Tíminn Sunnudagsblað - 01.12.1963, Blaðsíða 3

Tíminn Sunnudagsblað - 01.12.1963, Blaðsíða 3
verk félagsráðgjafa er að hjálpa þessu fólki til að l'aga sig að háttum þjóðféiagsins. Þessa aðstoð veitir fé- lagsráðgjafinn með samtölum, þar sem hann beitir sálfræðilegri og , þjóðfélagslegri þekkingu sinni til að hjálpa mönnum til betri skilnings á sjálfum sér og gera þá færari um að l'eysa van-damál sín sjálfir. Félagsráð- gjafanna er ekki að leysa vandamálin fyrir fólk, heldur hjálpa því til að' gera það sjálft. — Er þetta ekki mikið nám? — Til að öðiast réttindi sem félags- ráðgjafi, þarf að hafa lokið námi frá viðurkenndum skóla í greininni. í flestum löndum Evrópu og Ameríku eru nú starfandi félags- ráðgjafaskólar. Námið tekur 3—5 ár og er skipt í bókl-egan og verklegan hluta. Inntökuskilyrðin við þessa skóla eru að nokkru önnur en til annars háskólanáms. Auk þess sem krafizt er venjulegrar undirbúnings- menntunar svo sem stúdentsprófs, er lögð mikil áherzla á persónulega hæfileika nemandans til að stunda félagsráðgjafastörf. — Og hvernig erir þeir persónu- legu hsefileikar metnir? — Omsækjendúr þurfa, áður en þeir fá inngöngu i skólann, að hafa unnið við einhverja velferðarstofnun, sem skólinn tekur gilda, undir hand- leiðslu féfagsráðgjafa. Skólinn hefur nána samvinnu við vissar stofnanir, kemur væntanlegum nemendum fyrir þar til reynslu. Ummæli þessara stofnana eru síðan lögð til grundvall- ar því, hvort nemandinn hafi hæfni og þroska til að stunda þau störf, sem félagsráðgjöfum eru falin. og sé því tækur til skólans. — Og hvemig fer svo námið fram? — Bóklega námið fer fram í skól- anum sjálfum. Aðaláherzla er þar lögð á námsgreinir, svo sem: þjóð- félagsfræði, lögfræði og almenna sál- arfræði. Auk þess er veitt kennsla í nokkrum öðrum greinum, svo sem: Þegar ég spurði Kristínu Gústavs dóttur að því, hvert starf hennar væri, sagðist hún vera félagsráðgjafi. Ég var litlu nær. Mér var þetta starfs heiti nýlunda og í orðabókinni nýju tókst mér ekki að finna orðið. Þess vegna langaði mig til að fá nánari skýringu, og ég spurði Kristínu, hvað fél'agsráðgjafi væri. — Félagsráðgjafar vinna við að aðstoða einstaklinga eða fjölskyldur, sem eiga við félagsleg vandamál að stríða. Þessi vandamál geta verið mai'gvísleg; oft standa þau í sam bandi við slæma fjárhagsafkomu, sjúkdóma, bæöi andlega og líkam- lega, sambúðarörðugleika og ótal margt fleira Margir finna til van- máttar gagnvart þeim kröfum, sein gerðar eru til þeirra, eða þeim von- um, sem þjóðfélagið bindur við þá sem foreldra, vinnuveitanda, náms- menn eða bjóðfélagsþegna almennt, og því fylgir oft hræðsla, kvíði, óá- nægja og vanlíðan, sem getur dregið úr starfsorku og hæfileikum. Hlut- hagfræði, sakafræði, geðlæknisfræði, almennri heilsuvernd og samtals- og ritgerðatækni. Verklega námið fer hins vegar fram á ýmsum stofnunum, sem skólinn viðurkennir eða velur. í Svíþjóð er það t.d. gert að skyldu, að nemendur taki hluta af verklega náminu á ákveðnum stofnunum eins og framfærsluskrifstofum, sjúkrahús- um og við barnaverndarstörf, en síð- ari hluta verklega námsins geta nem endur valið sjálfir með tilliti til þess Framhald á 1006. síSu. TÍIHINN - SUNNUDAGSBLAÐ 987

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.