét Guðríður Benediktsdóttir, frökk kerling og málug. Þau voru um skeið á Víðivöllum í Skagafirði. Nú var það, að Vigfús sýslumaður Scheving var í þingaferð vestan vatna, og líklegt hefur Þorleifur verið í för með honum. Vatnavextir voru miklir um þetfca leyti, og bar sýslumannsfrúin, Anna Stefánsdóttir, systir Ólafs Stefánssonar, kvíða í brjósti og hafði orð á, svo að Guðríð- ur heyrði. Guðríður, sem var hress i bragði og alls ósmeyk, gall þá við: „Þetta megum við nú hafa, embætt ismannakonurnar“. Korfin dfr® JAKTAR-Guðmundur bjó í Borgar höfn í Suðursveit. Áttu hann og sveit ungar hans mikil skipti við franska duggara, ,og urðu þau mörgum hug- ljúf í endurminningunni, þegar aldur færðist yfir þá. Á efri árum var Jaktar-Guðmund- ur spurður, hvort ekki hefði verið skemmtilegt í Suðursveit á dugguöld- inni frönsku. „Síðan hefur maður aldrei séð glað- an dag“, svaraði Guðmundur. tðpæmið brást ekki BRÚÐKAUPSVEIZLA var haldin austan fjalls, og voru þar meðal veizlugesta tveir Ölfus'bændur, Sig- urður á Hjalla og Eiríkur í Vorsabæ, glímumaður mikill, Landeyingur að uppruna. Þetta var á þeim tímum, er það þótti stórmennska að hafa uppi rosta á mannfundum, og gætti þess þó mest, er ekki skorti brennivín. Sigurður á Hjalla sparaði ekki ýf- ingar og dylgjur, og veittist hann einna mest að Eiríki. Eiríkur sat á sér fyrst í stað, en stóðst ekki mát- azt miklum mun betur, þvi að það hygg ég, að hann hafi á margan hátt vaxtað vel sitt pund og varið vel og réttilega sínum langa degi. Telja %má víst, að þetta hafi Sig- urði sjálfum verið vel ljóst við leið- arlok, þegar hann leit til baka yfir gengna braut, að pundið, sem honum var í vöggugjöf gefið, gróf hann ekki 1 jörðu — og það væri óvefengjan- legur, sígildur sannleikur, að: ■ Lífið dýrð og dásemd veitir, ef degi áevinnar rétt er varið. T I M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ ið að lokum. Greiddi hann Sigurði roknalöðrung Sigurður reiddist að sjálfsögðu og sló í harða ritnmu — kvaðst hann óvanur slíkum góðgerð- um í veizlum góðra manna. „Til þess var þér boðið, lagsmað- ur minn“, sagði Eiríkur, „að þú ætt- ir að smakka nýnæmið“. A3eins fym heilsuskrokka GAMALL maður i Fnjóskadal hugðist leita sér heilsubótar í sjúkra húsi á Akureyri. En sjúkrahúsvistin varð eudaslepp, og sagði gamli mað- urinn svo frá lyktum hennar, er Ragn ar Ásgeirsson ráðunautur átti eitt sinn tal við hann á ferðum sínum: „Ég fór inn á spítalann á Akureyri fyrir tveimur árum í von um að fá bót meina minna. Þar tóku á móti mér blessaðar hjúkrunarkonurnar, og skipuðu mér að fara í bað. og vatnið var svo heitt, að það ætlaði mig lifandi að drepa. Og svo var ég lagður í ískalt rúm við opinn glugga, og mér ætlaði aldrei að hitna, svo það var mesta rnildi, að ég skyldi ekki fá lungnabólgu af því. Næsta morgun heimtaði ég fötin mín og fékk þau —- og svo fór ég heicn aftur, því ég sá, að það var ekki nema fyr- ir stálhrausta menn að vera á spít- ala“. lisf, sem fseiri kunnu Þorgrímur hét bóndi á Staðar- bakka vestra, sérlegur i háttum og furðulega bráður. Eitt sinn var hann í hvössu veðri að hlaða saman heyi, en gekk illa, því að vindurinn vildi tæta það út úr höndunum á honum. Gekk í þófi um hríð, unz karl reidd- ist ofsalega. Lét hann reiði sína bitna á heyinu, þeytti því í kringum sig sem óður væri og æpti síðan upp í vindinn: „Fleiri kunna að þeyta heyi en þú, vindskratti” ' ( Fleiri kunna aS þeyta heyi en þú, vindskratti. i's íoar j

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.