Tíminn Sunnudagsblað - 01.12.1963, Blaðsíða 18

Tíminn Sunnudagsblað - 01.12.1963, Blaðsíða 18
Sigurður á Snæbjarnarstöðum var þrekmikill og duglegur maSur og þolinn til allrar erfiðisvinnu á méðan heilsan var góð. Einnig var hann þrautseigur svo af bar, og æðraðist ekki, þótt á móti blési. Hann var áhugasamur og lagði sig mjög fram um að sjá hinni stóru fjölskyldu sinni farborða, og barðist löngum hart við hin erfiðustu skilyrði. Mun hann oft á fyrri árum hafa gengið nokkuð nærri sér. Ölluni má ljóst vera, að vinnudagur Sigurðar hafi jafnan ver- ið langur, því að árla var úr rekkju risið og seint til náða gengið, og oft hefur hann sólbitinn slegið og í stjörnuskini stritað. En er þetta ekki hlutskiptið, sem íslenzkt bændafólk hefur búið við í meira en þúsund ár í hinu harðbýla, en jafnframt fagra og blessaða landi, þar sem hver kynslóðin af annarri hefur háð hina þrotlausu og ströngu baráttu fyrir filveru sinni?. í þeim harða hildarleik hefur marg- ur maðurinn og mörg konan fallið, en hinir, er af hjörðu og einhverra sigra nutu, komu úr eldrauninni, að sönnu reynslunni ríkari, ep eigi að síður útslitnir um aldur fram. VII. Sigurður Bjarnason var lífsglaður bjartsýnismaður og einlægur guðs- trúarmaður. Bjartsýnin var hans meg- instyrkur, þegar öldur erfiðleikanna féllu sem fastast í fang, og brekkan, secn klífa varð, reyndist bæði brött og há. Hin bjargfasta trú var honum leiðarljósið, er alltaf vakti í vitund hans, að morgundagurinn veitti meiri lífsfyllingu og bæri skærari birtu en dagurinn í dag. Þótt það yrði um aldarþriðjungs skeið hlutskipti Sig- urðar að stunda búskap, fór því víðs fjarri, að þar væri sá starfsvettvang- ur, er stóð huea hans næst. Fræða- hneigðin átti mest ítök í honum. Sú hneigð var honum ríkulega í blóð borin. Tvo þætti har þar jafnan hæst: sagnvísi og ættfræði. Það mun eigi efamál, að þær stund ir, sem Signrður gat gefið sig að þessum fræðum og gengið á vit horf- inna kynslóða, veittu honum óblandna gleði. Hann Tiun einnig manna bezt hafa skilið lífsviðhorf og hugsunar- hátt forvera sinna og skoðað margt hið löngu liðna í öðru og skýrara ljósi en allur þorri samtíðarmanna hans gerði. Dm sextugsaldur tók Sigurður sér fyrir hendur að rita þætti, sem hann nefndi Fnjóskdælasögu, og birt ust þættimir i Nýjum kvöldvökum, á árunum 1932—1933. Þættimir eru bæði mjög fróðlegir og skemmtilegir og málfarið prýðisgott. Á hann miklar þakkir skildar fyrir það þarfaverk, að bjarga þar frá gleymsku ýmsum fróðleik, er snertir fyrri títna. Ekki ‘ 1002 mun annað vera til á prenti eftir Sig- urð en þessir Fnjóskdælaþættir. Það var eðlilegt, að Fnjóskadalur yrði fyr- ir valinu, þegar Sigurður fór að festa fornar sagnir á blað. í Fnjóskadal var hann fæddur og alinn upp, átti þar lengi heima og var öllu gagnkunnug- ur. Auk þess var hann maður frænd- rækinn og átthagakær og góður son- ur sinnar fósturbyggðar. Bar Sigurður djúpa lotningu fyrir minningu for- eldra sinna og frændaliðs. Mun hann því heils hugar hafa getað tekið und- ir þessar ljóðlínur Stephans G. Stephanssonar: Það er sem mold sú sé manni þó skyld, sem mæðram o,g feðrum er vígð. Þessar eigindir allar: bókvísi, fróð- leiksþrá, ættrækni og óðalstryggð hafa mjög gengið í arf til barna Sig- urðar. Það hlutu þau í vöggugjöf, einnig virðingu fyrir foður og móður og löngu liðnum forfeðrum. Sigurður Bjamason var tnaður mjög hófsamur í dómum um menn og málefni, orðvar og orðprúður í bezta lagi, og mun örsjaldan hafa gripið til hinna sterkari orða íslenzkr- ar tungu. Væri á einhvem hallað, var hann ætíð íljótur að finna málsbætur og koma auga á það, sem betur mátti fara hjá þeim, er um var rætt. Það var andstætt hugsunarhætti hans að fella harða dóma. Taldi hann lönguen betur henta að sýna mannúð og mildi og láta fenna yfir sem flest hin mis- stignu spor- Sigurður var mikill trúmaður og féll það mjög miður, ef hvatskeyt- lega var talað um kirkju og kristin- dóm. Hann hafði bjargfasta trú á for- sjón og handleiðslu guðs, en var víð- sýnn í öllum trúarefnum, enda annað óhugsandi um jafnmikinn bjartsýnis- tnann. Vart leikur á því vafi, að Sig- urður hafi verið þess fullviss, þegar hérvistardögum lauk, og hann stefndi til strandar, særokinn af ólgusjó jarð- lífsins, og lagði frá landi út á hafið, sem heimana skilur, að landtakan, handan hafsins, yrði góð og bjart til allra átta, því: lengst í fjarskans ljósadýrð ljóma sigurhæðir. VIII. Þegar litið er yfir æviskeið Sigurð- ar Bjaraasonar, er auðsætt, að þrátt fyrir ýmiss konar erfiðleika á langri leið, var hann um margt mikill gæfu- maður. Má þar til nefna: Hann hlaut gott uppeldi í föðurgarði, ágæta og umhyggjusama eiginkonu og eignað- ist mörg mannvænleg böm, sem öll reyndust honum góð og tillitssöm, og sýndu honum, ásamt tengda- og barna börnum, mikla ræktarsemi og virtu hann mikils. Snæbjörn bóndi á Grund er yngst- ur systkinanna, og voru þeir feðgar, Sigurður og Snæbjörn, löngum sam- vistum og mjög kært með þeim, enda samrýndir. Hefur Snæbjöm sagt þeim, er þetta ritar, að það hafi verið sér á allan hátt hinn bezti skóli, hve lengi þeir fylgdust að, feðgarnir, bæði er snertir geymd fornra fræða og sagna, og á ýmsan annan hátt. Mun honum því ætíð efst I huga gróin þökk fyrir samleið alla, og mikil birta yfir föðurminningunni. Veit ég, að öll hin systkinin mundu vilja gera þessi orð Snæbjarnar að sínum orð- um. Langt fram eftir ævi naut Sigurður góðrar heilsu, og þótt heil'san brysti um skeið, náði hann sökum með- fæddrar hreysti, aftur allgóðri heilsu og naut þess til hárrar elli. Elliárin urðu Sigurði léttbærari en þau reyn- ast mörgum öðrum, því að síðustu tuttugu og fimm ár ævinnar varð hann aðnjótandi frábærlega góðrar umhyggju hjá dóttur sinni, Margréti, og síðari manni hennar, Ragnari Davíðssyni. Sú aðbúð var í alla staði hin ágætasta, og kunni hann það vel að meta og þakka. Sigurður unni öllum bóklegum fræðum, í hvaða mynd, sem þau voru, og naut mjög vel alls þess, er hann las, enda var greindin góð og minnið frábært. Á friðstóli áhyggjulítillar elli sat hann löngum við þá brunna, er hann í bernsku þráði að bergja af, og teyg- aði af lindum sagna og fróðleiks. Fróðleiksþorstinn og frásagnargleðin var næstum því takmarkalaus frá vöggu til grafar. Var hann jafnan fús að miðla öðrum af fróðleik sínum og sjaldan glaðari en þegar hópur góðra og glaðra heyrenda hlýddi á og svalg það, sem hann sagði frá eða l'as; enda er það þekkingarleitin og frásagnarhæfileikinn, sem lengst mun í minnum haft og tengt við nafn hans. IX. Sigurður Bjarnason andaðist á Grund hinn 3. desember 1951, fullra 88 ára að aldri. Hann var þrotinn að líkamskröftum, en andlega hress og heill fram á hinztu stund — sáttur bæði við guð og menn og af hjarta þakklátur forsjóninni fyrir gjafirnar góðu,s em lífið færði honum og hann fékk ríkulega notið. Þótt örlög hefðu fallið á annan veg og æviþráðurinn öðru vísi spunnizt en raun varð á og Sigurður átt þess kost að ganga menntabrautina og njóta þar þeirrar lífsfyllingar, sem hugur hans þráði á æskudögum og ef til vill alla ævi, er alls eigi víst, að hinn langi ævidagur hans hefði not- TÍMINN - SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.