Tíminn Sunnudagsblað - 23.02.1964, Side 5

Tíminn Sunnudagsblað - 23.02.1964, Side 5
fyrir kattarnef. Sprengingin var stillt á nokkurn tíma, svo að tilræðismaður- lnn gæti verið kominn á brott, áður en sprengingin yrði. Bushnell sýndl Washington hershöfð ingja, síðar forseta, uppfinningu sina 6g hann lét uppfinningamanninn fá fé tjl að fullgera hana, þótt hann að eig- in sögn hefði ekki mikla trú á fyrir- t|ekinu. En Washington hafðl engu að tápa. Uppreisnarmennirnir áttu engan ílota, en Englendingar voru gjarnir á sSS sýna þeim herskip sin. Kostnaður vgr heldur ekki mikill við tilraun Bus- hnells og því tilvinnandi að gera hana. Ákveðið var að sprengja i loft upp flaggskip brezka flotans, H.M.S. Eagle, sem var i New York höfn. Bróðir uppfinningamannsins, Ezra Bushnell, var eini maðurinn, sem hafði sbft sig á að stjórna kafbátnum. En þegar kom að því, að hefjast handa, lagðist hann sjúkur. Bushnell sneri Sér þá til hersins til að íá staðgengil hans og fyrir valinu varð undirforingi að nafni Ezra Lee. Eftir að Bushnell fiafði þjálfað hann um tíma var látið skríða til skarar. Lee tókst að komast að skipinu og kafa inn undir það, en þegar hann ætlaði að festa skrúfuna í botninn brá honum í brún. Skrúfan gekk ekki inn, því að skipið hafði allt verið koparslegið til að verjast trjá- maðki. Þrátt fyrir margar tilraunir tókst Lee ekki að komast í gegnum koparinn. Hann hugðist þá leita fyrir sér framar á skipinu, en missti þá af því og Skjaldbakan kom upp á yfir- borðið nokkru austan við það. Farið var að birta af degi, og þvi litlar líkur til að hann gæti leynzt lengur. Höfnin var þéttskipuð brezkum herskipum og í þá daga voru hafnir Isæmilega hreinar, svo að vel sást riokkur fet niður fyrir sjávarmál. Lee sá því, að honum var bezt að reyna að forða sér sem fyrst, því vel mátti gera aðra tilraun til að sökkva her- skipinu síðar, ef hann kæmist óséður undan. Hann hélt eins hratt og hann é'at i átt til Manhattaneyjar. En átta- viti hans ruglaðist, svo að Lee varð að koma upp til að sjá hvar hann væri staddur. Þá var hann beint fram undan brezku virki á Landstjóraeyju, og her- maður einn kom auga á farkostinn. Menn brugðu skjótt við í landi, mönn- riðu bát og reru út til að kanna, hvaða furðufyrirbrigði væri þarna á ferð. Én Lee beið ekki eftir þeim. Hann losaði sprengjuna og setti klukku henn ar af stað og vonaði að hún myndi tefja svo fyrir hermönnunum, að hann kæmist sjálfur undan. Báltur Bretanna átti ekki nema nokkurn spöl ófarinn að kafbátnum, þagar þeir sáu hann skipta sér i tvennt, og grunaði þá að einhver brögð væru í tafli. Þeir reru hið skjótasta í land til að fá ráð hjá yfirmönnum sínum, hvað gera Skyldi, en Lee komst heilu og höldnu til béekistöðva félaga sinna á Manhatt- an. Um leið og hann kenndi grunns, sprakk sprengjan. Sú sprenging varð þó engum áð meini. Fleiri tilraimir voru gerðar til að nota Skjaldbökuna gegn brezka ílot- anum, eh þær mistókust eins og sú fyrsta. skjaldbakan yar rifin, en Bush- nell var þó ekki þar með hættur að hugsa um kafbáta. Eins og fleiri Banda ríkjamenn hélt hann til Frakklands og gerði þar ítrekaðar tilraunir til að koma hugmyndum sírnun á íramíæri. Þær tilraunir báru heldur lítinn árang- ur, og þá snerl Bushnell við blaðihu, flutti vestur um haf og tók að stunda læknisstörf undir öðru nafni. Þekktastur þeirra bandarísku upp- finningamanna, sem voru 1 Frakklandl á byltingarárunum og fyrri hluta veld- istíma Napóleons, var Bóbert Fultóri. Hann hafði ungur að aldri haldið frá heimkynnum sínum í grennd við Philadelfíu til Lundúna og þar starfaði hann I sjö ár sem aðstoðarmaður mál- ara eins. Frá Lundúnum hélt hann síðan til Parísar. Þar var Bushnell Skjaldbökusmiður þá fyrir og hamað- ist við að fá frönsku stjórnina til að kaupa kafbátateikningar sínar. Fulton hóf óðar samkeppni við landa sinn. Hann teiknaði sívalan bát, 21 fet á lengd og 6 fet í þvermál og nefndi hann Nautilus. Þessi bátur Fultons var sá fyrsti er bar þetta nafn, sem síðan átti eftir að verða frægt í sögu kaf- bátanna. Nautilus var smíðaður í Rúðuborg. Neðan á hann var byggður öflugur járnkjölur og yfir kilinum voru botn- tankar. Skipinu var sökkt með þvi að fylla þessa tanka vatni, en úr þeim dælt þegar koma skyldi upp á yfirborð- ið aftur. Þegar Nautilus var ekki í kafi maraði hann í yfirborðinu, þann- ig að ekkert stóð upp úr nema útsýn- ishóllinn og sérkennilegt flugdrekalag- að segl, sem var brotið saman og lagt á þilfarið, þegar skipið fór I kaf. f kafi var skipið knúið áfram með fjór- blaða skrúfu, sem tveir menn sneru með handafli. Þetta var fyrsta blað- skrúfan, sem notuð var, en eins og áður er sagt, hafði Bushnell snigil- skrúfu á Skjaldböku sinni. Fulton hóf tilraunir með bátinn jafn skjótt og hann var fullsmíðaður. 29. júlí árið 1800 kafaði hann niður á 25 feta dýpi í Signu fyrir framan Rúðu- borg. En honum var ekki nóg að sýna fram á, að Nautilus væri nothæí- ur. Hann varð líka að koma uppfinn- irigunni í verð. Til þess að koma þvi um kring skrifaði hann bréf tll Nap- oleons, sem þá var fyrsti konsúll, og segir þar meðal annars: „Iitum fyrst á það, hvaða þýðingu Nautilus gæti haft fyrir prakkland. Þegar búið er að sökkva fyrsta enska skipinu á þennaa hátt, mun enska rikisstjómln ekki vit* sj.tt rjúkandi ráð. Henni verður ljóst, að hægt muni að eyðileggja gjörvaU- an flotann á sama hátt, og með sömu aðferð yrði einnig hægt að loka Tems- fljótl og lama aUa verzlun Lundúnar- borgar . . . Hvernig gæti Pitt þá stutt bandamenn sína? . . . Qg þegar þeir væru sviptir peningum Pitts, mundi bandalag þeirra leysast upp og þegar óvinir Fral<klands væru þannig úr sögunni, gæti Frakkland unnið hindr- unarlaust að eflingu frelsis síns og varðveizlu friðarins." Napoleon virðist hafa svarað þessu fyrsta bréfi Utlu, en Fulton hélt á- fram tilraunum sínum með bátixm, bæði á Signu og hafinu utan við Le Havre. gkýrslur um þessar tilraunir voru allar sendar til Napoleons, en hann sendi þær áfram til flotamálá- ráðherrans og bað hann að athuga þær og segja áltt sitt á málinu. Skömmu síðar fékk Fulton sjálfur að ganga á fund einræðisherrans. En Nap oleon vildi ekki ákveða neitt í flýti. Hann kvaðst skyldu kanna málið. En Fulton var óþoUnmóður og vildi enga bið. Eftir nokkra daga ritaði hann flotamálaráðherranum bréf cxg sagð- ist skyldu fara annað með uppfinning- una, ef hann ferigi ekki betri undir- tektir í Frakklandi en hann hefði til þessa hlotið. Plotamálaráðherrann svaraði og hafnaði kafbátnum. En synjun ráðherrans þaggaði ekki niður í Fulton. Hann setti sig á ný í samband við Napoleon og í júlímán- uði voru gerðar nýjar og umfangsmikl- ar tilraunir með Nautilus. En Napoleon var enn ekki nógu skjótur til ákvarð- ana. Þegar hann eftir tveggja mánaða umhugsun gerði Fulton þau orð, að Eins manns kafbátur Hollands, sem sökk í höndum (rskra föðurlandsvina, sem rændu honum frá uppfinningamanninum árið 1883. T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 173

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.